Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIB Miðvikudagur 2. febrúar 1977 HþV! laú 16 Hollenzk ferðaskrifstofa auglýsir: Öræfaferðir fyrir 190 þúsundir króna - innlendir aðilar þekkja ekkert til málsins Ferðalög um öræfi landsins hafa verið mjög eftirsótt gegn- um árin, einkum af útlending- um. Ferðaskrifstofur erlendis hafa skipulagt slikar ferðir, og er eftirspurn geysimikil einkum yfir sumartimann. Fyrir skömmu barst á ritstjómina bæklingur frá hollenzkri skrif- stofu, og býður hún viðskipta- vinum sinum að ferðast um öræfi tslands og njóta náttúru- fegurðarinnar. Einn er þó galli á gjöf Njarðar, og er hann sá aö ferðin kostar með flugfari frá London, frá 999 dollurum.eða 190. þús- undir islenzkra króna. Blaðið hafði i gær samband við aðila sem hafa með öræfaferðir að gera og kannaðist enginn þeirra við að hafa tekiö við pöntunum frá Columbus, en svo heitir ferðaskrifstofan. Eins höföu menn orð á, að verðið væri svimandi hátt, og langt fyrir of- an það verðlag sem hér tiökaöist. Clfar Jacobsen sem hefur skipulagt og séð um sambærileg ferðalög um árabil, kvað verðið hjá sér nema 395 dollurum. Ef gert er ráð fyrir að flugfar frá og til London kosti með venju- legum hópafslætti, um 200 doll- ara, þá eru feröir hollenzku feröaskrifstofunnar meir en helmingi dýrari en þær sem farnar eru á vegum islenzkra aðila. Heimir Hannesson lét svo um- mælt í viötali viö blaðið i gær, að ef þarna væri um aö ræða feröaskrifstofu,sem ætlaði að skipuleggja og sjá um ferðirhér innanlands á eigin spýtur, bryti það i bága viö lög og venjur. Hins vegar væru mörg tilvik'á mörkum laga t.d. ef einstakl- ingur sækti um leyfi fyrir einni bifreið, tilaö notai slik feröalög. Sagði Heimir að ferðamálaráö myndi hafa samband við ferða- skrifstofuna, og athuga hvað þarna væri á seyði. —JSS Stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja 1977: TaliO frá vinstri: Ingóifur Matthiasson, Jón I. Sigurösson, Björn Guömundsson formaöur B.V. Haraidur Hannesson og Eyjólfur Marteinsson. (Mynd: Guömundur Sigfiisson) Elzta landi tryggingafélag á ís- 115 ára í síðustu viku Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja varð 115 ára i siðustu viku, en félagið mun vera elzta tryggingafélag á ts- landi og i hópi elztu félagssam- taka landsins. Bátaábyrgðarfélagið var upp- haflega stofnað i þeim tilgangi að vernda útvegsmenn i Eyjum fyrir áföllum og voru bátar þeirra og vélar tryggðar hjá félaginu. Jóhann Friðfinnsson fram- kvæmdastjóri sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær, að hin góöa hafnaraðstaða I Vest- mannaeyjum hefði gert það að verkum að skipsskaðar hefðu orðið þar færri en viðast annars staöar og tryggingariðgjöld þvi óvenju lág. Jóhann sagði að Báta- ábyrgðarfélag Vestmannaeyja væri eina félagið sinnar tegund- ar á tslandi sem starfaði sjálf- stætt en síðan endurtryggir það hjá Samábyrgð tslands á fiski- skipum. Alhliða tryggingafélag. A föstudaginn var tók gildi samningur sem Bátaábyrgðar- félagið hefur gert við Tryggingamiðstöðina hf i Reykjavik. Lar með hefur félagið vikkaö út starfssvið sitt til muna og er héðan i frá alhliða tryggingafélag og annast um- boðsþjónustu fyrir Trygginga- miðstöðina vegna þeirra þátta tryggingamálanna sem félagið má ekki annast sjálft. Jóhann Friðfinnsson sagði þó að félagið hefði siður en svo látið hið gamla merki sitt niður falla, að láta Eyjamenn sjálfa njóta fjárins sem fer um þeirra hendur. Eftir sem áöur mun allt tryggingafé Vestmannaeyinga verðaávaxtaðilánastofnunum i Eyjum. „Vestmannaeyingar greiða árlega tugi milljóna i alls konar sjóði utan eyjanna en hjá okk- ur er ekkert slikt nýlendufyrir- komulag1,” sagöi Jóhann Frið- finnsson. Að lokum gat Jóhann þess að fundargeröir Bátaábyrgðar- félagsins hafi nú allar verið ljósritaðar og sé ætlunin að gefa bókasafninu i Eyjum ljós- ritin þegar safnið flytur I nýtt húsnæði. Um siðustu helgi flutti Báta- ábyrgðarfélagið i ný húsakynni að Strandveg, en það er leigu- húsnæði i eigu Skeljungs. Gömlu húsakynnin, sem einnig voru við Strandveg, þóttu of þröng þegar féiagið jók umsvif