Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. nóvember 1976 STJÖRWMÆL 7 . þings S.U.J. um stjórnmál og verkalýðsmál Ungir jafnaðarmenn berjast fyrir frelsiT jafnrétti og bræðralagi - GEGN ÓRÉni, ÓJÖFNUÐI OG NIÐURLÆGINGU Ályktun 30 30. þing S.U.J. hvetur ai- þýðu landsins til að taka höndum saman og breyta þeirri geigvænlegu þróun þjóðf élagsmála, sem hlotist hefur af óstjórn siðustu ára: — Á sviði efnahagsmála með þeim af leiðingum að af hefur hlotist: 1. Stórkostleg, óþörf skulda- söfnun erlendis. 2. Veik staða islensku krón- unnar. 3. Alvarleg kjarárýrnun, vegna minni kaupmáttar en áð- ur. 4. Ranglát eigna- og fjármála- tilfærsla i skjóli óðaverðbólgu. 5. Óþolandi skattalöggjöf. 6. Ótimabærar stórfram- kvæmdir, svo sem Kröfluvirkj- un. — Á sviði dómsmála, með þeim afleiðingum að af hefur hlotist: 1. Afleit vinnubrögð i meðferð dómsmála. 2. Slæm aðstaða, mannafla- og tækjaskortur. 3. Niðurlæging dómsstóla. 4. Virðingarleysi fyrir reglum lýðræðisþjóðfélags eins og þvi sem meiri hluti islensku þjóðar- innar hefur álitið hentugasta stjórnarformið. — A sviði atvinnu og byggða- mála, þar sem notast er við hina ósýnilegu hönd frjálshyggjunn- ar með þeim afleiðingum að: 1. Arðsemissjónarmið fjár- festingar i islensku atvinnulifi er einskis metið. 2. Heildaryfirsýn um ástand i atvinnumálum þjóðarinnar er ekki til. 3. Stórhætta er á ofnotkun helstu auðlindar þjóðarinnar, fiskinum umhverfis landið. — Á sviði menntamála, þar sem varhugaverðum stjórnar- aðferðum er beitt með þeim af- leiðingum að: 1. Aðstaða til náms hefur orð- ið frekar ójafnari vegna skerð- ingar á kjörum námsmanna er rikisstjórnin stóð að s.l. vetur. 2. Jafnrétti milli karla og kvenna virðist meir i orði en á borði a.m.k. ef dæma má af mjög ófullkominni löggjöf um dagvistunarstofnanir. — A sviði félags- og heil- brigðismála, með þeim afleið- ingum að: 1. Aldraðir og öryrkjar búa við mjög erfið lifskjör. 2. Einstaklingurinn þarf nú að greiða fyrir ýmsa sjúkraaðstoð sem áður var endurgjaldslaus. 3. Ungu fólki er gert nær ókleift að komast yfir eigið hús- næði án þess að neyðast til að stunda ýmisskonar siðspillandi verðbólgubrask. — Á sviði orku- og iðnaðar- mála með þeim afleiðingum að: 1. Iðnaðurinn sem skapandi atvinnugrein fær ekki þau skil- yrði til vaxtar og viðgangs sem með þarf. 2. Ráðist er i framkvæmdir vegna óvisindalegra, handa- hófskenndra ákvarðana saman- ber Kröfluvirkjun. 3. Skipulagsleysi rikir á eign- ar- og framkvæmdaatriðum varðandi sölu og dreifingu orku. Hér skal staðar numið við upptalningu en af nógu er að taka. Þó verður ekki látið hjá liða að benda á eina sameigin- lega afleiðingu allrar óstjórnar- innar. Sú afleiðing er slæm og þjóðhættulegt siðferðismat. Gegn þvi verður nú þegar að snúast og færa i það horf, að siðferði þjóðarinnar hæfi menn- ingararfleifð hennar og þvi lýð- ræðisfyrirkomulagi sem megin þorri landsmanna vill að riki i þjóðfélaginu, annars er vá fyrir dyrum og lýðræðinu hætt. — Til þess að snúast gegn þeirri hættu vill 30. þing SUJ benda á tvennt sem ihuga verð- ur: — I fyrsta lagi, hvers vegna hefur svo farið sem raun ber vitni um. — t öðru lagi hvað er til úr- bóta. Varðandi fyrra atriðið þá er vert að geta þess að jafnaðar- og samvinnuhugsjónin eru af sama meiði og þvi augljóst að vegur og virðing þeirra er háð þvi að aldrei beri þar á milli. ógæfa samvinnu- og jafn- aðarhugsjónarinnar liggur i þvi að Framsóknarflokkurinn hefur hagsmuna að gæta i óréttlátu kjördæmafyrirkomulagi og i þeim efnum fara saman hags- munir Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks. Varðandi fyrra atriðið er þó mikilvægt að komið verði i veg fyrir að óábyrgum, öfga-og aft- urhaldsöflum, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks leyfist að ráðskast og velja tilfinningamál sem kosningamál. 