Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 19. tbl. — 1977 — 58. árg. Pólskur sigur! íslendingar og Pólverjar leiddu saman hesta sína í landsleik i hand- knattleik í gærkvöldi. Úrslit urðu: Island 16 mörk— Pólland 20. Nánar i blaðinu á morgun. Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um tillögu þingflokks Alþýðuflokksins: Ríkisstjórnin segi af sér þegar í stað og efni til nvrra kosninga! t gær, á fyrsta fundi Alþingis að loknu jólaieyfi, fóru fram miklar umræður utan dagskrár um þá kröfu þingflokks Alþýðu- fiokksins, að forsætisráðherra beitti þingrofsvaldi sinu, rikis- stjórnin segði af sér og efnt yrði til kosninga svo fljótt sem unnt væri. t ræðu sinni sagði Gylfi Þ. Gislason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: „Þegar Alþingi kemur nú saman á nýju ári eru ástand og horfur i is- lenzkum þjóðmáium viösjár- verðari og alvarlegri en verið hefur um mjög langt skeið. Mál hafa þróazt þannig, að milli al- mennings i landinu og rikis- valdsins hefur skapazt svo breitt bil, að vandséð er, hvernig það verðurbrúað. Mjög verulegur hluti þjóðarinnar treystir rikisvaldinu ekki leng- ur. Hér er ekki aöeins átt við rikisstjórnina sjálfa, heldur rikiskerfið I heild, embættis- kerfið og dómskerfið”. Siðan sagði Gylfi: „Ekki þarf að orðlengja um það hvilik hætta heilbrigðum stjórnarhátt- um er búin af sliku. Deilur um stjórnmál eru eðlilegar og sjálf- sagðar i lýðræðisriki. A undan- förnum árum hefur auðvitað verið deilthartum efnahagsmál og fjölmörg mál önnur. En undanfariö hafa verið uppi i þjóöfélaginu annars konar deil- ur. Þær hafa m.a. lotið að þvi, hvort réttum leikreglum hafi verið fylgt i ávisanamálum. Enn fremur hefur kveðið rikt að smygli og sölu fikniefna, þaö hefur verið rætt um tengsl milli fjármálaspillingar og flokka. Þá hefur verið talað um óhæfi- legan seinagang á rannsókn dómsmála sem jafnvel kunni aö eiga sinn þátt i þvi, að óhugnan- leg afbrotamál upplýsist ekki til fulls. Það er örugglega ekki ofmælt, þegar sagt er, að öll þessi þróun mála hafi rýrt svo traust mikils hluta þjóöarinnar á rikisvald- inu, að hætta steðjar að Islenzku lýðræði og þingræði. Alþingi sætir harðri gagnrýni fyrir at- hafnaleysi. Og rikisstj. er ásökuð fyrir fjölmargt, sem hún gerir, og sömuleiðis fyrir ýmis- legt, sem hún láti ógert til þess að bæta ástandið. I umræðum utan dagskrár, sem auðvitað eiga að vera stutt- ar, skal ég ekki fjölyrða um ein- stök mál, sem telja má undirrót þess uggs, sem undanfarið hef- urbúið um sig I hugum verulegs hluta þjóöarinnar. Eg get þó ekki látið hjá liöa að nefna þrjú Gylfi Þ. Gislason. atriði. Það virðist vera rikjandi skoðun meðal almennings, að ekki hafi veriö nógu röggsam- lega tekið á fjölmörgum af- brota- og fjársvikamálum. Miklum meiri hluta þjóðarinnar blöskrar það ábyrgðarleysi, sem einkennt hefur Kröflumáliö iheild. Vitað er, að i vor kemur til mikilla átaka á vinnumark- aönum vegna siversnandi llfs- kjara launþega. öllum hugsandi mönnum er ljóst, að eigi þau átök ekki að valda vandræðum, — eigi þau að leiða til skynsam- legrar niðurstöðu fyrir laun- þega og þjóðarheildina, þá þarf, samhliða nýjum launasamn- ingum, að koma til ráðstafana á sviði stjórnmála, sem rlkis- stjórn ein geti haft forystu um. En skilyrði þess, að rikisstjórn geti haft forystu um slikar ráð- stafanir, er, að hún njóti trausts aðila vinnumarkaðarins. Ekki þarf að fjölyrða um, hversu mjög á það skortir, aö núver- andi rikisstjórn njóti trausts launþegasamtaka. En ýmis samtök vinnuveitenda hafa einnig lýst vantrú ácikisstjórn- inni