sin með breytingunni i alhliða trygg- ingafélag. —ARH W BREYTINGAR HJA VINNUVEITENDUM Nýlega hafa verið gerðar breytingar á skipulagi og starfsskipt- ingu hjá Vinnuveitenda- sambandi Islands og taka breytingarnar gildi 1. febrúar. ólafur Jóns- son, sem verið hefur framkvæmdastjóri sambandsins, tekur við starfi forstjóra og hefur hann áfram með höndum yfirstjórn og samræmingu verkefna skrifstofu Vinnuveit- endasambandsins. Jafn- framt hafa tveir af starfsmönnum Vinnu- veitendasambandsins verið ráðnir fram- kvæmdastjórar. Barði Friðriksson, skrifstofu- stjóri, verður fram- kvæmdastjóri samninga- og vinnu- réttarsviðs en undir það heyrir m.a. samninga- gerð, lifeyrissjóða- og tryggingamál, almenn stjórn skrifstofu og lög- fræðileg álitamál. Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur, verður framkvæmdastjóri vinnumarkaðs- og félagsmálasviðs, en undir það heyrir m.a. undirbúningur stefnu- mörkunar i vinnu- markaðsmálum, svo sem efnahags-, atvinnu- og kjaramálum, starf- semi hagdeildar og tæknideildar sambands- ms og samskiptamál við innlenda og erlenda að- ila. 6905 laxar veiddust í Laxá í Kjós Fjórða bezta laxveiði- árið til þessa Siðastliðið sumar veiddust alls 59.000 lax- ar hér á landi að þvi er segir i frétt frá Veiði- málastjóra. Af stangaveiði- svæðunum var laxveiðin mest á Hvitársvæðinu i Borgarfirði eins og fyrri ár með 6905 laxa. Laxá i Kjós var með mesta veiði af einstökum ám, eða 2383 laxa. Samkvæmt veiðiskýrslum var siðastliðið ár fjórða bezta lax- veiðárið hér á landi til þessa og svipað árinu 1971 hvað fjölda fiska snertir en það ár var met- veiöi ár, en er nú fimmta bezta árið. Laxinn gekk með seinna móti i árnar i sumar og ullu flóð erfið- leikum með veiðarnar fyrrihluta sumars á vestanverðu landinu. Netveiði var heldur lakari en stangveiðin, en þó veiddist vel þrátt fyrir truflanir af völdum vatnavaxta. Stangaveiöin gekk hægt framan af, en jókst þegar leið á sumarið, og hafði veiðst vel i flestum ánna, þegar veiðitima- bili lauk. Netaveiði Netaveiðin á vatnasvæði Borgarf jarðar var, eins og heildarveiðin, vel yfir meðallagi siðustu tiu ár, og veiddust að þessu si’nni 6.258 laxar i net, og tæpiega 7000 laxar á stöng. Af Þveránum veiddist mest I Þverá, eða 2330 laxar, 1675 laxar i Norðurá og i Grimsá og Tunguá alls 1439 laxar. Agæt veiði var á ölfusár- Hvitársvæðinu, en afar misjöfn eftirsvæðum og kenna menn flóð- um þar um. H i ns vegar var veiðin i Þjórsá með lakara móti. Eins og fyrr sagði veiddist mest i Laxá i Kjós af stangveiðiánum, en i öðru sæti var Þverá i Borgar- firði 1 þriðja sæti varLaxá i Aðal- dal með um 2200 laxa og Elliða- ámar með 1692 laxa og á vatna- svæði Blöndu 1581 lax. í Miðfjarðará veiddust 1601 en það er mjög góð veiði á þvi svæði. lLangááMýrumfengust 1568 lax- ar, en úr Laxá i Leirársveitkomu á land 1288 laxar og i Laxá á Ásum fengust að þessu sinni 1270 laxar. t Hofsá i Vopnafirði veiddust 1253 laxar og var metveiði en i Viði- dalsá komu á land 1238 laxar og úr Haukadalsá komu tæpl. 1000 laxar t Selá i Vopnafirði veiddust 845 laxar og er það mesta veiði, sem þar hefur fengist, en þar hef- ur farið fram mikil ræktun með fiskvegagerð og fleiru. Þá var einnig ágæt veiði i Vesturdalsá i Vopnafirði og Sandá i Þistilfirði. t Laxeldisstöð rikisins i Kolla- firði gengu úr sjó 2100 laxar og i Lárósstöðina á Snæfellsnesi komu 1153 laxar. Eru þvi heimtur á laxi i þessum tveimur stöðvum um 5 af hundraði heildarveiðinnar á laxi að þessu sinni. Meðalþungi fiskjarins reyndist mesturf Vatnsdalsá þettaárið, en þar náði hann 9.7 pundum. Næst kom Blanda en þar var meðal- þungi fiskjarins aðeins lægri, eða 9.6 pund. — JSS HVERS VEGNA VERÐ- BÓLGA Á ÍSLANDI? Dr. GylfiÞ. Gislason mun halda fyrirlestur við viðskiptaháskólann i Helgsingfors hinn 7. febrúar næstkomandi. Dr. Gylfi fer i boði há- skólans og er óskað eftir að hann fjalli um verðbólguna á íslandí i fyrirlestri sinum. Heiti fyrirlestursins mun verða: Hvers vegna verðbólga i efnuðu sjávarútvegsþjóð- félagi. —ab Gylfi Þ. Gisiason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.