Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 18
18 LISTIR/MENNING alþýúu blaóiA Nýjar bækur: 9. bindi ritsafns Ármanns Kr. komið út Bókaútgáfa Odds Björnssonar hefur gefiö út og sent frá sér 9. bindið i ritsafni barna- og ungl- ingabóka Armanns Kr. Einars- sonar, en fyrsta barnabók Ar- manns „Margt býr i fjöllunum” kom út 1937, en alls hefur hann skrifað nær þrjá tugi barna- bóka, auk smásagnasafns og 3ja skáldsagna fyrir fullorðna. Nýja útgáfubókin er „Fræki- legt sjúkraflug”, en hún er 6. bókin i flokki Arnabókanna og kom fyrst út 1958, og hefur lengi verið ófáanleg. Arnabækurnar hafa notið mikilla vinsælda, m.a. hefur þeim verið breytt i leikgerð, og hafa 40 hálfrar stundar leikþættir verið fluttir i barnatima útvarpsins á undan- förnum árum. Einnig hafa nokkrir þáttanna verið þýddir á sænsku og fluttir i útvarpið i Stokkhólmi. Þá hafa allar Arnabækurnar veriðþýddar á norsku og gefnar út i Noregi. Þar hafa bækurnar náð mikilli útbreiðslu, meðal annars sökum þess, að þar hef- ur nefnd skólamanna og bók- menntafræðinga valið bækurn- ar til notkunar i norskum skóla- bókasöfnum. Nokkrar Arnabókanna hafa einnig komið út á færeysku og dönsku. A kápusiðu „Frækilegs sjúkraflugs” segir meðal ann- ars: „Góðar bækur handa börn- um og unglingum eru grund- vallarskilyrði til mótunar bók- menntaþroska hinnar ungu kyn- slóðar”. Bókin er 142 bls. að stærð, prentuð og bundin hjá Prent- verki Odds Björnssonar hf. Akureyri. Káputeikning er eftir Max Weihkrauch, en i bókinni eru 10 heilsiðu teikningar, eftir Halldór Pétursson listmálara. Ot er komið á vegum Alþýðu- sambands Islands og Menn- ingar- og fræðslusambands alþýðu timaritið Vinnan, 2.-3. hefti ársins 1976. Hefti þetta er að mestu leyti helgað 60 ára afmæli Alþýðu- sambands Islands, sem er á þessu ári. 1 ritinu er meðal annars efnis ávarp forseta ASl Björns Jónssonar er hann nefnir „Sextiu ára barátta”, þar fjall- ar Björn nokkuð um stofnun Alþýðusambandsins hinn 12. marz árið 1916 og ber samtökin eins og þau voru þá saman við það sem þau eru nú i dag. Björn telur að markmið Alþýðu- sambandsins sé hið sama þá og nú, barátta fyrir réttindum verkalýðsstéttarinnar á öllum sviðum, og umfram allt eilif barátta fyrir réttlátu og betra þjóðfélagi, — þjóðfélagi frelsis, jafnréttis og bræðralags. Eindreginn félagsskap- ur gjörbreytir íslenzku þjóðlifi... ....heitir grein sem Ólafur R. Einarsson ritar. 1 greininni leit- ast Ólafur við að færa rök að þeirri skoðun að gildi samtak- anna sé samtakamátturinn. Þessu til stuðnings rekur hann nokkra þætti úr sögu verkalýðs- baráttunnar á Islandi. Grein þessi er vel upp sett, með tilvitnunum i blöð,bækur og timarit auk mynda frá þeim timum sem um er f jallað hverju sinni. Verkamannabústaðir Verkalýðsbaráttan og húsnæðismálin... heitir grein eftir Sigurð Guðmundsson. Þar Brot úr sögu Almanna- trygginga... ....heitir samantekt Gðrúnar Helgadóttur og Þorgerðar Benediktsdóttur, en þær eru báðar starfsmenn Tryggingar- stofnunar rikisins. 1 grein sinni stikla þær á stærstu atriðunum varðandi þróun almannatrygg- inga landsins. Grein þessi er öll hin fróðlegasta. tslenzk verkalýðs- hreyfing 1920-1930 ...er grein, sem að mestu fjallar um bók Svans Kristjánssonar, sem ber sama heiti og greinin. Bók þessi fjallar um sögu islenzkrar verkalýðshreyfingar á 3. áratugnum. 1 formáia að greininni segir meðal annars að hingað til hafi saga verkalýðs- hreyfingarinnar litt verið rann- kreppuárunum áttu sumir ekki i nnað hús að venda en ‘ uicfo tmiMir ó h1'ð Vin >umir ekki ^ hroðaleg- W er rakin barátta verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir bættu húsnæði verkalýð til handa og segir i greininni að þegar sleppi hinum beinu kaupum og kjara- málum þá hafi verkalýðssam- tökin látið húsnæðismálin meira til sin taka en nokkurn annan þjóðfélagsþátt. Með grein þessari eru nokkr- ar ljósmyndir, sem tala skýrara máli en nokkur orð um ástand húsnæðismála hjá alþýðu manna á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Ljósmyndir þessar tók Sigurður Guttormsson og þykja þærstórmerk heimild um lifskjör verkamanna á þessum timum. sökuð af sagnfræðingum og þjóðfélagsfræðingum. Nú virð- ist hins vegar, með tilkomu kennslu i þjóðfélagsfræðum við H.