Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 6
Föstudagur 25. marz 1977 <. sssr Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra: HRAUNEYJARFOSSVIRKJIIN: Naudsynleg vegna almenningsnotkunar— En stækkun álversins heimtar 1/3 orkunnar í Stefni, tímariti ungra sjálfstæðis- manna, er birt viðtal viðGunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra og svarar ráðherrann meðal annars þeirri spurningu, hvort „skilja beri ákvörðun um Hrauneyjarfoss- virkjun á þá lund, að stóriðjuframkvæmdir sitji i fyrirrúmi við iðn- þróun á islandi næstu árin”. Spurningunni svarar ráöherr- ann á þessa leið: „Nei. Hrauneyjarfossvirkjun er nauðsynleg fyrst og fremst vegna almenningsnotkunar. Það liggur fyrir samkvæmt orkuspám, að eftir fimm ár er Sigölduvirkjun fullnýtt, þannig aö þá verður aflskortur, ef ekki verður komin ný virkjun. Það var þvi nauðsynlegt að veita virkjunarleyfi nú til þess aö út- boð og annar undirbúningur gæti hafist sem fyrst og veitir ekki af þessum tima. Leyfið fyrir Hrauneyjarfossvirkjun er veitt i fyrsta lagi vegna almenn- ingsþarfa, en i öðru lagi er hún nauðsynleg fyrir hinn almenna iðnað i landinu. Þó að engin stóriðja kæmi til, þá var nauö- synlegt að leyfa virkjun Hrauneyjarfoss. Sú virkjun er i rauninni þrir áfangar, þrjár vélar, 70 megavött hver, sam- tals 210 megavött. Leyfiö, sem nú var veitt, var fyrir tveim fyrri vélunum, 140megavötL Ef ekki kæmi til nein ný stóriðja á næstu árum, myndi fyrsta véla- samstæöan nægja i byrjun, en hinar koma siðar eftir þörfum. Varðandi stóriðjuframkvæmdir þá er eins og undanfarin ár rætt um þriðja kerskálann I Alverinu i Straumsvik. Þaö mál hefur verið á döfinni og til umræðu alla stund siðan samningar voru gerðir um Alverið i upphafi. Engar ákvarðanir hafa verið um það teknar, og er málið á Gunnar Thoroddsen. lágur, þá er söluverð til notenda hærra en viða annars siaðar. Að þvi er iönaðinn snertir, þá hefur stóriðjan sérstök kjör: Aburöarverksmiðjan, Sement- sverksmiðjan, Alverið og siðan járnblendiverksmiðjan. Til þess að unnt sé að seija rafmagn svo ódýrt, þurfa viss skilyrði aö vera fyrir hendi: Að verulegt magn af raforku sé keypt, að fyrirtækið geti tekið við raf- magnif háspennu og spennt það sjáift niður, og að notkunin sé nokkuð jöfn yfir sólarhringinn, og helit yfir árið.Þvi miður eru það ekki mörg islensk iönfyrir- tæki, sem fullnægja þessum kröfum, en þó eru þau til, og fer fram sérstök athugun á þeim möguleikum”. „Varðandi tolla á vélum og hráefni, þá hefur verið veruleg bót á siðustu tvöár. 1 árslok 1974 var 20% söluskattur á vélum til iðnaðar. Helmingur þessa gjalds var felldur niður i árs- byrjun 1975 og seinni helming- urinn i byrjun þessa árs. Þetta var eitt af aðaláhugamálum islenskra iönrekenda og er nú komið f höfn. Þá má geta þess, að tollar af hráefnum til iðnaöar hafa í verulegum mæli verið felldir niður og i nýju tollskrár- lögunum er heimild til að endur- greiða eða fella niöur gjöld sem enn standa eftir af sams konar vöru innfluttri hafa veriö lækk- aöir eöa felldir niður”. orkuþáttinn en tiökast annars staðar. Að visu eru virkjanir og háspennulinur i tengslum við þær undanþegnar aðflutnings- gjöldum. En allhá aðflutnings- gjöld eru á öllu