Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 15
æær Fimmtudagur 16. desember 1976 15 Kann stiörnuspekin svör við spurningum raunvísindanna? HVENÆR FARAST FLUGVÉLAR? Sovétskur vísindamaður hefur athyglisverða tilgátu Eftir V. Zakharko Enginn veit með vissu hversu mörg slys hafa orðið á og yfir Atlantshafi á svæðinu milli Bermuda-eyja, Florida og Puerto Rico, en mörg eru þau orðin. Við hlifum lesendum við lýsingum á hræði- legum viðburðum, en minnumst aðeins nokk- urra af þeim hundruð- um staðreynda sem ekki hafa hlotið viðun- andi útskýringu allt til þessa dags. 5. desember 1945 hófu fimm orrustuvélar sig til flugs i fyrirtaks veðri frá Fort-Lauder- dale herflugvellinum i Florida- fylki. Flugvélarnar báru sam- heitið „Squadron - 19” og yfir- flugstjóri var Charles Taylor, lautinant. 65 minútum eftir flug- tak heyrði flugumferðarstjórinn i Fort Lauderdale rödd Taylors sem sagði áhyggjufullur: „Við erum aö farast... við hljótum að hafa villst..” Sjóflugvél frá hernum hóf sig þegar til flugs til að leita þeirra sem lent höfðu i slysinu. En brátt rofnaði einnig sambandið við sjóflugvélina. Alls hafa yfir lOOstór og smá skip og u.þ.b. 20 flugvélar týnst á svæöi „Bermuda-þrihyrningsins” sið- an þetta gerðist. En þetta er ekki eini staðurinn þar sem gætt hefur svo undar- legra atburða. A svæðinu milli Japans, eyjunnar Guam og Filippseyja hafa svo mörg skip og flugvélar farizt að japanska rikisstjórnin hefur lýst það hættusvæði. Sú skoðun er mjög á kreiki að ekki sé um að ræða neinn „þri- hyrningsleyndardóm” heldursé það sem á þessum svæðum ger- ist afleiðing reynsluleysis og mistaka skipstjóra og flug- manna. En þetta sjónarmið byggir ekki á pottþéttum rök- um. Enginn vafi leikur á þvi að fyrr eða siðar mun gátan verða ráðin. En þangað til er verið að rannsaka þessi svæði gaum- gæfilega. Eannsóknirnar fara fram á sjónum, i loftinu, úti i geimnum og á rannsóknarstofn- unum visindamanna. Sovézki eðlis- og stærðfræðingurinn dr. A. Jolkin,kom nýlega fram með athyglisverða og timabæra til- gátu. — Ég vil ekki halda fram sér- staklega annarri af tveimur skoðunum sem myndast hafa um þrihyrningana, sem sé visindalegt vandamál eða að þetta komi visindunum ekki við. Ég gekk aðeins útfrá þvi að vandamálið væri fyrir hendi og reyndi að komast að raun um hvort möguleiki væri á þvi aö þessi slys hlýddu einhverju ákveðnu lögmáli, — segir dr. Jolkin. Þegar ég hafði safnað saman tölfræðilegum upplýsingum um flugvélarnar sem farizt höfðu sá ég að ákveðið lögmál gilti um timasetningu hvarfs þeirra (þegar um skip er að ræða er timasetningin ónákvæmari) og var þetta lögmál i tengslum við stjarnfræðileg fyrirbæri, nánar tiltekið staðsetningu og inn- byrðis afstöðu jarðar, tungls og sólar. Eins og kunnugt er þeytist heimkynni okkar, jörðin um geiminn eftir mjög flókinni braut og tekur þátt i mörgum mekaniskum hreyfingum. Þar af leiðir að afstaða jarðar til sól- ar og tungls er stöðugt að breyt- ast, enda standa þau heldur ekki kyrr á sama stað. Sól og tungl hafa þvi ekki alltaf sömu áhrif á jörðina. Þar sem jörðin er samanþrýst við heimskautin hafa sól og tungl meiri áhrif á hluta hennar við miðjarðarbaug sem næstur þeim er. Við þetta myndast öfl sem reyna á vissan hátt að snúa öxulhreyfingum jarðarinnar við. Ahrif þessara afla eru mest i desember og júni, en minnst i marz og . september. Auk þessara afla hafa sól og tungl áhrif á plánetu okkar með flóð- myndandi öflum, sem breyta nokkuð lögun jarðarinnar. Styrkleiki þeirra og stefna er heldur ekki alltaf eins. Mest eru áhrif þeirra þegar nýtt tungl er og aftur þegar fullt tungl er. Braut tunglsins umhverfis jörð- ina er sporbaugsmynduð og þvi er tunglið sifellt að nálgast okk- ur eða f jarlægjast. Þegar tungl- ið er næst jörðu er flóðmynd- unarafl þess 40% meira en þeg- ar það er lengst i burtu. Ég reiknaði út hver afstaða tungls og sólar hefði verið þá daga sem flugvélar höfðu horfið sporlaust. Þá kom i ljós að þær höfðu horfið annaðhvort þegar nýtttunglvar eða fullt og þegar tunglið var næst jörðu. Þetta lögmál gefur ástæðu til að ætla að við þessar ákveðnu aðstæður geti flóðöfl tungls og sólar komið af stað hreyfingum jónaðra jarðlaga neðansjávar, sem auka skyndilega segul- magn jarðar á við komandi svæði. Við þessar aðstæður er mögulegt að venjulegir áttavit- ar, úr, raftæki og rafeindatæki bili, og það gerðist einmitt i þeim tilvikum sem hér er um að ræða. Og þetta gæti hafa verið ein af ástæðunum fyrir slysun- um. Tilgátan er enn ekki orðin að kenningu, en engin visinda- kenning verður til nema tilgáta komi fyrst. Ef i ljós kemur að tilgáta dr. Jolkins bendirtil