Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 20
Árið 1976 hefur o verið mörgum erfitt — segir Sævor Guðbergsson hjá Félagsmálasiofnun Reykjhvíkur — Desember er alltaf erfiðastur allra mánaða fyrir það fólk sem leitar aðstoðar okkar, sagði Sævar Guðbergsson for- stöðumaður fjölskyldu- deildar Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur f við- tali í gær. Sævar var að þvf spurð- ur hvort starfsmenn stofnunarinnar hafi orðið varir við meiri efnahags- lega erfiðleika fólks í desember í ár, en jóla- mánuðina á síðustu ár- um. — Nei, ekki get ég sagt það. Það verður að meta árið i heild til þess að sjá hvernig ástandiö er meðal fólks. Það hafa heldur fleiri leitaðtil okkar i ár en verið hefur siðustu árin og það er ekki eingöngu vegna fjárhagslegra erfiðleika, heldur ekki siður vegna alls kyns félagslegra erfiðleika sem leitt geta til efna- hagsörðugieika síðar. Fólk' kemur hingaö og rekur vanda- mál sin og þiggur ráðleggingar. Hvað árið 1976 snertir, er greinilegt að árið hefur verið erfitt fyrir marga, þó að það sjáist ekki endilega á aukningu aðstoðarbeiðna hjá okkur. Það sést betur á aukningu hjálpar- beiðna fólks til ýmissa frjálsra félagasamtaka. Við finnum þó greinilega aö aðsóknin hingað hefur þyngst talsvert nú i þess- um mánuði. Fólk vill gera sér dagamun um jólin og það er beinlinis ætlast til þess að það geri sér dagamun. Menn vilja gjarnan eignast ný föt fyrir jól- in, en geta það ekki sakir þess að þau eru dýr. Þvi er oft eina ráðið að leita til samtaka og stofnana sem gefa föt. Það sem svo gerir ástandið erfiðara fyrir fólk um þes^rmunðir er það, að bankak'erfið hefur verið lok- að siðustu mánuði og fólk sem hefur oft bjargað sér yfir jólin með vixli, hefur hreinlega ekki átt kost á þvi að fá lán. Þannig gæti skapast þörf fyrir tima- bundna fjárhagsaðstoð. — Við höfum ekki séð fleiri ný andlit i ár, en verið hefur siö- ustu ár. Það bætist alltaf viö fólk á hverju ári sem þarf á ein- hvers konar aðstoð að halda, sagöi Sævar Guðbergsson —ÁRH Verið að skipa í samninganefndina KRAFLA: BÚAST MÁ VIÐ SKJÁLFTAVIRKNI INNAN TÍÐAR Blaðið haföi i gær samband við Harald Steinþórsson varafor- mann Bandalags starfsmanna rikis og bæja, til að kanna, hvern- ig gengi aö móta kröfur sam- Hvorki heyrt hann né séð í tvö ár Vegna orðróms sem gengið hefur um bæinn þess efnis að Jósafat Arngrimsson, kaup- maður í Keflavík, sé viðriðinn meint brot Guöbjartar Páls- sonar, leigubilstjóra, hafði blaðamaöur Alþýðubiaðsins samband viö Jósafat og innti hann eftir með hverjum hætti viðskiptum hans og Guð- bjartar væri hagað. Sagðist Jósafat engin við- skipti hafa átt við þennan mann undanfarin tvö ár og hvorki heyrt hann né séð þann tima. Siðustu viðskipti þeirra hefðu verið er lögfræðingur hans hefði stefnt Guðbjarti vegna vixilskuldar. En hvar það mál væri niður komið núna vissi hann ekki. bandsins fyrir næstu samninga þess. — Félögin eru þessa dagana að tilnefna fulltrúa í samninganefnd BSRB, en það er hún sem á aö möta kröfur sambandsins i væntanlegum samningum, sagði Haraldur. — Þessar kröfur þurfa að liggja fyrir 1. april, þannig aö