Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.02.1977, Blaðsíða 9
SlSIfef Miðvikudagur 2. febrúar 1977 FRÉTTIR 9 w Oánægja með útreikning vaxta á hlaupareikningum FYRIRTÆKI I SKÆRUHERNAÐ? Alþýöublaöinu er kunnugt um að megn óánægja ríki meðal forstöðumanna fyrirtækja og stofnana vegna gildandi reglna um vaxtaútreikning á hlaupa- reikningum. Telja þessir aðilar brýnt að reglurnar verði endurskoðaðar, enda séu þær mjög ösanngjarn- ar. Til að knýja á um endur- skoðun reglnanna hefur sú hug- mynd verið rædd meðal for- stöðumanna ýmissa fyrirtækja aö þeir taki sig saman og hætti að nota hlaupareikninga sinaog færi viðskiptin yfir á sparisjóös- bækur, en slikt myndi hafa i för með sér gifurlega vinnuaukn- ingu fyrir bankana. Gildandi innlánavextir á hlaupareikninga eru 3% og eru þeir reiknaðir Ut á tiu daga frestiaf lægstu innistæðu hverju sinni. Verði hlaupareiknings- hafa það á, að yfirdraga fær hann aftur á móti á sig 30% dráttarvexti af mestu skuld á hverju tiu daga reikningstima- bili. bessmá geta.að innlánsvext- iraf tékkareikningum hafa ekki hækkað i samræmi við aðra bankavexti á undanförnum ár- um. Ein af ástæðum þess mun vera sU, að tékkareiknings- viöskiptin eru óhagstæö fyrir bankanna sökum þess hve allur tilkostnaður vegna þeirra hefur aukizt án þess aö á móti hafi komið tilsvarandi hækkun á tékkaeyðublöðum. Þar.nig er áætlaöur kostnaöur við prentun og aðra vinnslu hvers eyöublaðs nU 23 krónur, en eftir siðustu hækkuner hvert blað selt á 15 krónur. —GEK „Léttur vetur” - hjá starfsmönnum Akureyrar- bæjar segir Hilmar Gfslason yfirverkstjóri „Mér finnst þessi snjór sem við höfum fengið satt að segja ósköp litill og sem skiða- maður get ég ekki annað en kvartað yfir snjó- leysi!” sagði Hilmar Gislason, yfirverkstjóri hjá Akureyrarbæ i sam- tali við blaðið i gær. „Við vorum með 1 veghefil i gangi á laugardaginn og 3 á sunnudaginn, en siðan byrjuðum við á fullum kraftimeð ruðnings- tækin klukkan 6 á mánudags- morguninn og unnum fram á kvöld. 1 morgun byrjuðum við lika kl. 6 og ætlum að vinna fram á kv öld, og ég held að ég geti lof að þvi að fært verði oröið um allan bæinn þegar viðlœttum i kvöld. Veðriö hérna er ágætt nUna: ná- lægt frostmarki, þannig að það mun ekki seinka fyrir okkur.” Hilmar sagöi að yfirstandandi vetur væri fremur „léttur” fyrir bæjarstarfsmenn á Akureyri, aðeins hefði komið snjóföl upp Ur miðjum nóvember og svo nUna. „Veturinn i fyrra var hins veg- ar sá bezti sem hér hefur komið siðan ég byrjaöi verkstjórn hjá bænum og þá gátum við unnið að endurbyggingu og nýbygg- ingu gatna allan veturihn og var þvi verki lokið þegar vorið kom. 1 vetur var unnið að endurbygg- ingu gatna fram i desember, en nUer unnið að nýbyggingu gatna i nýja smáibúðahverfinu I norður- hluta bæjarins og á Stiflutúni. Við stefnum að þvi að vinna eins mik- ið og unnt reynist við gatna- gerðina i vetur, þvi reynslan sýnir að svo framarlega sem ekki snjóar, þá er mun auðveldara að fást við þetta verk yfir veturinn.” —ARH 1 Shipaskrá 1977 komin út: Skipastóllinn er nú 987 skip - elzta skip á skrá frá 1905 Siglingamálastofnun rikisins hefur nú gefið út Skrá yfir islenzk skip árið 1977 og er bókin miðuð við siðustu ára- mót. Skráin er 278 siður að stærð og flytur eins og nafnið bendir til skrá yfir öll skip sem skráð voru hér á landi um siðustu áramót, auk margs konar fróðleiks annars. Ljósmyndir eru af öllum nýjum skipum islenzkum yfir 100 brúttó- lestum að stærð og gerður samanburður á fiskiskipastóli helztu fiskveiðiþjóða, stærð og fjölda skipa yfir 100 brl. Þar eru Islendingar 19. i röðinni og er það sama sæti og i fyrra. Eru Is- lendingar nú með tæpt eitt prósent af fiskveiðiflota þjóða heims, ef miðað er við rúmlesta- tölu. Fram kemur i skrá þessari að siðutogurum hefur fækkað i flbtan- um um einn, en það er togarinn JUpiter (áöur Gerpir) sem seldur var úr landi i fyrra. Eftir eru 8 siðutogarar, en hins vegar eru skuttogarar 61 um áramót og er það fjölgun um tvo. Þannig hefur togaraflotinn i raun stækkað sem nemur einu skipi og 320 brl. frá þvi siðasta ár. Samkvæmt töflum virðast is- lenzk skip vera á ollum aldri. Það elzta er frá árinu 1905 og er eitt I þeim aldurflokki. Þetta er 3 