Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 13
alþýðu- MaAiA Fimmtudagur 16. desember 1976 UTLÖMD 13 ÁHRIF ALÞJÓÐLEGRA NÁMSMANNASKIPTA Á FRIÐARVIÐLEITNI í HEIMINUM » vissulega i skólastarfi sinu grætt verulega á kynnum af skólastarfii öörum löndum ekki siöur en þeir binda vonir viö aö aðrir hafi og gert með þvi að kynnast bandarisku skólunum. Samvinna viö heimamenn á hverjum staö hefur gefið ágæta raun, enda eru þeir i beztri að- stöðu til að sjá um og skipu- leggja námsmannaskiptin, hver hjá sér, svo að sem mestu gagni megi verða. Samvinna við rikisstjórnir hlutaðeigandi landa er auðvitaö ekki siður mikilsverð, sem auð- vitað byggist á að skiptinemum sé gert sem auðveldast að fá óskir sinar uppfylltar um það, sem hverjum er hugstæðast. Væri það ekki fyrir hendi, mynditilraunin missa marks aö verulegu leyti. Af þessu leiöir svo beint, að skólayfirvöld i öllum löndum, sem þátt taka i skiptináminu, verða að hafa talsverða skipu- lagningu með höndum, til þess að mæta óskum og þörfum að- kominna nemenda og ekki siður að hafa með höndum skipulag á þvi hverjir og úr hvaöa sköla- flokkum veljast til náms á er- lendri grund. Augljóst virðist, að hugmynd- inbýr við sivaxandi áhuga, eftir þvi sem reynslan sýnir gagn- semi hennar og notagildi. bessi reynsla er nú hagnýtt bæði af stjórnvöldum og einka- aðilum, til þess að greiöa fyrir samskiptunum og gera þau áhrifarikari og nú eru fyrir hendi alls um 3000 Fulbright styrkþegar i um 1000 skóla- stöðvum viðsvegar um Banda- rikin til halds og trausts og ráð- gjafar. Þýðingarmikil starfsemi „Eftir reynslu mina sem öldungadeildarþingmaður i 30 ár og 15 ára starf sem formaður i utanrikismálanefnd” segir Fulbright, „get ég fullyrt með góðri samvizku, að nemenda- skipti og önnur menningarsam- skipti milli landa er bezta og auöveldasta leiðin, til þess að auka alþjóðlegan skilning. Þetta byggi ég á þvi sem ég hefi orðið áskynja á ferðum minum til annarra landa og viðtölum við málsmetandi fólk. Ég trúi þvi að starf mitt i þessum efnum sé langsamlega þýðingarmest af þvi, sem mér hefur auðnazt að vinna á þing- ferli minum, og ég vil bæta þvi við, að ég held, að enn ætti að 1 auka hér við í þeim tilgangi ein- um að gera sem flestum kleift að skiptast á heimsóknum, þó skemmri tima tækju. Ef kynni 1 og skilningur sem af þeim leiðir áorkar ekki að færa okkur sam- an, er ég þess fullviss að það gerist ekki frem.ur með sifelld- um kviða af hótunum stórvelda eða smærri rikja af gjör- eyðingarvopnum á borð við vetnissprengjur. Hættan af öðru eins á að kenna okkur að leita nýrra áhrifarikra leiða, til þess að af- stýra sjálfsmorði mannkynsins. Spurningin er bara hvort viö getum það eða viljum, eins og Kissinger, utanrikisráðherra okkar hefur orðað það, „hvort við erum færir um að fram- kvæma þær hugsjónir og töku ákvarðana, sem heimsbyggðin þarfnast mest”. Ég trúi þvi, að okkur sé þetta fært og ég er enn sannfæröari um að við viljum, ella erum við ekki færirum aö axla ábyrgöina á háska okkar tima. Ég tel okkur vera vel á vegi stadda þegar við gætum þess, að siðan 1946 að skiptinemalögin voru samþykkt, hafa um 150 þúsund manns notið þeirra. Þar af eru nú 20 manns, sem skipa háar stöður i stjórnkerfinu, yfir 250, sem gegna ráðherrastöðum i fylkjunum og þúsundir af lög- gjöfum, skólamönnum og blaðamönnum, sem hafa lykil- aðstöðu viðsvegar um Banda- rikin