Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 6
6 SJONJUHMIÐ Miðvikudagur 24. nóvember 1976 SSSr ;*?■ AÐ VERA SVO LÁNSAMUR AÐ MEGA OG GETA UNNIÐ Samkvæmt gildandi reglum um hámarksald- ur opinberra starfs- manna skulu menn al- mennt láta af störfum 67 ára gamlir. Heimilt mun þó vera að óska þess f yrr að láta af störfum, en al gengara er þó að menn noti sér heimildarákvæði um að f.á að sinna starfi út það almanaksár er menn verða sjötugir. Langt er oröiö siöan lög voru sett um eftirlaun og hámarks- aldur til opinberra þjónustu- starfa, en litlar breytingar hafa veriö geröar á þeim þótt löngu sé orðiö kunnugt um annmarka á þeim. Jafnvel þótt félags- fræöilegum rannsóknum hér á landi hafi fleygt fram, og þær leitt i ljós neikvæðar hliðar þessara reglna. Aldursár eru enginn mæli- kvarði á getu manna eöa hæfni til starfa, svo mikið er vist. Þar ræður flest annaö, svo sem heilsufar, starfsvenjur um æv- ina og ýmiss abbúnaður. Al- gengt er aö hér þurfi fullfriskir menn að vikja úr starfi vegna aldurs og hverfa á vit iðjuleysis og nýrrar lifsvenju á þvl aldurs- skeiði þegar þeim lætur illa aö aðlaga sig verulegum breyting- um á llfsháttum. Hér tiökast þaö, jafnt hjá þvi opinbera, og kannske ekki slzt þar, og einnig hjá einkafyrir- tækjum, aö á miðjum aldri hafa hlaðizt ábyrgðir og verkefni að mönnum, enda hafa þeir þá einna bezta getu og yfirsýn til að sinna sliku. En eðli verkefnanna og umfang helzt ekki I hendur við lögmál þróunar og þroska einstaklingsins. Á miðjum aldri, eða svo notuð sé aldursákvörð- un, hjá fullhraustum manni um sextugt, er æskilegt að farið sé að draga úr vinnuálaginu. Þá ber manninum að fara að hægja nokkuð á sér, létta af sér okinu smátt og smátt, en vegna starfsreynslu og lifsþroska búa menn á þessum aldri yfir stórn- vizku og yfirvegun, sem nauð- synleg er I samvinnu við unga, kjarkmikla og dugandi starfs- menn. Þarna mættu verða nokkur þáttaskil, þannig aö eldri starfs- menn undirbúi nýja kynslóð, af- sali henni smám saman erfið- ustu verkunum, en hinir yngri njóti áfram handleiðslu, sem ekki fæst numin á stjórnunar- námskeiðum eða i framhalds- skólum, heldur er ávöxtur þess llfsstarfs sem unnið hefur verið. Þess I stað er stöðugt sá hátt- ur hafður hér á landi, að láta menn vinna af fullum krafti fram á hinn óumflýjanlega dag, — og hafi heilsan ekki látið und- an ofurþrýstingi starfsálagsins siðustu starfsárin, þá verða menn um sjötugt, sér þvert um geð að láta skyndilega af öllum störfum. Þótt hverju aldurs- skeiði fylgi einhverjar bjartar hliöar, þá er aðlögunarhæfni meðal þess, sem ekki vex með aldrinum. Eftir miðjan aldur verða menn að aðlaga sig hægt breyttum aðstæðum og högum, eigi breytingarnar ekki að verða umtalsverður streitu- valdur. Þess vegna er einmitt svo mikilvægt að timanlega sé gert ráð fyrir því að menn fari að undirbúa haustdagana. Jafn- framt þvi, sem mönnum gefst tækifæri til að létta af sér ýms- um krefjandi ábyrgðum og draga úr starfsálagi, þá veitist þeim timi til að hefja að nýju geymd áhugaefni frá fyrri dög- um, einhver sem urðu að vlkja I hinni miklu dagsins önn. Þegarsvo sá dagur kemur, að atvinnulifið er kvatt, þá er það ekki með eftirsjá og þungum huga. Þvert á móti ætti það að geta verið blandið nokkurri eftirvæntingu, hafi menn látið smátt og smátt af störfum, varðveitt heilsu sina og þrek betur, og eiga þá að einhverju verkefni að hverfa, sem þeim hefur lengi verið hugstætt. I umræðum um atvinnumál aldraðra hér á landi hefur oft verið rætt um að „nýta” starfs- kraft hinna fullorðnu. Að visu er það þjóðfélaginu mikilvægt að nýta allar starfsfúsar hendur, og það kann að svipta duglegan og röskan