viðræður við riki og sveitarfélög geti hafizt timanlega áður en samningar renna út, en það gera þeir 1. júli næstkomandi. Þegar samningarnir renna út, ganga i gildi lögin um samnings- rétt og takmarkaðan verkfalls- rétt opinberra starfsmanna, og það eitt sér gefur okkur ákveðiö umhugsunarefni. Það er, hvort sumartiminn sé i rauninni hent- ugur timi til svona samninga. Þessi timasetning er samkvæmt lögum, en mjög vafasamt að það sé ávinningur fyrir okkur að standa i samningaþófi á þeim árstima. Þetta þarf að ihuga vandlega, þar sem samningarnir eiga að gilda til tveggja ára i senn, samkvæmt lögunum og timasetningin skiptir þvi miklu máli upp á framtiðina. —-Nei, við höfum ekki rætt um einstök atriði i samningagerð, enda er þaö hlutverk þessarar samninganefndar,sem áöur er getið og það verður hún sem ræð- ur ferðinni. - —hm „Haldi landris á Kröflusvæðinu áfram með svipuðum hætti og verið hefur aö undanförnu, má gera ráð fyrir aö skjálftavirkni þar hefjist að nýju áður en langt um liður”, sagöi Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, er blaðamað- ur Alþýðublaðsins ræddi við hann i gær. Undanfarnar vikur eða allt frá þvi að land seig á Kröflusvæðinu að undangengnu miklu risi, hefur skjálftavirkni þár legið niðri. Sama tima hefur land verið aö risa á nýjan leik og er landris nú sem fyrr segir að komast á það stig, að búast má við skjálfta- virkni þar um slóðir innan tiðar. —GEK Umræður um járnblendiverk- smiðjuna utan dagskrár Þeir Skúli Alexandersson og Stefán Jónsson kvöddu sér hljóðs utan dagskrár á fundi i Sameinuðu þingi i gær. Beindu þeir þeirri spurningu til iðnað- arráðherra, Gunnars Thorodd- sen, hverju það sætti að þing- menn Alþýðubandalagsins og Samtakanna hefðu ekki fengið aö sjá samninginn, sem rikis- stjórnin hefði gert viö Elkem Spiegeverket 8. þessa mánaðar. Þeir Skúli og Stefán gagn- rýndu iðnaöarraöherra mjög harðlega fyrir þau vinnubrögð, aö ganga frá þessum samning- um áöur en Alþingi fengi að kynna sér málið. I ræðu sinni sagði Stefán Jónsson, að rikisstjórnin heföi enn á ný „aukiö á heiöur Alþing- is” meö þvi að láta alþingis- menn heyra fyrst frá erlendri útvarpsstöö að rikisstjórnin hefði gert samning viö erlendan auöhring. Er verið að handjárna eða ekki? „Er verið að koma handjárn- um á stjórnarflokkana og fylgi- fiska þeirra?” spurði Stefán. „Rikisstjórnin hefur ekki heim- ild til að afgreiða þetta mál eins og hér hefur verið gert.” Þá gerði Stefán samanburö á samningaviðræðunum viö Union Carbide og þessum nýja samningi við Elkem: „í fyrra skiptið var þó ekki búið að gera annað en ráða forstjóra, grafa nokkrar gryfjur og drepa eitt hross. Nú er gengiö feti framar. Það er búið að undirrita samn- inginn.” Siöan sagöi Stefán: „Hér hef- ur verið unnið svo óþingræðis- lega og ólýðræðislega að engu lagi er likt. Málið er lagt fram hér á Alþingi i dag, mál sem var undirritaö 8. desember.” Málið liggur ljóst fyrir Gunnar Thoroddsen iðnaöar- ráðherra sagði að þeir Stefán og Skúli misskildu algerlega þetta mál. Benti hann á, að i 23. grein samningsins stæði, að samning- urinn öðlaðist gildi eftir að hann hefði verið