Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJPRNMÁL
Þriðjudagur 25. janúar 1977 'JJjSð*’
tJtgefa.idi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu.
Ríkisstjórnin segi af sér
og boði til kosninga
Gylfi Þ. Gíslason
kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár á fundi samein-
aðs þings í gær, og lýsti
því áliti þingflokks Al-
þýðuflokksins, að ríkis-
stjórnin ætti að segja
af sér og boða til kosn-
inga eins fljótt og unnt
reyndist. Þannig ætti
þjóðin að fá tækifæri til
að láta skoðun sína í Ijós á
ástandi þjóðmála.
Gylfi Þ. Gíslason gerði
grein fyrir forsendum
þessa álits þingf lokksins.
Hann sagði, að þegar Al-
arháttum væri búin af
slíku.
Hann sagði, að deilur
um stjórnmál væru eðli-
legar og sjálfsagðar í lýð-
ræðisríki. 'Á undanförn-
um árum hefði eðlilega
verið deilt hart um efna-
hagsmál og f jölmörg mál
önnur. En að undanförnu
hefðu verið uppi í þjóð-
félaginu annars^konar
deilur. Þær hefðu íotið að
því hvort réttum leikregl-
um hefði verið fylgt í
skattamálum, lána- og
ávisanamálum. Enn-
f jölmargt, sem hún gerði,
og sömuleiðis fyrir ýmis-
legt, sem hún léti ógert til
þess að bæta ástandið.
Gylfi kvað það ríkjandi
skoðun meðal almennings
að ekki hefði nógu rögg-
samlega verið tekið á
fjölmörgum afbrota- og
f jársvikamálum. Miklum-
meirihluta þjóðarinnar
blöskraði það ábyrgðar-
leysi, sem einkennt hefði
Kröflumálið í heild. Þá
væri vitað, að í vor kæmi
til mikilla átaka á vinnu-
markaðnum vegna sí-
?
•
innar og ríkisvaldsins
með öðrum hætti en þeim,
að ríkisstjórnin segði af
sér og boðaði til nýrra
kosninga.
Þá sagði Gylfi Þ. Gísla-
son, að þetta mál snéri
einkum og sér í lagi að
forsætisráðherra. Form-
lega hefði hann þing-
rofsvaldið í hendi sinni.
Kvaðst Gylfi ekki trúa
öðru en að hann gerði sér
Ijóst, að sérstök ábyrgð
hvíldi á honum í þessu
efni. Honum væri
þingi kæmi nú saman á
nýju ári, væri ástand og
horfur í íslenzkum þjóð-
málum viðsjárverðari og
alvarlegri en um langt
skeið. Mál hefðu þróazt
þannig, að milli almenn-
ings í landinu og ríkis-
valdsins hefði skapazt
svo breitt bil, að vandséð
væri, hvernig það yrði
brúað.
Hann sagði, að mjög
verulegur hluti þjóðar-
innar treysti ríkisvaldinu
ekki lengur. Hér væri
ekki aðeins átt við ríkis-
stjórnina sjálfa, heldur
rikiskerfið í heild, em-
bættiskerfið og dóms-
kerfið. Ekki þyrfti að
orðlengja um það, hvílik
hætta heilbrigðum stjórn-
fremur hefði kveðið ríkt
að sölu fíkniefna. Þá
hef ði verið rætt um tengsl
.milli f jármálaspillingar
og flokka, talað um
óhæfilegan seinagang í
rannsókn dómsmála, sem
jaf nvel kynni að eiga sinn
þátt í því, að óhugnanleg
afbrotamál upplýstust
ekki til fulls.
Gylfi Þ. Gíslason kvað
það örugglega ekki of-
mælt, þegar sagt væri, að
öll þessi þróun mála
hefði rýrt svo traust mik-
ils hluta þjóðarinnar á
ríkisvaldinu að hætta
steðjaði að íslenzku lýð-
ræði og þingræði. Alþingi
sætti harðri gagnrýni fyr-
ir athafnaleysi, og rikis-
stjórnin væri ásökuð um
versnandi lífskjara laun-
þega. Mikið skorti á það,
að núverandi ríkisstjórn
nyti trausts launþega-
samtaka, og ýmis samtök
vinnuveitenda hefðu
einnig lýst vantrú á rikis-
stjórnina á stefnu henn-
ar. Núverandi ríkisstjórn
gæti því aldrei orðið sá
aðili, sem stuðlað gæti að
skynsamlegum og rétt-
látum kjarasamningum í
vor.