Í., sem áhugi á slikum rann- sóknum sé að aukast. Bók sú sem gerð er að umtals- efni í greininni er nýkomin út hjá bókaútgáfunni Orn og Örlygur. Viðtöl Þá eru i ritinu viðtöl við Jón Sigurðsson fyrrverandi forseta Sjómannasambands ísiands og einnig við þrjá starfsmenn ASÍ. Tilvitnanir Þess má geta að lokum að i ritinu eru kaflar sem nefnast Verkalýðsbaráttan og bók- menntirnar. Hér er um að ræða safn tilvitnana i þekkta bók- menntafrömuði þjóðarinnar, svo sem Þórberg, Halldór Laxness, Þorstein Erlingsson, Einar Benediktsson og fleiri. Tilvitnanir þessar fjalla á einn eða annan hátt um verkalýðs- baráttuna og verkalýðinn. Hér er á ferðinni vandað og fróðlegt rit, sem ætti að vera fengur öllum þeim sem láta sig verkalýðsmál einhverju skipta. Tækni/Vísindi Leyndardómur Veddel selsins 3. Visindamenn á Suðurskauts- landinu hafa rekiztá Veddel-1 sel, sem gat kafað niður á 600 metradýpi og upp aftur á tima en 12 ,minútum. Hjá öðrum spendýrum, svo sem manninum myndu lungu og barki verða fyrir óbætanlegu tjóni við svipaðar aöstæður. Við köfun getur hann farið um 100 metra niður á einni min- útu án þess að það hafi slærn- áhrif á lungu né eyru. Barki selsins getur lagzt sam- anánþessaö verða fyrir nokkru tjóni. Þetta er eiginleiki, sem. önnur spendýr hafa ekki yfir að' ráða. l*l;isl.os lil’ Grensásvegi 7 Simi ,(2655. Þjóðmálaþættir - eftir Jóhann Hafstein Út eru komnir hjá Al- menna bókafélaginu Þjóðmálaþættir eftir Jóhann Hafstein fyrrv. forsætisráðherra. Er hér um að ræða úrval, sem hann hefur sjálfur gert úr ræðum sinum og ritgerðum frá 36 ára stjórnmálaferli hans. Á kápu bókarinnar segir m.a. Jóhann Hafstein hóf stjórn- málaferil sinn árið 1940 við upp- haf nýrra tima i sögu vorri — mesta umbrotaskeiðs sem yfir landið hefur gengið. Siðan hefur hann jafnan staðið þar nær-sem mikilvægustu stjórnmálaákvarð- anir voru teknar og oft verið frumkvöðull þeirra, ýmist sem áhrifamikill þingmaður, ráð- herra mikilvægra málaflokka eða sem forsætisráðherra. í þessa bók hefur Jóhann Hafstein tekið saman hluta af ræðum sinum og ritgerðum. Við valið hefur hann umfram alit haft i huga fræðslu- sjónarmið, — að veita fræðslu um þjóðmál og þjóðmálaviðhorf timabilsins, — eða eins og hann kemstað orði i formálsorðum: „1 stjórnmálastarfi minu hefi ég oft- lega heyrt undan þvi kvartað, einkum meðal ungs fólks, að til litilla fanga væri að sækja i rit- aðar heimildir um þjóðmálin og önnur skyld málefni. Slikt stæði fyrir þrifum þroska hinna ungu, sem brennandi áhuga hefðu á stjórnmálaþróun og vildu láta hana til sin taka.” Þjóðmálaþættir eru 270 bls. að stærð, prentaðir i Prentverki Akraness. f Bróéir ma Ljónshjarta Astrid Lindgreir/ BR0ÐIR MINN LJÓNSHJARTA Heimskringla hefur gefið út bókina „Bróðir minn Ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren, en hún er vafalaust einhver snjallasti og hugmynda- rikasti höfundur barna- bókmennta sem nú er uppi. Efnisvalhennar er fjölbreytt. A kápu síðu segir:„Með ævintýra- sögunum, sem hún hefur sent frá sér á siðustu árum, hefur hún enn aukiö við hróður sinn, margir telja þær beztu verk hennar. Bróðir minn Ljónshjarta er ein þessara sagna og vakti mjög nikla athygli og umtal þegar hún kom fyrst út árið 1973. Sagan er að hætti ævintýra dregin sterkum dráttum, fögur, uggvænleg og á- hrifamikil frásögn um gott og illt — og um leið full af töfrum og skáldskap. 1 bókinni eru fjölmargar skemmtilegar teikningar. VANDAÐ 0G G0TT TtMARIT - frá ASÍ og Menningar og fræðslusambandi alþýðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.