og stefnu hennar. Núver- andi rlkisstjórn getur aldrei orðið að sá aðili, sem stuðlað geti að skynsamlegum og rétt- látum kjarasamningum i vor. Þingflokkur Alþýðuflokksins ræddi þessi viðhorf öll á fundi sinum i morgun. Niðurstaöa hans varð sú, aö ekki verði bætt úr þeim skorti á trúnað og trausti milli meiri hluta þjóðar- innar og rlkisvaldsins með öðrum hætti en þeim að rikis- stjórnin segi af sér og boði til kosninga eins fljótt og unnt reynist, þannig að þjóðin fái tækifæri til þess að láta skoðun sina i ljós á ástandi þjóðmál- anna. Það ætti að vera hægt aö kjósa, áður en til átaka kemur á vinnumarkaðnum”. I lok ræðu sinnar sagði for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins: „Hér er um mál að ræða, sem einkum og sér i lagi snýr að hæstvirtum forsætisráöherra. Hann hefur þingrofsvaldið formlega i hendi sinni.Þótt við hæstvirtur forsætisráðherra séum andstæðingar i stjórn- málum, valda kynni min af hon- um þvi, að ég trúi ekki öðru en að hann geri sér ljóst, að sérstök ábyrgð hvilir á honum I þessu efni. Honum er áreiðanlega ljóst, að hann er ekki forsætis- ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann er ekki heldur aðeins for- sætisráðherra rikisstjórnarinn- ar. Hann hlýtur að taka tillit til þess, að hann er forsætisráð- herra i lýðræðisriki, hann er forsætisráðherra i þjóöfélagi, sem er i hættu. Það er skylda hans fremur en nokkurs annars manns að bægja þessari hættu frá, að bjarga þvi, sem bjargaö verður. Margir munu taka undir þá ósk, að rækileg ihugun muni leiða til þess, að hæstvirtur fpr- sætisráðherra komist að þeirri niðurstöðu, að það, sem hér hef- ur veriö lagt til, sé einmitt það, sem liklegast sé til -þess að endurreisa það traust sem rikja þarf milli yfirvalda og almenn- j ings”. —BJ Vandamál fyrir dyrum - því nauðsynlegt að þingmenn haldi áfram störfum segir forsætisráðherra Geir Hallgrfmsson sagði í upphafi ræðu sinnar, að raun- verulega væri ekki ástæða til að standa upp til að ræða það mál, semþingflokkur Alþýðuflokks- ins hefði orðið sammála um. „Þetta er ekki ný fregn og þess vegna ekki ástæða til að kveða sér hljóðs,” sagði forsætisráð- herra. Geir sagði að rökin fyrir þing- rofi væru ekki mikil. Sagði hann það vera yfirlýsta stefnu rikis- stjórnarinnar, að gera allt sem I hennar valdi stæði til að efla og styrkja réttarfar og dómsmál i Iandinu. „Einskis veröur látið ófreistað til að koma á lagfær- ingum i þessum málum,” sagði forsætisráðherra. Hann sagðist ekki trúa þvi aö þingrof mundi breyta miklu. Auk þess sagðist hann ekki vita til þess að Alþýðuflokkurinn hefði sett fram neinar tillögur i þessum málum. Ráðherrann sagði að tillaga þingmanna Al- þýðuflokksins bæri vott um sýndarmennsku. Siðan sagði forsætisráðherra: „Mér finnst aö þingmaöurinn (GÞG) sé haldinn spennu. Það er of mikið af þvi góöa þegar þingmenn eru éinnig haldnir straumi og skjálfta.” Forsætisráðherra sagði aö þingmenn ættu aö styöja og styrkja dómsvaldið og hætta að ýkja þær sögusagnir sem færu um iþjóðfélaginu tilað trufla þá sálarró, sem menn vildu halda. Forsætisráðherra sagði það stefnu rikisstjórnarinnar, að verkalýðshreyfingin fengi sjálf aötakaákvaröanir i sinum mál- um. Að visu teldi rikistjórnin sjálfsagt og eðlilegt að hafa af- skipti af kjaramálum þegar ástæða væri til. Hann sagði aö rikisstjórnin heföi veitt verka- lýðshreyfingunni og atvinnu- rekendum aðhald og að þvi yrði haldið áfram. Forsætisráðherra las siðan upp nokkrar tilvitnanir i ræðu er hann flutti þjóðinni um áramót- in. Siðan vék hann að tillögu þingflokks