Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 8
alþyöu- Föstudagur 25. marz 1977 biadid 8 FWÉTTIB Hátídarsamkoma í Norræna húsinu Fjölmenni var á hátiöarsam- komu Norræna félagsins og Is- landsdeildar NoröurlandaráBs i Norræna húsinu i fyrrakvöld, þar sem minnst var 25 ára af- mælis Noröurlandaráös. Hátiöarræöu flutti Trygve Bratteli, fyrrum forsætisráö- herra Noregs. A hátiöinni var meðal annars frumflutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson viö ljóö Ólafs Jóhanns Sigurösson- ar, en þeir voru báðir verö- { launahafar Noröurlandaráös 1976. Trygve Bratteli flytur hátiöar- ræöu Alþingi: Vegaáætlun fyrir páska - Skattafrumvarp og járn- blendið eftir páska Alþingismenn fara i páskafri næstkomandi fimmtudag og er þvi ljóst að þeir þurfa að hafa hraðann á, ef þeir hugsa sér að afgreiða vegaáætlun fyrir þann tima eins og gert hefur verið ráð fyrir. Friðjón Sigurðsson sagði að meðal stór- mála, sem nú lægju fyrir Alþingi, væru auk vega- áætlunar, frumvarp um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði og svo skatta- frumvarpið. Skrifstofustjóri sagöist ekki gera ráö fyrir aö skattafrum- varpiö og frumvarp um járn- blendiverksmiöju yröu rædd fyrr eneftirþáskafri. Hinsvegar geröi hann ráð fyrir að v egaáætlun yröi afgreidd fyrir páska. Friöjón sagðist gera ráö fyrir aö^Alþingi kæmi saman aftur fljotlega eftir páska, en ekki heföi enn veriö ákveöiö nákvæmlega hvaöa dag. —BJ. söfnun A þingi Alþýöuflokksins siöastliöiö haust var gerö itarleg úttekt á eignum, skuldum og fjárhagslegum rekstri flokksins. Var þetta gert á opnum fundi, og fengu fjölmiölar öll gögn um máliö. Hefur enginn stjórnmálaflokkur gert fjárhagslcga hreint fyrir sinum dyrum á þann hátt, sem þarna var gert. Þaö kom i Ijós, aö Alþýðuflokkurinn ber allþunga byrði gamalla skulda vegna Alþýðu- biaðsins. Nú um áramótin námu þær 8,4 milljónum króna aö meötöldum vangreiddum vöxtum. ilappdrætti flokksins hefur variö mcstu af ágóða sinum til að greiða af lánunum. Það heiur hinsvegar valdið þvi. að mjög hefur skort fé til að standa undir eölilegri starfsemi flokksins, skrifstofu nieð þrjá starfsmenn, skipulags- og fræöslustarfi. Kramkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur samþykkt aö hefja söfnun fjár til að greiða þessar gömlu skuldir að svo miklu leyti sem framast er unnt. Verður þetta átak nefnt ..Söfnun A 77" og er ætlunin að leita tii sem flestra aöila um iand allt. Stjórn söfnunar- innar annast Garðar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri flokksins. Má senda framlög til hans á skrifstofu flokksins i Aiþýöuhúsinu, en framlög má einnig senda til gjaldkera flokksins, Kristinar Guðmundsdóttur eöa formanns flokksins, Benedikts Gröndal. l>að er von framkvæmdastjórnarinnar, að scm flestir vinir og stuöningsmenn Alþýöu- flokksins og jafnaöarstefnunnar leggi sinn skerf I þessa söfnun, svo aö starfsemi flokks- ins komist sem fyrst i eölilegt horf. Alþýöuflokkurinn t Sr. Gunnþór prestur í Hafnarfirði 1 gær fór fram á skrifstofu biskups talning atkvæöa i prest- kosningunum sem fóru fram i Hafnarf jaröarprestakalli á sunnudaginn var. Tveir voru I framboöi, séra Gunnþór Inga- son og séra Auöur Eir Vil- hjálmsdóttir og fór séra Gunn- þór meö sigur af hólmi. A kjörskrá i Hafnarf jaröar- prestakalli voru 3.565 en alls greiddu 2.465 atkvæöi. Kosning telst þvi vera lögmæt. Hlaut séra Gunnþór Ingason 1467 at- kvæöi, en séra Auöur Eir Vil- hjálmsdóttir 950 atkvæöi. Auöir seölar og ógildir voru 48. Séra Gunnþór Ingason. A sunnudaginn fór einnig fram prestkosning i Viöistaöa- prestakalli i Hafnarfirði. Þar var aðeins einn umsækjandi, séra Siguröur H. Guömundsson. A kjörskrá voru 2112 og kusu tæplega 50%. —JSS Sameiginlegt kynningarrit fyrir ísland, Grænland og Færeyjar NorthAtlantic ~7~7 bhniadanten Nordaúantik / / GmnlaiulEi Ishuui SS Furnyar ~h Anders Nyborg A/S International Forlag i Hörsholm, hefur svo sem kunnugt er gefiö Ut landkynningarritin „Velkommen til tsland”, „Velkommen til Grönland” og „Velkommen til Færöerne” i 16 ár. t ár hefur for- lagiö breytt Ut af þessari venju og gefur nU Ut 220 siöna bók sem ber nafniö „Nordatlanten 1977”, en þar er kynning á löndunum þrem- ur, Færeyjum, Grænlandi og tslandi. 1 frétt frá forlaginu i Kaup- mannahöfn segir, að helztu ástæöur þess aö ritunum þremur var slegiö saman i eina bók, hafi veriö þær aö áskrfendum aö þeim hafistööugt fariö fjölgandi, einn- ig hafi meö þessu sparazt mikiö fé og Utgáfan þvi oröið hlutfallslega ódýrari. Siöast en ekki sizt hafi svo upplagiö margfaldast og þaö sé mikilvægur þáttur varöandi auglýsendur i ritinu. Þá hefur Anders Nyborg A/S og gefiö Ut ritin „Velkommen til Norge” og „Velkommen til Finn- land” og einnig eru væntanleg hliðstæö rit um Sviþjóö og Dan- mörku. Meðal annarra sem skrifa i rit- iö „Nordatlanten 1977” eru hinn þekkti Grænlandsfræöingur og fréttamaöur viö danska sjón- varpiö Bent Jensen, Lars Emil Johansen, Geir Hallgrimsson for- sætisráöherra, dr. Finnur Guömundsson fuglafræöingur og Erik Sönderholm forstööumaöur Norræna hUssins i Reykjavik. Þá eru aö venju kynntir listamenn frá hverju hinna þriggja landa, islenzki listamaöurinn sem kynntur er aö þessu sinni er Kristján Daviösson listmálari. Margtfagurra ljósmynda prýö- ir ritiö og þar er aö finna marg- vislegan fróöleik um þau lönd sem til umræöu eru og þjóöirnar sem þau byggja. —ARH TRULOF^ UNAR- HRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12, Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.