Alþýðublaðið - 25.03.1977, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Síða 7
« a ia^iö' Föstudag ur 25. marz 197? ÚTLÖND 7 Henry Henriksen: Höfundur þessarar greinar er, einn af helztu sérfræðingum á þessu sviði i norskri blaðamanna stétt. Hann er ritstjórnarfulltrúi NTB og hefur auk þess verið aðalfréttaritari Reuters i Noregi s.l. 15 ár. Hann heíur að baki þátttöku i fjölda al- þjóðlegra ráðstefna og hefur ritað fjölda blaða- greina um utanrikismál. Togstreita Norðmanna og Sovétmanna um Norðurslóðir Eftir að Norðmenn höfnuðu inngöngu I Efnahagsbandalagið hefur þunginn af samningum við Sovétrikin færzt meira enáð ur á herðar þeirra. Hér ræðir um samninga um veiöiréttindi undan ströndum Noregs nyrzt, Barentshaf og Svalbarða. Hér kemur til greina ekki aðeins öryggismál Austur- og Vestur- þjóða, heldur og möguleikarnir aö nýta oliu og jarðgas, sem tal- ið er verulegt af undir sjávar- botni á þessum svæðum. Samningar hér um hafa ekki verið auðveldir, og hér ræðir raunar um meira en hagsmuni Noregs eins. Málið er orðið al- þjóðlegur vandi, sem er I sviðs- ljósi bæði austan og vestan- tjalds. Vandamáliðer raunar þriþætt í deilu Noregs og Sovétrikjanna. 1 fyrsta lagi skiptingin á land- grunninu i Barentshafi. 1 öðru lagi, það sem hér blandast inn i, skilgreining á efnahagslögsögu við útfærsluna i 200 milur og loks i þriöja lagi yfirráö Noregs yfir Svalbarða. Viðhorf Norðmanna Rauði þráðurinniNorðuráætl- unum Norðmanna hefur verið, og er, að tryggja sem árekstra- lausust samskipti á Norðurslóð- um. Stór þáttur i þvi er góð og friðsamleg sambúð við risa- veldið i austri- Sovétrikin. Kctriki, eins og Noregur, verður að gæta þess, að stór- veldin fái enga ástæðu til ótima- bærra aðgerða á svo hernaðar- lega viðkvæmu sviði og Barentshafið er. En jafnhliða þessu verður Noregur að styrkja yfirráð sin yfir Svalbarða ásamt land- grunninu við Eyjarnar. Ennfremur reynir Noregur aö tryggja sér yfirráð yfir þeim auðlindum, og óheftan aðgang að þeim, sem viö Svalbarða kunna að leynast, samkvæmt alþjóðasamningunum frá 1920. Noregur á varla nokkurn bandamannmeöalþeirra þjóða, sem telja sér þessi mál viðkom- andi, sem styður Noreg ein- huga. En aðalvandinn er hið nána nágrenni Sovétrikjanna og grundvallandi öryggiskröfur Rússa á noröurslóðum, einkum I Barentshafi. Vandi Rússa á Barentshafi Hinar sovézku kröfur, sem fram hafa verið bornar á fjórum ráðstefnum milli þessara grannlanda, um að fá lögsögu sina færða sem lengst til vest- urs, eru á engan hátt óskiljan- legar frá þeirra bæjardyr- um séö. Smátt og smátt hafa land- stöðvar fyrir kjarnorkuskeyti oröið þýðingarminni, sem mót- vægi við árásum. Þar er áherzl- an orðin meiri á kjarnorkukaf- bátana, sem hefndarvopn- eða árásarvopn. Barentshafið hef- ur þvi orðið Rússum æ þýðingarmeira með hverju ári I þessu skyni, og aldrei meir en siðan Rússar útbjuggu kafbát- ana með langdrægum flug- skeytum með kjarnaoddum, sem geta náð til þýðingarmik- illa staða I Bandarikjunum. Þvi þrengra