Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.01.1977, Blaðsíða 8
Aðstoð íslands við þróunarlöndin: • Starfsgrundvöllur stofnunarinnar enginn Þriðjudagur 25. janúar 1977 alþyðu- laðíð 8 FRÉTTIR - ef hún verður í fjársvelti eins og verið hefur til þessa Síöan ABstoö Islands viB þróunarlöndin var sett á fót 1971, hefur skortur á fé og starfskröftum hindraö þaö aö unnt væri aö annast fræöslu- og upplýsinga starfsemi um þróunarlöndin og málefni þeirra. Stjórn stofnunarinnar hefur gert sér ljóst mikilvægi þessa verkefnis, sem myndi auka þekkingu fólks á málefnum þróunarlandanna og sem viö- leitni til aö sinna þvl verkefni hefur hafiö göngu sina Frétta- bréf — Aöstoö íslands viö þró- unarlöndin. Bréfinu er ætlaö aö kynna almenningi þaö mark- veröasta sem aö dómi rit- stjórnarinnar kemur fram á hverjum tima varöandi þró- unarlöndin á innlendum og er- lendum vettvangi. Viðtæk upplýsingastarfsemi um þróunarlöndin er tekin á hinum Noröurlöndunum. Vegna þátttöku Islands i norrænu sam- starfi sem aöstoð viö þró- unarlöndin berast islenzku stofnuninni alltaf meira og minna af gögnum um þessi mál- efni og veröur leitazt viö aö kynna þau lesendum. Fjárframlög of lág. Frá þvi Aöstoö Islands viö þróunarlöndin var stofnuö hefur hún fengiö fjárveitingar frá Al- þingi, lögum samkvæmt. Fjár- magn þetta hefur alltaf veriö heldur af skornum skammti. Fyrsta áriö er starf stofn- unarinnar var aö hefjast var ekki um neina fjárveitingu aö ræða. Ariö 1972 fékk stofnunin 3 milljónir króna og meö þá upp- hæö reyndist ekki unnt aö hefj- ast handa viö þau vekefni sem henni var ætlaö. Meö þátttöku i samnorrænu verkefnunum I Kenya og Tanzaniu og land- búnaöarverkefni i Tanzaniu ár- iö 1973, fékk stofnunin 5 milljón- ir króna til ráöstöfunar. Dugöi þessi fjárveiting rétt til að standa viö þær skuldbindingar sem Islendingar tóku á sig meö þátttöku I norrænu verkefnun- um. Ariö 1974 nægöu 5 milljónirnar ekki fyrir samningsbundnum framiögum og varö aö fá viö- bótarframlag tlr rikissjóöi. 1975 var framlagiö hækkaö i 10 milljónir og i 12.5 milljónir króna áriö 1976. Nægöu fjár- veitingarnar rétt til aö standa viö samningsbundnu framlögin. Stofnunin hefur þvi ekki getaö sinnt öörum verkefnum en þeim sem henni ber samkvæmt lög- um og er engra breytinga von á þvi nema auknar f járveitingar komi til. Starfsgrundvöllur stofnunar sem þessarar er enginn ef hún veröuráfram I fjársveltieins og hún hefur veriö til þessa. tslenzkir ráðunautar erlendis. A þeim þremur árum sem Is- land hefur veriö aöili aö hinum samnorrænu verkefnum, hafa alls 12 íslendingar veriö ráönir til starfa I þágu þeirra, 7 i Kenya og 5 i Tanzaniu. í Kenya starfa nú: Haukur Þorgilsson viöskipta- fræöingur, Jóhannes Jóhannes- son, bankamaöur, Olafur Ottó- son bankamaöur, Öskar S. Óskarsson viðskiptafræöingur, Sigfús Guömundsson skrifstofu- maöur, Sigurlinni Sigurlinnason skrifstofumaöur og Steinar Höskuldsson viöskiptafræöing- ur. Allir nema Jóhannes og Sig- fús hafa