samþykktur af Al- þingi og rikisstjórn. „Þessi samningur er það skýr að ekki ætti aö þurfa að ræöa þetta atriöi frekar,” sagöi ráö- herrann. Hann benti á að samn- ingaviðræöurnar hefðu staðið yfir frá þvi i april. Siöan sagði iðnaöarráðherra: „Hvernig dettur þessum mönn- um i hug, aö þeir yrðu kvaddir i samninganefndina. Þaö heföi hvorki greitt fyrir málinu né heldur orðið þeim til nokkurrar ánægju.” Hann benti á, að þingmenn Alþýðuflokksins hefðu á hinn bóginn verið hlynntir þvi, að ál- blendiverksmiöjan yrði reist. Þess vegna hefði hann talið eðli- legt aö hafa samráð við Alþýöu- flokkinn. Það hefur engu verið leynt „Það hefur engu verið leynt,” sagði ráðherrann. „Það hefur verið greint frá gangi málsins alltaf annað kastiö. 1 fréttum rikisútvarpsins klukkan 19, 8. desember átti fréttamaður tal við framkvæmdastjóra Járn- blendifélagsins, dr. Gunnar Sig- urösson, þar sem fram kom, að samningarnir yrðu fljótiega lagöir fyrir Alþingi. Þá benti ráðherrann á, að i sjálfu sér heföi ekki þurft laga- heimild til aö ganga frá þessum samningi. A hinn bóginn hefði hann taliö eölilegast að Alþingi samþykkti lög um málið. Frumvarp til laga um járn- blendiverksmiðju i Hvalfirði hefur nú veriö lagt fyrir Alþingi, en i 1. grein þess frumvarps segir: „Rikisstjórnin skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er reisi og reki verksmiðju aö Grundartanga I Hvalfirði til framleiðslu á kisiljárni og hafi meö höndum þá framleiðslu og tengdan atvinnurekstur. —BJ flMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 alþýöu blaöið Lesið: 1 Sjávarfréttum: „Sjávarfréttir hafa fregn- að aö töluvert meira sé nú um það en áður að útlend- ingar leiti hér eftir atvinnu i frystihúsum, en verið hef- ur undanfarin ár. Munu það aðallega vera stúlkur frá Bretlandi sem hingað sækja, en sem kunnugt er þá hefur verið töluvert at- vinnuleysi i Bretlandi að undanförnu, og sérstaklega hefur ungum stúlkum reyiist örðugt að fá þar vinnu. Flestar stúlkurnar, sem hingað koma til þess að vinna f fiski, munu starfa i frystihúsum á Vestfjörðum, en þar hefur viða verið' nokkur vinnu- “aflsskortur.” Frétt: Aö við atkvæða- greiðslu um breytingatil- lögur við fjárlagafrum- varpið hafi tillaga frá þing- mönnum Alþýðuflokksins um að hækka framlag til að styrkja munaðarlausa, vanrækta eða fatlaða ung- linga úr 300 þúsund krónum i eina milljón verið fellt. Einng tillaga um einnar milljón króna framlag til umferðarfræðslu fyrir aldrað fólk. Séð: 1 Verzlunartiðindum, riti Kaupmannasamtak- anna: „Kaupmaður hringdi til samtakanna og ræddi um sjónvarpsauglýs- ingu þá, sem tslenzk iðn- kynning hefur látið gera og sýnd er i sjónvarpinu. Þótti honum framgangsmáti af- greiðslustúlkunnar i aug- lýsingunni ekki til fyrir- myndar, eða til sóma fyrir verzlunarmenn. Kaup- manninum var gefin sú skýring, að forráðamenn íslenzkrar iðnkynningar hefðu sennilega allt i einu áttað sig á hve stórt hlut- verk smásölunnar væri i söiu á islenzkum iðnaðar- vörum og ætti þessi auglýs- ing liklega að vera leið- beinandi um hvernig ekki ætti aö koma fram.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.