Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 7
a&r Þriðjudagur 25. janúar 1977
VETTVANGUR 7
t kjallaranum aö Vatnsenda er aö finna likan aö útvarpshúsi sem risa átti á Melun-
um i vesturbænum I Reykjavik. Eins og sjá má heföi þessi bygging oröiö afar stór og
mikil um sig ef aö byggingunni heföi oröiö. Aöalaösetur hljóövarps, skrifstofur
Rikisútvarps og fleira áttu aö vera I byggingunni til hægri, en I lágreistu bygg-
ingunni til vinstri áttu aö vera upptökusalir fyrir sjónvarp.
30 ára líkan að nýja útvarpshús-
inu varðveitt að Vatnsenda
- fullkomnar vinnuteikningar til að húsinu
Hugmynd um nýtt
húsnæði fyrir Ríkisút-
varpið er eins og vænta
má alls ekki ný af nál-
inni. Mál þetta virðist
hafa verið reifað annað
slagið allt frá stofnun
útvarpsins, en skriður
komst ekki á málið fyrr
en i lok annarrar
heimsstyrjaldarinnar
og á árunum þar á eft-
ir.
Upp tir striöinu var Rikisút-
varpiö talsvert mikils megnugt
fjárhagslega og var þaö eitt
merkiö um þann efnahagslega
fjörkipp sem þjóöfélagiö
islenska tók i kjölfar styrjaldar
innar. Útvarpið hagnaöist til
dæmis á samningi sem gerður
var viö brezka setuliðiö á meöan
þaö dvaldi á fslandi.
Stofnunin fékk úthlutaö lóö á
auðu svæöi á Melunum i vestur.
bænum i Reykjavik (á þeim
slóöum sem Hótel Saga nú
stendur) og fariö var aö hyggja
aö frekari framkvæmdum. Leit-
aö var til heimsþekkts
arkitektafyrirtækis i Bandarikj-
unum og arkitekt þess, William
Lescaze aö nafni, vann mjög
nákvæmar tillögur aö hinu nýja
útvarpshúsi á íslandi. Var gert
likan aö húsinu, sem enn er til,
auk þess sem hann teiknaöi
mikinn fjölda vinnu- og útlits-
teikninga af byggingunni. Hafa
fagmenn i byggingariönaöi sem
séöhafa teikningar þessar sagt,
aö þeir hafi aldrei séö eins
nákvæmar og góöar teikningar
af húsi. Heföi veriö ráöist i
bygginguna á sinum tima, heföi
auðveldlega mátt sjá strax i
upphafi hvaöa efni þyrfti til
hennar allt til lokastigs, svo
nákvæmar eru teikningarnar.
Vinnan viö teikningarnar og
módelin kostaöi á sinum tima
40.000 dollara, en þá var skráö
gengi bandarikjadollars kr. 6.50
islenskar krónur eöa upphæðin
nam þá 260 þús. ísl. króna. Þessi
upphæö jafngilti nær 7% af
heildartekjum Rikisútvarpsins
árlö 1946 og til aö átta sig betur
á upphæðinni er hægt aö miöa
viö hlutfalliö af tekjunum áriö
1975. Þá voru tekjur Rikisút-
varpsins 426 milljónir, og
samkvæmt þvl heföi teikni-
borðsvinnan kostaö 29 milljónir
á núgiidandi verölagi.
Frumkvöölar áð þvi aö út i
verk þetta var fariö, munu hafa
verið þáverandi yfirmenn
Rikisútvarpsins. Jónas
Þorbergsson útvarpsstjóri,
Magnús Jónsson dósent og
formaöur útvarpsráös og
Gunnlaugur Briem fóru til
Bandarikjanna á meöan á
skipulagningunni ytra stóö til
þess aö fylgjast meö verkinu og
var þaö þeim kappsmál aö
hraöa þvi eftir föngum. En
Adam var ekki lengi i Paradis
og brátt tók striösgróðaviman
aö renna af mönnum hér, verö-
bólgan barði aö dyrum og at-
vinnuleysi hélt innreiö sina á
siöstu árum 5. áratugsins. Þá
var stórlega dregiö úr opinber-
um framkvæmdum og meöal
þeirra framkvæmda sem lentu
fljdtlega i niöurskuröi, var
stýrhýsi útvarpsins á Melunum.
Máliö var lika endanlega svæft
á þessum tima og teikningarnar
góöu höfnuöu I geymslu, þar
sem þær eru geymdar sem
sögulegar minjar.
1 kjallara sendistöövarinnar
aö Vatnsenda er hins vegar aö
finna likön þau sem bandarisku
arkitektarnir smiöuöu af fyrir-
huguöu húsi og heföi þaö óneit-
anlega oröið reisulegt og mikiö,
ef Ur byggingunni hefði oröiö.
Likaniö gerir ráö fyrir tilkomu
sjónvarps á lslandi og eru i hús-
inu stórir og miklir upptökusalir
fyrir sjónvarpsefni, upptökusal-
irfyrir hljómlist og lestur fyrir
hljóövarp o.s.frv. Hinsvegar er
ljóst, aö þróunin á tæknisviöinu
hefur veriö svo ör undanfarna
áratugi, aö t.d. upptökusalirnir
heföu mjög fljótlega oröiö úrelt-
ir.
En hvað sem þvi liöur, þá eru
likönin og teikningarnar nú
aðeins sögulegir munir og
plögg. Nú eru komin til sögu ný
likön og nýjar teikningar af út-
varpshúsi og þess vænzt aö
mjög fljótleg geti hafizt
framkvæmdir viö sjálfa bygg-
inguna. Þaö er þvi sem betur fer
ekki útlit fyrir þaö sem stendur,
aö líkönum fjölgi i Vatns-
endakjallaranum á næstunni....
—ARH
........................... jíL
Endurvarpsstöð h ljóövarpsins á Vatnsendahæö.