Alþýðublaðið - 02.02.1977, Side 3

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Side 3
híaÍfö^M'ð^'kudagur 2. febrúar 1977 FRÉTTIR 3 60 AR LIÐIN FRA STOFNUN MÚRARAFÉLAGS R.VIKUR í dag eru liðin 60 ár frá stofnun Múrarafélags Reykjavikur, en það var stofnað 2. febrúar 1917. Stofnendur þess voru 56 starfandi múrarar i Reykjavik, og hefur félagið starfað samfelit í 6- áratugi. 1 tilefni afmælisins hefur félagið gefið út fram- hald múrarasögu 1950-1975 i samantekt Brynjólfs Ámundasonar múrara. Auk þess munu múrarar minnast þessara merku timamóta með hófi að Hótel Sögu n.k. föstudag. Hærri og samræmdari greiðslur Fyrsta verkalýðsfélag 20. aldarinnar sem stofnað var á íslandi var Múr- og steinsmiðafélag Reykjavikur. Var það stofnað 23. febrúar 1901. Stofnendur þess voru 52, og hlutverk félagsins var að knýja fram hærri og samræmdari greiðslur fyrir vinnuna. Timakaup var á sett 20 aurar á klukkustund, og þótti það nokkuð hátt vegna þess hve mikið var um niðurboð. Á undir- búningsfundi að stofnun félagsins, 12. desember árið 1900 hafði verið samþykkt verðskrá yfir alla múr- og steinsmiði. Var verðskráin svo endan- lega samþykkt á félagsfundi 15. april 1903 og mun hún vera elzta ákvæðisvinnuverðskrá hér á landi. þeir Óli Asmundsson, Kornelius Sigmundsson og Ólafur Jónsson. Stofnfundur félagsins A stofnfundi félagsins sem haldinn var i Bárubúö voru samþykkt lög félagsins og fyrsta stjórn þess kosin. Hana skipuðu Einar Finnsson for- maöur, ólafur Jónsson ritari og Guðni Egilsson gjaldkeri. Tveim dögum siðar var svo haldinn framhaldsstofnfundur og sóttu hann 37 manns. Kaup- taxti var ákveðinn 85 aurar á klukkustund. Hann varð þó að lækka um 10 aura vegna þess að trésmiðir höfðu samþykkt að vinna fyrir 75 aura á timann. Þegará fyrstu árum félagsins var samin ákvæðisvinnuverð- skrá eftir sambærilegum vinnu- skrám á Norðurlöndum og hinni gömlu verðskrá Múr- og stein- smiðafélagsins. Þegar i upphafi var það ætlun félagsmanna að vinna eftir henni, þar sem þvi yrði við Fyrsti formaður Múrarafélags Reykjavikur, Einar Finnsson, en hann gegndi starfinu I heilan áratug. Þrátt fyrir markmið félagsins náðist ekki samstaða um verð- skrá og vinnutima. Margir unnu fyrír lægra kaupi en samþykktir félagsins kváðu á um og rikti af þessum sökum mikil sundrung og upplausn i félaginu frá upphafi. Þvihætti það raunverulega að starfa sjö árum eftir stofnun, en var þó ekki löglega slitið fyrr en 1912. Timburby ggingar takmarkaðar A árunum sem þá fóru i hönd fjölgaði múrurum verulega i Reykjavik. Bruninn mikli 15. aprll 1915, þegar 10 timburhús i miðbæ Reykjavikur brunnu til grunna, varð þess valdandi aö bæjarstjórnin takmarkaði hús- byggingar úr timbri. Fjölgaði þá steinhúsabyggingum, og verkefnum múrara fór aö fjölga. Fyrsta húsið sem reist var úr rústum timburhúsanna var hús Nathans & Ólsen við Pósthús- stræti, sem er nú Reykjavikur- apótek. Það er jafnframt fyrsta stórhýsið sem hér er byggt úr járnbentri steinsteypu. Og það voru einmitt múrararnir sem unnu þetta verk, sem höfðu for- ystu um stofnum Múrarafélags- ins. Var félagsstofnunin aö mestu undirbúin á þessum vinnustað. Aðalhvatamenn voru Núverandi stjórn Múrarafélags Reykjavlkur skipa f.v. ólafur Sigurðsson gjaldkeri styrktarsjóða, Helgi Steinar Karisson varaformaöur, Kristján E. Haraldsson formaður, Þórarinn Hrólfsson ritari og Óli Kr. Jónsson gjaldkeri félagssjóöa. komið. Sú framkvæmd dróst þó á langinn i aldarfjórðung. A þeim aldarfjórðungi var tima- vinnan allsráðandi og sifellt baráttumál félagsins að halda henni uppi. Gekk þá á ýmsu i atvinnuleysi og allsleysi