Alþýðublaðið - 10.11.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Side 16
Stækkun hafnarinnar forsenda uppbyggingar segir Gunnar Markússon form. landshafnar í Þorlákshöfn Landshöfnin i Þorlákshöfn hefur verift stækkuft a 11 verulega siftustu 2 árin. Höfnin var formlega opnuft sl. sunnudag af ráftherra aft vift- stöddu margmenni. Framkvæmdir vift höfnina hafa staftift siftan i september 1974 og hafa þær staðizt alla áætlun, hvaft varftar tima og fjármagn. 1 Þorlákshöfn hefur verið settur upp brimbrjótur, hinn eini sinnar tegundar hér á landi. Brimgarður þessi er um 24 metra hár þar sem hann er hæstur og er hið mesta mann- virki. Siðastliöin ár hafa bátar i Þorlákshöfn skemmst verulega* þegar óveður hafa skollið á. Með tilkomu brimgarðsins ætti það nú að lagast, þar sem hann varnar öldugangi aðgang að bátunum. A siðastliðnum tveimur árum hafa verið sendir út tveir skip- stjórar tvisvar sinnum til að fylgjast með likangerð ' brim- garðsins. Mun það vera i fyrsta sinn sem slikar feröir eru farnar hér á landi. ‘Að sögn Gunnars Magnússon- ar formanns stjórnar lands- hafnarinnar i Þorlákshöfn, hef- ur samvinna verið eins og bezt var á kosið, og á það við um alla, frá verkamönnum til ráð- herra. Stækkun hafnarinnar i Þor- lákshöfn hefur i för með sér bætta aðstöðu fyrir Herjólf, þar sem nú er hægt aö aka um borð i skipið bæði i Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Þar sem Herjólfur siglir ein- göngu til Þorlákshafnar, hefur það að sjálfsögðu i för með sér aukna bilaumferð um Þorláks- hafnarveginn. Sagði Gunnar ómögulegt fyrir nokkurn veg að standast til lengdar alla þá um- ferð, og væri gatnagerð i Þor- lákshöfn bágborin. — En Róm var ekki byggð á einni nóttu, þetta kemur, sagði Gunnar Markússon formaður stjórnar Landshafnarinnar i gær. Samræmd reglugerð eyrissjóðanna tekin Samband almennra Hfeyris- sjófta hefur sett samræmda reglugerft, sem gildir fyrir alla liferyissjófti sem eiga aftiid aft sambandinu. Þá hefur sambandið lagt til að reglugerðum aðildarsjóða SAL verði breytt á þann veg, að sér- stök ákvæði til bráöabirgöa komi aftan við núgildandi bráðabirgða- ákvæði. Skulu bráðabirgðar- ákvæði þessi gilda árin 1976 og 1977. Er megininntak laganna á þá leið, að sjóðfélagar, sem eiga rétt á lifeyri skv. lögum um eftir- laun aldraðra félaga i stéttar- félögum,fái nú sérstakar lifeyris- uppbætur skv. starfssamningi líf- eyrissjóða stéttarfélaganna. Einnig.að lifeyrisgreiöslur að- ildarsjóða verði verðtryggðar að hluta, og að þeir félagar sem ekki njóti lifeyris skv. lögum nr. 63 frá 1971, en eiga rétt á lifeyri frá sjóönum, fái greiddar sérstakar lifeyrisuppbætur á árunum 1976 og '77 Eins og kunnugt er, þá er Samband almennra lifeyrissjóöa heildarsamtök þeirra lifeyris- sjóða, sem hafa sett sér reglur á grundvelli samkomulagsins frá 19. mai 1969 milli ASl og VSÍ um stofnun lifeyrissjóöa, eða hafa samið reglugerðir sinar eftir sér- stakri reglugerðarfyrirmynd, sem tók gildi 1. janúar 1970. Nú hafa hins vegar verið gerðar breytingar á reglugerðarfyrir- myndinni og taka þær gildi 1. jan- úar n.k. . Helztu breytingar eru þær, aö sjóðstjórnum veröur heimilt að leggja til grundvallar fleiri ár aftur I timann og sleppa líf- upp úr meðaltalinu þvi almanaksári, sem lakast er, við útreikning