Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.11.1976, Blaðsíða 9
8 FRÉTTIR Miðvikudagur 24. nóvember 1976 g|^u' Alþýðuflokkurinn opnar félagsheimili í Kópavogi Siðastliöinn laugardag opnuðu Alþýðuflokksfélögin I Kópavogi skrif- stofu og fundarherbergi i Hamraborg 1, Kópavogi. Þetta er leiguhúsnæði rösklega 40 ferm. að gólffleti. Undanfarnar vikur hafa félagar unnið aö þvi aö fullgera húsnæðið og búa þannig að það er hið vistlegasta. Um 50manns komu i heimsókn og luku allir upp einum munni um að vel heföi til tekizt með aöbúnaö allan. Hér er vitanlega ekki um að ræða rúm fyrir stærri fundi, enda er þetta hugsaö, sem aðstaða til aö ræða mál i smærri hópum. Hér fer á eftir yfirlit um væntanlega starfsemi fram tii jóla, og er Alþýöu- Gestum boöiö til kaffidrykkju. flokksfólk hvatt til að lita inn á aug- lýstum timum. Salurinn er á 4. hæö. Stjórnir félaganna hafa ákveöið dagskrá fyrir flokksstarfiö fram til ára- móta. Skiptist hún i þrjá megin þætti. I. Fundir um ákveðin bæjar-eöa þingmál á fimmtudögum kl. 8.30. II. Rabbfundir. III. Opin skrifstofa á mánudögum og miðvikudögum kl. 18—19 Þá skiptast stjórnarmeölimir félaganna með sér að Vera við til að gefa upplýsingar og svara i sima. 23. nóv. Skrifstofan opin 13—19 FUJ 24. nóv. Skrifstofanopin 18—19 Kvenfélagið 25. nóv. Fundur 20.30 Fundarefni Bæjarmál 29. nóv. Skrifstofanopin 18—19 Alþýöuflokkurinn 1. des. Skrifstofanopin 18—19 Kvenfélagið 2.des. Fundur 18—19 Rabbfundur um þingmál 6. des. Skrifstofanopin 18—19 Alþýðuflokkurinn 8. des. Skrifstofanopin 18—19 FUJ 9. des. Fundur 20.30 Fundarefni þingmál Í3.des. Skrifstofanopin 18—19 Kvenfélagið 15. des. Skrifstofanopin 13—19 Alþýðuflokkurinn 16. des. Fundur 18—19 Rabbfundurum bæjarmál Allir flokksfélagar eru hvattir til að mæta vel og kynna þessa dagskrá öðru áhugafólki um framgang flokksins. Steingrfmur Steingrímsson flytur setningarræöu. Benedikt Gröndal flytur árnaöaróskir. Kennarar hóta frekari aðgerðum Stjórn Kennarasam- bands Norðurlands eystra hefur gert úr- drátt úr ályktunum af fundum skólanna 8. nóvember sl. en þá féll kennsla i barnaskólum niður eins og kunnugt er. I ályktuninni leggja kennarar áherzlu á, að með aðgerðum vilji þeir vekja athygli fólks á eftirfar- andi mannréttinda- og réttlætis- atriðum, um leið og þeirskoriá valdsmenn fjár- og menntamála landsins að eftirfarandi atriöi verði strax leiðrétt: Að kennsluskylda kennara 1-6 bekkjar verði hin sama og kennara 7-9 bekkjar, það er 30 stundir, og að yfirvinna kennara 1-6 bekkjar verði greidd með 13% álagi, svo sem yfirvinna kennara 7-9 bekkjar Enn fremur leggja kennarar áherzlu á, að greiðsla komi fyrir þá7.6starfsdaga,sem við bættust með útgáfu reglugeröar um starfstíma grunnskóla nr. 79/1976 og reglugerðar um leyfi i skólum nr. 80/1976. Loks krefjast þeir þess, að al- menn kennaramenntun veröi metin jöfn til launa, án tillits til hvenær kennaraprófi er lokið. Segir að lokum, að verði þess- um sjálfsögðu réttinda- og