Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 10
o 10 VETTVANGUR Fimmtudagur 16. desember 1976 alþýöu* blaóiö Fimmtudagur 16. desember 1976 VETTVANGUR 11 Vífilsstaðir heimsóttir vitiisstaöir standa austast í Garðabæjarkaupstað og vestan við mörk Heiðmarkar. Minnisvarði sigursællar baráttu íslendinga við hvíta dauða. En hlutverk þessa aldna húss hefur ekki minnkað þótt tekizt hafi að vinna bug á berklum. Þar liggja nú að staðaldri 60 lungnasjúkl- ingar og 20 langlegusjúklingar. Meðal þessara 60 lungnasjúklinga eru þeir 30 berkla- sjúklingar sem að meðaltali koma á spítalann á ári . hverju. segir Hrafnkell Helgason yfirlæknirj Býtibúr — lltil og gluggalaus. tækjakost og aðstöðu snertir. Sennilega er aðstaðan i sjálfu sér ekki afleit núna, en tækja- kosturinn er óneitanlega orðinn anzi úreltur og útlit eldhússins satt að segja skelfijng óhrjálegt. ^n ég vil skjóta þvi hér inn i, að við erum farin að dreifa matnum á bökkum, eins og sums staðar annars stáðar, og okkar i-eynsla af þeim er mjög góð, gagnstætt þvi sem mér skilst að sé viða annars staðar. Hins vegar eru „býtibúrin” svokölluðu, til háborinnar skammar. Það eru litil eldhús, þaðansem matnum er skipt niður á milli sjúklinganna. Þessi búr eru gluggalaus, og sennilega það versta við aðstöðu starfsfólksins hér. En þau hafa þó loftræstingu. — En hvernig gengur að fá starfsfólk, ef aðstaða þess er svona afleit? Barnaheimili fyrir hjúkrunarkonurnar — Það hefur verið erfitt að fá hjúkrunarkonur eins og á öðrum nægar starfsstúlkur hingað til, þótt margar þeirra þurfi að fara langa vegalengd til og frá vinnu Margar búa að vísu i Garðabæ, en hinar eru þó einnig margar sem þurfa að nota þær sérlega óhentugu strætisvagnaferðir sem hingað ganga. A sumrin eru svo langflestar starfsstúlkurnar; skólastúlkur úr Garðabæ, sem eru að vinna sér inn peninga fyrir námi. Reykt i Sælulindinni — Hvað um aðstöðu fyrir sjúkl- inga, utan sjúkrastofanna? — Á hverri hæð er litil setustofa fyrir sjúklinga, auk einnar stórrar á fyrstu hæð. Auk þess er reykingaskot, ef svo má segja i kjallaranum og gengur undir nafninu Sælulindin. Það er eini staðurinn sem reykingar eru leyfðar. I stóru setustofunni er sjónvarpstæki og skriftaraðstaða með fleira, en þótt undarlegt sé, er þar varla nokkur sála nema meðan sjónvarpið er i gangi. Af einhverjum ástæðum virðist Að nýta menntun læknanna 1 byrjun næsta árs er gert ráð fyrir að tekin verði i notkun aðstaða til ofnæmisrannsókna og sérfræðingur i þeim efnum.Það verður mikil framför frá þvi sem nú er. Hvað læknana varðar, þá hefur hver þeirra sitt eigið herbergi. Slikt tel ég algera forsendu fyrir þvi að menntun slikra manna nýtist. Þetta eru hátekjumenn, að þvi að sagt er, og þess vegna lit ég á það sem réttlætismál. að hægt sé að fá út úr þeim sannvirði launanna. Það er hins vegar ekki hægt, ef þeim er hrúgaö saman mörgum i herbergi, eins og sums staðar er gert. Að loknu spjalli við Hrafnke Helgason yfirlækni, gengum vii Alþýðublaðsmenn með honun um húsnæðið og skoðuðum að stöðuna. Sú gönguferð er ai nokkru birt hér á þessum siöum myndum og textum. Timanum eytt við kapaliögn. — Fyrir okkur er það hreint engin frétt, þótt einhver veikist af berklum, sagði Hrafnkell Helgason yfirlæknir, þegar við heimsóttum spitalann siðast- liðinn mánudag. — Við fáum hér rúma tvo sjúklinga að meðaltali á mánuði árið um kring, auk þess sem einhverjir eru meðhöndlaðir annars staðar. Satt að segja leiðist mér óskap- lega þessi histeria i blöðunum, jægar þau frétta af berkla- mteiium. Sannleikurinn er sá, að þetta fólk er komið heim til sin og farið að stunda sina vinnu á ný eftir 1-2 mánuði. Það er til dæmis hrein undantekning ef við þurfum að senda berklasjúkling til vistar á Reykjalundi eftir að hann hefur verið hér. Það er þá aðeins vegna félagslegra aðstæðna, erfiðleika heima fyrir eða þess háttar. Tvö ár að koma lyftu i húsið — En hver er saga Vifilsstaða? — Hornsteinninn að þessu húsi var lagður 31. mai 1909 og flutt i það 5. október 1910. Þetta er ekki langur byggingartimi húss, sem er eins vel byggt og þetta. Ég get getið þess hér til gamans að á árunum i kringum 1968 tók það tvö ár að koma