Alþýðublaðið - 28.06.1977, Page 2

Alþýðublaðið - 28.06.1977, Page 2
2 STJÖRNMÁL/FRÉTTIR Þriðjudagur 28. júní 1977 ^SaSfd1 alþýöu' ttgcfa.idi: Alþýöuflokkurinn. Kekstur: Keykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskrtftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. AFREK TIL FARSÆLDAR Sumir segja, að f ramsóknarmenn séu aldrei skemmtilegir, a.m.k. ekki þeir, sem hafa atvinnu af því að skrifa í Tímann um ágæti núverandi ríkisstjórnar. Þetta er ekki satt eins og glögglega má sjá á tilþrif- um leiðarahöfundar Tím- ans s.l. föstudag. Þar skellir leiðarahöf undur skáldafákinum á skeið og ferákostum. Enda liggur ekki lítið við, þar sem hann er að gera úttekt á ríkisstjórn sinni og íhaldsins og f innst greini- lega mikið til afreka hennar koma. ( þessum leiðara Tím- ans má sjá, að markmið- um ríkisstjórnarinnar og stefnuyfirlýsingum hefur harla vel verið náð, bæði hvað snertir stöðuga verðlagsþróun, áfram- haldandi hagvöxt og trausta stöðu þjóðarbús- ins út á við. Og fram- sóknarmennirnir á Tím- anum eru ekki i neinum vafa um það, að við- reisnarstjórnin sem einu sinni var stenzt engan samanburð við núverandi ríkisstjórn í þessum efn- um. Að dómi þeirra Tímamanna kemst við- reisnarst jórnin hvergi nærri með tærnar þar sem núverandi ríkis- stjórn hefur hælana. Oft hafa verið töluð ósannari orð. Lítum t.d. á verðbólg- una. Ríkisstjórnin hefur það að meginmarkmiði að stefna að stöðugri verðlagsþróun innan- lands. Þetta f innst þeim Tímamönnum að hafi tekist bærilega. Við hinir sjáum auðvitað, að verð- bólguprósenturnar eru ekki alveg stöðugar, held- ur rokka svolítið til, 43% fyrsta árið, 50% næsta ár og svo 34% hið þriðja. Allir hljóta að sjá, að þetta er langtum glæsi- legri vöxtur en hjá við- reisnarstjórninni, sem varð að láta sér nægja 12% meðalverðbólgu á árunum 1959 til '69 og marði ekki verðbólguna nema tvisvar yfir 18% og aldrei hærra en í 24%, en varð svo inn á milli að druslast með aðeins 4% eða 7% verðbólgu. Af þessu geta menn auðvitað ráðið, hvað þróunin í þessum málum hefur verið miklu stöðugri og örari hjá núverandi rikis- stjórn heldur en hjá við- reisnarstjórninni. ráðstöf unartekjurnar um 58%. Það er þessi munur, sem leiðarahöf undur Tímans vill að ekki fari framhjá íslensku þjóð- inni. Staða þjóðarbúsins út á við er líka vel viðunandi að áliti Tímans og vita- Og svo er það hagvöxt- urinn. Hann er fljótaf- greiddur hjá þeim fram- sóknarmönnum. „Hag- vöxtur hefur haldist", segir leiðarahöf undur Tímans. í því sambandi þarf hann ekki að gá að tölum. Ríkisstjórnin hef- ur hagvöxt að stefnumiði og þá hlýtur hagvöxtur- inn að haf a haldist að áliti þeirra Tímamanna. Hvað koma þeim heldur mínus- ar við á þessum sælutím- um? Hvað kemur leiðara- höfundi Tímans við að þjóðartekjur séu lægri á árinu 1976 en á árinu 1973? Hvað varðar hann um, að þjóðartekjur á mann hafa lækkað um 7% á árinu 1975? Er breytingin ekki vöxtur, eða hvað? Er það ekki vöxtur að minnka, þótt það sé kannski mínus- vöxtur? Hagvöxturinn hefur bara hlaupið í stór- þvotti núverandi ríkis- stjórnar. Viðreisnarstjórnin getur ekki státað af því að hagvöxturinn hafi hlaupið, úr