á örorku- og makalifeyri. Ef sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka, en einstæð móðir hans, ógift systir, eöa sambýliskona hefur sannanlega annast heimili hans um árabil, þá er sjóöstjórn heimilt að greiða hlutaðeigandi makalifeyri, eins og um ekkju hafi verið að ræða. Þá á sjóðfélagi, sem hverfur úr sjóðnum, nú aöeins rétt á aö fá endurgreiddan iðgjaldahluta sinn, sem hann hefur greitt til sjóðsins, ef hann hefur ekki greitt til annars lifeyrissjóðs á þvi almanakári, sem sótt er um endurgreiðslu, né hinu næsta á undan. Hefur Fjármálaráöuneytið aö undanförnu látið fara fram athugun á ákvæðum fyrrgreindra laga um starfskjör launþega og eru ofangreindar breytingar i samræmi við þá niðurstöðu, sem nú liggur fyrir um efni laganna. JSS Skuldabréf fyrir 420 millj. frá áramótum Frá áramótum og fram tíl 1. 1 fréttabréfi frá SAL kemur nóvember hafa aftildarsjóftir fram, að ailar llkur séu á, að Sambands almennra Hfeyris- aðildarsjóðirnir standi við sjófta keypt verfttryggö skulda- skuldbindingar sinar i samræmi bréf af Byggingasjófti rikisins við yfirlýsingu rikisstjórnarinn- fyrir 420 milljónir króna. ar frá 28.febrúar, um húsnæöis- Þaft fjármagn scm Sai-sjóft- mál, en sú yfirlýsing var gefin i irnir munu hafa til ráftstöfunar trausti þess, að lifeyrissjóðir á þessu ári er áætlaft nálægt stéttafélaganna verji 20% af 2.226milljónum króna. Sjóftirnir ráðstöfunarfé sinu til kaupa á hafa þvi keypt skuldabréf fyrir verðtryggöum skuidabréfum 18,5% af ráftstöfunarfé sinu. Byggingarsjóðs rikisins. JSS Bólusett í Reykjavík gegn heilahimnubólgu Ennþá hefur ekki orftift vart vift fleiri heilahimnubólgutilfelli i Reykjavik, en á undanförnum ár- um segir i frétt frá borgarlækni. Fjöigun hefur hins vegar orftift á nokkrum svæftum á landinu og hefur verift bólusett þar vift tveim stofnum sýkla er valda heila- himnubólgu. 1 samráöi við landlækni hefur nú verið ákveðiö að undirbúa bólusetningu i Reykjavik og mun hún fara fram, þegar þeim undir- búningi er lokiö og bóluefni hefur verið fengiö til landsins. Unnið er að þvi, að fá nægilegt bóluefni, og mun það fást um leið og framleiðendur geta annað pöntunum. A næstu dögum verður tilkynnt um nánari tilhögun bólu- setningarinnar hér i Reykjavik. Þá er það skýrt tekið fram, að hvergihafi tiöni sjúkdómsins ver- ið slik, að hann hafi komizt á faraldurs stig og mjög litil hætta er á beinni smitun frá einu tilfelli til annars. Heilahimnubólga getur stafað bæði af sýklum og veirum og geta margir mismunandi tegundir og stofnar valdið henni. Arlega koma upp tilfelli meöal barna i Reykjavik og hefur mestur fjöldi þeirra verið vegna sýkla, sem ekki hefur tekizt að framleiða bóluefni gegn. Fjölgun tilfella á landinu hefur stafað af tveim stofnum, þ.e. A og B stofni, en bóluefnið sem fæst er aðeins virkt gegn A og C stofni. Það skai tekið fram, að til eru virk lyf gegn heilahimnubólgu af sýklauppruna, en fólk sem veikist þarf að komast sem fyrst undir læknishendur. —-jss. 67 óra og eldri verði undanþegnir launaskatti Tveir þingmenn Alþýftuflokks- ins hafa lagt fram breytingatil- lögu um breytingu á lögum um launaskatt. Þar er gert ráft fyrir, aft i frumvarpift bætist ný grein, er orðist svo: Undanþegin skattskyldu eru laun eða þóknanir fyrir störf fólks, sem er 