30. þing S.U.J. vill i þvi sam- bandi benda á að afstaða þess- ara flokka um her i landi og veru tslands i NATO, hefur ver- ið aðaltæki þessara öfga-og aft- urhaldsafla til að deyfa og sljóvga vitund alþýðu varðandi hagsmunamál hennar i þeim til- gangi einum, að tryggja fyrir Sjálfstæðisflokk eins hægfara þróun velferðar og unnt er, en fyrir Alþýðubandalagið að skapa ringulreið og óánægju. Varðandi siðara atriðið hvað sé til úrbóta, ályktar 30. þing S.U.J.: — t efnahagsmálum: Að nú þegar verði gerð breyt- ing á i skattamálum. Vænlegast til árangurs telur þingið vera: 1. Að afnema beri tekjuskatt algjörlega. 2. Að taka upp staðgreiðslu- kerfi útsvars. 3. Að til grundvallar verði nú- verandi útsvarslöggjöf. 4. Að útsvar verði ört stig- hækkandi. 5. Að mánaðarlaun lægri en 75.000 krónur verði undanþegn- ar útsvari. 6. Til að bæta rikissjóði tekju- tap, verði launaskattur hækk- aður úr 3.5% i 13%. 7. Lækkun og afnám söluskatts. 8. Að virkum áætlunarbúskap verði nú þegar komið á. 9. Að byrjað verði á hag- kvæmis- og árangursmati i rekstri hins opinbera og má i þvi sambandi ekki spara aurana og henda krónunni. — í dómsmálum: 1. Að þegar verði stórbætt öll aðstaða til rannsókna og afplág- unar. 2. Að dómskerfið verði lýð- ræðislegra og virkara. 3. Að sýna alþjóð fram á það að dómsvaldð sé virkt með þvi að upplýsa öll þau stóru mál sem enn eru óleyst og þjóðin verður að fá lausn á. Verði það ekki gagna breytingar litils til þess að endurvekja traust al- þjóðar. 4. Að viðurlög við skattsvikum verði þyngd. — i atvinnu og byggðamál- um: 1. Að tekið verði tillit til arð- semissjónarmiða i fjárfesting- armálum islensks atvinnulifs. 2. Að mótuð verði heildar- stefna i atvinnumálum þjóðar- innar, sem hafi að markmiði sem mesta velmegun og velferð þegna hennar m.a. með þvi að samræma sjónarmið um arð- semi atvinnuþeganna og mennt- un og hæfni verkafóiks. 3. Að Alþingi beiti sér nú þeg- ar fyrir rannsókn og úttekt á stööu lágtekjuhópa i þjóðfélag- inu með það að markmiði að þessum hópum verði gert kleift að lifa mannsæmandi lifi af 40 stunda vinnuviku. — 1 félags- og heiibrigðismál- uni: 1. Að Alþingi beiti sér nú þeg- ar fyrir rannsókn og úttekt á stöðu aldraðra með það að mark miði að gera þeim kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi. 2. Að koma á fót löggjöf um atvinnulýðræði sem tryggir grundvallarrétt einstaklingsins i þvi lýðræðisþjóðfélagi, sem byggir á rétti allra til þess að hafa áhrif á og vera virkir þátt- takendur i mótun þess. 3. Að koma á betri heildar- stjórn heilbrigðismála. — i orku- og iðnaðarmálum: 1. Að styðja og styrkja is- lenskan iðnað svo hann verði hæfur til þess að gegna þvi nauðsynlega hlutverki, sem honum er ætlað i framtiðinni. 2. Aðlækka söluskatt. með þvi eykst verðmæti sparifjár hag- kvæmi fjárfestingar. fram- leiðsla islensks iðnaðar. 