þess að visst lögmál hafi verið rikj- andi þegar flugvélarnar hurfu, en tilviljun hafi ekki ráðið (möguleiki sem höfundur tilgát- unnar útilokar þóekki),þá get- ur þetta ekki aðeins haft „hreina” visindalega merk- ingu, heldur einnig praktiska. Nærallir „þrihyrningarnir” eru mikil umferðarsvæði, bæði i lofti og á legi. Það væri þvi mjög æskilegt að vita með vissu hvenær óhætt er að ferðast um svæðið og hvenær það getur haft áhættu i för með sér. Ef tilgátaner rétt verða næstu hættuaugnablik 20. desember og 18. janúar. Dr. Jolkin telur ekki útilokað að þau öfl sem eru að verki á þrihyrndu svæðunum hafi einn- ig áhrif á myndun aðstæðna á ákveðnum svæðum neðansjáv- ar, sem leiða til jarðskjálfta. Þetta getur haft þær afleiðingar að miklir jarðskjálftar verði á timabilinu 5.-8. og 20.-25. des- ember i ár, og 5.-8. og 18.-22. janúar næsta ár á eftirtöldum svæðum: Tyrkland (i Taurus- fjöllum), Nýja Sjáland og Japan, Suöur-Amerika (frá 20. til 35. gráðu suðlægrar breidd- ar) og Kaliforniufylki i Banda- rikjunum. Að lokum getum við bætt þvi við, að s.l. sumar spáði dr. Jolkin þvi að jarðskjálfti yrði i Tyrklandi i lok nóvember. Sem kunnugt er rættist sú spá. „Það getur vel verið að það hafi lika verið tilviljun” — segir visinda- maðurinn. APN. Aðalfundur Islenzkrar réttar- verndar ályktar um réttarfarsmál Á aðalfundi félagsins Is- lenzkrar Réttarverndar, sem haldinn var á Hótel Esju á mannréttindadag- inn, sem er 10. desember, voru samþykktar eftirfar- andi ályktanir: Aðskilnaður milli lögreglu- rannsóknar og dómsvalds Aðalfundur íslenzkrar Réttar- verndar haldinn að Hótel Esju föstudaginn 10. desember 1976 fagnar framkomnu frumvarpi til laga um rannsóknarlögreglu rikisins og frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála. Fundurinn hvetur alþingis- menn til að hraða afgreiöslu þess- ara frumvarpa, sem bæði stefna að fullkomnum aðskilnaði milli lögreglurannsóknar og dóms- valds, og stuðla þar með að auknu réttaröryggi i landinu. Skipun rannsóknarnefndar dómsmála Aðalfundur Islenzkrar Réttar- verndar haldinn að Hótel Esju föstudaginn 10. desember 1976 vill vekja athygli á þeim miklu og al- mennu umræðum, sem farið hafa fram um framkvæmd dómsmála, refsimála og rannsókn sakamála. Fundurinn bendir á að mikil af þvi misrétti sem viðgengst i þjóð- félaginu má rekja til seinagangs i dómskerfinu. Félagsleg og réttarfarsleg röskun á lifsháttum þeirra, sem árum saman þurfa að biða eftir afgreiðslu máia sinna fyrir dómstólum hlýtur að vera áhyggjuefni allra þeirra, sem trúa á frjálst og heilbrigt réttar- far á íslandi. Fundurinn hvetur alþingis- menn til að samþykkja þings- ályktunartillögu um skipan sér- stakrar þingnefndar til þess að kanna gang og framkvæmd dómsmála og vinna á annan hátt að þvi að efla réttarkerfið i land- inu. Embætti umboðsmanns til að gæta réttar þegnanna gagnvart hinu opinbera Aðalfundur íslenzkrar Réttar- verndar haldinn að Hótel Esju föstudaginn 10. desember 1976 beinir þeirri áskorun til Alþingis að gerð verði gangskör að þvi að sett verði lög um embætti um- boðsmanns, er gæti réttar þegn- anna gagnvart hinu opinbera. Skýrari ákvæði i samninga og löggjöf um réttindi og skyldur launþega Aðaifundur tslenzkrar Réttar- verndar haldinn að Hótel Esju föstudaginn 10. desember 1976 vill benda forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar á þá hörmu- lega takmörkuðu vernd, sem ein- staklingar á hinum almenna vinnumarkaði njóta gagnvart uppsögnum og brottrekstri. Má þar minna á nýlegt dæmi, þar sem löggjafinn og vinnuveit- andinn leggjast á eitt um að leggja niður heila starfsstétt, þar sem eru afgreiðslustúlkur i mjólkurbúðum, þar sem öll mannleg sjónarmið eru virt að vettugi. Fjölmörg dæmi sýna að ára- og áratugalöng dvöl á vinnustað, sem þannig er orðinn snar þáttur i lifsmynstri fólks, gefur þvi eng- an rétt gagnvart tilefnislausri og órökstuddri uppsögn af hálfu vinnuveitanda annan en hálfs mánaðar til þriggja mánaða greiðsla vinnulauna. Minnir fundurinn á, að slik ein- hliða ákvörðun vinnuveitanda um ráðningu og uppsögn starfsfólks Framhald á 14. siðu PALLI VAR----- I EINN ( HEIMINUM Vinsælasta barnabókin á tslandi er komin i bókaverslanir. Bókaútgáfan Björk. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti S POSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA JotMiutts TLnlsson í..iiiB,\urai á>iini 10 200 f Dunn Síðumúla 23 /íffli 84QOO V . Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yíir 40 ára reynsla Rafha við 0-ðinstoig Simat 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu - uti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.