lyftu i þetta hús. Eins og allir vita var hér berklahæli i upphafi, rekið af svo- kölluðu Hælisfélagi fyrstu árin en rikið tók siðan við rekstrinum. Hér var rekinn kúabúskapur með 70-80 kýr i fjósi, en hann var lagður niður fyrir 4 árum, guði sé lof, enda hótaði ég að skjóta siþustu kúna með eigin hendi ef þessi búskapur yrði ekki lagður niður, sagði Hrafnkell og hló við. — Hins vegar er rekinn hér kart- öflubúskapur sem sér' okkur og Kópavogshælinu fyrir þeim kart- öflum sem þörf er á. Eins og að taka • tennur ódeyft... Fyrstu árin voru gifurleg þrengsli hérna. Þrir i eins manns stofu og átta i sex manna stofum. Bráðabirgðahúsnæði reist og sjúklingar háfðir i tjöldum á sumrin. En á sjötta áratugnum fer þörfin vegna berklanna minn- kandi ög þá eru teknir inn á spitalann aðrir sjúklingar, lang- legu- og taugasjúklingar. Siðan höfum við markvisst verið að fækka sjúkrarúmunum þótt það |é óneitanlega erfitt, þvFþað er eins og að draga tennur ódeyft úr yfirvöldunum að fækka sjúkra- rúmum á spitölum. En sjúklingar eiga heimtingu á góðri aðstöðu i sinum veikindum og læknar verða að geta komizt að þeim með góðu móti. Eins og ástandiö var til dæmis 1969 gátum við ekki náðsjúklingum út úr sjúkrastofu ef þeir veiktust skyndilega meira eri orðið var. Ef um dauðvona sjúkling var að ræða varð sá eða þeir sefh i stofy voru með honum að horfa upp á hann deyja við hliðina á sér. Og það er ekki gott, ekki heldur fyrir þann Öauðvona. Menn eiga að fá að deyja i sóma- samlegu umhverfi, annað er ekki manneskjulegt. En þótt við séum búin að fækka rúmunum úr 130 i 80 siðan 1969, þá er hér enn of þröngt. Ef vel ætti að vera þyrftu að vera hér 65-70 rúm. Aðstaða starfsfólksins er afleit íólkið heldur vilja sitja i litlu setustofunum á hæðunum. Senni- lega er það vegna þess að sú stóra er ekki mjög hiýleg, þótt lagleg sé. — Hvað um tæki og aðstöðu til lækninga og endurhæfingar? — Tæki og aðstaða til lækninga er nokkuð góð hér, miðað við hús- næðið, sem er að mörgu leyti anzi óhentugt. Við erum hér til dæmis með góð tæki til lungnaskoðunar, lungnaspeglunartæki og sneið- myndatæki, sem myndar lungað i sneiðum, þannig að unnt er að rannsaka litinn flöt af þvi i einu. Sama er að segja um hjarta- mælingar og öndunarmælingar. Þarna höfum við ágæt tæki, þótt vissulega sé aðstaðan ekki upp á það bezta. Úr matsal starfsfólks Vifilsstaöaspltala. Eldhúsiö, fuilkomiö fyrir 20 árum. Þeir Haraldur Björnsson (snýr móti lesandanum) og ölfusbóndinn spiluöu Rússa f stóru setustofunni á fyrstu hæö. (AB-myndir ATA) — En aðstaða starfsfólksins? — Hún er aðalvandamálið hér á Vifilsstöðum. Aðstaða til Hrafnkeli Helgason yfirlæknir. Reykingarstund I Sælulindinni. í endurhæfingarherbergi. Aöstaöa til fataskipta hjá starfsfólki. Blaöamaö- urinn gat ekki staöiö uppréttur þar inni. lækninga er hér að minu áliti nokkuð sæmileg, jafnvel góð að ýmsu leyti. Tækjakostur senni- lega eins góður og hægt er að búast við i svo fámennu þjóð- félagi. En þegar kemur að þvi sene snýr að starfsfólkinu, þá versnar i þvi. Vinnu- og hvildaraðstaða þess er afleit. Það getur helzt ekki sezt niður og aðstaða sú sem þvi er boðið upp á til fat&skipta er til háborinnar skammar. Það er ekki einu sinni hægt að standa uppréttur þar inni. Þarna eru starfsstúlkurnar langverst settar, kannski vegna þess að þær eru hljóðlátasti hópurinn og hafa verið mjög hóf- samar i kröfugerð. Eldhúsið hér var mjög full- komið fyrir tuttugu árum, hvað sjúkrahúsum. Fln við erum sæmi- lega settir eins og stendur, enda er ýmislegt gert fyrir þær hér. Við höfum tii dæmis sjö ibúðir fyrir h júkrunarkonur hér á staðnuin og verið er að byggja nýtt barnaheimili fyrir börn þeirra. Það er að sjálfsögðu ekki skemmtilegt að geta veitt hjúkrunarkonum slika aðstöðu en verða um leið að neita starfs- stúlkum sem hér vinna um sömu hlunnindi, en Rikisspitalarnir hafa neyðst til að byggja þessi barnaheimili til að verða sér úti um hjúkrunarkonur, en hafa ekki á stefnuskrá sinni að gera slikt hið sama fyrir starfsstúlkur. Þvi miður. Hins vegar höfum við haft á góðri aðstöðu í veikindum Sjúklingar eiga heimtingu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.