rétt- lætisatriöum ekki sinnt, munu kennarar bregðast hart við og eru tilbúnir til frekari aögerða til að knýja fram leiðréttingu á ofan- greindum atriðum. _jss Alþýðubankinn h.f. vill auka hlutafé sitt: 30 milljón króna hluta- fjáraukning boðin út Eins og kunnugt er hefur bankaráð Alþýðu- bankans ákveðið að bjóða út 30 milljón króna hlutafjáraukningu, og hafa gögn þess efnis nú verið send út. Forgangs- réttur núverandi hlut- hafa til að skrá sig fyrir auknu hlutafé i sam- ræmi við stofnhlutafjár- eign, gildir til 15. april á næsta ári. Þeir hluthafar, sem þess æskja, geta greitt hlutafjárauka sinn á allt að tveimur árum með jöfnum greiðslum á sex mánaða fresti þar til hlutaf járloforðið er a ð fullu greitt. Hlutaf járaukann má greiða 1. mai og 1. nóvember á næsta ári og 1. mai og 1. nóvember 1978. Eins og komið hefur fram i fréttum var gerð ályktun á al- mennum fundi Alþýðubankans 25. október síðast liðinn, þar sem segir meðal annars: „Hluthöfum Alþýðubankans hf. er ljóst, að meiri kröfur eru réttilega gerðar til banka sem verkalýðshreyfing- in er aðaleigandi að heldur en ÖÞ.trfi i fí i *t’í L' annarra sambærilegra stofnana. Meðal annars af þeirri ástæöu urðu þau áföll, sem bankinn varö fyrir á sl. vetri, ekki aðeins fjár- hagslegur skaði fyrir bankann, heldur einnig og ekki siður álits- hnekkir, sem erfitt er að vinna upp. Hluthafar Alþýöubankans hf. telja að aðeins með samstilltu átaki bankans, verkalýösfélag- anna og hinna einstöku félags- manna, þeirra, verði bankinn reistur til þeirrar virðingar, trausts og stærðar, sem honum réttilega ber sem banka islenzkr- ar alþýðu.” Þá skoraði fundurinn á öll verkalýðsfélög og alla félags- menn þeirra, að beina öllum þeim viðskiptum til bankans, sem þeir frekast mættu. Blómleg starfsemi hjá Fóstrufélagi Islands Starfsemi Fóstrufélags Islands hefur staðiö með miklum blóma undanfarið. A aðalfundi félags- ins.sem haldinn var fyrir nokkru, kom m.a. fram, að auk hínna al- mennu félagsfunda, sem haldnir voru á siöasta ári, störfuðu sjö umræöuhópar. Hóparnir fjölluðu um aðstöðu jafnrétti, atferlisathuganir á börnum á forskólaaldri, barna- bækur, félagshópa, foreldrafundi, starfsáætlanir og starfsmanna- fundi. Gerðu hóparnir siðan grein fyrir niðurstöðum sinum á fjöl- mennum félagsfundi. Þá kom fram á fundi, sem fóstrur við 6 ára deildir grunnskóla héldu fyrir skömmu, aö umræðuhópar með svipuðu sniði og hinir fyrri hefj’a starfsemi fljótlega. Eru þær fóstrur, sem áhuga hafa hvattar til að hafa samband við skrifstofu Fóstrufélagsins Hverfisgötu 26. 1 stjórn Fóstrufélagsins eiga nú sæti Margrét Pálsdóttir for- maður, Marta Siguröardóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Anna Soffia óskarsdóttir, Unnur Stefánsdóttir, Elin Pálsdóttir og Ingibjörg Kristin Jónsdóttir. —JSS asr J Miðvikudagur 24. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 EKKERT Þ0KAST í SAMKOMULAGSÁTT Æ I DEILUNNI - segir forstjóri Loðskinns h.f. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur komið upp deila á milli Búvörudeildar SÍS annars vegar og fyrir- tækisins Loðskinn h.f. á Sauðárkróki, þar sem forráðamenn Loðskinn telja SÍS hafa svikið samninga um sölu hinna siðarnefndu á gærum. Hefur Jón Ásbergsson forstjóri Loðskinns meðal annars sakað SÍS um það, að ætla að ganga að fyrirtæki sinu dauðu með þvi að svelta það á gærunum, sem þýðir ekki annað fyrir Loðskinn en hreina stöðvun reksturs. Bæjarstjórn Sauðárkróks samþykkti ályktun um þetta mál á fundi þann 16. nóvember s.l. Þar segir: „Bæjarstjórn Sauðárkróks samþykkir að skora á stjórn- völd að hlutast til um að Loðskinn h.f. fái hráefni til sinnar starfsemi svo að rekstur þessa fyrirtækis geti gengið áfram með eðlilegum hætti. Bæjarstjórn þykir óhæfa, ef þessi iðnaður verður allur fluttur aftur til þeirra staða, sem hafa meiri möguleika á öðrum fjölbreyttum iðnaði en Sauðárkrókur ennþá hefur”. Hefur ekkert þokað í samkomulagsátt Alþýðublaðið hafði i gær samband við Jón Asbergsson forstjóra Loðskinns h.f. og spurði hvort opinberir aðilar hafi einhver afskipti haft af máli þessu, siðan bæjarstjórn ERU SÖLUSAMNINGAR SÍS VIÐ PÓLVERJA LATNIR BITNA Á L0ÐSKINNI H.F.? Jón Asbergsson forstjóri Loð- skinns á Sauðárkróki skrifar grein i Morgunblaðið siðastlið- inn sunnudag og ber hún yfir- skriftina: „Skynsamleg hrá- efnisdreifing eða einokun SIS?” I grein þessari skýrir forstjór- inn sjónarmið Loðskinns h.f. i deilunni við SIS m.a. i tilefni af grein sem Hjörtur Eiriksson framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar SIS skrifaði fyrir skömmu. I grein sinni segir Jón As- bergsson, að undanfarið hafi Sambandsfréttir og dagblaðið Timinn skýrt lesendum sinum frá þvi að neitun Búvörudeildar SIS um að selja sútunarverk- smiðjunni Loðskinn h.f. gærur (svo sem gert hafi verið undan- farin 5 ár) hafiekki átt að koma forráðamönnum Loðskinns né neinum öðrum neitt á óvart. Segir Jón, að i blöðum þessum sé fullyrt, að allt frá að endur- uppbygging sútunarverksmiðju SIS á Akureyri hófst árið 1969 hafi verið stefnt að þvi að vinna i þeirri verksmiðju allar þær gærur sem Búvörudeild SÍS fengi til sölumeðferðar á hausti hverju. Segir i grein Jóns, að þessar upplýsingar komi for- ráðamönnum Loðskinns hins vegar mjög á óvart, enda hafi alltaf verið vitað að fram- leiðslugeta verksmiðjunnar á Akureyri sé i samræmi við upp- lýsingar er fram komu við byrjun reksturs hennar 1970, eða um 300 þúsund gærur á ári. Nú sé því hins vegar haldiö fram, að þetta séu aðeins hálf afköst verksmiðjunnar og þar af leiðandi hafi Loðskinn aðeins verið rekið fyrir eintóma mann- gæsku SIS undanfarin 6 ár! Athuguná vegum við- skiptaráðuneytis Þá segir að i Sambandsfrétt- um hafi þvi verið haldið fram, að Loðskinn h-f- hafi I raun grafið sér gröf með þvi að „mæla með þvi” við viðskipta- ráðuneytið að um 100 þúsund gærur af haustslátrun 1976 yrðu fluttar óunnar úr landi. Hið sanna i málinu sé hins vegar það að