þvi sem þarf til dreifingar raforku i smásölu, og ennfremur 13% álag, svokallað verðjöfnunargjald, sem er not- að til að standa undir rekstri Rafmagnsveitna rikisins. Þess vegna verður útkoman sú hjá okkur, að þó að sjálfur virkj- unarkostnaöurinn sé tiltölulega / Engu að siöur verður stffnan að vera sú, að islenzkur iðnaöur njóti jafnréttis bæði út á við og inn á við. Vikjum að orkuverð- inu. Virkjunarkostnaður er nú lægri hér en i flestum öörum löndum. Framleiöslukostnaöur raforku er tiltölulega lágur hér. Hins vegar er dreifingarkostn- aður meiri hér en i öðrum lönd- um. Þaö stafar sumpart af viðáttu landsins og strjálbýli. Einnig er þess að gæta að lögð eru hærri opinber gjöld á raf- umræðustigi enn. Ef til þess kæmi, að ráðist yröi I byggingu þriðja kerskálans, kallar það á áttatiu megawatta orku”. Orkuverð til stóriðiu Þá er ráöherrann spurður hvort hægt sé aö jafna aðstöðu- mun innlendrar iönframleiðslu og erlendrar á tslandi og ef svo sé, hvenær það verði. „Samanburður á aðstöðu iðn- aðar hér og erlendis er erfiður vegna mismunandi aðstæðna. OR VMSUM ATTUM Fall Indiru t vafstri heimsmála hafa menn oft, nú siðustu árin, beint sjónum sinum að Indlandi. Þar hefur Indira Gandhi stjómað með járnhnefa og barið niður miskunnarlaust allan mótþróa. Pólitískir andstæðingar hennar og Kongressflokksins voru fangelsaðir, dómstólar lagðir niður og embættismenn reknir úr stööum sinum. Enginn vafi er á þvi, aö ef Kongressflokkurinn undir forystu Indiru Gandhi hefði unnið sigur i þessum kosningum hefði mátt búast við þvi aö allir iýðræðislegir tilburðir hefðu verið upprættir og öll frjáls hugsun kveðin niður. Þaö má aö vissu leyti teljast furöulegt aö Indira og flokkur hennar skyldu leyfa frjálsar kosningar. Ýmsir stjórnmála- skýrendur benda hins vegar á, að Indira hafi ekki átt neinna kosta völ. Astandið hafi veriö oröiö svoalvarlegt að hætta hafi veriö á meiriháttar hreinsunum i æðstu valdastöðum. Efnahagsástand Indlands er enn mjög bágborið, fátækt er mikil og langmestur hluti ibúanna er enn ólæs og óskrif- andi. Stéttaskipting er einnig mikil eins og kunnugt er, en yfirstéttin i landinu hefur gegn um árin hlotið uppeldi sitt, i samskiptum við brezka heims- veldið. Og allt fram á þennan dag hafa verðandi visinda- menn, fræöimenn og stjórn- málaíeiötogar Indlands sótt menntun sfnia til Bretlands og annarra landa Vestur-Evrópu og einnig til Bandarfkjanna og Kanada. Þótt þessi önnur fjölmennasta þjóð veraldar sé enn illa á vegi stödd að þvi er varöar almenna menntun og mannsæmandi lifs- kjör fer ekki hjá þvi, aö sú menntun sem Indverjar hafa sótt til Vesturlanda siöustu ára- tugina er farin að segja til sfn. Áhrif vestræns lýöræöis hafa greinilega veriö sterk i landinu, og það er einmitt þess vegna sem hin nýja upplýsta kynslóð landsins neitar að horfa upp á almenn mannréttindi fótum troðin, eins og gert hefur verið i Indlandi i seinni tið. Úrslit kosninganna og fall Indiru Gandhi eru sigur lýöræðisins, ekki aðeins I Ind- landi, heldur i öllum heiminum. Þegar „Kerfið” verður „Bákn” Það er búiö aö senda „Kerf- mu” heldur betur tóninn í seinni tið, en eins og flestir vita er „Kerfið” i raun hvorki meira né minna en öll stjórnsýsla i