Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 4
4LISTIR/MENNING Fimmtudagur 16. desember 1976 S!8r 1 1. desember 1976: Eiirn af mestu sigurdögum ís- lendinga frá upphafi vega Rætt við dr. Bjöm Þorsteinsson, prófessœ í tilefni bókar hans um íslenzka landhelgissögu Hvers vegna skrifaðir þú þessa bók? Ertu ekki prófessor f miöalda- sögu, en bók þin að miklu leyti um 19. og 20. öld? Ef ég á að segja satt og rétt frá er ástæðan fyrst og fremst sú, að bók, sem lengi hefur veriö i deigl- unni og átti að koma út hjá Sögufélaginu i haust, varð ekki tilbúin. Ég hef verið formaður þess i rúm tiu ár og greip nú til þess ráðs, að halda áfram þáttum um hafréttarmál og fleira,semég byrjaöi á i vor og ætlaöi að nota við kennslu, og gera úr þeim bók, sem annars hefði sennilega setið á hakanum eða komiö út annars staðar, þvi að mér þykir hreint ekkert skemmtilegt að gefa sjálf- an mig út. Sögufelagið er samtök nokk- urra áhugamanna til eflingar rannsóknum á sögu Islands á siöari öldum. Félagið er stofnaö 1902 og veröur þvi hálfáttrætt snemma á næsta ári. Viö höfum stritað við að gefa út heimildarrit um islenska sögu, þvi að máls- skjölin eru ávallt mikilvægust, þegar greint skal frá þvi sem gerðist i fortiöinni. 1 félagi viö Reykjavikurborg gefum viö út Safn til sögu Reykjavikur, mynd- skreytt úrval úr skjölum borgar- innar til 1872 er komiö út. Mynd- irnar eru skjöl i sjálfu sér. Þetta safn ætti að vera stolt reykviskra heimiiisbókasafna, en þvi miður er þvi ekki að heilsa enn sem komið er. Þá erum viö aö gefa út Aiþingisbækur Islands frá 18. öld, ódýrar bækur, hlaðnar mannlýs- ingum og menningarsögulegu efni, en okkur skortir kaupendur. Fjárhagur félagsins er þvi harla bágborin eins og fleiri útgáfu- fyrirtækja um þessar mundir. Nægir þér ekki miðaldasagan? Jú, ég er eins og þú sagðir kennari i miðaldasögu, en sem forstjóri Sögufélagsins ber mér einnig að sinna siðari öldum. Auðvitað hattar fyrir á mörkum mið- og nýaldar i bókinni. Helgi Skúli Kjartansson segir i ritdómi i Morgunbl. 9. des., að kaflar bók- arinnar séu „nokkuö ósamstæðir að blæ, sumir ágripskenndir samanborið við hina breiðu frásögn af 16. öld, og mjög misjafnt, hve rækileg rannsókn liggur til grundvallar”. Auðvitað er þetta hverju oröi sannara. Ég tel það hins vegar mjög refsivert, ef menn liggja árum saman á fróöleik um eitthvaö, sem máli skiptir i almennum fræðum, af þeim sökum einum, að þeir ætli sjálfir einhvern tima að vinna efnið betur. Fræðimennska er félagsstarf, en ekki einstaklings- föndur, og menn eiga aö lesa allt með gagnrýni og aftur gagnrýni, hver sem i hlut á. Af umræðum um málin spretta nýjar hug- myndir. Ég hef aldrei gengið meö þá grillu að semja sígild rit. Ég leitast við að greiða fyrir rann- sóknum á islenskri sögu. Það er allt og sumt. Hvað kom þér mest á óvart við rannsóknina? Mér kom mest á óvart, hve heimildir um sögu okkar á 19. og 20. öld eru enn litt rannsakaöar. Ég átti leiö til Kaupmannahafnar seint i águst siðastliðinn og leit þar inn á Marinens Bibliotek.