Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 25. marz 1977 sar SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur raeð sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alia daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mimisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Amerísk bifreiðalökk Þrjár linur í öllum litum Mobil Synthetic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Lacquer Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Einnig öll undirefni, málningasíur, vatnspappír H. Jónsson & Co. Brautarholti 22. Slmi 22255. B.S.F. Byggung Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn i félagsheimili Kópavogs laugardaginn 26. mars 1977 kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagðir fram reikningar 1., 2. og 3. bygg- ingaráfanga. 3. Kynntar byggingaframkvæmdir á árinu 1977. 4. önnur mál. Stjórnin Verkakvennafélagið Framsókn Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verð- ur i Iðnó sunnudaginn 27. mars kl. 14.00 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. Álverið 3 löndum þar sem álframleiðsla er stunduö. Nær yfirlit þetta til allra starfandi verksm. í þess- um löndum, 1975 (68 verksm.) Sýnir yfirlitið að engin þeirra er rekin með sama hætti og verk- smiðjan i Straumsvik, þ.e. án nokkurs hreinsibúnaöar. Fram kemur einnig að mestur hluti verksmiðja sem nota hliðstæöar framleiðsluaðferðir eru með lokuð ker, en það stuðlar aö bættum mengunarvörnum og dregur úr mengun i andrúms- lofti starfsmanna. Nokkrar verksmiðjur hafa einungis hreinsun i rjáfri kerskála, en slikt þykir úrelt orðið og er vlðasthvar í þessum verksmiðj- um unnið að þvi aö ker jum verði lokað. Sumar verksmiðjanna hafa bæði lokuð ker með full- kominni hreinsun i þurrhreinsi- búnaði og hreinsun með vatns- úðun i rjáfri kerskála. íslenzka álfélagið hefur ný- veriö sent rikisstjórninni áætlun um lokun rafgreiningarkerja samfara hreinsun útblásturs i þurrhreinsibúnaði og breyttum framleiðsluaðferðum. Er gert ráð fyrir af rafgreiningarkerj- um verksmiðjunnar verði breytt i miðjuþjónuð ker, en það þýðir, að unnt verður að bæta hráefnin á kerin og brjóta skurn þeirra aðmestu leyti án þess a’ð þekjur yfir þeim séu opnaðar og berst þvi minna magn meng- unarefna út i andrúmsloft ker- skálans. Heilbrigðiseftirlit rikis- ins er sammála forsvarsmönn- um álversins um að hér sé um að ræða þá bestu leið til meng- unarvarna sem völ er á I dag, þegar tekiö er tillit til bæði ytra og innra umhverfis, sé rétt á málum haldið. Mun stofnunin leggja rika áherzlu á, að að- gerðum þessum verði hrint i framkvæmd og þeim hraðaö eftir þvi sem kostur er. Hver verða viðbrögðin? Hér lauk skýrslu Heilbrigðis- eftirlitsins um álverið i Straumsvik. Þessi skýrsla var gefin út af gefnu tilefni, nefni- lega grein I Morgunblaðinu 5. marz sl. og vegna málflutnings Ragnars Halldórssonar I sjón- varpi daginn áður. Hér kemur i ljós, aö Heilbrigöiseftirlitið hef- ur unnið mikið og gott starf i aö afla sér upplýsinga um verksmiðjur á borð við Straumsvikurverið, og nú ætti að vera svo komið, að eftirlitiö geti i krafti þeirra upplýsinga fariö að krefjast þeirra úrbóta sem svo oft hefur verið farið fram á en aldrei hafa verið framkvæmdar. Þá verður ekki siður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Isal. Það fyrirtæki hefur komizt upp meö að hunza allar kröfur um aukna öryggisgæzlu á vinnusvæði slnu, i krafti van- þekkingar á stóriðnaöi hérlend- is. Nú er þetta tímabil vanþekk- ingarinnar