mann heilsu og þrótti að draga hann nánast fyrir- varalaust úr atvinnulifinu. En þarna má ekki ræða um starf fullorðinna sem þess eðlis að Bjarni Sigtryggsson Bjarni Sigtryggsson nýta beri krafta þeirra til ein- hverra „óæðri” verka, sem erfitt sé að fá fólk til að vinna, annað hvort vegna þess að þau verk séu illa launuð, óþrifaleg eða litils virt. Við megum umfram allt ekki láta ungæðisleg sjónarmið ráða stefnumörkun i þessum efnum. Og ekki einhliða hagræn sjónarmið. Þar ber margs að gæta. Hver ný kynslóð stendur i skuld við hina eldri, og þegar yngri menn skipuleggja þjóð- félagið svo, að þeir hafa bætt mannlif að leiðarljósi, þá skulu þeir vera minnugir þess að hafa ber alla þegna þjóðfélagsins i huga ekki aðeins þá sem eru svo lánsamir að mega vinna og geta það. —BS. Hrafn Bragason, borgardómari: DÓMSTÓLASKIPUNIN SÍÐASTI HLUTI Það er eirtnig táknrænt, að þeir hafa óskað eftir þvi, að fjármálaráðuneytið úrskurði þeim laun, en hafa ekki viljað semja um laun sin með embættisdómurum. Þeir hafa einnig uppskorið nokkuð, þar sem fjármálaráðuneytið tók við siðustu samninga, samninga annarra dómara til viðmiðunar og lét sýslumenn, sem höfðu haft minni föst laun en dómarar, fá sömu laun, en þar sem við hlið sýslumanns starf- aði embættisdómari, fékk sýslu- maður aukaflokk með þeim rök- stuðningi helstum, að hann hefði dómara undir sér. Það er sem sagt við núverandi aðstæður helst svo að sjá, að dómsvaldið, enda þótt sjálfstætt eigi að kallast, sé metið sem undir framkvæmdavaldið sett. Nú er þetta auðvitað að nokkru sett hér á oddinn til gamans, en öllu gamnifylgirnokkuralvara. Þar sem enginn embættisdómari starfar við hlið fyrirsvars- manns embættis, dæma fulltrúar flest þau mál, sem upp koma. Það dómsvald, sem þeir fara með, ætti auðvitað þannig að vera enn frekar háö fram- kvæmdavaldinu. Þá má til gamans nefna skemmtilegt dæmi héðan úr Reykjavik um furðulega skiptingu fram- kvæmdavaldsverkefna og dómsstólsverkefna. A Borgardómaraembættinu er farið með skilnaðarmál, sem verður eins og kunnugt er stjórnvaldsathöfn hérlendis i flestum tilfellum, þótt heimiltsé að láta slik mál hafa dómsstóla- meðferð. Þetta eru nær einu stjórnvaldsverkefnin, sem til- heyra embættinu, og um úr- skurði varðandi þetta verkefni er farið I Dómsmálaráðuneyt- inu. Það er venjulega starf ein- hvers yngri fulltrúanna þar að fara með þessi mál, en á Borgardómaraembættinu er það nú yfirborgardómari sjálfur, sem fer með þennan málaflokk. Verði dómsmál út af stjórnvaldameöferð skilnaðar- máls, er farið með það á Borgardómaraembættinu og verður dómarinn þá aö leggja mat á starf yfirborgar- dómarans og ráðuneytisins. Það er ekkert launungamál, aö þeim, sem eingöngu annast dómsmál, þykir sem stétt Dómsmálaráðuneytið aö mörgu leyti erfitt viðureignar og oft virðist mönnum sem það vilji sem slikt, og sé jafnvel stefna þess, að þrengja að dómsvald- inu I landinu, bæði varöandi | ráðningu manna I embættin, og 1 taki framkvæmdarvaldsmenn- ina fram yfir hina, og um laun. Nefna má mjög sláandi dæmi um þetta, þótt það verð ekki hér gert. Nauðsynlegar endurbætur á ráðningu á núverandi dómara- embættieru þær helstar, að um- sagnaraðilar eða domnefndir tjái sig um allar stöður, áður en veittar eru. Þetta hefur Dómarafélag Reykjavikur þegar gert að tillögu sinni. Þá hefur Bandalag háskólamanna nú tekið upp tillögur um að æðstu stöður, og þá auðvitað dómarastöður, verði ekki veittar nema að undangengn- inni könnun á hæfni manna. Nýverið hefur dómsmálaráöu- neytið fallið frá andstöðu sinni við þessa tilhögun og rikis- stjórnin lagt fram á Alþingi til- lögur um umsögn 3ja manna nefndar, áður en dómaraem- bætti er veitt. Frumvarp til lög- réttulaga gengur lika i þessa átt. Borgardómarar I Reykjavik hafa gert það að tillögum sinum og komið þeim á framfæri við Dómsmálaraáöuneytið, að yfir- borgardómari verði I framtlð- inni kosinn úr röðum borgar- dómara. Sams konar tillögur munu uppi hjá sakadómurum. Tillögur Bandalags háskóla- manna munu og ganga i lika átt um slíkt embætti. 