Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 4
4 VETTVANGUR; AAiðvikudagur 24. nóvember 19761 Hljómsveitin kynnir sig: r I ■ Guðbiöre Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Sinfóniuhljómsveitarinnar. Gömlu kempurnar samankomnar. Þeir voru við- staddir fæðingarhríðarnar. Það er vandasamt verk að stjórna Sinfóniu- hljómsveit. Hér ein- beitir Karsten Ander- sen sér. Það er að mörgu að huga þegar taka á upp tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar. I I Sinfóniuhljómsveit íslands hefur nú i 26 ár sett mikinn svip á allt menningarlif ísiendinga. Hljómsveitin var stofnuð í þessari mynd árið 1950 fyrir forgöngu Ríkisútvarpsins, og hefur hljómsveitin starfað óslitið siðan. í byrjun var leitað til ríkis og bæjar eftir styrk og fékkst bæjarstyrkur strax og rikis- styrkur tveimur árum seinna. Upphaf sinfóníuhljómsveitar á íslandi Fyrstu tónleikar hinnu nýju Sinfóniuhljóm sveitar voru 9. marz 1950. Var hljómsveitin i fyrstu rekin sem sjálfseignarstofnun er þáði greiðslu fyrir vinnu sina i þágu Þjóðleikhússins og Rikisútvarpsins og styrki frá riki og bæ. Ríkisútvarpið tók rekstur hljómsveitarinnar i sinar hendur 1953, hafði umsjá með honum fram til hausts 1955 en þá hætti hljómsveitin i nokkra mánuði eða fram til 1965. Eftir það var hún endurskipulögð og gefið nafnið Sinfóniuhljómsveit íslands en hafði áður gengið undir nafninu Hljómsveit Reykjavikur. | Við hljómsveitina starfa nú 59 fastráðnir hljóðfæraleikarar, auk hljóðfæraleikara sem kall aðir eru til ef með þarf. IÆtlazt er til að hljóðfærleik- ararnir geti haft leik sinn að aðalatvinnu og fá þeir iaun sín greidd i gegnum fjármálaráðu- neytið. Skólafólk er ekki fast- ráðið við Sinfóniuhljómsveitina Iog útlendingar verða að hafa einhverja reynslu i hljómsveit- arleik, auk tónlistarskólagöngu. Æfingar alla daga Æfingar hljómsveitarinnar fara fram I Háskólabiói alla daga fyrir hádegi, frá septem- berbyrjun fram i júnilok. Viö litum inn á æfingu hjá Sinfóniu- hljómsveitinni, og gengum um salarkynni meö Guðbjörgu Jónsdóttur framkvæmdastjóra I broddi fylkingar, en Guöbjörg er framkvæmdastjóri fram að áramótum þegar Sigurður Björnsson tekur við. Guðbjörg sagði okkur að Sin- fóniuhljómsveitin væri nú styrkt af riki, bæ og Rikisútvarpi, þvi „það er ekki til sú sinfóniu- hljómsveit, i allri veröldinni, sem getur staðiö ein fjárhags- lega”, sagði hún. Að sjálfsögðu hefur Sinfóniu- hljómsveitin á að skipa hinum ýmsu nefndum, og ber þar fyrst að nefna Verkefnanefnd. í henni eiga sæti auk stjórnanda Kar- sten Andersen, Páll P. Pálsson aðstoðarstjórnandi, Þorsteinn Hannesson, og konsertmeistar- arnir Jón Sen og Guðný Guð- mundsdóttir. Verkefnanefnd sér um að ákveöa einleikara og hljómsveitarstjóra auk þess sem hún sér um verkefnaval. Yfirstjórn eða framkvæmda- stjórn saman stendur af Andrési Björnssyni, Gunnari Magnús- syni, Ólafi B. Thors og Þorsteini Hannessyni. „Allsherjarreddari" En þegar minnzt er á stjórnir, stjórnendur og aðra þá sem ómissandi eru hljómsveitinni má ekki láta hjá liða að minnast lítillega Gunnars Þjóðólfssonar, sem Guðbjörg Jónsdóttir sagði vera „allsherjarreddara” hljómsveitarinnar. Hann sér um uppröðun á sviði fyrir æfing- ar og um að fjarlægja óvel- komna hluti eftir æfingarnar. Einnig skráir hann niður mæt- ingar hljómsveitarmeölima. Auk alls þessa sér Gunnar svo um kaffi og aöra næringu ofan i mannskapinn. Allt tekið upp Allir reglulegir tónleikar Sin fóniuhljómsveitarinnar eru teknir upp fyrir Ótvarp. Tækni- menn Útvarps þurfa þá að mæta á tvær seinustu æfingar fyrir tónleika. Við hittum fyrir tækni- mennina Sigþór Marinósson og Mána Sigurjónsson, þar sem þeir sátu og létu fara vel um sig undir leik hljómsveitarinnar, og höfðu aö sjálfsögðu allan huga viö aö ekkert færi nú úrskeiöis, og þeim var ekkert um truflanir blaðamanna gefið. Hressingar þörf Æfingar standa frá kl. hálf tíu til hálf eitt, eins og fyrr segir. Það er þvi engin vanþörf að hressa sig eilítið upp á kaffi og rúnstykkjum, á miðri æfingu og viö gengum með hljómsveitarr meðlimum niður I kaffistofuna, þar sem „aðalreddarinn” var fyrir meðTjúkandi kaffi. Við gátum með herkjum feng- iö hann Skafta Sigþórsson til aö segja okkur nokkur orð, en hann tók það skýrt fram aö þaö væri undantekning aö hann talaði við blaöamenn og fjölmiöla yfirleitt hann hefði neitað Morgun- blaðinu að segja nokkuð, en þar sem hann væri gamall krati væri alltaf hægt að gera undan- tekningu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.