3. Þegar verði látið af handa- hófskenndri stjórri orkumála. — i menntamálum: 1. Að lánasjóði islenskra námsmanna verði gert kleift að rækja hlutverk sitt, þannig að jafnrétti til náms verði haft að leiðarljósi. 2. Að komið verði á fót náms- launakerfi. 3. Að þegar verði notaðar auknar útsvarstekjur samkv. framkominni tillögu til þess að bæta úr og koma i viðunandi horf á næstu árum þörf þjóðar- innar á dagvistunarheimilum, með það að markmiði að tryggja forsendur fyrir jafnrétti kynjanna. Aö lokum ályktar 30. þing SUJ: Bráöabirgðalögln. Enn einu sinni hefur rikis- stjórnin látið grimuna falla og sýnirsina réttu ásjónu. Nú, með svivirðilegri og öldungis ónauð- synlegri árás á samningsrétt sjómanna, með þvi að lögbinda samningsuppkast er sjómenn um allt land höfðu fellt, þó að engin verkföll hafi verið, né hafi staðið til að boða. Skorar 30. þing S.U.J. á sjó- menn og allan verkalýð, að snúa nú bökum saman og hrinda þessari árás stjórnvalda á lög- mætan samningsrétt sjómanna. Þetta er aðeins fyrirboði alvar- legri aðgerða af hálfu ríkis- valdsins. Næst er það nýja vinnumálalöggjöfin og þá verð- ur ekki um neitt hálfkák af hálfu rikisstjórnarinnar að ræða. Þvi fyrr sem verkalýðurinn hefur varnarbaráttu gegn árásum á áunnin réttindi, þvi betra. Islensk alþýða! Það mun eng- inn heyja þessa varnarbaráttu fyrir ykkur. Hún verður ekki háð i þingsölum, heldur með fjöldabaráttu alþýðunnar um allt land. Samstaöa islenskra verkalýösf lokka Það væri islenskri aiþýðu til framdráttar ef islenskir jafnað- armenn sameinuðust i einum flokki. Nú er vitað að rikis- stjórnin mun reyna að þrengja mjög réttindi verkafólks, með nýju vinnumálalöggjöfinni. Það er þvi skilyrðislaus krafa is- lenskrar alþýðu að verkalýðs- flokkarnir nái sem viðtækastri samvinnu sin á milli, þannig að varnarbaráttan megi vera sem öflugust. Takist verkalýðs- flokknum ekki að kveða niður önnur ágreiningsmál. er flest eru um menn en ekki málefni. verður ekki annað sagt en að þeir hafi brugðist i baráttunni fyrir kjörum alþýðunnar. Is- lenskur verkalýður verður þá að leita i aðrar áttir. Bankamál Stjórn bankakerfisins hefur sýnt það á liðnum árum að vera allt annað en óvilhöll. A meðan almenningi hefur verið neitað um smá lán úr bönkum hafa stórbraskarar fengið eins mikið og þeir höfðu not fyrir. Á timum óðaverðbólgu eins og hér hefur verið siðustu árin. hafa banka- lán verið nánast gjafir. Yfir- menn bankakerfisins hafa sýnt að þeir eru alls ekki starfi sinu vaxnir, enda flestir pólitiskir bitlingadrengir. er þekkja ekki annað en að mismuna einstak- lingum. Það er þvi krafa 30. þings S.U.J. að þegar verði gerð upp- stokkun á núverandi banka- kerfi, þannig að mismunun ein- staklinga verði brtt, og al- menningur geti öðlast traust sitt aftur á bankakerfinu. Að alit verði gert til þess að efla jafnaðar- og samvinnuhug- sjónina. Að efling islenskrar al- þýðustéttar verði sett ofan hagsmunum afturhalds og öfga- afia. Þannig verður best tryggt að lýðræðisfvrirkomulag þjóð- arinnar fái þróast og dafnað. Þannig verður best barist gegn órétllæti, ójöfnuði og niðurlæg- ingu. fyrir jafnrétti, frelsi og bræðralagi. Frá SUJ Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: Tryggvi iónsson, Bjarni P. Magntísson, Guðmundur flrni Stefánsson, Óðinn Jónsson y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.