land- inu, form hennar og framkvæmd. Þegar þessi stjórnsýsla veröur þung i vöfum og inn i hana fléttast auk þess ýmiss- konar fyrirgreiöslupólitfk, hrossakaup og annað þess hátt- ar fara menn gjarnan aö tala um „Kerfiö” i óvirðingartón og kalla það „Bákn”. Eins og orðiö ber með sér er „Báknið” fyrst og fremst þung- lamalegt og seint á sér. Og það er einmitt þess vegna sem nú- tima fólk á erfitt með að þola ástandið i stjórnsýslunni. Fólk vill aö mál séu afgreidd fljótt og vel. Siðareglur „Bákns- ins” eru hins vegar þær, að mál skuli afgreidd „meö hefðbundn- um hætti”, hvað sem tautar. „Bákniö” hefur engar áhyggjur út af réttlætinu. Formið og hefðin skipta þar mestu máli. Núna allra siöustu daga hafa „fulltrúar einkaframtaks” talið sig eiga leik á boröi I sambandi við opinber afskipti og opinbera þjónustu. Þeir hafa bent á, að útþensla rikisins sé orðin of mikil og afskipti rikis og sveitarfélaga af málefnum Úigafandi M. Arvakur. Raykjavlh. Framkvamdattjóri Haraidur Svainaaan. Pi'ariórar Matthtea Jote*—- minning og hvatning jrystugrain Tlmans I gar er staBhaft, »8 fri þ> •8 núverandi rikiastjórn tók vi8 völdum. só ekki kunnuf neinar meiriháttar tillögur SjilfstaeBisflokksins um a úr bákninu. Sá hluti rlkisbáknsins. sem heyrir und ieyti sjálfstaBismsnna, hefur ekkl þanizt minna út e hlutinn. sem ekki heyrir undir þá nema sfBur sá. Þa heldur ekki fariB mikiBfyrir tillögum sjálfstaaBismanna um a8 draga úr bákninu". si ummaali Tlmans hljóta ráBherrar og þingmenn Sjál sflokksins aB taka baaBi sem áminningu og um leiB sei lingu um a8 beina starfskröftum slnum aB þvl aB draf •svifum hins opinbera og skulu ekki endurtekin hér þa tem flutt hafa veriB frem fvrir bvf I MorounblaBinu i borgaranna keyri um þverbak. 1 sambandi viö þetta er rétt að vekja athygli manna á því að stjórnsýsla getur verið með ýmsum hætti, bæði slæm óg góð. Gagnrýnin á „Bákninu” beinist fyrst og fremst að slæmri stjórnsýslu og úreltum vinnubrögðum forpokaöra emb- ættismanna. I þessum efnum þarf eitthvað að koma til, og margt bendir einmitt til þess að almenningur, innan „Báknsins” sem utan, sé farinn að veröa sér meðvitandi um nauðsyn á meiriháttar and- legri hreinsun. Umsvif og athafnir hins opin- bera i ýmsum meiriháttar mál- um eru enn i algeru lágmarki hér á landi. Það er því alger- lega út i hött, þegar menn tala um nauðsyn þess að draga úr rikisafskiptum almennt. Aö visu má draga úr ýmsum opinberum afskiptum, sem virðast fremur til tjóns en ábata fyrir hinn almenna borgara. Hins vegar er nauðsynlegt, aö almenningur kref jist þess að hið opinbera standi fyrir og reki á sómasamlegan hátt alla þá þjónustu, sem nauðsynleg er talin i hverju velferðarsam- félagi. 1 þvi sambandi má nefna tryggingarkerfið, menntakerf- ið, heilbrigðisþjónustu og um- önnun fyrir aldraða. Þetta siðast nefnda gæti verið verðugt ihugunarefni fyrir þá sem stjórnaö hafa borgarmál- um Reykjavikur. I málefnum aldraöra er ástandið nú orðiö slikt aö til vansæmdar er. Þá má einnig nefna dagvist- unarmálin. I þeim efnum hefur Reykjavikurborg sofiö og sefur enn. Ýmiss fleiri mál mætti nefna i þessu sambandi, sem borgarbúar þekkja sjálfir af eigin raun. — BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.