Alþýðublaðið - 25.03.1977, Side 3

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Side 3
Föstudagur 25. marz 1977 VETTVANGUR 3 Skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins um álverið í Straumsvík Aðgerdir í aðsigi — af hálfu heilbrigðisyfirvalda 5. Nokkrar kröfur heil- brigðisyfirvalda til ISAL. Af þvi sem hér hefur verið rakið er hægt að gera kröfu til álvers- ins i Straumsvik um að leggja fram skýrslu þar sem eftirfar- andi þarf að svara: a) Hverjar hafa verið árlegar mælinganiðurstöður Islenzka álfélagsins á ryki, loftteg- undum, hávaða o.fl. á vinnu- stöðum frá 1969 fram á þennan dag. Skal getið tegundar og magns þessara mengunarvalda á vinnustöðum og i andrilmslofti starfsmanna. b) Hvaða hættumörk hefur ís- lenzka álfélagið haft til viðmiö- unar þegar það hefur metið heilsufarshættu út frá niður- stöðum þessara mælinga? c) Hvaða ráðstafanir hefur Is- lenzka álfélagið gert til aö minnka hættulegt magn ryks eða lofttegunda i andrúmslofti á vinnustööum i verksmiðjunni? d) Hverjar hafa niðurstöður rykmælinga, hávaðamælinga eöa mælinga á lofttegundum orðið eftir slikar aðgerðir? e) Hvernig er mengun and- rúmslofts á vinnustöðum háttað i álverinu i dag? f) Hvaða ráðstafanir hafa af hálfu tslenzka álfélagsins verið geröar til aö bæta núverandi ástand hvað varðar mengun andrúmslofts á vinnustöðum fyrirtækisins? g) Hvaða rannsóknir hafa verið framkvæmdar á öllum starfsmönnum álversins árlega, frá 1969 og fram á þennan dag? h) Hverjar eru niðurstöður þessarar rannsóknar með tilliti til atvinnusjúkdómaeðaannarra kvilla t.d. á tiöni sjúkdóma i öndunarfærum við ráðningu og við árlegt eftirlit með sömu starfsmönnum, hve margir starfsmenn hafa hætt störfum við álverið vegna óþæginda frá mengun andrúmslofts á vinnu- stöðum og hvaö hefur orðið um þessa menn? Hefur þeim batnað eða hafa þeir hlotið varanlegt mein vegna starfs sins i ál- verinu? i) Hefur héraðslækninum i Hafnarfiröi verið tilkynntum þá starfsmenn sem fengiö hafa at- vinnudjúkdóma vegna starfa i álverinu? j) Hver er slysatiðni, tegundir slysa og dreifing eftir störfum i alverinu frá 1969 og fram á þennan dag? k) Hvaöa ráðstafanir hefur Islenzka álfélagið gert til að koma heilbrigðisþjónustu sinni i það horf, sem nauðsynlegt er taliö við slikan atvinnurekstur þar sem góöar venjur eru I iðn- aöi? 6. Aðgerðir i aðsigi af hálfu heiibrigðisyf irvalda. Heil- brigöisyfirvöld munu nú sem fyrr beita sér fyrir öllum þeim aðgerðum sem nauösynlegar eru taldar til varnar mengun á vinnustööum álversins svo og þeirri heilsugæzlu sem nauðsynleg er og við á við slika, starfrækslu. Mun verða haft samráð viö fulltrúa starfsmanna og for- ráðamannaverksmiðjunnar i þessum efnum hér eftir sem áður. Að eftirfarandi málum hefur Heilbrigöiseftirlit rikisins unniö að undanförnu: 1. Heyrnardeild Heilsuverndar- stöövar Reykjavfkur verður falið I samráði viö fyrrnefnda aðila að framkvæma á næst- unni heyrnarmælingar á öll- um starfsmönnum fyrirtækis- ins svo og siðara reglulegt eftirlit með heyrn starfs- manna. 2. Fenginn hefur verið sérfróöur 4. hluti ráðgjafi frá Atvinnuheil- brigðismálastofnuninni i Osló, sem hefur margra ára reynslu af málum er varða mengun vinnustaða og sér- staklega i álverum og er hann þekktur á alþjóðavettvangi i þessum málum. Mun hann koma hingaö tillands 12. april næstkomandi og vera til að- stoðar við skipulag meng- unarvarna, eftirlit með mengun vinnustaða, rannsóknum á mengunar- völdum svo og vissum heil- brigðisrannsóknum en hann hefur nýverið unnið að sliku skipulagi fyrir áliönaöinn I Noregi ásamt fulltrúum launþega og atvinnurekenda. 3. Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur með fjárhagsaðstoð Heilbrigöis- og trygginga- málaráðuneytisins keypt nauösynleg rykmælingatæki sem notuö veröa til rykmæl- inga (og flúormælinga í ryki) i verksmiðjum landsins. 