og erlendis. Ég tel efalaust, að skiptinem- ar, sem dreifðir eru um viða J.W. Fulbright veröld og búa að rækilegum kynnum á hugarfari og þjóð- félagsástandi i framandi lönd- um, séu allra liklegastir til aö geta metið og metið rétt marg- visleg mannleg fyrirbæri, sem ekki eru á annarra færi i sama mæli, og ég er sannfærður um vilja þeirra yfirleitt, til þess að leysa deilur og handleika skoðanamuná viðari grundvelli en ella. Þannig geta þeir haft áhrif á skoðanamyndun innan sinna verksviða, hver i sinu landi. Þetta tel ég þýðingarmest af öllu, sem nú er reynt að gera i veröldinni i sókn að friði. Mér er það sérstök ánægja að hafa orðið þess var, að önnur riki eru nú að taka upp sams- konar starfsemi. Heppnist það i svipuðum mæli og ég tel okkur hafa lánast, eig- um við að geta gert okkur von um siaukna samvinnu þjóða milli, sem stefnir að þvi að framvegis verði deilur ekki út- kljáðar með hólmgöngum þar sem menn eru gráir fyrir járn- um, heldur með skynsamlegum og friðsamlegum aðgerðum, sem byggðar eru á þekkingu og velvild. í þessu liggur fyrst og fremst von min — ef til vill langtima- sjónarmið um von fyrir mann- kynið. Vera má, að timinn sé naum- ur, en við verðum að kappkosta að hagnýta hann sem bezt, við öll, sem teljum það vel þess virði að beita öllum hugsanleg- um ráðUm i þjónustu friðarins. Við getum ekki látið það liðast átölulaust, að fé skorti til þess- ara hluta á sama tima sem við eyðum milljörðum i hergögn og hundruðum milljóna á allskonar meira og minna tilgangslausan áróður erlendis. En það er ótrú- lega erfitt að fá stjórnvöld og þing til að verja nokkrum tug- um milljóna til þess aö styrkja og efla þessa starfsemi, sem þó hefur skilað þeim árangri, sem drepið er á að ofan. Þáttur Kissingers uta nriki sr áðher ra Utanrikisráöherra okkar, hr. Kissinger, hefur sýnt fullkom- inn skilning á þýðingu þess, að kynni meðal þjóða séu lykill að sáttum og samlyndi. Hann lét svo ummælt á fundi með yfir- stjórn námsmannaskipta, að við yrðum að horfast i augu við þá staðreynd, að tækniþróun nú- timans væri svo hröð, að menn bókstaflega gæfu sér ekki tima til að athuga afleiðingarnar af fjölmörgu, sem tækniþróunin getur leitt til, ef henni er ekki jafnframt samfara einlægur vilji til að hagnýta hana mann- kyninu til blessunar. Hann benti á, að allskonar kapphlaup, meira og minna sprottið af misskilinni þjóð- rembu gæti einmitt vaxið og dafnað og aukið spennu, sem engum væri til góðs. Ráðherrann lét svo ummælt, að hann hefði rækilega orðið þessvará sinum mörgu ferðum og samræðum við fólk af ólík- ustu þjóðernum, trúarbrögðum og li'fsviðhorfum, að einmitt persónuleg kynni manna og þjóða milli, væru öruggasta leiðin til samkomulags um. vandasöm viðfangsefni. Þetta er mér óblandið gleöi- efni, og ekki sizt vegna þess, að mér virðist að smátt og smátt sé að aukast skilningur i þessa átt á æðristöðum, þar sem hlutirnir eru ákveðnir. Við margt hefur verið að glima og þvi er ekki að neita að við höfum stundum mætt ótimabærri tortryggni. En með þvi að opna land okkar fyr- ir augum gestanna og með hreinskilinni alúð þjóðarinnar gagnvart þeim, hefur tortryggni um einhver undirmál frá okkar hálfu hjaðnað býsna fljótlega. Og reynslan er sú, að hér innan- landshafa menn yfirleittfagnað starfseminni, þegar frá er tek- inn McCarthy á fyrstu árunum meðan hann gekk mesta