viðskiptaráðuneytið hafi i sept. s.l. látið gera athugun á hversu margar gærur mundu að likindum falla til nú i haust og hvaða áform islenzkar verk- Sauðárkróks gerði fyrrnefnda samþykkt. — Að þvi ég bezt veit, var skipuð nefnd þriggja fulltrúa frá viðskipta-, iðnaðar— og landbúnaðarráðuneyti, sem ætlað er að gera úttekt á dreifingu og vinnslu á gærum, sagði Jón Ásbergsson. — Verkamannafélagið Fram hér á Sauðarkróki gerði ályktun um mál þetta, og sú ályktun hefur liklega orðið til þess að af nefndarskipuninni varð. Mér er hins vegar ókunnugt um starf nefndarinnar, ég veitekki hvort hún er formlega skipuð né hvort að nefndarmenn vita ná- kvæmlega sjálfir hvað þeir eiga að gera. Hins vegar virðist forsenda opinberra afskipta af málinu vera sú, að fyrir liggi út- tekt á gærudreifingunni. — Ég tel það afar brýnt að eitthvað fari að gerast i þessu máli, enda eigum við ekki hráefni til að vinna úr nema fram i miðjan desember og eftir þann tima er ekki fyrirsjáanlegt annað en stöðvun rekstrar hjá okkur. — Þegarhafiztvarhanda með byggingu þessarar verksmiðju árið 1969, fengum við sömu fyrirgreiðslu og verksmiðjur SIS, sem byrjað var að reisa á sama ári.enda var báðum verk- smiðjum ætlað sama hlutverk. Ef opinberir aðilar veitá Loðskinni ekki liðsinni i baráttu fyrirtækisins nú, tel ég það vera viðurkenning hins opinbera á þvi, að aldrei hafi verið grund- völlur fyrir byggingu verk- smiðjunnar. — Það hefur ekki enn þokað neitt i samkomulagsátt i þessari deilu, en ég tel að á það muni reyna á næstunni, hvort einhver grundvöllur er fyrir sam- komulagi i málinu, sagöi Jón Asbergsson. —ARH AÐ HVERJU VINNUR STARFSHÓPURINN? - engar upplýsingar, segja fulltrúar ráðuneyta Eins og fram kemur i viðtalinu við Jón Ásbergsson forstjóra Loðskinn h.f., var stofnað til einhvers konar nefndar fyrir stuttu, til þess að gera úttekt á dreifingu á gæruvinnslu á íslandi og skyldum málum. Kom fram að i nefnd þessari ættu sæti full- trúar þriggja ráðu- neyta: viðskipta-, land- búnaðar- og iðnaðar- ráðuneytis. Alþýðublaðið reyndi að leita upplýsinga i ráðuneytunum um starf nefndar þessarar, en þær virtust siður en svo liggja á lausu. I einu ráðuneyti var staðfest að óformlegur starfs- hópur hefði verið myndaður um þetta mál, en engar upplýsingar fengust hins vegar um starf hans. 1 öðru ráðuneyti fékkst hins vegar ekki einu sinni staðfest að slikur starfshópur hefði verið myndaður! Hins vegar mun sannleikurinn vera sá, að fulltrúar ráðuneytanna þriggja hafi ræðst við um málið, að frumkvæði viðskiptaráðu- neylisins, en ekkert er vitað um niðurstöður. Er þetta var borið undir Svein Björnsson deildarstjóra i viðskiptaráðuneytinu, svaraði hann aðeins: „Ég gef engar upplýsingar” og við það sat. , —ARH smiðjur hefðu um framleiðslu úr þessum gærum. Hafi könnun- in leitt i ljós, að áætluð haust- slátrun yrði um 1 milljón og 30 þús. fjár og að innlendar verk- smiðjur ætluðu sér að vinna úr færri gærum. I samræmi við þessa niðurstöðu