sem er um kaf- bátaflotann, þvi meiri hætta er á, að unnt væri að granda honum, ef til styrjaldar kæmi. Þessvegna keppa Rússar að þvf, að fá sem rýmst athafnasvæði einmitt á Barentshafi. Hvað sem öðru liður vilja Rússar losa kafbáta sina úr hinum tiltölu- lega þröngu kafbátahöfnum á Kolaskaga. Deilan um Barentshaf milli Norðmanna og Sovétmanna, stendur um hvorki meira né minna en 155 þúsund ferkiló- metra hafsvæði, en það er um það bil jafnt og helmingur flat- armáls Noregs alls! Afstaða Rússa er alls ekki ný af nálinni, en hið nýja er þrætan milli þjóðanna. Umræður um þessa hluti hefur verið bannorð I norskum stjórnmáium árum saman. Arið 1944 tók Molotov, þáver- andi utanrikisráöherra I Sovét, upp þá afstöðu, að vegna örygg- is Rússa yrði að endurskoða sáttmálann um Svalbarða, þar eð hann tæki ekki nóg tillit til öryggis Sovétrikjanna. Hann lagöi til aö Svalbaröi yrði settur undir sameiginlega stjórn Rússa og Norðmanna, og Bjarnarey, sem er mitt á milli Svalbarða og noröurodda Noregs, lyti sovézkri stjórn! í umræðum þetta lagði Molo- tov fram landakort og benti á, að bæði Dardanellasund og Eyrarsund væru á valdi Þjóð- verja, jafnvel leiðin milli Sval- Oliuréttindi I Barentshafi er eitt þeirra mála sem dellt er um barða og meginlandsins væri I hættu. Allsstaðar heföu Þjóö- verjar of sterk itök.,,Og svo skal ekki framar til ganga”, sagði hann. Vitanlega var ótti Molo- tovs ekki ástæðulaus, en hann var um að lokað yrði að- flutningsleiðum til Rússlands af fjandsamlegum rikjum. ^Norðmenn höfnuðu og hafa ætið hafnað samstjórn Noregs og Sovétmanna á Svalbaröa- svæðinu, svo sem fram kom i umræðum Tryggve Brattelis, þegar hann fór til Moskvu 1974. Það, sem Norðmenn geta hugsað sér að ganga lengst, er samvinna um fiskveiðar á Barentshafi. Djúpstæður ágreining- ur Samningar landanna hafa nú stöðvast i bili, og Norðmenn þykjast ekki sjá neinar likur til að Rússum hafi enn snúizt hug- ur um að leita eftir samningum á grundvelli, sem Norömenn hafa gefið i skyn, að gæti verið fyrir hendi. En samningum hefur engan veginn veriö slitiö, og þess ber aö vænta, að sómasamleg lausn, sem báðir geta sætt sig við, finnist fyrr eða siðar. Bæði rikin hafa skuldbundið sig til þess að hlita hafréttar- samningnum frá 1958, en þar segir, að ef tvö grannriki geti ekki oröið ásátt um skiptingu hafsvæðis, skuli miölinan milli þeirra gilda. Þetta er aöalregl- an. En svo er klausa um, að taka megi tillit til „sérstæöra tilfella” eða „sérlegrar að- stöðu” annars hvors, eða beggja. Hér er einkum átt við jarðfræðilegar aðstæöur, sem gætu skipt landgrunni ósann- gjarnlega. 1 öllum umræöum hafa Rúss- ar hengt sig i „sérlegar aðstæð- ur” og ekki viljað frá þvi hvika. En Norömenn hafa bundið sig við meginregluna og þar stendur hnifurinn eða hnifarnir I kúm þessara rikja! 