Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 11
œisr (Miövikudagur 24. nóvember 1976 11 MINNING Ragnar Jóhannesson, skólastjóri Fæddur 14. mai 1913. Dáinn 16. nóvember 1976. 1 dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju Ragnar Jóhannesson, fyrrverandi skóla- stjóri, sem andaðist á Borgar- spitalanum i Reykjavik hinn 16. þ.m. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Ragnar var Dalamaður að uppruna, fæddur i Búðardal i Laxárdal 14. mái 1913, einkabarn hjónanna Jóhannesar Jónssonar skósmiðs og verzlunarmanns og Guðrúnar Halldórsdóttur. Þegar Ragnar Jóhannesson er kvaddur hinztu kveðju, er margs að minnast. Gamlir samferða- menn muna hann sem óvenjulega glæstan æskumann i Mennta- skólanum á Akureyri, þaðan sem hann brautskráðist sem stúdent vorið 1934. Hann var svo bráðgjör, að þegar á unga aldri orti hann ljóð og samdi sögur. Snemma varhann listaskrifari og svo snjall teiknari, að venjuleg pappirsörk eða jafnvel smámiði gat á svipstundu orðið augnayndi i meðförum hans. A stúdents- árum sinum i 'Háskóla Islands, þaðan sem hann lauk kandidats- prófi i íslenzkum fræðum árið 1939, var hann hrókur alls fagnaðar og átti mikinn þátt i félagslifi stúdenta, orti þá mörg tækifærisljóð, oft söngtexta, sem lifguðu upp á samkvæmi. Einnig setti hann saman leikþætti, kryddaða gamansemi, en einnig með alvarlegu ivafi, ef svo bar undir. Skólaárin voru Ragnari jafnan hugstæðari en almennt gerist, eins og bezt sést á þvi, hve mikinn þátt hann tók lengi fram eftir ævi i margvislegum félags- skap stúdenta. Þegar út i lifið kom, leitaði margt á hug Ragnars. Hér gefst ekki rúm til að rekja æviferil hans.endaóþarftum þjóðkunnan mann, sem lesa má um i handbókum. Þess skal aðeins getið, að samhliða blaða- mennsku, fulltrúastörfum og skólastjórn fékkst hann jafnan við margvisleg ritstörf, og liggur margt eftir hann á þvi sviðibæði frumsamiö og þýtt. Var mikið af þvi flutt i útvarp, en margt hefar einnig birzt á prenti. 1 blóma aldurs sins var hann fulltrúi i skrifstofu útvarpsráðs um fimm ára skeið og siðan tólf ár skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi. Varð hann snemma þjóðkunnur og vinsæll útvarps- maður. Naut sin þar vel skörulegur flutningur hans, og kom honum þar aö góðu haldi listfengi og staðgóð þekking á bókmenntum og sögulegum efnum. Er vafalaust stór sá hópur útvarpshlustenda viðs vegar um landið, sem minnist hans með þakklæti frá liðnum árum. Ragnar hafði einnig marga ágæta kosti til að bera sem skólamaöur. Sérstaklega hafði hann gott lag á að umgangast ungt fólk og setja sig inn i hugsunarhátt þess. Einnig tók hann rikulegan þátt i félagslifi á Akranesi, þar á meðal leiklistarstarfsemi, enda eignaðist hann þar trausta vini. Um mörg undanfarin ár var Ragnar farinn að heilsu og kröftum. Eftirlifandi kona Ragnars er Ragna Jónsdóttir kennari frá Norðfirði, bæjarstjóra og skatt- stjóra Sigfússonar og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur. Þau Ragnar og Ragna bundust ung tryggðum i Menntaskólanum á Akureyri, en gengu 1 hjónaband 11. nóvember 1939. Heimili þeirra var lengi að Stóragerði 26 i Reykjavik, en nú siðustu mánuðina aö Skjólbraut 10 i Kópavogi. Börn