Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 24. nóvember 1976. æ* Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik heldur fund I AlþýBuhúsinu (niöri) þriöjudaginn 23. nóvember nk. kl. 8.30. Dagskrá: Spilaö veröur bingó. Félagskonur fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin Félagsvist Félagsvist Munið eftir félagsvistinni n.k. laugardag 27. nóvember I Iönó uppi. Hefst stundvfslega kl. 2 siödegis. Góö verölaun. Skemmtinefnd. Aðalfundur Fuiltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna i Reykjavik verður haldinn i Tjarnarbúð uppi iá morgun, fimmtudag 25. nóvember og hefst klukkan 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Félagar i Fulltrúaráðinu eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Kosningaréttur 2 Stjórnarskrár - breytingin Framhald málsins varð svo það, aðá næsta reglulega Alþingi, 87löggjafarþingi, sem var siöasta þing á kjörtimabili, var sam- þykkt sú breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Islands, aö kosninga- rétt skyldi miöa við 20 ár I stað 21 árs. Þessi stjórnarskrárbreyting var tekin fyrirafturáAlþingiá88. löggjafarþinginu, strax á fyrsta þingi aö þingkosningum loknum, og samþykkt þar endanlega 29. marz 1968. Jafnframt voru á þvi þingi samþykkt lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum, pr. 58/1961, þar sem kosningaréttur til sveitarstjórna var færður Ur 21 ári í 20 ár, og lög um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 52/1959, til samræmis viö stjórnarskrárbreytinguna. Viröist full samstaða hafa rikt meöalallra þingflokka um þessar breytingar. Flutningsmenn þessarar tiUögu telja, að i ljósi reynslunnar, sem fengizt hefur af lækkun kosninga réttar úr 21 úr 20 ár, þeirrar þróunar, sem þegar hefur orðið og fyrirsjáanleg er í þeim málum meðal nálægra þjóöa, svo og þeirrar ■ staöreyndar aö islenzk ungmenni eru yfirleitt virkari þátttakendur i atvinnulifi og félagsmálum þjóöar sinnar og er iðulega gert að axla meiri ábyrgð og skyldur en tiökast meðal ýmissa annarra þjóöa, þá sé nú fyllilega timabært að stiga sporiö til fulls og miða kosningarétt og kjörgengi til alþingis- og sveitar- stjórnarkosninga á Islandi viö 18 ára aldur. Jafnframt telja flutningsmenn eðlilegt og sjálf- sagt að jafnframt verði endur- skoðaðar til samræmis aðrar aldurstakmarkanir laga á réttindum unga fólksins. Með réttum og eðlilegum hætti Rétt er að sami háttur verði hafður á þessum athugunum og áður — þ.e. að Alþingi kjósi til þess sérstaka nefnd og verði við það miðað, að i henni eigi sæti fulltrúar frá þingflokkunum öllum. Með þvi móti væri auðveldaö að samstaða gæti tekist á Alþingi um þær breytingar, sem gerðar yrðu. Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar, að rétt sé og skylt að Volkswageneigendur Höfum fyririiggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákve'ðið verð. Reyniö viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. gefa nefndinnirúman timatilþess aðljúka athugunum á þessu máli og samningu þeirra lagafrum varpa, sem þvi fylgja. Jafnframt telja flutningsmenn sjálfsagt, að Alþingi og aðrir þeir, sem málið kann að varða, fái þann tima, sem til þarf, til þess að kynna sér væntanlegar niðurstöður athug- ananna. Þvi væri eðlilegt, að nefndin fengi tima til athugunar á málinu þar til á öðru reglulegu Alþingi hér frá. Þá yrðu niður- stöður hennar kynntar opin- berlega, en siðan teknar til umræðna og afgreiðslu á næsta þingi þar á eftir — siðasta reglu- legu þingi á yfirstandandi kjör- timabili — þannig að stjórnar- skrárbreytingin.sem gera verður varðandi lækkun kosninga- aldursins, þurfi ekki að valda þingrofi og nýjum kosningum fyrr en þær á að bera að með réttum og eðlilegum hætti. —BJ Dómstólaskipan 6 stöður fyrir háskólamenn ættu að vera aðallega lærdómsstöður i framtiðinni. Að fenginni reynslu geta þeir horfið til ann- arra starfa hjá rikinu eða annarsstaðar. Rikið mundi sið- an aðeins ráða sérfræðinga eins og til dæmis dómara I fastar stöður. Deildarstjórastöður hjá sýslumanns- og bæjarfógetaem- bættunum mundu verða slikar stöður. Hjá öllum dómstólunum ætti að koma á fót embættum fram- kvæmda- eða skrifstofustjóra, sem sæju um yfirstjórn daglegs reksturs, svo ekki sé verið að eyða i það starfskröftum þeirra.sem fara með dómara- embættin. I þessar fram- kvæmdastjórastöður þyrfti að veljast ungir, röskir menn, sem auga hefðu fyrir rekstri slikra embætta. Erlendis, svo sem i Dan- mörku, Noregi og Englandi þekkist það ekki, að sá, sem stjórnar daglegum rekstri, sé fyrirsvarsmaður dómstóls og sé hæst launaði starfsmaður dóm- stólsins. Æðsti starfsmaðurinn er auðvitað dómari og fer með dómsmál, enda þykir dómara- starf virðingarstarf með öðrum þjóðum. I Hæstarétti er þessu eins farið og erlendis, þar sér hæstaréttarritari um daglegan rekstur. Segja má, að þörf sé á þvi að gera allt starfsmannakerfi rikisins opnara og sveigjan- legra og þá lika starfsmanna- kerfi dómstólanna, ekki aðeins varðandi löglærða menn, heldur og varðandi aðra starfsmenn, enda þótt hér sé að vonum aðai- lega miðað við löglært starfsfólk þessara embætta. TRCLOFDNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUDM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Kaupið bílmerki Landverndar k'erndum llf ramdum yotlendi Ódýrt bu; — Odýrt KUR bu; Gallabuxur KUR Stórlækkað verð Flauelsbuxur Miðvikudag, Karlmanna fimmtudag og vinnubuxur föstudag VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 VINNUFATABUÐIN Hverfisgötu 26 KðpanisfcaupstaiWr K1 Húseigendur Kópavogi Að gefnu tilefni er vakin athygli á 1. kafla grein 8 i byggingasamþykkt Kópavogs þar sem segir: Að hver sá sem vill fá leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á lóð sina, eða húsi skuli leggja umsókn um það fyrir bygginganefnd. Byggingafulltrúinn i Kópavogi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.