Þar var mér fengiö i hendur allmikiö magn heimilda varðandi land- helgisgæslu dana hér við land. Þá er fjöldi gagna varöandi þessi mál i Rigsarkivet — Rikisskjala- safninu — I Kaupmannahöfn, og suður i London á Public Record Office. Þar er ótrúlega mikið af skjölum um fiskveiðar breta við Island 1893, eða eftir að þeir hófu togveiöar á íslandsmiðum. Heim- ildarmaöur minn þar syðra hefur tjáð mér, að þar séu m.a. varð- veittir 8 skjalapakkar frá enska utanrikismálaráðuneytinu frá ár- unum 1893-99, merktir „Icelandic Fisheries”. í hverjum pakka eiga að vera hundruð skjala ogmörg merkileg að sögn. Þessar heim- ildir i London hafa aldrei verið kannaðar. Þegarég fór þangaö til náms fyrir um það bil 30 árum, sagði leiðbeinandi minn, Prófessor T.S. Bindoff, að saga englendinga hefði hingað til verið skrifuð án þess að minnast á fisk. „But ril be glad if you can tell me something about it”. Hann gladdist slðar yfir ýmsu, sem ég dró fram i dagsljósið um fisk, og englendingar hafa reynst mér mjög vel ávallt siðan. Þjóð- skjalasafniö þarf að eignast ljós- rit af þessum heimildum. Mér reiknast svo til að ljósritun muni kosta milli 70 og 80 þúsundir króna eða rúmlega verðið á flug- miða þangaö suður. Ég tel mig hafa pælt I gegnum flestar enskar heimildir, sem varöa Island fyrir 1600, en auðvit- að hef ég aðeins blaðað i gegnum litinn hluta þeirra heimilda, sem til eru um islensk hafréttarmál á 19. og 20. öld. Ég veit ekki hvort mér gefst nokkurn tima næði til þess að kanna það efni sem skyldi. Þess vegna segi ég frá þvi, sem ég veit og og álit eins og sakir standa. Bók min á aö greiða fyrir framhaldsrannsóknum. Að minu viti fjallar hún um forvitnilegt efni, sem hingað til hefur ekki verið gefinn nægur gaumur, og þarfriast umræðna, áður en það er sett inn i kennslubækur. Annars kom mér fjölmargt á óvart. Ég hélt að búið væri að kanna svo rækilega skjöl varö- andi Jón Sigurðsson, að þar væri ekki eftir miklu að slægjast. Þó rakst ég á yfirlýsingu frá honum þess efnis, að islendingar ættu ekki að brjótast úr fangi dana- stjórnar. Sjálfstæöisbarátta Jóns virðist hafa miðað að þvi að Island hlyti sömu stöðu innan danska konungsrikisins eins og Noregur hafði gagnvart sænsku krúnunni á 19. öld. Þessa skoðun hefur Odd Diðdriksen áöur sett fram. Rakstu ekki á óvænta atburði? Steingrimur Jónsson sýslu- maður frá Gautlöndum drýgði þá fyrstu dáö i embætti aö taka ensk- an landhelgisbrjót úti á Skjálf- anda. Sýslumaður var á árabát, þegar hann tók togarann. — Ég trúöi ekki heimildinni fyllilega, þvi aö ég hafði aldrei heyrt minnst á afrekiö, og þingeyingar eru þekktir fyrir annað en þag- mælsku um drýgðar dáðir. Ég bar málið undir fjölda gautlend- inga og enginn kannaðist við neitt, fyrr en ég hringdi til Péturs Gauts Kristjánssonar i Keflavik. „Þetta sagöi afi mér oft”, voru svör Péturs, „en hann lauk alltaf frásögninni á þvi, að þetta var ekkert miöað við það, sem kom fyrir hann Hannes Hafstein”. Ég vissi litið um flotainnrás breta hér 1896, en þá brutust þeir hér inn á flóa og firði, og þriggja