67 ára og eldra, og likamlega fatlaöra, vangefinna og þroskaheftra, svo að metið sé til 60% örorku eða meira af Tryggingastofnun rikisins. Ennfremur laun eöa þóknanir fyrir störf við landbúnað, jafnt vinna bóndans sjálfs og þeirra, em hann greiðir laun. Sama gildir um vinnulaun vegna jaröræktar- og byggingarframkvæmda á bú- jörðum. Flutningsmenn þessarar tillögu eru þeir Bragi Sigurjónsson og Jón Armann Héöinsson. SOGUMALIÐ Málflutningur hófst í gær í gær hófst mál- flutningur fyrir Sjó- og verzlunardómi Reykjavikur vegna Sögumálsins svo- nefnda, en þar á að reyna að leiða i ljós sannleikann i máli Ni- geriumánnanna tveggja sem voru í áhöfn Sögu og borið hafa yfirmenn skipsins þungum ásökunum. í gær mætti Sigurður Markússon fyrir dóm- inn og rakti söguna frá sinu sjónarhorni, en einnig var tekin skýrsla af öðrum Nigeriumanninum. Landi hans mun segja sina sögu i dag. Að sögn Finns Torfa Stefánssonar lögfræðings Sjómannasambandsins, mun verða reynt til þrautar að leysa mál þetta á friðsaman hátt, svo sem venja væri. Um horfur á samkomulagi vildi hann ekki segja, en kvað sjónarmiö þarna stangast á eins og alltaf vildi verða I tilfellum sem þessum. —ARH MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1976 alþýðu blaöiö HEYRT, SÉÐ 0G HLERAÐ Frétt: Að nú hafi Njörður P. Njarðvik, lektor, ákveö- ið að fylgja laxbróður sin- um ólafi Ragnari Grims- syni inn i Alþýöubandalag- ið. Hafi hann gengið i flokk- inn i fyrrakvöld. Þeir fél- agar hafa nú verið i flest- um stjórnmalaflokkum á Islandi: Ólafur Ragnar I Framsóknarflokknum, Samtökunum og nú I Alþýöubandalaginu og Njörður P. Njarðvik i Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum, viðloð- andi Samtökin og nú i Alþýðubandalaginu. Lesift: 1 Dagblaðinu i gær, að Ingvar Björnsson, fyrr- um bæjarlögmaður I Hafnarfiröi, hafi veriö sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins I opinberu máli, sem höfðað var gegn honum fyrir það aö hafa misnotað stöðu sina á þann hátt að það varðaði við lög. Tekift eftir: Aö Jón G. Sólnes, alþingismaður, flutti þáttinn „Um daginn og veginn” á mánudags- kvöld. Þar talaöi hann i landsföðurlegum tón um ýmis eftirtektarverð og markverð mál. Hann lét hins vegar fá orö falla um Kröfluvirkjun, og er þá af sem áður var. Engum dett- ur i hug að væna Jón um fávizku, enda mun hann sem og aðrir gera sér grein fyrir þvi hve vonlaus bar- átta er nú háð á kjafti Kröflu. Tekift eftir: Að þaö hefur tekið Leikfélag Reykjavik- ur tugi ára að safna fé til að geta byrjað framkvæmdir við nýtt borgarleikhús. Leikfélagið hefur eingöngu leitað til stuöningsmanna, sem eru býsna margir. Hins vegar tók þaö Alþýöu- bandalagiö ekki nema örfá ár að safna fé i 40 milljón króna hús. Kommar ættu að kenna Leikfélagsmönn- um aðferðina, ef hægt er að opinbera hana. Tekift eftir: Að þeir menn, sem vilja taka leigugjald fyrir varnarliðið, bendi nú á, að betra sé að fá leigu- tekjur og greiða með þeim erlendar skuldir, en aö Alþjóðabankinn sendi hing- að fulltrúa sina til að stjórna fjármálum lands- ins vegna skulda þess viö bankann. Þeir segja enn- fremur, aö með leigugjald- inu yröu islendingar ekkert háðari Bandarikjamönnum en þeir eru nú háðir Rúss- um með kaup' á oliu og benzini.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.