Þá sagði Gylf i Þ. Gísla-
son, að þingflokkur Al-
þýðuflokksins hefði rætt
þessi viðhorf á fundi sin-
um í gærmorgun. Niður-
staða hans væri sú, að
ekki yrði bætt úr þeim
skorti á trúnaði og trausti
milli mikils hluta þjóðar-
áreiðanlega Ijóst, að hann
væri ekki forsætisráð-
herra Sjálfstæðisf lokks-
ins. Hann væri ekki held-
ur aðeins forsætisráð-
herra ríkisstjórnarinnar.
Hann hlyti að taka tillit til
þess, að hann væri for-
sætisráðherra í lýðræðis-
ríki, í þjóðfélagi, sem
væri í hættu. Það væri
skylda hans, fremur en
nokkurs annars manns,
að bægja þessari hættu
frá, bjarga því, sem
bjargaðyrði. Það, sem nú
hefði verið lagt til, væri
einmitt það, sem liklegast
væri til þess að endur-
reisa það traust, sem
rikja þyrfti milli yfir-
valda og almennings.
—AG.
DÁLKURINN
Oft gleymist að geta
þess, sem vel er gert. Að
undanfömu hefur verið
farin mikil herferð i
skólum gegn vindlinga-
reykingum. Krabba-
meinsfélag íslands á
mikinn heiður skilinn
fyrir átak félagsins á
þessu sviði.
Sannazt hefur, aö börn og ung-
lingar eru mjög móttækilegir
fyrir áróöri af þessu tagi, og hafa
m.a. veriö mynduö félög skóla-
barna, sem hafa tóbaksbindindi á
stefnuskrá sinni. Fjöldi barna er
nú svo ákveöinn i afstööu sinni
gegn tóbaki, aö þau hafa ekki
siöur áhrif á heimilum sinum en i
skólum.
Margir foreldrar finna hjá sér
skömm og sektarkennd aö reykja
á heimilum, þegar börnin ákæra
þá fyrir aö eitra andrúmsloftiö og
menga umhverfi sitt. Þetta mikla
starf i skólunum hefur þegar haft
veruleg áhrif og á væntanlega
eftir að hafa mun meiri áhrif i
náinni framtið. Sómi er þeim,
sem hér hafa aö unniö.
í þessu sambandi er vert aö
geta þess, aö mikiö hefur skort á
svipaöan áróöur gegn áfengis-
neyzlu. Þó hefur Bindindisfélag
kennara gert viröingarvert átak
meö útgáfu upplýsingarits og
bóka. Þetta starf þarf að auka og
efla. Menntamálaráöuneytiö
hefur stutt þessa útgáfustarf-
semi, og er það vel.
Hins vegar er ljóst, að fræösla
um áfengisneyzlu og áróöur gegn
notkun áfengis veröur ekki til
muna virkur, fyrr en verulegum
tima i sjálfu skólastarfinu veröur
variö til umræöu og kennslu i
þessum málum. Áfengisfræðslan
þarf aö komast inn i skólabæk-
urnar, en ekki vera einhvers-
konar ill nauðsyn einn dag á ári.
Þaö er ekki nóg aö segja börnum
ogunglingum aö áfengi hafi skaö-
leg áhrif á andlega og likamlega
heilsu. Þaö þarf aö hamra
upplýsingar og fræöslu inn í hugi
skólafólksins. Allur áróöur af
þessu tagi er réttlætanlegur:
bölið er slikt, aö einskis má láta
ófreistaö.
Eitt skilyröi veröur þó aö fylgja
réttlætingu sliks áróöurs. Mjög
þarf aö vanda til allra upplýs-
inga- og fræösluefnis. Þaö er til-
gangslitiö, aö segja börnum og
unglingum aö þau megi aldrei
láta áfengisdropa inn fyrir slnar
varir, ef ekki fylgir nákvæm og
vel ígrunduö skilgreining á þvi,
hvers vegna.
Hverskonar ofstæki þjónar
engum tilgangi. Slikt veröur
aðeins hlægilegt i augum barna
og unglinga. Þaö veröur ávallt aö
hafa I huga, þegar rætt er--viö
þennan hóp fólks, aö hann hugsar
sjálfstætt og leggur sitt mat á
það, sem fram er borið.
Þess vegna veröur allt
upplýsingastarf aö byggjast á
þeirri hugsun, aö fræöslan auki
getu einstaklinjjsins til aö taka
afstööu til áfengis. Þetta hefur
veriö gert i sambandi viö tóbaks-
fræðsluna og tekizt vel. Þannig
þarf aö halda áfram.
—AG
HORNID
Skrifið eða hringið
í síma 81866