liðiö og fróðlegt að fylgjast meö þvi, hvort forráöa- menn Isal draga af þvt þann lærdóm, að bezt sé að setja upp sjálfsögð hreinsitæki og annan varnarútbúnað. —hm Tvær áhugaverðar bækur: „Veðurfar á íslandi” og „Móðurmál” Bókaútgáfan Iöunn hefur gefið út tvær áhugaverðar bækur, „Veöurfar á Islandi” eftir Markús A. Einarsson og „Móður- mál, leiðarvísir handa kennurum og kennaraefnum” eftir Baldur Ragnarsson. I bók Markúsar um veðurfar á Islandi er að finna á einum stað yfirlit yfir helztu niðurstööur rannsókna á verðurfar tslands. Bókin er ekki aðeins til fróðleiks fyrir áhugamenn, heldur til beinna nota fyrir verkfræðinga, skipulagsfræðinga og náttúru- fræðinga, sem þurfa á að halda 'ipplýsingum um ve.ðurfar vegna starfa sinna og rannsókna. Bók Markúsar skiptist i 10 meginkafla, sem nefnast: Inngangur, þar sem fjallað er al- mennt um veðurfar og veður- athuganir á Islandi, — Loftslag fyrritíma, — Hitafar, — úrkoma, — Vindar, —Raki, ský, skyggni, þoka og þrumuveður, — Sólskin og sólgeislun, — Uppgufun. Fjöldi mynda er til skýringar á efni. svo og töflur, sem sýna Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gotr úrval af áklæðum. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS Bergstaðástræti 2, Sími 16807. mmmm®‘ veðurlag á ýmsum veðurat- hugunarstöðvum vlðsvegar um land. Bókin er 150 blaösiöur, prentuð i Hafnarprenti. Bók Baldurs Ragnarssonar um móðurmálið er að stofni til álits- gerð, er samin var á vegum skólarannsóknadeildar mennta- málaráðuneytisins á árunum 1971-1972. Þetta er úttekt á móðurmáls- kennslu iislenzkum skólum, og er fjallað um alla helztu þætti henn- ar, jafnframt þvi sem þess er freistað að marka heildarstefnu i þessu efni. Ný móðurmáls-nám- skrá fyrir grunnskóla, sem út kom haustið 1976, er reist á þeim grunni, sem hér er lagður. Bókin er einkum ætluð kenn- aranemum, en einnig og ekki sið- ur öllum starfandi kennurum. Þetta er önnur bókin i Ritröð Kennaraháskóla Islands og Iðunnar, en þar birtast einkum fræðirit og handbækur um nám og kennslu. Aður er komin út i þess- um flokki bókin Drög að almennri og islenzkri hljóöfræði eftir dr. Magnús Pétusson. Laugardagur 26. 3. kl. 13.00 Jarðfræðiferð. Leiösögumaður Ari T. Guðmundsson, jarðfræð- ingur. Farið verður um Þrengsli — ölfus — Hellisheiði. Verð kr. 1500 gr. v/bllinn. Sunnudagur 27.3. 1. Kl. 10.30, Gönguferð um Sveifluháls. Fararstjóri: Sigurð- ur Kristinsson. Verð kr. 1200 gr. v/bflinn. 2. Kl. 13.00. Gönguferð: Fjallið Eina-Hrútagjá. Fararstjóri: Tómas Einarsson. Verð kr. 1000 gr. v/bflinn. Farið frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. Paskaferðir 1. Þórsmörk. 2. Landmannalaugar 3. öræfasveit — Hornafjörður. Nánar auglýst siðar. Auglýsing um ferðastyrk til rithöfundar 1 fjárlögum fyrir árið 1977 er 100 þús. kr. fjárveiting handa rithöfundi til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrk þennan óskast sendar stjórn Rithöfundasjóðs íslands, Skóla- vörðustig 12, fyrir 25. april 1977. Umsókn- um skulu fylgja greinargerðir um, hvern- ig umsækjendur hyggjast verja styrknum. Reykjavik, 24. mars 1977. Rithöfundasjóður íslands. Sighvatur Ásmundur Sigurður Almennur fundur um atvinnulýðræði verður haldinn i Lindarbæ laugardaginn 26. marz kl. 14. Frummælendur verða þeir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður og As- mundur Stefánsson hagfræðingur ASl. Fundarstjóri verður Siguröur E. Guðmundsson. Frjálsar umræður. — Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.