Alþýðuflokksins. Hann sagði að skv. stjómar- skránni gæti rikisstjórnin setið meðan hún hefði traust Alþing- is. Þá fyrst væri þingræðinu hætt ef annað vald kæmi þar til. Nú væru vandamál fyrir dyrum og þvi væri nauðsynlegt að þing- menn héldu áfram störfum. Sagðist hann ekki telja að þing- rof leysti þau vandamál, sem fyrirsjáanleg væru. Nú þyrfti samvinnu og samráð millirikis- stjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins og allrar þjóðar- innar. „Halda menn að þingrof sé vænlegra til árangurs. Er það rétti undirbúningurinn til aö skapa réttan jarðveg. Ég dreg það mjög I efa.” Geir Hallgrimsson sagði að rikisstjórnin hefði fengið mörgu og miklu áorkað. Nefndi hann útfærslu landhelginnar, lækkun viðskiptahalla og minnkandi veröbólgu. Þetta væru viöfangs- efnin. „Þetta eru málin, sem þarf að vinna að. Þingrof leysir þau ekki. Gefið okkur heldur starfsfrið til að vinna að efna- hagsmálunum, húsnæöismál- um, tryggingarmálum og skattamálum. Nei. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að efna til þingrofs nú.” Þannig talaðist forsætisráö- herranum i dag. I lok ræðu sinn- ar sagði hann, að hann mundi hvorki sem forsætisráöherra, né heldur nokkrir samráöherrar hans hlaupast á brott frá vanda- málunum og skyldunum þegar mikið lægi á. „Eina skylda okk- ar er að leysa vandamálin, og ganga að þvi loknu undir dóm þjóðarinnar,” sagöi forsætis- ráðherra Geir Hallgrimsson. OLAFUR J0HANNESS0N FLUTTI LANGRÆÐU UM ÁSTANDIÐ í DÓMS- MÁLUNUM Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra lét i ljós ánægju með þaö, að forsætisráðherra skyldi hafa hafnað „bænaskrá” Alþýðuflokksins um þingrof og nýjar kosninar. Taldi hann litlar ástæður til þingrofs, en gaf þess i stað út þá yfirlýsingu að hann mundi beita áhrifum sinum til þess að rikisstjórnin sæti út kjörtimabilið. Ráðherrann sagði, að seta sin i rikisstjórninni skipti reyndar ekki svo miklu máli. „Mig lang- ar ekki svo mikið til að sitja i þessari rikisstjórn,” sagöi ráð- herrann. Ólafur sagði, að eðlilegra hefði verið að flytja vantrausts- tillögu á rikisstjórnina, eða jafnvel einstaka ráðherra, held- ur en að vera með „ástarjátn- ingar” til forsætisráöherra. „Hvers vegna eru menn að segja að stjórnin njóti ekki leng- ur trausts? Þetta er fullyröing út i bláinn. Stjórnin nýtur trausts”, sagði ráðherrann. Ólafur Jóhannesson sagði að stjórnvöld ættu ekki að fara eftir öllu, sem einstaklingar og þrýstihópar segðu eða færu fram á. „Það er ekki rétt af rikisstjórn að vera að gera si- felldar gælur við einn hóp eða annan. Rikisstjórn á að þora að geraþað semer rétt, þótt það sé ekki alltaf vinsælt. Hún á ekki að gera allt fyrir alla”. Siðan vék dómsmálaráðherra að sjálfu tilefni umræðunnar og gerði grein fyrir helztu dóms- málunum, máli Guðbjarts Páls- sonar og Hallgrims Jóhannes- sonar, Guðmundarmáli, Geir- finnsmálinu, Klúbbmálinu, Jörgensensmálinu, Grjótjötuns- málinu, Vátryggingafélagsmál- inu, Alþýðubankamálinu og Tékkamálinu. Fór ráðherra allmörgum orö- um um mál Guðbjarts og Hall- grims og þær árásir sem hann taldi sig hafa orðiö fyrir. Hann sagðist hafa ákveðið að gera hlé á afplánunartima Hallgrims. Maðurinn hefði hins vegar ekki haldið þau skilorð, sem honum voru sett og hefði hann þvi verið settur i varðhaldá ný.Ráðherra tók fram að hann hefði einn tek- ið ákvöröun um þetta og mundi halda áfram að gera þaö meðan hann gegndi embætti dóms- málaráðherra. „Það eru mannúðleg sjónar- BLAÐSIÐA 10 1É ■ ;,* 'V- -'f 'J Ritstjórn Siðumúla II - Simi 8186«

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.