hafi viðskipta- ráðuneytið svo talið óhætt að mæla með útflutningi á nokkru magni af óunnum gærum. Hafi Loðskinn stutt þessa ákvörðun, svo framarlcga sem þörfinni innanlands væri fullnægt. SÍS verður að rifa segl- in Siðan segir Jón Ásbergsson orðrétt i grein sinni: „I byrjun septembermánaðar s.l. hittu forsvarsmenn Loð- skinn h.f. að máli framkvæmda- stjóra SIS og fulltrúa hans. Töldu þeir þá allar likur benda til þess að Búvörudeildin gæti i haust selt Loðskinn h.f. að minnsta kosti sama gærumagn og haustið 1975 (þ.e. 213.000 gærur), en ekki var gengið frá bindandi samningum. Hafi við- skiptaráðuneytið og SIS gefið pólskum kaupendum loforð um að útvega þeim 100 þúsund saltaðar gærur nú i haust þá á sú ákvörðun ekki að bitna á Loð- skinn h.f., heldur verður SIS sjálft að draga úr framleiðslu- aukningaráformum sinum þ.e. þeim áförnium að auka sina vinnslu úr 350 þúsund gærum i 550 - 600 þúsund gærur.” — ARH Ykjufréttir Alþýðublaðsins: Hafa skal það sem sannara reynist Ölvaðir ökumenn á Egilsstöðum teknir síðan í júní, rúmlega 30 Vegna fréttar i Alþýðublaöinu siöastliðinn föstudag, sem eitt dagblaöiö sá ástæðu til að taka upp, hafði blaöamaður Alþýðu- blaðsins samband viðsýslumann Suður-Múlasýslu, Boga Nilsson og bar undir hann þau orð er hann lét hafa eftir sér i Dagblaðinu á mánudag 22. nóvember. 1 þeirri frétt segir Bogi Nilsson tölur Alþýðublaðsins um drukkna ökumenn tekna á Egilsstöðum „anzi mikið ýktar”. Ennfremur segir Bogi að sér þyki trúlegra að þeir, sem teknir hafi verið á Egilsstöðum hafi verið nálægt 20 og mjög fáir heimamenn. I samtali við Alþýðublaðið sagði Bogi að um það bil 19 mál hafi verið tekin upp og blóðprufur teknar úr 22 mönnum. Þeir menn sem teknir hafa ver- ið, hafi bæði verið teknir af Róbertog hans mönnum og Vega- lögreglunni. Alþýðublaðið hafði einnig sam- band við Róbert Róbertsson lögregluþjón á Egilsstöðum og bað hann að taka fram hvað blaðamaður blaðsins heföi haft rangt eftir honum siðastliöinn föstudag. Róbert kvað ekkert vera haft rangt eftir honum. Það eina sem hann hefði sagt var að ökumenn sem teknir hefði verið ölvaðir við akstur hefðu verið á milli 30 og 40. Blaöamaður nefndi töluna 40. — Það er búið aö taka rúmlega 30 mans, með þvi sem Vega- lögreglan hefur tekið, sagði Róbert. Sagðist Róbert gizka á aö þeir menn sem teknir heföu veriö af Egilstaöalögreglunni væru um 22-24, en gat þó ekki gefið upp neinarákveðnar tölur. Róbert kvað flista þá ökumenn sem tekna hefðu verið, vera frá svæðunum i kring, þaö er á hér- aði. Um 10-11 væru frá Egilstöð- um, en annars væru menn þessir alls staðar að, frá Reykjavik, Kópavogi, Vestmannaeyjum og svo fjörðunum i kring. En hafa skal það sem sannara reynist. ölvaöir ökumenn teknir á Egilsstöðum frá þvi i júnimánuði eru rúmlega 30. Blaðamaður Alþýðublaðsins biðst velvirðingar ef talan 40 hefur komið illa við einhverja aðila og dregur hana þar með til baka. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.