Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 1
 y ■. 7 MIÐVIKUDAGUR 24. NOVEMBER 249. tbl. 1976 — 57. gr a ■ÉH Áskriftar- síminn er 14-900 VIRKJUN HRAUNEYJARFOSS Stjórn Landsvirkjunar hefur sótt um leyfi í framhaldi af frétt sem birtist i Alþýðu- blaðinu á laugardag, þar sem haft var eftir framkvæmdastjóra verkalýðsfélagsins Rangæings, að segja mætti að grænt ljós væri komið á virkjun Hrauneyjarfoss, hafði blaðamaður samband við Halldór Jónatans- son, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Lands- virkjunar og spurði hvaða likur hann teldi að ráðist yrði i þessa framkvæmd á næsta ári. Ekki vildi Halldór tjá sig um likurnar en gat þess, aö stjórn Landsvirkjunar hefði fyrir sitt leiti samþykkt að ráðist yrði i virkjun Hrauneyjarfoss. t framhaldi af þeirri samþykkt hefði fyrir nokkru verið sótt um virkjunarleyfi til iðnaðar- ráðherra, en það leyfi væri ókomið. Bjóst Halldór við að ekki liði langur timi þar til tekin yrði endanleg ákvörðun um hvenær ráðist verði i fram- kvæmdir. Reyndar mætti það ekki dragast öllu len’gur, ef ná ætti þvi markmiði sem stefnt hefði verið að, að virkjunin komist i gagnið árið 1981. En þá væri gert ráð fyrir að nú- verandi kerfi Landsvirkjunar og Sigölduvirkjun yrðu full- nýtt. Þá kom það fram i samtal- inu, að samkvæmt lögum frá 1971, hefur Alþingi fyrir sitt leyti veitt Landsvirkjun heimild til virkjunar Tungnár við Hrauneyjarfoss. Er öllum undirbúningsrannsóknum af hálfu Landsvirkjunar lokið og útboðsgögn þegar tilbúin til útgáfu. —GEK Tillaga biskups á kirkjuþingi: Vill að ríkið eignist allar kirkjuiarðirnar Biskup isiands, dr. theol. Sigurbjörn Einarsson flytur á yfirstandandi kirkjuþingi eftir- farandi tillögu til kirkjuþings- ályktunar um kirkjueignir. „Kirkjuþing ályktar að láta gera skrá um allar jarðeignir kirkjunnar og núverandi verð- gildi þeirra með það fyrir aug- um, að rikinu verði gert tilboð um að leysa þær til sin með ár- legu gjaldi, er miðist við mat eignanna á þeim tima, þegar samningur um þetta gengi i gildi. Skal það mat verða varan- leg viðmiðun um þetta árlega gjald en upphæð þess breytast hlutfallslega til samræmis við breytingar á fasteignamati á hverjum tima. Gengið er út frá þvi, aö þjóðkirkjan fái með jjessum hætti, samkvæmt nán- ari athugun, umráðafé til fram- búðar til þarfa, sem viður- kenndar eru á fjárlögum, og falli þá slikir fastir f járlagaliðir niður. Undan skildir eru i þessu sambandi launaliðir, þvi að þau útgjöld rikissins ber að lita á sem greiðslu upp i andvirði þeirra eigna, sem rikið hefur seltundan kirkjunni. Sama máli gegnir um þá fjármuni, sem rikið hefur varið til prestssetra og yrðu þvi byggingar á prests- setrum að teljast kirkjueign, þegar það fjármálauppgjör, sem hér ræðir um, yrði til lykta leitt, en um prestsetursjarðir yðri að öðru leyti að semja sér- staklega.Frá og með gildistöku sliks samnings yrðu þær jarð- eignir, sem nú flokkast undir kirkjujarðir, rikiseign. Þær jarðeignir, sem sérstök lög gilda um (Skálholt, Stranda- kirkjujarðir) eða aðrir lögmætir gerningar, eru að sjálfsögðu undan teknar.” 1 tilefni af flutningi ofan- nefndrar tillögu, spurðist blaðið fyrir um, hvort hreyfing væri á þvi, að aðskilja riki og kirkju. Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup svaraði þvi til, að um þau mál væri ekki raunverulega rætt hé'r, sem og sést af tillög- unni.” En hér er mál, sem er og hefur lengi verið óuppgert, og ástæða er til að koma þvf á fast- an grunn hvar kirkjan stendur og hvar rikið i þessum efnum. Kirkjunni er full þörf á að hafa sinn fjármálagrundvöll, og auk þess er ástæða til að svara þeirri spurningu, hvort lita eigi á kirkjuna, sem raunverulega rikiskirkju, eða rikisstyrkþega. Aðskilnaður rikis og kirkju er hinsvegar stjórnarskráratriði,” lauk Sigurbjörn biskup máli sinu. O.S. Enn eykst óvissan um Kröflu- virkjun: Enn hefur orðið óhapp við Kröfluvirkjun, sem getur haft i för með sér ófyrirsjáanlegar tafir á öllum framkvæmdum þar. Svo virðist sem hlykkur hafi komið á holu fimm og holu niu, sem átti að fara að dýpka, og er ekki fyrirsjáanlegt að hægt verði að bora 'þær á nýjan leik. Taliö er, að nú verði báðir borarnir fluttir frá Kröflusvæð- inu, en þeirra biða önnur verk- efni. Ætlunin var að dýpka holu fimm, en þar var borað niður á 1300 metra dýpi i fyrra. Gamli gufuborinn átti að dýpka hana. Þá átti stóri borinn að halda áfram með holu niu, sem hverfa varð frá eftir leirgosið. Þegar átti að fara að bora kom i ljós að hlykkur var kom- Þrjár holur hafa lokast Við þær voru miklar vonir bundnar inn á báðarholurnar,og er helzt talið að efri jarðlög hafi skriðið til. Var talið vonlaust að hefja borun, og samkvæmt fréttum, sem Alþýðublaðið aflaði sér i gær, er nú talið, að báðir bor- amir verði sendir burtu til ann- arra verkefna. 1 gærkvöld bárust þær fréttir frá Kröflu að hlykkur hefði komið á þriðju holuna, en ekki er vitað nánar um ástand henn- ar. Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá ástandi borholanna á Kröflusvæðinu, en þar er nú fáanleg virkjanleg gufa, sem gefur innan við 10 megawött. Þvi hefur verið lýst yfir, að virkjunin eigi að fara i gang i ..febrúar, en mönnum er hins vegar ekki ljóst hvaða gufuafl á aðnota til að knýja hana, nema annar hverfillinn verði settur i gang með orku, sem nær um þriðjungi afkastagetu hans. Þá hefur enn ekki verið úr þvi skoriðhvemikið gasog vátner i gufunni á svæðinu, en rannsókn- ir á þvi fara nú fram. Það er hins vegar ljóst, að niðurstaða þeirrar rannsóknar getur ráðið miklu um framhald orkunýt- ingar á Kröflu. Samkvæmt framansögðu hef- ur óvissan i málefnum Kröflu- virkjunar aukizt að mun, og væri nauðsynlegt að Kröflu- nefnd og Orkustofnun gerðu nú skýra grein fyrir þvi hvernig málum er háttað. — AG. Alþýðusambands- þing verður sett næst- komandi mánudag. Setningarfundur þingsins hefst klukkan 2 ! Háskólabíó. Þar mun forseti ASt, Björn Jónsson, flytja setningarræðu. Þá munu erlendir og innlendir gestir flytja ávörp, Kór Trésmiða- félagsins mun syngja og Lúðrasveit Verka- lýðsfélaganna mun leika ættjarðar- og baráttulög. Alþýðusambands- þing mun siðan verða haldið á Hótel Sögu, Súlnasal. Alls raunu um 380 fulltrúar sitja þingið, sem er nokkuð fleira en siðast, en þá sóttu ASÍ-þing 355 full- trúar. 1 viðtali sem Al- þýðublaðið átti við Björn Jónsson i gær kom fram að setningarfundurinn i Háskólabió yrði opinn öllum svo lengi sem húsrúm leyfði. —BJ ÁSÍ j|ð| þing 1 hefst á jj mánu- i dag, Sinfóníuhljómsveir Islands ó æfingu Sjá frásögn og myndir á bls. 4 og 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.