4. Heilbrigðiseftirlit rikisins mun á næstunni auglýsa stöðu heilbrigðisráðunauts og verð- ur hún ætluð tæknifræöingi og mun þá bætast aðstaða stofn- unarinnar tii eftirlits meö mengunarmálum á vinnu- stöðum þótt ljóst sé að stofn- unin þurfi hið fyrsta að fá meira starfslið og fjármagn eigi aö vera hægt að halda uppi skipulegu og raunhæfu eftirliti meö hinum mörgu málaflokkum er undir stofn- unina heyra. 7. Hreinsibúnaður Með tilvísun til reglugeröar númer 164 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna og laga númer 79/1966 um lagagildi samnings milli islenzku rikisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Ltd. um ál- bræöslu við Straumsvik, ritaði lslenzka álfélagið þáverandi heilbrigðismálaráðherra bréf, dags. 31/10 1972 og gerði grein fyrir áformum sinum um bygg- ingu hreinsibúnað'ar viö ál- bræðsluna. Segir svo orðrétt I lok þessa bréfs: „Að lokum vili ISAL taka fram að félagið er reiðubúið til aö gera allar eðli- legar ráðstafanir til að hafa hemil á og draga úr skaölegum áhrifum af rekstri bræðslunnar I samræmi viö góðar venjur I iðnaöi i öörum löndum viö svip- uð skilyröi i góðri samvinnu við stjórnvöld”. Er hér um að ræða itrekun á þriðju málsgrein 12. greinar i samningi Swiss Aluminium Ltd. og islenzku rikisstjórnarinnar. Aöurnefnt bréf ÍSALS var sent heilbrigðiseftirliti rikisins til umsagnar og veitti.stofnunin umsögn sina um mengunar- hættu við álveriö i bréfi dags. 22/1 1973. Taisi stofnunin óhjá- kvæmilegt að sett yröu upp hreinsitæki við álverið i Straumsvik og að mál þetta þyldi enga bið umfram þaö sem tæknileg vandamál geröu nauðsynlegt. A grundveili þessa, var tslenzka álfélaginu með bréfi ráðuneytisins, dags. 31/1 1973 gert að setja upp búnaö til hreinsunar á flúorsambönd- um úr ræstilofti verksmiðjunn- ar. Kveðið var á um að fullt samráð yrði haft við Heil- brigðiseftirlit rikisins um á hvern hátt úrbætur skyldu úr garði gerðar. Sendi Islenzka álfélagið i framhaldi af þessu Heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytinu bréf dags. 28/3 1973 þar sem staðfest er, að sett verði upp hreinsitæki i Straumsvik og þvi verki hraöað svo sem tæknilegar ástæður leyfa og að haft verði fullt samráð viö Heilbrigðiseftirlit rikisins i þessu efni. Það skal tekið fram, aö þrátt fyrir bréfa- viöskipti þessi, létu forráöa- menn álversins itrekað i ljós það álit sitt aö réttarstaða ISALS færi eftir ákvæðum fyrr- nefnds samnings milli rikis- stjórnarinnar og Aluswiss og að fyrirtækið þyrfti ekki starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 164/1972. 1 fyrrnefndu bréfi ÍSALS, dags. 31/10 1972 er skýrt frá því að geröur heföi verið samningur við Islenzkan uppfinningamann um þróun nýrrar gerðar hreinsitækja. Tilraunir með tæki þessi stóöu siðan yfir fram á seinni hluta árs 1974 eða I tæp tvö ár. Skiluöu tilraunir þessar ekki tilætluöum árangri, hvað hreinsihæfni snertir. Hreinsi- tæki þessi eru að mati Heil- brigðiseftirlits rikisins mjög at- hyglisverð og liklegt að nota megi þau með góðum árangri þar sem réttar aöstæður eru fyrir hendi. Ljóst mátti hins vegar vera forráðamönnum ál- versins frá upphafi aö notkun þeirra var ekki raunhæf við þær aðstæður sem fyrir hendi eru i kerskála álversins, þar sem hreinsa þarf griöarlegt loft- magn (17-18 millj. m3/klst.) hver svo sem niðurstaða tilrauna hefði orðiö, hvað hreinsihæfni snertir. Skulu til greindar hér nokkrar ástæð- ur: 1. Notkun tækjanna hefði fyrir- sjáanlega krafizt geysimikils rafafls, þ.e. um og yfir 40 MW. 2. Notkun tækjanna heföi ekki leitt til minni mengunar i andrúmslofti starfsmanna I kerskála. bvert á móti er lík- legt að notkun þeirra hefði leitt til verra ástands en áður var. 3. Þegar ákvöröun um tilraunir þessar var tekin, var ál- vinnslan i lokuöum kerjum meö hreinsun útblásturs i svonefndum þurrhreinsibún- aði þegar hafin i ýmsum verksmiðjum. Slikur búnaður hefur augljósa kosti, m.a. þann að mjög dregur úr mengun í andrúmslofti starfs- manna I kerskála. Mátti ljóst vera á þessum tima, hvert stefndi I þróun þessara mála I heiminum. 