starfaö i Kenya I tvö ár og endurréöu þeir sig allir siöastliöiö sumar til eins árs. Jóhannes og Sigfús hafa veriö viö störf i rúmt ár. í! Tanzaniu hafa starfaö eftir- taldir menn: Baldur óskarsson skrifstofumaöur, Gunnar Ing- varsson skrifstofumaöur, Siguröur Jónsson skrifstofu- maöur og Þorbjörn Guöjónsson viöskiptafræöingur. Baldur og Gunnar eru nú komnir heim eft- t þróunarlöndunum eru verkefnin óþrjótandi. irtveggja ára starfen hinir hafa nýlega hafiö tveggja ára ráön- ingartima. Arni Haröarsson bú- fræöingur starfar við land- búnaöarverkefniö I Mbeya og er hann fyrsti Islendingurinn sem ráðinn er I þaö verkefni. Samvinnuverkefnið i Kenya. Samvinnuverkefninu átti aö ljúka 1977, en verkefniö var framlengt um fimm ár aö ósk stjórnvalda i Kenya. DANIDA, danska þróunarlandastofnunin, sér um framkvæmdir fyrir öll Noröurlöndin og hefur hún nú auglýst lausar 11 ráöunauta- stööur i Kenya. Aðstoð á sviði fisk- veiða. Sendiherra Kenya á íslandi L.P.Odero og verzlunarfulltrú- inn G. Ngugi komu hingaö til lands I ágúst sl. i þvi skyni aö ræöa viö islenzk stjórnvöld um tiltekna aöstoö við Kenya. I viö- ræðum sinum viö islenzka ráöa- menn ræddu þeir þá möguleika aö íslendingar gæfu eöa lánuöu Kenyamönnum tvö 200 lesta fiskiskip, og veittu astoö viö aö þjálfa Kenyabúa i notkun skip- anna og veiöarfæra. 1 ljós kom þó að ýmislegt er enn óljóst i málum þessum, en hugmynd hefur komiö fram aö senda islending til Kenya til aö Kynna sér aðstæður og mögu- leika á aöstoö viö Kenya. Stjórn Aöstoöar islands viö þróunarlöndin samþykkti ný- verið aö bjóöa fram fjármagn til aö kosta ferö sérfræöings til Kenya i þvi augnamiöi aö kynna sér aöstæöur og möguleika á sviöi fiskveiöa. Myndi skýrsla sérfræöingsins siöan lögö fyrir stjórnvöld. Samnorrænt verkefni i Mosambique. Til álita hefur komiö aö veita Mosambique aöstoð á likum grundvelii og gert er I Kenya og Tanzaniu. Islendingar hafa ekki getað tekiö jákvæöa afstööu til sliks verkefnis, þar eö fjár- magn yröi aö fá hjá fjárveit- ingavaldinu en til þessa hefur ekki fengizt meira en svo aö hægt hefur veriö aö standa við skuldbindingar þær sem Islend- ingar tóku á sig vegna verkefn- anna i Kenya og Tanzaniu. Sænska þróunarlandastofnun- in, Sida, hefur lagt til að hafnar yrðu undirbúningsframkvæmd- ir viö aö koma á verkefni i Mosambique á sviöi land- búnaöar, sem hafizt 'gæti 1978. Skyldu Noröurlöndin láta fjár- magn af hendi rakna til þessara undirbúningsframkvæmda, frjáls framlög, aö öðrum kosti myndu Sviar hafa þær einirrAB Ungir Mosfells- sveitingar tefla Aöstoöarframkvæmdastjóri danska Toyota-umboösins, Claus Jakobsen, Páil Samúelsson, forstjóri Toyota-umboösins islenzka og Hans Frahn, tæknistjóri danska Toyota-umboösins, en eins og menn vita pantar islenzka umboöiö gegnum þaö danska. Toyota umboðið opnar nýtt verkstæði Skákmeistaramót Varmárskóla í Mosfells- sveit var haldið frá 19. okt.1976 til 7. des. 1976. Jafnframt fór fram skákkennsla samhliða mótinu. tJrslit urðu þessi: í fyrri riðli varð meistari Hannes Hilmarsson fékk niu vinninga af niu mögu- legum. 