Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 14
14 ILISTIB/MEWWIIMG alþýðu1 Miðvikudagur 24. nóvember 1976‘bSaðiö ,Eigum við að vera hlekkjuð við vélar alla ævi?’ góð sýning hjá Alþýðuleikhúsinu Stofnun Alþýðuleik- hússinsá Akureyri í fyrra er liklega einn af merkari atburðum í leiklistarmál- um á islandi siðari ára. Mörgum þótti sem sá grunnur er leikhúsið ætl- aði að byggja á i framtíð- inni væri helzt til veikur, en hann er að mestum hluta til styrktarmanna- kerfi. Ferill leikhússins frá stofnun virðist þó benda til þess, að tilraun- in ætli að takast - sem betur fer. Eða eins og segir i leikskrá Krumma- gulls: ,,Og enn lifir Alþýðuleikhúsið þrátt fyrir blankheitabasl frum- býlisáranna. Ýmsum kann að virðast það öðs manns æði að ætla að reka enn eitt atvinnu- leikhús i landinu þegar ljóst er að þau sem fyrir eru þurfa mik- ils með af opinberu fé til að geta lifað. Margt er lika baslið, ekki verður þvi i móti mælt. En þvi aðeins er Alþýðuleikhúsinu lif- vænt, að fyrirfinnist hópur fólks sem vill láta það lifa, vill leggja þvi ti! vinnu sina og fjármuni. Sá hópur er vissulega til og kannski er hann miklu stærri en nokkurn grunar.” Alþýðuleikhúsið er á margan hátt ólikt öðrum leikhópum á Is- landi. Það er ekki bundið við á- kveðið hús á ákveðnum stað, likt' og algengast er um leik- flokka, heldur á það sér heim- ilisfang i pósthólfi á Akureyri en vettvang i félagsheimilum, á vinnustöðum og i skólum út um allt land. Verkefni Alþýðuleik- hússins er siður en svo leikin leiksins vegna, heldur eru þau hressileg og vekjandi. Þau eru samin með það i huga, að draga fram i dagsljósið margt það sem miður fer i kring um okkur og eru hvatning til fólks til bar- áttu fyrir nýju og betra þjóðfé- lagi. Krummagull er fyrsta verk- efni Alþýðuleikhússins, en það var frumsýnt á Neskaupstað i marz siðastliðnum. Siðan hefur það verið sýnt i skólum og fé- lagsheimilum viðs vegar um land. Nú hefur leikhópurinn Iagt leið sina til höfuðborgarinnar, og státar nú af „tveimur fjöðr- um i stéli”, Krummagulli og Skollaleik, en bæði eru leikritin eftir Böðvar Guðmundsson menntaskólakennara og einn af stofnendum Alþýðuleikhússins. Krummagull fjallar um átök manns og náttúru, upphaf skipt- ingar manna i stéttir og baráttu stéttanna. Inn á milli þátta þar sem verkafólkið i verksmiðj- unni og verksmiðjueigandinn eigast við, er skotið inn stuttum atriðum þar sem dýrin, fiskarn- ir og fuglarnir fá málið og sýna fram á þá tortimingarstefnu sem er fólgin i mengun um- hverfisins og skipulagðri eyði- leggingu náttúrunnar. En þó að Krummagull fjalli um hvunndagslifið, þá er með- ferð efnisins á þann hátt, að all- ir skilja og hafa gaman af. Á sýningunni s.l. sunnudag voru áhorfendur úr flestum aldurs- hópum og var ekki annað hægt að sjá en allir skemmtu sér hið bezta. Um frammistöðu ein- staka leikara ætla undirritaðir sér ekki að dæma, enda er meg- instyrkur sýningarinnar fyrst og fremst fólginn i mjög góðri samhæfingu allra þeirra sem Iagt hafa hönd á plóginn. Leik- endur i Krummagulli eru þau Arnar Jónsson, Kristin Á. Ólafs- dóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Þráinn Karlsson. ÖÍl eru þau i hópi beztu leikara landsins. Þá má nefna tónlistina i Krumma- gulli — hún er mjög áheyrileg, þó að segja megi að slæmur hljómburður i Félagsstofnun stúdenta eigi sinn þátt i að gera hlut hennar rýrari en efni standa til. Tónlistin er eftir Jón Hlöðver Askelsson skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Sýningarstjórar eru þeir Evert Ingólfsson og