Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 16. desember 1976 SSSST' Höfum opnað NÝJA BÚÐ í Ingólfsstræti 1 (gegnt GAMLA BÍÓI) Erum enn sem fyrr með mikið úrval af garni og handavinnuvörum. Höfum nú auk þess margskonar gjafavör- ur, svo sem finnska, sænska og belgiska dúka og löbera og sænsk efni i jóladúka og löbera, ennfremur ýmsa muni úr leðri og tré og handunna skrautmuni úr Capis-skelplötum. Allt mjög skemmtileg- ar jólagjafir. Á gamla staðnum i Þingholtsstræti verður enn um sinn útsala á garni og handavinnu- vörum. INGÓLFSSTRÆTI 1 Askriftarsími Alþýðublaðsins er 14900 Mikið annríki á flugleiðum fyrir jólin Samkvæmt millilandaáætlun islenzku flugfélaganna eru flogn- ar mun færri feröir {, viku hverri yfir veturinn en aö sumri til. Fyr- ir jól bregður hinsvegar svo við annriki er likast þvi sem mest gerist á háannatima sumarsins. Flugflotinn fullnýttur og þoturnar vel setnar á flestum leiðum. Fvrir þessi jól hafa Flugleiðir sett upp margar aukaferðir á áætlunarleiðum Flugfélags ts- lands og Loftleiðaflug frá New York til Keflavíkur og Flugfélags tslands frá Kaupmannahöfn til Keflavikur. Þá fara Loftleiðir aukaflug frá Luxemborg þann 17. desember og áfram til New York og Flugfélag tslands til og frá Kaupmannahöfn. Samkvæmt vetraráætlun er flogið daglega ti.l Kaupmannahafnar, en aukaflug verða 15.,17.20. og 22. desember. Frá New York til Keflavikur og þaðan áfram til Luxemborgar eru sömuleiðis daglegar ferðir. Þar við bætast aukaflug frá New York 15.,17., og 22. desember og auka- ferðir frá Luxemborg til Kefla- vikur 17.,20. og 22 desember. Flugin 17. og 22. desember halda áfram til New York en þann 20. til Chicago. Aukaferðir verða frá Glasgow 18. desember og frá Osló 19. og 22. desember. Siðustu ferðir til Islands lyrir jól frá viðkomustöðum fslenzku flugfélaganna erlendis eru sem hér segir: Frá London 21. desem- ber, frá Glasgow 22. desember, frá Kaupmannahöfn, Osló og Luxemborg 23. desember og frá New York og Chicago að morgni 24. desember. A jóladag verður ekkert millilandaflug. Annan jóladag, 26. desember, kemur Loftleiðaþota frá Luxem- borg og heldur áfram vestur um haf. Fyrsta þota frá New York eftir jól kemur til Keflavikurflugvallar að morgni 27. desember og heldur áfram til Luxemborgar og sama morgun fer þota Flugfélags Is- lands til Glasgow og Kaupmanna- hafnr fram og aftur. Milli Nassau og Luxemborgar eru samkvæmt vetraráætlun International Air Bhama þrjár ferðir i viku, en frá 16. desember til jóla verða daglegar ferðir á þessari flugleið. Milli jóla og nýars verður flogið samkvæmt áætlun. Á gamlársdag koma tvær Loftleiðaþotur vestan um haf til Keflavíkur og halda áfram til Luxemborgar. Þar koma aftur til Keflavikur siðdegis á nýársdag og fljúga þaðan til New York. A gamlársdag og ný- ársdag verður hinsvegar ekkert flogið til Bretlands og Norður- landa en flug þangað hefst sam- kvæmt áætlun 2. j anúar. Landkynningarrit fyrir flugfarþega Flugleiðir hafa nýverið gert samning við Harald J. Hamar, ritstjóra og útgefanda Jceiand Review, um sérstaka „flugút- gáfu” sem verður á boðstólum fyrir farþega Flugfélags Islands og Loftleiða á öllum flugleiðum félaganna. Verður upplag þessar- ar sérútgáfu allt að 120 þúsund i senn og tvær útgáfur ráðgerðar árlega. Flugútgáfan er á ensku eins og timaritið sjálft, fyrsta heftiðfer i dreifingu fyrir áramót. Iceland Review in — flight special, eins og flugútgáfan nefn- ist, verður i sætisvösum fyrir alla farþega, bæði til lestrar meðan á fluginu stendur — og einnig er farþegum frjálst að hafa eintak með sér til minja um ferðina. Þá mun ritið liggja frammi á skrif- stofum félaganna, svo