laun- þeganna. En frá árinu 1942 hafa félags- menn nær eingöngu unnið eftir ákvæðisvinnuverðskránni. Mælingarfulltrúi var þá kosinn Ólafur Pálsson og hefur hann gegnt þvi starfi siðan. Hafa félagsmenn oft átt i vök að verj- ast vegna ákvæðisvinnunnar bæði frá einstaklingum og rikis- vaidi, og hefur oft i þeim tilfell- um veriðslegið fram einstæðum dæmum, sem við nánari eftir- grennslan hafa ekki átt stoð i raunveruleikanum. Skipting stéttarinnar 1 16 ár var Múrarafélagið sameiginlegt fyrir sveina og meistara. En með stofnun Múrarameistarafélagsins 16. marz 1933 varð það sveinafélag. Við formannsstörfum i Múrara- félaginu tók þá Sigurður Pétursson þáverandi byggingarfulltrúi i Reykjavik, og kom það i hans hlut að greiða farsællega úr öllum ágreiningi vegna skiptingu stéttarinnar. Var fyrsti samningur við Múrarameistarafélagið undir- ritaður 22. april 1933. Starfsemi Múrarafélagsins hefur verið mjög blómleg frá stofnun, meðal annars hafa margir styrktarsjóðir verið starfræktir innan félagsins, og úr þeim hafa árlega verið veittir styrkir til félagsmanna og aðstandenda þeirra vegna veik- inda eða af öðrum ástæðum. Árið 1975 voru t.d. greiddar bætur úr sjúkrasjóði að upphæð 2.251.380,00 kr. Þá var lengi takmark félags- ins að eignast eigið húsnæði. Þvl takmarki var náð árið 1956 er félagið ásamt Félagi islenskra rafvirkja keypti húseignina að Freyjugötu 27, og hefur félags- heimilið verið mikil lyftistöng i margvislegri félagsstarfsemi Múrarafélagsins. Stofnun landssambands Arið 1943 gekk MÚrarafélagið i Alþýðusamband tslands. Átti það fulltrúa á þingum ASÍ þar til 1972, en þá var seta fulltrúa Sundlaug félaganna f öndverðarnesi. talin ólögleg af meirihluta þing- fulltrúa vegna skipulags- breytinga sem gerðar höfðu verið innan ASl. Hinn 8. júni stofnuðu múrarar með sér landssamband, en fyrsta alvarl. tilraunin til stofn unar þess hafði verið gerð 1950. Voru þeir Eggert G. Þor- steinsson og ólafur Pálsson þá kosnir á félagsfundi, til að kanna hug múrara til slfks sambands. Þótt undirtektir væru á eina lund, varðþó ekki af stofnun sambandsins að sinni vegna vaxandi atvinnuleysis múrara i Reykjavik. Eins var talið að kostnaður slikrar félagsstofnunar myndi að meginhluta lenda á Múrara- félagi Reykjavikur. Með vaxandi atvinnuleysi leist mönnum ekki á að taka á sig auknar byrðar, og þvi var Múrarasambandið ekki stofnað fyrr en 1973, eins og áður sagði. Þegar að stofnun lokinni, sótti landsambandið um aðild að Alþýðusambandi Islands. Umsókn þess fékk þó ekki endanlega afgreiðslu fyrr en i nóvember sl. á þingi ASl og var þvi þá synjað um inngöngu. Merkir áfangar i sögu félagsins Hinn 1. mai 1965 gekk 1 gildi reglugerð fyrir Lifeyrissjóð múrara. Þetta var merkilegur áfangi i sögu félagsins, og hefur sjóðurinn fram til þessa veitt fasteignalán til félagsmanna, eins og reglugerð hans frekast heimilar. Þá keypti félagið ásamt Múrarameistarafélagi jörðina öndverðarnes árið 1968. Hug- myndin að kaupunum var meðalannarssú, að gefa félags- mönnum kost á landi undir byggingu eigin sumarhúsa, auk annarrar orlofsaðstöðu sem félögin hugðust gera á jörðinni. Hefur verið mikill áhugi hjá félagsmönnum að nota sér þessa aðstöðu, og hafa 150 félagsmenn fengið lóðir undir sumarhús. A siðástliðnu ári var tekin I notkun sundlaug, sem félögin unnu sameiginlega að, auk þess hefur verð gerður golfvöllur. Orlofsheimili byggði Múrara- félagið árið 1973, en auk þess hefur ibúðarhúsið á jörðinni verið nýtt sem orlofsheimili, hafa þau að jafnaði verið full- setin yfií sumarmánuðina. —JSS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.