Jón Júliusson, leikmynd og búningar eftir Al- þýðuleikhúsið, en leikstjórn hafði Þórhildur Þorleifsdóttir með höndum. Þannig er hægt að sjá að valinn maður er i hverju rúmi og árangurinn eftir þvi. Það er langt siðan við höfum átt eins góða stund i leikhúsi og er ekki hægt annað en hvetja fólk til þess að leggja leið sina i Al- þýðuleikhúsið, hvar svo sem þvi kann að skjóta upp á landinu. Atli Rúnar Gunnar E. Kvaran. Nýjar bækur: Ljós mér skein á dimmum dögum Endurminningar Sabínu Wurmbrand i þýðingu Sigurlaugar Arnadóttur. ast þungt á hug og hjarta. En bugast lætur hún aldrei. Bjarg- föst trú hennar á guðlega hand- leiðslu færir henni sigurlaun að lokum. Frásögn Sabinu Wurm- brand er sérstæð og áhrifarik og hlýtur að gripa hug lesandans fanginn, sökum trúar og bjart- sýni. Það hefur löngum verið sagt, að málmur manndómsins skirðist bezt i eldi reynslunnar. Það má sannarlega til sanns vegar færa um Sabinu Wurmbrand, höfund þessarar bókar. En hún gerir sér ljóst, að „enginn stendur lengur en hann er studdur”. Hún hvorki trúir né treystir á mátt sinn og megin. í erfiðri og þungbærri lifs- reynslu sinni leggur hún sig sjálfa fram til hins Itrasta, en felur annars gúði sinum allt sitt ráð i von og trú á sigurmátt hins góða. Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Prent- smiðjunni Viðey og bundin i Arnarfelli. Bókarkápu gerði Hilmar Þ. Helgason. Emma verður ástfangin eftír Noel Streatfeild, iþýðingu Iðunnar Reykdal. Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út fjórðu bókina um Emmu eftir enska rithöfundinn Noel Streatfeild.Emma er ung leikkona, sem ákveðin er i að ná langt á listabrautinni og leggur mikið á sig til þess að draumarnir rætist. Svo gripur ástin inn i atburðarásina og þá fer nú ekki alltaf allt eftir þvi sem upphaf- lega var ráðgert. Aður hafa kom- ið út þrjár bækur I þessum flokki, fyrsta bókin hét Emma, þá kom Emmusystur og i fyrra kom bók- in Emma spjarar sig. Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út endurminningar frá Sabinu Wurmbrand, eiginkonu neðanjarðarprestsins. t bók sinni greinir frú Wurmbrand frá þvi hvernig bjargföst trú á guðlega handleiðsluveitti henni styrk til þessaölifa af ómannúðlega með- ferð i fangelsum kommúnista i Rúmeniu. Á bókarkápu segir m.a.: Höf- undur þessarar bókar, Sabina Wurmbrand, er um margt frá- bær. Árum saman verður hún að sæta hinni hraksmánarlegustu meðferð i fangabúðum kommún- ista I heimalandi sinu Rúmeniu. Pyndingar og hvers konar harð- rétti eru megineinkenni i dag- anna þraut. Þjakandi áhyggjur vegna eiginmanns og sonar leggj- Tækni/Vísindi Nýjar aðferðir til orkuvinnslu2, Orkuvinnslustöövar, þar sem orka væri unnin beint úr elds- neytinu án þess að rafall kæmi inn i spilið hefur ávallt verið eins konar draumsýn visinda- manna, vegna þess að sú aðferð myndi geta aukiö nýtni orkuveranna um 50%. En um svipað leyti opnuðust nýir möguleikar á sviði kjarn- orkuvinnslu. Svo virtist sem þar væri fundin lausn á orku- vandræðum veraldar um langa framtið. Þvi var viðast hvar dregið úr rannsóknum á þeirri aðferð sem hér er til umræðu, — nema i Sovét- rikjunum. 1 kring um árið 1960 hófu margar þjóðir rannsóknir á þessu sviði. Þá var ljóst orðið að helstu orkulindir veraldar myndi þrjóta fyrr en varði. 78S-2. önnur ástæða fyrir þvi að dregið var úr rannsóknum var sú að tæknileg vandamál sem þessu fylgdu voru gifurlega mörg. Sem fyrr segir gekk þessi aðferð út á það að rafmagn var unnið beint úr heitum vökva.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.