þeirra eru Ragnar, byggingaverkamaður, Ingibjörg,kennari,og Guðrún, gift Arna Jónassyni verkfræðingi. Ragna reyndist Ragnari hinn traustasti lifsförunautur til hinztu stundar. Við Kristin sendum Rögnu vinkonu okkar, bekkjarsystur minni og sveitunga, börnum hennar og öðru venzlafólki innilegustu samúðarkveðju og þökkum þeim hjónum órofa vináttu og tryggð. Já, þannig endar lifsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. Á það erum við minnt margan haustdaginn. Bjarni Vilhjálmsson. Fregnin um andlát Ragnars Jóhannessonar kallarfram i huga mér fjölmargar minningar, sem eru allar bjartar. 1 þeim er Ragnar ávallt broshýr gáfumaður, glöggur og skemmti- legur félagi. Þó skiptust vissulega á skin og skúrir i ævi hans, og fór hann ekki varhluta af þvi siðar- nefnda. Leiðirokkar Ragnars lágu fyrst saman á ritstjórn Alþýðublaðsins fyrir hálfum fjórða áratug. Þá var ritstjórnin ekki fjölmenn en blaðiö að taka stökkið úr 4 siðum i 8, sem er mikil breyting. Við settum upp algjörlega nýtt blað undir ritstjórn Stefáns Péturssonar, og komu fram i þvi margar nýjungar, sem hafa reynzt langlifar i islenzkri dagblaðamennsku. Það kom sér vel við þessar aðstæður að hafa á að skipa fjöl- hæfum blaðamönnum, og þann kost hafði Ragnar i ríkum mæli. Hann var magister i islenzkum fræðum að menntun og þvi fær til að glima við hin háfleygustu menningarverkefni og ræða af viti við innlenda sem erlenda. Hann skrifaði ágætt mál og hafði áhuga á flestum mannlegum málefnum. Þessu til viðbótar var hann listamaður i eðli sinu og innan þess ramma kom fjölhæfnin enn frekar i ljós: hann gat teiknað og skrautritað fyrir blaðið og hann gat ort gaman- visur, tækifæriskvæði eða alvarleg ljóð. Ofan á allt þetta bættist, að Ragnar var hinn mesti húmoristi og kom þar fram Hfs- gleði hans i þá tið, hæfileiki til að sjá hinar skoplegu hliðar við menn og málefni, án allrar illgirni. Hvaða ritstjóri gæti óskað eftir meirui einum blaðamanni? Hefði Ragnar starfað við auðugt stórblað i stað þess að vera við litið og fátækt baráttublað, þætti mér ekki óliklegt að langur og glæsilegur ritstjóraferill hefði orðið hlutskipti hans. Ragnar starfaði einnig um sinn við dagskrárskrifstofu Rikis- útvarpsins og var. ágætur útvarpsmaður, upplesari og leikari, auk þess sem hæfileikar hans nýttust vel við dagskrár- undirbúning að tjaldabaki. Frá blaðamennskunni lá leið Ragnars til kennslu, og gerðist hann skólastjóri við Gagnfræða- skólann á Akranesi. Varð hann á skömmum tima vinsæll og virtur bæði meðal nemenda sinna og allra þeirra mörgu Akurnesinga, sem hann kynntist. Ljúfmennska hans og gnægtabikar hæfileikanna komu að gagni á fjölmörgum sviðum i skóla- og félagslifi Akurnesinga, og hann á enn hjörtu þeirra, sem honum kynntust þar. Ragnar fékkstað sjálfsögðu við fleiri ritstörf en dagblaöa- mennsku. Hann gaf út þrjár frumsamdar barnabækur, enda fóru lifsviðhorf hans og kunnátta vel saman i slikum verkefnum. Hann þýddi fjölmargar bækur, bæði fagurfræðilegs efnis og fróð- leiksverk. Þá skrifaði hann fjölda greina og flutti erindi og annað efni i útvarp, svo að afkköst hans voru ærin. Ragnar háði langa baráttu við erfiðan sjúkdóm, einn þeirra sem