Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL/FRÉTTIR Föstudagur 25. marz 1977 blai ðu- ið alþýðu- blaðió Útgefa.idi: Alþýöuflokkurinn. ’ Reksíur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni SigtryggSson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. -Asknftarsími 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. 100 þúsund ekki nóg meðan verkafólk fær 70 Nokkur hópur hjúkrun- arfrædinga hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Taki þessar uppsagnir gildi getur skapazt mjög alvarlegt ástand í nokkr- um sjúkrahúsum. Ástæð- una fyrir uppsögnunum segja hjúkrunarfræðing- ar léleg kjör og mikið álag. Byrjunarlaun hjúkrun- arfræðinga eru liðlega 102 þúsund krónur á mán- uði. Auk þess njóta þeir nokkurra hlunninda fram yfir nokkra starfshópa í sjúkrahúsum, til dæmis í sambandi við barnagæzlu og fleira. — Til saman- burðar við laun hjúkrun- arf ræðinga má geta þess, að byrjunarlaun kvenna í Starfsstúlknafélaginu Sókn eru rösklega 71 þús- und krónur á mánuði, sem er 30 þúsund krónum lægri upphæð en hjúkrun- arfræðingarnir fá. Með þessum saman- burði er alls ekki verið að gera lítið úr kröfum hjúkrunarf ræðinga um bætt kjör. Þessi saman- burður sýnir hins vegar hið ótrúlega lanalundar- geð og þolinmæði, sem ís- lenzk verkalýðshreyf ing hefur sýnt gagnvart stöð- ugri kjaraskerðingu. Hjúkrunarfræðingar eru ekki ofsælir af liðlega 100 þúsund króna mánaðar- launum. En hvað má þá segja um Sóknarkonurn- ar. Þetta er sláandi dæmi um hið gífurlega misrétti sem íslenzk verkalýðs- hreyfing er beitt. Á sama tíma og hópur fólks með yfir 100 þúsund króna mánaðarlaun segir upp störfum sínum vegna óánægju með launakjör, bíður enn stærri hópur eftir hækkun á 70 þúsund króna laun. Síðarnefndi hópurinn er búinn að bíða lengi. Þetta sýnir og sannar, að verkalýðs- hreyfingin hefur ekki að- eins verið sanngjörn og þolinmóð, heldur einnig, að kraf an um 100 þúsund króna lágmarkslaun er í raun og veru of lág. Þetta dæmi er svo skýrt, að ekki nokkur maður getur verið í vafa um, að krafan um 100 þúsund króna lágmarks- laun er ekki aðeins sann- girniskrafa, hún er svo sjálfsögð, að ekki þyrfti að ræða hana. Þessi hækkun hef ði átt að koma til framkvæmda fyrir löngu, og auðvitað hefði ríkisvaldið átt að sanna vilja sinn til að bæta kjör- in, með því að beita sér fyrir þessari hækkun. Ástæðan er einföld, það er ekki hægt að lifa af lægri launum, og ýmsum virðist nógu erfitt að lifa af 100 þúsund króna laun- um. I þessu sambandi er rétt að minna á ummæli formanns . Félags is- lenzkra iðnrekenda, sem sagði ígær,að iðnrekendur væru reiðubúnir að greiða starfsfólki sínu verulega hærri laun, ef iðnaðinum yrðu búin sömu starfs- skilyrði og keppinautar hans búa við. Hér stendur enn upp á ríkisvaldið. Það er því út hött að segja, að ríkisstjórnin eigi ekki að hafa afskipti af kjarasamningum. Verulegur þáttur í lausn kjararhálanna, fyrir utan beinar launahækkanir, byggist á pólitískum á- kvörðunum ríkisstjórnar- innar um kjarabætur, sem ekki hafa hvetjandi áhrif á verðbólguna. —ÁG FRÍMERKJASÝNING A HÚSAVÍK Dagana 9. og 10. april næst komandi verður haldin frímerkjasýning i barnaskólanum á Húsavik. Sýningin er haldin á vegum Frim- erkjaklúbbsins öskjuog er fyrsta frimerkjasýn- ingin, sem haldin hefur verið i sýslunni. Tilgangurinn meö sýningunni er fyrst og fremst sá, aö kynna frímerki og er þaö vón þeirra öskjumanna, aö meö henni veröi vakinn áhugi almennings á söfnun frimerkja Sérstakt pósthús veröur opiö á sýning- unni þann 9. apríl og ennfremur veröa til sölu sérstök umslög sem klúbburinn hefur látiö gera. Frimerkjaklíibburinn- Askja var stofnaöur 29. april 1976 af nokkrum áhugamönnum um frimerkjasöfnun á Húsavik og i Suður-Þingeyjarsýslu. Núver- andi formaöur er Eysteinn Hall- grímsson, Grimshúsum, Aöal- dal. Ný áætlun Alþjóðabankans: Aukin framlög til fátækra og van- þróaðra þjóða Fulltrúar 26 þjóða á- kváðu á fundi i Wienar- borg, að beita sér fyrir auknum fjárframlögum til fátækra og vanþró- aðra þjóða, sem renna skyldu um hendur Al- þjóða hjálparsjóðsins (IDA). Þessar sameiginlegu ákvarö- anir munu veröa sendar áfram, til staöfestingar allra þátttöku- rikjanna. Þaö er auövitaö tilskil- iö, aö ekkert þátttökurikjanna I hefur skuldbundið sig til fram- laga, fyrr en samþykkt hafa verið 1 lög þar um i hlutaðeigandi riki. Með hliðsjón af sivaxandi þörf- um hinna bágstöddu rikja siðan 1973, þegar fjórða hjálparáætlun var gerð, er nú I þessari fimmtu áætlun lagt til, að aðstoðin verði •aukin um 7,6 milljarða dollara. Aætlunin er gerð til þriggja ára, frá 1. júli 1977 til 30. júni 1980. Þarsem vitaöer, aö staðfesting löggjafa allra þátttökurikja muni ekki hafa borizt fyrir 1. júli I ár, var ákveðið aö veita samt bráöa- birgðahjálp unz staðfesting allra hefur endanlega borizt. Heildarupphæö áætlunarinnar er tæplega 7.638 milljónir dollara og er skipting milli þátttökurikja áætluð. Þau riki, sem áætlaö er, aö leggi fram yfir 500 milljónir dollara, eru, sem hér segir: Bandarikin 2400, Vestur-Þýzka- land 838,8, Brezka samveldið 814,3, Japan 792. Hlutur Islands er hér áætlaður 2,2. Þrjú ný riki, eöa rikjasambönd hafa nú bætzt I hópinn. Það eru Kórea, Saudi-Arabia og Arabisku fursta- dæmin. Sextiu og sex riki i Asiu, Afriku og Suður-Amerlku hafa nú oröiö aðstoöar aðnjótandi frá sjóðum IDA, sem einkum er beint til hjálpar hinum fátækustu. Meira en 3/4 aöstoðarinnar hafa failið I skaut 28 rikja þar sem árlegar tekjur manna eru frá 60-130 doll- urum á mann, eða um þaö bil 16 centa daglaun. Við þessi kjör býr um einn milljarður manna! Um það bil helmingur aðstoöar fjórðu áætlunarinnar, sem nú er að renna út (1. júli) hefur fariö til Afrikurikja sunnan Sahara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.