ber- serksganginn. Getum við eflt hið mannlega i samskipt- um milli þjóða eða á mannkynið að brenna i eldi ótimabærra deilna? Spurningin, sem við stöndum frammifyrir, er sú, hvort okkur megi verða auðið að efla hið mannlega i samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Hér dugir eng- inn einstefnuakstur og sizt af öllu að reyna að beygja aðra undir okkar vald i veraldlegum skilningi. En ef viö beitum öllum okkar mætti aö þvi að láta aðra njóta góðs af getu okkar og kunnáttu, eigum við að geta brotið niður marga múra, sem enn skilja þjóðirnar aö. Hvort okkur auðnast á þann hátt aö afstýra alvarlegustu áföllum, verður framtiðin úr aö skera. En samt er það, að minu mati eina vonin. Eftir þeirri stefnu eigum við að stýra ein- læglega og hispurslaust, og það verður þá að arka að auönu hvernig til tekst. Vitanlega er ekki sama hvernig á þessu er haldið. Við megum ekki setja okkur i þá að- stöðu, að við og okkar skoðanir séu hinar einu sáluhjálplegu og réttu. Það vekur ætið andóf og kann að skaða alvarlega. Við eigum þvert á móti, að kappkosta að miðla af þvi sem viö höfum verið gæddir, i full- kominni einlægni þess, sem fús er til að láta aöra yfirhöfnina af hendi.eigi hann tvær! Og takist okkur að gera aðra þátttakend- ur i þvi, sem við höfum bezt að miðla, frelsishugsjónum okkar er leiðin hálfnuð að marki og vel það. Friður og frelsi eiga aö vera okkar vigorð og að þeim unnið falslaust. Hér er ekki aðeins átt við stjórnmálalegtfrelsi, heldur og — og ekki siður — frelsi frá fáfræði ótta og skorti. Þetta er háleitt markmiö og kann að verða langsótt. En allar ferðir hefjast á fyrsta skrefinu. Mér er það einlægt gleðiefni, hafi mér tekizt að benda á raun- hæfa leið i áttina að þessu marki, sem ég trúi að sé. Til þess var stofnað af minni hálfu með lögunum, sem ég hefi verið heiðraður með að kölluö eru Fulbright lögin. Þýtt og endursagt VÍKURÚTGÁFAN KAMALA, saga frá Indlandi eftir Gunnar Dal. Þetta ; er tvímælalaust mjög athyglisverð skáldsaga, auk þess að vera skemmtileg aflestrar. Sigvaldi Hjálmarsson skrifar formála fyrir henni og kemst m.a. svo að orði: Sagan er sannferðug lýsing á ind- j versku sveitalífi. Gunnar færist mikið í fang og | kemst ágæta vel f rá miklum vanda. Hann opnar okk- ; ur nýjan heim. MEÐ HÖRKUNNI HAFA ÞEIR ÞAÐ eftir Ragnar Þorsteinsson. í bók þessari eru níu eftirminnilegir æviþættir og nokkrar smásögur. Guðmundur G. IHagalín segir í formála m.a.: I bók þessari gætir í mjög þess, sem ríkast er í f ari höf undarins, einlægr- jar samúðar i garð lítilmagnans, ennfremur aðdáun- 1 ar á þreki og sönnum manndómi. Þá er að f inna þar kimni og glettni, en þær frásagnir bera af, þar sem höfundur lýsir fangbrögðum slyngra sjómanna við Ægi í æstu skapi. ÞEGAR LANDIÐ FÆR MAL eftir Þorstein jMatthiasson. í bók þessari er að f inna 21 frásöguþátt, en höfundur er kunnur af fyrri bókum sínum, sem haf a orðið mjög vinsælar. í f yrra kom út eftir hann I DAGSINS ÖNN og er hún algjörlega uppseld. ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK frásagnir af lækninga- undrum vegna fyrirbæna, færð í letur af Kathryn Kuhlman. Hér er á ferðinni sérstæð bók, byggð á f rá- sögnum f jöida fólks, sem hefur læknast af banvæn- um sjúkdómum f yrir mátt bænarinnar. Þetta er bók, sem mun vekjaóskipta athygli og verða mikið lesin. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.