Alþýðublaðið - 08.03.1977, Side 3

Alþýðublaðið - 08.03.1977, Side 3
sssr Þriðjudagur 8. marz 1977 VETTVANGUR 3 SKÓLASTJORAR OG YFIR- KENNARAR f EITT FÉLAG A laugardaginn var haldinn i Reykjavik fyrri stofnfundur Félags skólastjóra og yfir- kennara i grunnskólum. Þetta félag á að hafa innan sinna vé- banda alla skólastjóra og yfir- kennara á grunnskólastigi á landinu og leysir þvi af hólmi Skólastjórafélag Islands, Félag skólastjóra i Reykjavík, Félag yfirkennara og Félag skólastjóra i héraós- og gagn- fræðaskólum. Á fundinum á laugardaginn voru mættir 65 skólastjórar og yfirkennarar viða af landinu. í upphafi fundarins varljorin upp tillaga um stofnun félagsins og hún samþykkt samhljóða og án nokkurrar umræðu, og sýnir það bezt hug fundarmanna til félagsstofnunarinnar. Þó gætti nokkurrar óánægju með fundar- sókn, en skýringin mun vera sú að einmitt þessa dagana fara fram próf um land allt og skóla- stjórnendur eiga þvi ekki alls staðar heimangengt. Á fundinum var kosin bráða- birgðastjórn fyrir félagið og er hún skipuð eftirtöldum mönn- um: BöðvariStefánssyni og Vil- Gunnar Hjartarson í Félag fyrir skólamenn — Ég tel það mjög nauðsyn- legt að stofna slikt félag fyrir alla skólamenn á landinu, kennarana lika, sagði Gunnar Hjartarson skólastjóri Grunn- skólans i Ólafsvik, þegar við spurðum hann um nauösyn þessa nýja félags. — Að visu er þetta félag aðeins fyrir skóla- stjóra og yfirkennara, en við hljótum að stefna að þvi að allir kennarar fái þar inngöngu þeg- ar timar liða. Þetta er þó alltaf byrjunin. Ég geri mér vonir um að þess- ar tvær stéttir skólamanna veröi sterkari en áöur, þegar þetta félag hefur verið stofnað ogveitir sannarlega ekkiaf. Við höfum verið ákaflega afskiptir hingað til. Þegar Gunnar var spurður um álit hans á grunnskólalögun- um og þeim vandamálum sem virtust hafa komið upp vegna prófafyrirkomulagsins, kvaðst hann telja, að ef lögin kæmust til framkvæmda væru þau til mikilla bóta. — Þau verða auð- vitað alltaf I endurskoðun meira og minna, sagði hann, — enda ekki hægt aö leggja fram full- komin lög i einu vetfangi i bergi Júliussyni frá Skóla- stjórafélagi tslands, Asgeiri Guðmundssyni frá Félagi skóla- stjóra i Reykjavik. Frá Félagi yfirkennara er Þorvaldur Óskarsson og Pétur Orri Þórðarson, Björn Jónsson og Ólafur H. Óskarsson frá Félagi skólastjóra I héraðs- og gagn- fræðaskólum. í varastjórn voru kjörnir þeir Hans Jörgensson, Þráinn Guðmundsson og Har- aldur Finnsson. Þessari stjórn er eingöngu ætlað að starfa fram að siöari stofnfundinum, sem áætlað er aö verði haldinn í haust, en með þeim fundi á að leggja niður starf þeirra fjög- urra félaga sem hingað tii hafa verið stéttarfélög skólastjóra og yfirkennara. I kaffihléi á fundinum á laugardaginn tóku blaðamenn Alþýðublaðsins tali þrjá menn sem þarna voru staddir. Það voru þeir Ásgeir Guðmundsson skólastjóri Hliðarskóla i Reykjavik en hann hefur verið i und irbúningsnefnd þessa fundar, Böðvar Stefánsson skólastjóri á Ljósafossi og Gunnar Hjartarson skólastjóri Grunnskólans i Ólafsvik. —nm Ólafsvík: alla nauðsyn Gunnar Hjartarsson, skólastjóri I ólafsvik. fræðslumálum tremur en öðrum málum. En I heildina tei ég grunnskólaiögin vera til mikilla bóta. —hm Böðvar Stefánsson á Ljósafossi: Óánægðir