brl. þilfarsbátur. Jafnaldri hans, Frægur frá Isafirði var hins veg- ar strikaður Ut af skrá daginn fyrir Þorláksmessu siðastliðna. Skip sem byggð eru fyrir árið 1945 eru nú aðeins 93 að tölu sam- tals 3.279 brl. en samtals er skipastóllinn 987 skip, samtals 178.066 brl. Af þeim eru 640 smiðuð árið 1960 og siðar og af þeim 288 smiðuð á siðustu 7 árum. Um siðustu áramót voru átta skip I smiðum fyrir Islendinga er- lendis samtals 2.885 brl. Hér er um að ræða 3 skuttogara sem smiðaðir eru I Noregi, 3 sem smiðaðir eru I Póllandi og trollbát og fiskibát Ur trefjaplasti sem eru I smfðum I Bretlandi. Hér á landi voru aftur á móti 17 skip Ismiðum um siðustu áramót, þar af 8 stálfiskiskip (minni en 500 brl.), 1 sementsflutningaskip, 8 litil fiskiskip og eitt fiskiskip er i smiöum á Skagaströnd Ur trefja- plasti. —hm Þessi mynd var tekin á Alþjóðlegu Vorusýningunni 1975. 'Xm-. HEIMILIÐ 77 1 sumar verður næsta stór- sýning Kaupstefnunnar — Reykjavik haldin og nefnist hún Heimilið ’77. Eins og nafniö ber með sér, er hér um að ræöa sýn- ingu á hvers konar búnaði og tækjum, sem varða heimiliö og lif fjölskyldunnar. Verður sýningin haldin i Laugardals- höll dagana 26. ágúst til 11. september. Heimilið ’77 verður fimmta stórsýning Kaupstefnunnar á þessum áratug. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunum fram til þessa og hafa um 250 þúsund gestir sótt þær. Undirbúningur fyrirhugaðrar sýningar hófst fyrir rúmu ári. Þá voru kynningargögn send um það bil 2000 aðilum semætla mátti að hefðu áhuga á þátt- töku. Var þar um að ræða bæði innlend og erlend fyrirtæki. Undirtektir voru mjög góðar og er nú um 85% af sýningarsvæði ráðstafað. Talsverðra nýjunga er að vænta á sýningunni, og verður hun að likindum fjölbreyttari en fyrri sýningar af þessu tagi. Þá verður skipulag sýningarsvæðis með öðrum hætti, en tiðkast hef- ur. Ný skipan sýningadeildar felur m.a. i sér, að mynduð verður einskonar eyja i miöju húsinu, þar sem nokkur fyrir- tæki múnu standa að sam- sýningu, trúlega á tveim hæðum. Lofthæð verður gefin frjáls. Aðstaða fyrir tizkusýningar verður flutt Ur veitingasal og byggðuppá áhorfendapöllunum að þessu sinni. Einnig verður útisvæði breytt nokkuð, en þar verða sýnd sumarhús, hjólhýsi bátar og fleira. Loks hefur Kaupstefnan — Reykjavik hf gefið út leiðbeiningabækling fyrir þátt- takendur i vörysýningum. Er þar fjallað um þætti sem reynslan hefur sýnt, að vert sé fyrir þá sem standa að slikum sýningum, að ihuga. Er lögð áherzla á mikilvægi þess, að leitast við að skapa lif og til- breytingu i sýningardeildum. —JSS „Hlýtt veður bjargaði miklu á Breiðdalsvík" RAFMAGNSLAUST í 16 KLUKKUSTUNDIR Rafmagnsleysið hrjáði Austfirðinga enn einu sinni um siðustu helgi. Sífelldar rafmagnsbilanir ollu því að grípa varð til rafmagnsskömmtunar á öllum fjörðum. Er Alþýðublaðið hafði samband við rafveitu- stjóra Austurlands, Erling Garðar Jónas- son á fimmta timanum i gær var skömmtun lokið og engin skömmt- un hafði verið þann daginn. Um heigina var ástand allt mun verra. A Breiðdalsvik var ástandið verst að sögn Erlings. Þar var rafmagnsskömmtun stanzlaust i 16 tíma. „Það bjargaði þvi hvað hlýtt var i veðri, veðrið hefur verið gott hérna siðustu daga og það hjálpaði fólkinu að lifa þetta af,” sagði Erling. Viðgerðá þeim linum sem bil- uðu var ekki að fullu lokið I gær, en rafmagnsskömmtun þó eng- in, sem fyrr segir. Reynt hefur veriö aö halda loönubræðslunum inni, þrátt fyrir takmarkað rafmagn, og sagði Erling Garðar rafmagnsleysið hafa komið verst niður á almenningi. Ný rafstöð á Djúpavogi er ný- komin i gang, sem kunnugt er. Ekki gekk þó átakalaust að koma henni inn, þar sem verk- smiðjubilun var i stjórntæki vélarinnar og varð að fá varð- skip frá Fáskrúðsfirði með varahluti. Var viðgerðin þvi „heimatilbúin” á Djúpavogi, en að sögn Erlings er þó vonast til að unnt verði að notast við hana i framtiðinni. „Rafmagnið mun áfram hanga á bláþræði hjá okkur. Það er of mikið álag á vélunum og þar af leiðir að vandamálið verður stærra, ef einhver bilun verður,” sagði Erling Garðar. „En nú er að birta til i veðri, og útlit fyrir að svo sé i rafmagnsmálum lika,” sagði hann að lokum. AB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.