1 október 1974 tilkynnti Isal Heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytinu að ákveðið hefði verið aö hverfa frá áætlun um notkun hreinsitækja Jóns Þórð- arsonar. 1 nóvember var siöan lögð fram áætlun um lokun raf- greiningarkerja álversins og uppsetningu þurrhreinsibúnað- ar. Lýsti Heilbrigöiseftirlit rikisins sig sammála þvi að þessi leið yrði farin. Mótaðist afstaða stofnunarinnar m.a. af þvi að slikur búnaður dregur úr mengun i andrúmslofti starfs- manna i kerskála verksmiðj- unnar. Gert var ráð fyrir þvi i áætlunum fyrirtækisins, aö árið 1975 færi I tilraunir meö þekjur og að hreinsibúnaður yröi kom- inn i fullan rekstur fyrir allt ál- verið um áramótin 1977/78. Er skemmstfrá þvi að segja, að til- raunir þessar drógust á langinn, auk þess sem fjármagn til þeirra var skorið niður og dreg- ið var úr umfangi þeirra. Hófst tilraunarekstur ekki fyrr en i byrjun árs 1976 og stóð einungis i 4 1/2 mánuö. Jafnframt var einungis byggt yfir tvö ker i stað fjögurra i upprunalegri áætlun. Lét álverið af hendi skýrslu um tilraunir þessar i ágúst 1976. Er þar komizt að þeirri niðurstöðu, aö þekjurnar henti ekki aðstæð- um i Straumsvik að öllu leyti og að með þeim verði ekki unnt að uppfylla þær kröfur um hreinsi- hæfni sem fram hafði veriö sett- ar af heilbrigðisyfirvöldum. Fyrir siðastnefndu ályktuninni eru þó ekki færð óyggjandi rök á grundvelli mælinga eöa á annan hátt. Ennfremur er komizt aö þeirri niðurstöðu að rétt sé nú að gera áætlun um nýjar tilraunir með lokun kerjanna og breytta framleiðsluhætti til þess að koma megi við fullkominni hreinsun. Með kröfum heil- brigðisyfirvalda er hér átt við bréf Heilbrigðiseftirlits rikisins til Isal, dags. 18/8 1975, þar sem stofnunin, að höfðu samráði við Náttúruverndarráö og Heil- brigðismálaráð Hafnarfjaröar, lét I ljós álit sitt á þvi, hvaða árangri beri aö ná meö hreinsi- búnaðinum með hliösjón af þró- un þessara mála i öðrum lönd- um. Var þetta gert i samræmi við fyrrnefnt bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytis- ins, dags. 31/10 1973, þar sem mælt er svo fyrir um, að úrbæt- ur i mengunarmálum álversins skuli gerðar i samráöi við Heil brigðiseftirlit rikisins. Framangreind atburðarás sýnir glöggt, að bygging hreinsibúnaðar hefur ekki haft fullan forgang hjá forráða mönnum álversins og aö fullar efndir hafa ekki veriö á fyrir heiti þvi, sem gefið var i áður nefndu bréfi álversins 31/10 1972. A hjálögðu yfirliti er greint frá framleiösluhattum og mengunarvönum i nokkrum Frainhald á bls. 10. YFIRLIT YFIR FRAMLEIDSLUADFERDIR OG MENGUNARVARKIR VIÐ ALIÐNAÐ 1 NOKKRUM LÖNDUM Land Framl. geta þús. tonn/ár Fjöldi verk- smiðja Verksmiðj. án nokkurs hreinsi- búnaðar Verksmiðj? ^ með Söder- berg ofna Q 1 Verksmiðjur með forbökuð skaut Hliðarþjónuð Miðjuþjónuð Heildarfj. M/lokuð ket* Heildarfj. M/lokuð ker U. S. A. 4569 31 0 12 6 4 16 16 Canada 1067 6 Ob) 6 1 1 0 0 Japan 1474 13 0 9 5C) 5 0 0 Þýskaland 764 10 0 2 7 4 2 2 Noregur 723 8 O 7 2 id) 2 2 ísland 74 1 1 0 1 0 0 0 a) Einstaka verksmiðjur hafa bæði Söderberg ofna og ker með forbökuftm skautum. b) Ein verksmiðja er einungis með hreinsun á hluta útblásturs. c) Um er að ræða ker með forbökuð skaut, en ekki er kunnugt með vissu um skiptingu milli hliðarþjónaðra og miðjuþjónaðara. d) öfullkomin lokun kerja. Aths. Yfirlit þetta er samið samkvæmt upplýsingum sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur aflað sér frá stofnunum erlendis sem með mengunarmál farn. Sökum Örrar þróunar og stöðugra breytinga er ekki unnt að ábyrgjnst, að um minniháttar frávik geti verið að ræða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.