og hótel- um. Miðað við alþjóðlega reynslu af útgáfu timarita fyrir flugfélög má ætla að lesenda- hópur hvers heftis I fyrrgreindu upplagi verði 4-500 þús. manns. Það hefur verið skoöun for- ráðamanna Flugleiða að blað i timaritsformi, sem dreift yrði meðal farþega félaganna, ætti fyrst og fremst ^ð kynna tsland. Iceland Review hefur haslað sér völl á þessu sviði með stöðugri út- gáfu i meira en áratug. Hluti af ristjórnarefni verður sameigin- legur fyrir flugútgáfuna^g'tima- ritið sjálft, sem áfram kemur út ársf jórðungslega, en lika verður i Iceland Review in — flight special efni, sem sérstaklega er skrifað fyrir flugfarþega: Upplýsingar og leiðbeiningar svo og greinar um ýmsa viðkomustaði félaganna og annað, sem ástæða þykir að fræða farþega um eða benda þeim á. Fyrsta eintak þessarar sérút- gáfu Iceland Review fyrir far- þega Loftleiða og Flugfélags ts- lands er fjölbreytt að efni, allt lit- prentað og 32 siöur í sama broti og tlmaritið sjálft. r Verðlaunakross- gáta verður í síðasta blaði fyrir jól J. William Fulbright: Þrjátiu ár eru nú liðin siðan William Fulbright öldunga- deildarþingmaður frá Arkansas ,fékk lögfest i Bandarikjaþingi lög um námsmannaskipti. Hér ræðir hann um árangur af þvi starfi að auka þannig alþjóðleg kynni og skilning milli þjóða. A þessum þrjátiu árum hafa 120 þúsund námsmenn frá fjöl- mörgum löndum tekið þátt i þessum námsmannaskiptum. Þetta hefur raunar ekki verið bundið við námsmenn eingöngu, heldur og skólamenn á ýmsum stigum, en þeir eru hér með- taldir. „Ógnir siðustu heimsstyrjald- ar liðu hjá fyrir 30 árum og lauk, eins og kunnugt er, með þeim skelfilegu atburðum, að tvær japanskar borgir voru gjör- eyddar með kjarnorkusprengj- um. önnur eins handahófseyðing mannslifa og verðmæta með mjög umdeildu gereyðingar- vopni.hlaut að kalla á gerbreytt alþjóðleg viðhorf meðal allra hugsandi manna. Ég þóttist sjá, að ef menn vildu afstýra öðrum eins skelf- ingum i framtiðinni, myndi haldbærasta ráðið vera, að um- talsverður fjöldi fólks kynntist lifi, lifsviðhorfi og kjörum i framandi löndum. Þetta fólk væri liklegt til að geta tekið höndum saman og haft bein áhrif á þá framvindu, að i stað valdbeitingar og múgmorða skildu menn yfirburði friðsam- legra samskipta og vináttu.” Fulbright lögin Harry S. Truman Bandarikja- forseti undirskrifaði og þar með fullgilti þessi lög 1. ágúst 1946, eftir að þau höfðu átt greiða leið gegnum báðar þingdeildir. Þegar eftir það var hafizt handa um að koma upp mjög viðtækum áætlunum um fram- kvæmd þeirra, sem auðvitað tóku nokkurn tima. Þessber að gæta, að stórhluti heimsins var i sárum, einkum þar sem striðsreksturinn hafði mest mætt á. Við þetta höfðu Bandarikjamenn sloppið i sinu heimalandi og höfðu þvi meira að miðla en flestir aðrir. Þetta þýddi, að þeir yrðu að bera meginkostnaðinn af þess- ari tilraun, aö minnsta kosti fyrst i stað, enda skárust þeir ekki úr leik. Skiptinemar, sem námu i Bandarikjunum, áttu kost á sómasamlegum styrk, til þess að geta haldið sér þar uppi, auk þess sem rikið sá um ferða- kostnað, en sú var raunin á að Bandarikjamenn kostuðu að mestu eða öllu leyti sitt náms- fólk erlendis. Það er þvi óhætt að segja, að mikill fjöldi fólks i öðrum löndum naut góðs af þessari merkilegu tilraun, og átti þess kost að kynna sér nám ogskóla alltfrá barnaskólum og til æðstu menntastiga. Enginn vafi leikur á, að til- rauniner mjög háð þvi, að þátt i henni taki námshópar og ein- staklingar, semætla má að geti haft áhrif heima fyrir að lokn- um námstima. Þetta gildir auðvitað jafnt um alla, og Bandarikjamenn hafa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.