sjómílna landhelgin var ákveöin hér við land, þótt hún væri ekki löglega viöurkennd fyrr en 1901. Mér kom einnig mjög á óvart að sjá, hve Einar Benediktsson rak opinskátt erindi breta i blaði sinu Dagskrá og siðast en ekki sist, hve Islensk fiskimiö hafa verið mikil gullkista og nægtabúr. Hingað sigldu um aldir þúsundir manna til þess að róta upp mat- vælum rétt undan ströndum sveltandi lýös. Ég keppti að þvi aö gefa bókina út fyrir 1. desember af þvi að ég álit að það hafi veriö einn af mestu sigurdögum okkar islend- inga frá upphafi vega. G.T.K. KODAK SAFETV FiLM 5063 NÝJAR BÆKUR Fólkið á Steinshóli eftir Stefán Jónsson Isafold hefur gefiö út bókina „Fólkið á Steinshóli” eftir Stefán Jónsson. Þetta er niunda bindi heildarútgáfu ísafoldar á barna- og unglingabókum. Aöur eru konnar: Vinir vorsins, Skóladag- ar, Hjaltabækurnar þrjár, Björt eru bernskuárin, Margt getur skemmtilegt skeð og Disa frænka. „Fólkiö á Steinshóli” kom fyrst út 1954, og er þetta önnur útgáfa bókarinnar. Sagana gerist i sveit og borg og sumarbústaðahverfi I nágrenni Reykjavikur. — Tiunda bindi þessa ritsafns Isafoldar veröur skáldsagan Hanna Dóra. „Tveggja kosta völ" Þá hefur Isafold gefið út skáld- söguna „Tveggja kosta völ” eftir Anit-ru. Þetta er saga úr norsku þjóölifi á átjándu öld i þýöingu Hersteins Pálssonar. Um efni bókarinnar segir á bókarkápu: „Hinn ungi listamað- ur og erfingi óðalssetursins, Öli Hermann, var aldrei viss i sinni sök eftir aö hann ákvaö aö helga sig búskapnum á óðalssetri for- feöra sinna, en leggja til hliöar pensilinn. — Bókin gerist i Heið- mörk fyrir rösklega 100 árum. Veturnóttakyrrur eftir Jónas Árnason Ægisútgáfan hefur gefiö út aöra útgáfu af hinni vinsælu bók Jónasar Arnasonar, Veturnótta- kyrrum. A bókarkápu segir: „Þar fer saman frábær stilsnilld, frásagnargleði, sem fáum er gefin og hæfni Jónasar til að skyggnast undir yfirboröið er óviöjafnanleg. Honum verður aö söguefni margt það sem öðrum sést yfir og tekst aö færa I þann búning sem verk hans öll bera vitni. Bækur hans hafa jafnan horfiö af markaönum eins og dögg fyrir sólu og um vinsældir leikrita hans og ljóða þarf ekki aö fjölyröa.” Islendingar í Vesturheimi, land og fólk Ægisútgáfan hefur sent frá sér bókina „tslendingar i Vestur- heimi, land og fólk” eftir Þorstein Matthiasson. Hún er gefin út i til- efni 100 ára afmælis landnáms Is- lendinga I Vesturheimi. Bókin skiptist i mallmarga kafla, og eru heiti þeirra þessi: Faðir Nýja Islands — Ferð til fyrirheitna landsins — Fyrstu kynni af rauöskinnum — Gimli — Selkirk — Winnipeg — Lundar, Arborg, Riverton — Terge- senhjónin á Gimli — Stefán Stefánsson, Jón B. Johnson — Ölafur Hallsson — Steinunn Nor- dal — Vestur um haf til Nýja ís- lands — Mæðginin I Mikley —■ Halldór Björnsson — Guðjón Valdimar Arnason og „Ég skulda Islandi ekki neitt.” Sýningarstúlkan er enn ein ' skáldsagan frá Ægisútgáfunni. Hún er eftir Denise Robins, og er eins og nafnið gefur til kynna um sýningarstúlku og lif hennar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.