valda hvað mestum búsifjum I nútíma þjóðfélögum. Hefði sú byrði ekki verið á hann lögð, sér- staklega hin siðari ár, væri þjóðin stórum rikari af verkum þessa einstaka listamanns. Alþýðuflokkurinn sér á bak góðumog virkum félaga. Ragnar var jafnaðarmaður að hugsjón og fórnaði flokknum miklu af tima og störfum. Fyrir það færi ég honum þakkir að leiðarlokum. Ragnar átti stórgáfaða og mikilhæfa konu, Rögnu Jóns- dóttur, og lifir hún mann sinn. Ég færi henni og fjölskyldu Ragnars allri samúðarkveðjur. Benedikt Gröndal Ragnar Jóhannesson, fyrrver- andi skólastjóri, er horfínn af sjónarsviðinu. Hann lézt 16. þ.m. 63 ára að aldri. Ragnar var fædd- ur i Búðardal 14. mai 1913. Hann stundaöi nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk kandidatsprófi i islenzkum fræðum frá Háskóla tslands 1939. Arin 1947 - 1958 var Ragnar skólastjóri við Gagnfræðaskólann á Akranesi. Ekki ætla ég hér að rekja verk Ragnars Jóhannessonar, en mig langar til að flytja þessum kæra læriföður minum nokkur kveðju- orð. Við, sem vorum nemendur Ragnars á Akranesi eigum hon- um margt að þakka á skilnað- arstundu. Ragnar kenndi jafnan mannkynssögu og Islenzku við gagnfræðaskólann. Margar kennslustundir hans I þessum greinum verða okkur lengi minnistæðar. I mannkynssögu- timum fór hann oft á kostum. Skýringar hans á viðburðum sög- unnar voru bæði snjallar og skemmtilegar. Hreinasta unun var að hlýða á hann er hann lagði frá sér bókina og fór um viða vegu á fáki hinnar óviðjafnan- legu frásagnargáfu og gleði. Við islenzkukennslu i 4. bekk hafði Ragnar jafnan fyrir venju að láta nemendur lesa Egilssögu, amk. þegar ég var i gagnfræða- skólanum. Þær kennslustundir voru einhverjar þær allra skemmtilegustu, sem hægt er að hugsa sér. Jafnan gekk Ragnar rikt eftir þvi, að nemendur tileinkuðu sér námsefnið og gekk jafnan strangt eftir að þeir væru vel búnir undir kennslustundir. Fyrir það var hann virtur af nemendum, en einnig naut hann sannra vinsælda hjá þeim. Utan kennslustunda var Ragnar nánast jafningi nem- enda og hafði augljósa ánægju af þvi að starfa með þeim að hvers- konar félagslifi i skólanum, hvort sem það var að undirbúningi skólablaðs, árshátiða eða annars, sem fyrir var tekið. Ragnari var svo margt til lista lagt og i þessu félagsstarfi miðlaði hann óspart úr sjóði sinna fjölbreyttu hæfi- leika. Ragnar kallaði nemendur öðru hvoru ,,á sal” og þá kom stundum fyrir, að réttmætar ávitur voru fluttar fyrir það, sem miður þótti fara. I þvi sambandi minnist ég atviks sem mér verður lengi minnisstætt. Einhverju sinni snertu þessar ávitur mig og bræð- ur mina og einhverja fleiri. Mér fannst þá að við ættum þetta full- komlega skilið, en þó man ég að skólastjóri var nokkuð hvass- yrtur. Siðar um daginn var ég kallaður fyrir hjá skólastjóra og grunaði strax að enn væri þessu ekki lokið. Þegar ég kom inn til Ragnars var hann hinn alúðleg- asti og sagðist hafa tekið fulldjúpt i árinni ,,á sal” I morgun og bað mig velvirðingar á orðum sinum. Ég vissi vart hvaðaná mig stóð veðrið. Ég á ekki von á þvi að mörg dæmi sem þessi fyrir- finnist, en það sýnir glöggt, hvern drengskaparmann Ragnar hafði að geyma. Ég veit að fjölmargir gamlir