með þróun kjaramálanna — Þaö eru i rauninni grunn- skólalögin sem leiða beint til þessarar stofnunar, sagði Böðv- ar Stefánsson skólastjóri á Ljósafossi þegar við ræddum við hann. — Auk þess eru skóla- stjórar mjög óánægðir með þró- unina i sinum launamálum. Þvi vilja þeir breyta og til þess er eitt félag betra en fjögur. Til dæmis er augljóst, ef litið er á útkomuna úr kjarasamn- ingum siðustu ára, að skóla- stjórum hefur fjölgað aö mun i lægstu flokkunum, i stað þess aö dreifast um launastigana eins og eðlilegt væri. Ég skal nefna þér sem dæmi, að árið 1944 eru barnaskóla- stjórar i tveim flokkum. Skóla- stjórar i kaupstööum voru með 33% hærri laun en kennararnir, en i sveitum voru þeir 23% hærri. Nú er aftur á móti minnsti munur á skólastjóra og kennara 7%. Þetta sýnir hver stefnan hefur verið. Ásgeir Guðmundsson, Hlíðarskóla: Guömundur Magnússon fundarstjóri f reöustóli. Viö hliö hans eru starfsmenn fundarins auk undirbún- ingsnefndarinnar. (AB-myndir GEK) Samþykkt aö stofna eitt félag fyrir y firkennara og skólast jóra. UNDIRBÚNINGUR SÍÐAN í HAUST Viö spurðum Asgeir fyrst að þvi, hver ástæðan hefði verið fyrir stofnun þessa félags. -Forsagan er sú, aö skóla- stjórar hafa hingaö til veriö i tveimur samtökum auk kennarasamtakanna og yfir- kennarar i einu félagi. Þessi félög hafa starfað 115-17 ár og á þeim tima hefur oft veriö reynt að sameina þau i eitt félag en ekki gengið til þessa. A siðasta hausti skipuöu þessi félög nefnd til að kanna hug skólastjóra og yfirkennara til sameiningar félaganna. Þessi nefnd hefur starfað siöan og sendi meðal annars bréf til allra skólastjóra og yfirkennara á landinu, 265 talsins. Svör bár- ust frá 190 og af þeim voru að- eins 6 á móti sameiningu. Þann- ig er vilji þessara manna nokk- uð auðsær. Það sem rekur á eftir sam- runa félaganna er einkum tvennt. Fyrst og fremst eru þaö kjaramálin og i öðru lagi al- menn félagsmál og fagmál skólastjórnarmanna. Hvað kjaramálin snertir teljum viö aö skólastjórar hafi fariö mjög illa út úr slöustu samningum og ætlum okkur aö verða mjög virkiraðilar I næstu kjarasamningum. Bilið milli kennara og skólastjóra hefur minnkað mjög og nú eru jafnvel i gildi reglur um að laun skóla- stjóra skuli lækka ef breyting veröur á fjölda nemenda, til fækkunar. Þetta er rökstutt með þvi að með færri nemend- um minnki starf skólastjóra, en það fer alis ekki saman. Inni i þessu dæmi er einnig aðbúnaður skólanna og þar með allra sem i skólunum starfa, kennara og nemenda. 1 lögum þeim sem lögö voru fram til af- greiðslu á fundinum hér áðan er einmitt tekiö fram aö félagið skuli vinna aö fræösiumálum félagsmanna, svo sem með kynningu á breyttum viðhorfum i skólamálum og stjórnunar- málum skóla. Einnig er ætlun okkar að ná sambandi viö erlend félög skólastjórnenda, en slik sam- skipti hafa litil verið til þessa. Grunnskólalögin hafa einnig gert það að verkum að nauösyn- legt var að stofna þetta félag. Hingað tilhafa félög okkar veriö á barna- og gagnfræöaskóla- stigum, en sá stigamunur er ekki lengur fyrir hendi i grunn- skólalögunum, samkvæmt þeim erum viö allir starfsmenn eins stigs, grunnskólastigs. Þess vegna væri fárániegt fyrir okk- ur að vera i nema einu félagi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.