2. Sigurjón Kristinsson 3. Tryggvi Einarsson. 4 Siguröur Skjaldarson. 5. Snorri Gislason. 6. Björn Briem. 7. Kristinn Már Sveinsson. 8.Margrét Ingadóttir. 0. Trausti Gylfason. 10. Jón Sverrir Jónsson. 11. Sigrún Brynja Jónsdóttir. 12. Ingunn Ingþórsdóttir. 13. Guörlöur Emmý Bang. 14. Kristin Birgis- dóttir. 15. Haraldur Magnússon. í seinni riölinum varö meistari Jón H. Finnsson, fékk átta vinn- inga af niu mögulegum, tapaöi aöeins fyrir Karli Tómassyni, sem varö i ööru sæti. 3. Kristján Haukur Kristjánsson. 4. Guöný Hallgrimsdóttir. 5. Friösteinn G. Stefánsson. 6. Jón G. Jónsson. 7. Súsanna Stefánsdóttir. 8. Elsa Hallvarösdóttir. 9. Óskar Þór Óskarsson. 10. Magnús Björns- son. 11. Lárus Sigvaldason. 120 Guörún Margrét Grétarsdóttir. 13. Arni örn Stefánsson. 14. Gunnar Magnússon. 15. Sölvi Þórir Lopez. 16. Gunnar Asgeir Gunnarsson. 19. Erlendur Asgeir Júliusson. 42 nemendur tóku þátt i skák- kennslunni og af þeim tóku 34 þátt i skákmóti skólans. Verölaun voru veitt aö loknu móti, skákblöö voru og gefin hverjum nemanda frá timaritinu Skák og Skákfélag- inu Mjölni. Þrátt fyrir aö langt væri fyrir sama aö sækja nám- skeiöiö t.d. ofan úr Mosfellsdal var aösóknin frábær, þarna eru ekki strætisvagnaferöir eins og i Reykjavik og mun erfiöara um feröir. Tómas Sturlaugsson skólastjóri studdi dyggilega viö starfsemina og átti frumkvæöiö aö þviþetta námskeiö var haldiö. Svavar Um þessar mundir er Toyota umboðið að opna nýtt og rúmgott verk- stæði að Nýbýlavegi 8. Með þessu nýja verk- stæði leggur Toyota- umboðið áherzlu á bætta þjónustu. 1 nýja verk- stæðinu mun verða að- staða til skyndiþjónustu og á prjónunum er að hafa einn tii tvo menn á vaktum helgará sumrin til að aðstoða menn við smálagfæringar. Þetta mun vera algjör nýjung á íslandi. Hafa selt um 3000 Toyota-bifreiðar. Toyota-bilar voru fyrst fluttir inn til Islands áriö 1966. Siöan voru þeir litiö sem ekkert fluttir inn næstuárin en áriö 1970 byrjaöi innflutningurinn á þeim fyrir alvöru aftur. Frá upphafi hafa veriö fluttir inn u.þ.b. 3000 bilar. Toyota verksmiöjurnár hófu framleiöslu á bilum á árunum 1935-36, og i dag framleiöa þeir 36.750 bila daglega. Toyota er sjöunda stærsta verksmiöja i heimi og sú næst stærsta i Japan. Toyota bllaverk- smiöjurnar eru þriöju stærstu bilaverksmiöjurnar i heimi, næst á eftir Ford og General Motors. Aö sögn Páis Samúelssonar, forstjóra Toyota umboösins er þaö stefnan hjá Toyota, aö reyna aö kaupa vörur af þeim löndum sem kaupa Toyota bila tilaö jafna upp viöskiptin. Eru forráöamenn Toyota reiöubúnir aö kaupa vörur fyrir u.þ.b. 500 milljónir af ís- lendingum. Þess má aö lokum geta, aö Toyota var fyrsti Japanski billinn sem fluttur var inn til íslands og umboöið selur um 21 gerö af þeim. Umboöiö hefur nýlega ráöiö til sin framkvæmdastjóra og heitir hann Lúövik Albertsson. ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.