1 frumvarpi til lögréttulaga er þveröfug leið valin. Þar er gert ráð fyrir i 2. gr. að stofnað sé fast embætti forseta lögrétt- anna. Rökstuðningur réttar- farsnefndar er sá, að veruleg stjórnunarstörf muni leggjast á forseta lögréttanna, og sé þvi ekki heppilegt, að þeir séu vald- ir úr hópi embættisdómaranna til stutts tima. Samkvæmt 10. gr. frumvarpsins á þó að stofna skrifstjóraembætti við lög- rétturnar. Forseti lögréttu á þvi að losna við daglega stjórnun. Ekki hefur heyrst, að forseti Hæstaréttar sé svo Iþyngt með stjórnunarverkefnum, að rétt sé, að það sé alltaf sami maður, en þar er einnig slikt skrifstofu- stjóraembætti. Sé mið tekið af núverandi skipulagi Borgar- dóms Reykjavikur, en liklegt yrði stærri lögréttan af Ukri stærð, sést, að þar er enginn skrifstofustióri, og virðist yfir- borgardómaranum þó ekki vera iþyngt með miklum stjórnunar- verkefnum. Rétt er að visu, að daglega skrifstofustjórn á aðal- fulltrúi þessa embættis að ann- ast, en vegna annarra starfa hans verður hún mjög i molum, og þyrfti því að ráða sérstakan skrifstofustjóra eins og stofn- unin hefur margsinnis lagt til. Þetta hefur þó litið með það að gera, að stjórnunarverkefni þurfi að leggjast á yfirborgar- dómarann.-Langeðlilegast virð- ist, að hann sinni mikilvægustu störfum embættisins, dóms- störfunum, komi fram út á við og taki stærri ákvarðanir og dagleg stjórnun sé öðrum falin. Það er lika má’la sannast, að tillögur réttarfarsnefndar um forseta lögréttu eru tæplega i samræmi við nútima hug- myndir um stjórnun dómstóla, og hætt við, að forsetaembættið verði einhvert silkihúfustarf. Það er i litlu samræmi við skoð- anir nútlmafólks, að einhverjir geti komist af án mikilla ann- arra starfa, en hlaða verkefnum á aðra, en hætt er við, að það verði afleiðing tillagna réttar- farsnefndar. Verði hins vegar skipt um for- seta með ákveðnu millibili, er liklegra, að allir dómararnir finni fyrir sameiginlegri ábyrgð sinni á dómstólnum, hugmyndir hvers og eins fái notið sin og í raun verði um hópstjómun að ræða. Þessi tilhögun ætti að vera frekar I takt við tlmann. Framtið lögréttanna mundi samt helst ráðast af þvi, hvort til þeirra verði ráðnir dómarar, sem eitthvað kunna fyrir sér i dómaraverkum. Verði leið 1.3. hér að framan valin mun liklegt, að það verði fyrirsvarsmenn embættanna og fulltrúar þeirra, og ef til vill deildarstjórar, sem starfrækja sýslumanna- og lögreglustjóra- embættin, eins og yfirleittá sér stað i stjórnsýslunni, en dómar- ar eingöngu starfræki héraðs- dómana. Þeir ættu þá sam- kvæmt þeim tillögum, sem hér hafa verið reifaðar að kjósa sér fyrirsvarsmann til ákveðins tima i senn. Verði aftur á móti lausnir 1.4. eða 1.5. valdar, eru likur á, að einhverjir embættis- dómarar muni starfrækja nú- verandi sýslumanns- og bæjar- fógetaembætti, a.m.k. i Reykja- vik, Borgardómaraem- bættið,Borgarfógetaembættið og Sakadómaraembættið. Dóm- arar eingöngu mundu auövitað starfrækja nýjan héraðsdóm- stól. Rétt væri að koma þvl kerfi upp á núverandi embættum, að fulltrúar flyttust til I störfum innán embættis og milli em- bætta og inn i ráðuneytin, til þess að þeir fái þegar I upphafi starfsferils sins hjá rikinu reynslu i senn flestu. Fulltrúa- Framhald á bls. 10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.