1 yfir- lýsingu, sem gefin var út 15. april 1926, krafðist Svoétstjórn- in óskoraðs yfirráðaréttar yfir öllu landi, fundnu og ófundnu, milli norðurstranda rikisins og að Norðurpólnum. Slikt hið* sama hefur Canada raunar gert, en þar sem slikar linur brjóta á ýmsan hátt i bága við réttindi annarra rikja, teljast þæ.r ekki hafa þjóðréttarlegt gildi. Skiptilinan á sovézkum landa- kortum liggur rétt austanvið Verdö, og hana telja þeir landa- mæri rikisins! Að þessu hefur verið ýjað i umræðum milli rikjanna, en ekki hlotið hljómgrunn hvorki meðal norsku stjórnarinnar eða norsku þjóöarinnar. Norðmenn viðurkenna ekki slíka „flugskey tapólitik ”! Samt sem áður hafa Svoét- rikin framkvæmt flugskeytaæf- ingar á hinu umdeilda svæði i Barentshafi. Reyndar hefur verið skotið fremur „meinlaus- um skeytum”, en Norömenn vilja alls ekki samþykkja þvilikt leikspil. Skeytasendingarnar „til æf- inga” eru ekki brot á þjóöarétti, en engum vafa er bundið, að þær hafa hleypt illu blóði i norsku þjóðina, og þaö eykur á vanda stjórnvalda, aö komast að sómasamlegum miölunar- samningum. Langvarandi vandi framundan Lausn á takmörkun veiði- svæða i Barentshafi er ekki I beinu sjónmáli. Rlkin hafa kom- ið sér saman um, að fiskveiði- takmörkin eigi aö vera sömu og skiptilinan, en hvað svo? Samkomulag hefur orðiö um gagnkvæm veiöiréttindi og fisk- kvóta i hvors annars lögsögu, en aftur á móti er enn deilt um lög- regluvaldiö á hinum umdeildu svæðum. Aðilar eru ásáttir um, að hleypa engri hörku i málið og ennfremur, að bráðabirgða- samkomulag gefi engan fullnaðarrétt um yfirráö land- grunnsins. Knud Frydenlund, utanrikis- ráðherra Noregs, sagði I ræðu 1974, að Sovétrfkin yröu að skilja aðstöðu smárikis eins og Noregs, sem raunverulega væri einskonar árekstrahlif milli litt vinveittra stórvelda. A sama hátt lét hann þá skoðun I ljós, aö Noregur yrði að taka einnig fullt tillit til sins volduga granna, þarfar hans og áhugamála á þessu sviði. Þrem árum siðar sagði sami maður i nýársviðtali, aö Norð- menn yrðu að venjast þvi þótt slikar deilur væru óleystar um árabil. Lausnin myndi fást, fyrr eða siðar. Hann lét i ljós þá skoðun sina, að Barentshafið væri og yrði enn um sinn einskonar „loft- vog”, þar sem lesa mætti af viö- horfin á hverjum tima milli Vestur- og Austurveldanna. Skoðun hans er, að samvinna við Vesturveldin sé einnig grundvöllur fyrir samvinnu við Austurveldin, enda haldi spennuslökun áfram. Bregðist það, kann að veröa aö endur- skoða viðhorfin til austurs. Ahugamál Norðmanna er, aö hafa sem minnsta spennu. Þeir ástunda, að halda sig við norsk yfirráð yfir sem mestu af land- grunninu.meðfullum rétti til að hagnýta oliu- og gasbirgðir svæðisins, og ekki siður fisk- veiðarnar. Skiptilinurnar hafa enn ekki verið dregnar, en þær eru enn áhugamál Norðmanna. Sovét- menn vilja hinsvegar fara sér þar að öllu hægt. Eflaust veröur spennuslökunin þýðingarmest af öllu, til að fá frambúðar- lausn. Þannig líta margir Norðmenn á málin. Rússneski björninn reynir að komast meö krumlurnar I matar- forða býflugnanna sem eru tákn Norðmanna sjálfra TOGSTREITA NORBMANNA OG SOVÉTMANNA VM NORÐURSLÓÐIR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.