nemendur Ragnars hér á Akra- nesi geyma um hann góðar minn- ingar. En nú er hann allur og horfinn á eilifðarbraut. Við geymum minningar um virtan og ástkæran læriföður og i brjóstum okkar rikir söknuður. Ragna, eiginkona Ragnars var okkur góður kennari einnig og hjá henni og börnum þeirra er nú upp kveð- inn sárari tregi. Ég flyt þeim innilegar samúðarkveðjur. Um leiö og ég bið þann sem öllu ræð- ur, að blessa minningu góðs upp- fræðara vil ég ljúka þessum lin- um með efirfarandi orðum Jónas- ar Hallgrimssonar: „Tiíaldar þakkir þvi ber færa þeim, sem að guðdómseldinn/ skæra vakið og glætt og verndað fá vizkunnar helga fjalli á.” Guðmundur Vésteinsson ftæUst 1 hópmn Bætist i vaxandi hop nyrra askrifenda Alþyóublaösins. Askrift er odyrari en lausasala — og tryggir blaðið heim á hverjum morgni. Flugleiðir kaupa þriðju DC-8 63 þotuna Stjórn Flugleiða hf. hefur ákveðið að kaupa þriðju þot- una af gerðinni DC 8-63 og hafa sámningar þar að lútandi verið undirritaðir. Þotan sem hér um ræðir hefur verið i þjónustu Flugleiða undan- farin ár og hefur flogið á leiðum International Air Bahama og að nokkru á leiðum Loftleiða. Einkennis- stafir þotunar eru N 8630. Sem fyrr segir er þetta þriðja þota Flugleiða af þess- ari gerð. Þær fyrri, TF-FLA og TF-FLB voru keyptar af Seaboard World Airlines sam- kvæmt kaup-leigusamningi sumarið 1975. Hin nýfengna þota er einnig keypt af Sea- board. Kaupverð er 11 millj. dollarar og greiðist 10% þess við afhendingu, en eftír- stöðvar með jöfnum afborgun- um á sjö árum. Vextir af lán- um vegna kaupanna verða 2% hærri en forvextir i Banda- rikjunum á hverjum tima en aldrei lægri en 8% og ekki hærri en 10%. Innifalið i kaupverði eru varahlutir svo sem þotuhreyfill og ennfrem- ur vöruhleðslutæki. Hdr er um hagstæða samninga að ræða þvi afborganir af lánum vegna þotukaupanna eru næstum þvi sömu upphæðir og greiddar voru i leigu fyrir þotuna áður. DC 8-63 þotan N 8630 var smíðuð hjá McDonnell Douglas flugvélaverk- smiðjunum i Kaliforniu árið 1968. Hún er knúin fjórum JT3D-7 þrýstiloftshreyflum og er flughraðinn um 900 km á klst. Loftsiglingatæki og ann- ar búnaður er eins og i tveim fyrri þotum Flugleiða af sömu gerð. Þotan mun áfram verða i einkennislitum International Air Bahama og verður að mestu i flugi milli Nassau og Luxemborgar en mun fara einstakar ferðir i leiðum Loft- leiða yfir Norður-Atlantshaf. I þotunnf er sæti fyrir 249 far- þega. Fjórða þotan svo leigð næsta sumar Stjórn Flugleiða hf. hefur ákveðið að félagið taki á leigu þotu af DC 8-63gerð yfir mesta annatimann sumarið 1977. Þotan verður leigð af Car- golux og flogið á leiðum Loft- leiða milli Luxemborgar Keflavikur, New York og Chicago og ennfremur nokkr- ar ferðir á leiðum Flugfélags Islands til Norðurlanda og ef til vill ti) Þýzkalands fáist til þess nauðsynleg leyfi. Leigu- timi þotunnar verður fjórir mánuðir. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7 1200 — 7 1201 P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGA Joii.omts Utiieson U.iua.iUtBi 30 é'imi ii> 20ð Dúnn Síðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Oðinstoig Símai 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.