því að þjóðar- f ramleiðslan óx um 50% á áratugnum 1959 til 1969 og skuld í f ullu samræmi við það stefnumið ríkis- stjórnarinnar að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum skuli vera traust. Skilningur Tímans er auðvitað hér eins og annars staðar, að því hærri sem tölurnar eru, þeim mun betra. Núver- andi ríkisstjórn hefur aukið skuldir þjóðarinnar erlendis um 10 til 20 millj- arða króna á ári, tvö ár í röð. Þetta er ekki hægt að segja um viðreisnar- stjórnina. Viðreisnar- stjórninni tókst heldur aldrei að koma skuldum þjóðarinnar erlendis upp í 100 milljarða króna, en það tókst núverandi ríkis- stjórn um síðastliðin ára- mót og er enn að . Það sjá auðvitað allir, að núver- andi ríkisstjórn er af- rekastjórn á þessum svið- um eins og hinum, og skuldasöfnun viðreisnar- stjórnarinnar er hreinn tittlingaskítur samanbor- ið við þessi afrek. „En hitt er þó aðalat- riðið, að erlendum lán- tökum hefur verið varið til arðbærra fram- kvæmda og til að mæta tímabundnum erfiðleik- um", segir í leiðara Tím- ans, og er nú áherslu- þunginn orðinn mikill. Fjárfestingar á tímum viðreisnarstjórnarinnar blikna í augum þeirra Tímamanna í saman- burði við þær stórarðsömu fjárfestingar sem nú blasa við, eins og Kröf lu- virkjun og þörunga- vinnslan. Drjúgur hluti af skuldaaukningunni erlendis hefur farið í þessi fyrirtæki, sem eru greinilega stolt ríkis- stjórnarinnar hvað arð- semi varðar. Leiðarahöf undurinn telur, að ríkisstjórnin hafi allt frá upphafi átt kost á því að fylgja harð- ari stefnu í efnahagsmál- um en hún hefur gert, en slíkt hefði kostað þjóðina atvinnuleysi og byggða- röskun. Það er gott fyrir þjóðina að fá að vita, að ríkisstjórnin hefur ekki haft áhuga á að hafa fasta stjórn á efnahags- málum. Hins vegar hafa auðvitað allir fundið það, að landinu hefur ekki verið stjórnað. Engu að síður er það mikils virði að fá þetta áhugaleysi ríkisstjórnarinnar stað- fest í einu höf uðmálgagni hennar. Það er líka gott fyrir þjóðina að fá að vita, að ríkisst jórnin treystir sér ekki til þess að halda uppi fullri at- vinnu nema með 40 til 50% verðbólgu og 10 til 20 milljarða króna skulda- söfnun erlendis á ári hverju. Þetta er auðvitað líka met og á þess vegna vel heima í afrekaskrá ríkisstjórnarinnar í leið- ara Timans. Kannski er þetta heimsmet, heims- met í uppgjöf og stjórn- leysi! Þetta eru þau af- rek og met ríkisstjórnar- innar, sem Tímamenn vilja ekki, að fari fram hjá þjóðinni og töldu svo listilega upp í leiðaranum á föstudaginn undir f yrir- sögninni: Til farsældar. Nú má þjóðin vita, að svona frammistaða allt upp í heimsmet heitir á máli Framsóknar: Afrek til farsældar! K.J. Ný seglskipaöld aö hefjast? Orkuskortur gæti hrundið henni af stað James Onedin karlinn vissi vel hvaö hann söng, þegar hann hélt dauöahaldi i gömlu seglskipin og fussaði við gufuskipunum. Hann var alveg viss i sinni sök, um aö seglskipin mundu halda velli og að lokum sigra i sam- keppninni, og þá aðallega vegna þess hversu ódýr þau voru i rekstri. Þá voru aö visu ekki allir á sama máli og hann, en nú eru forsjálir menn að fá gömlu vizk- una aftur eftir þvi sem fréttir segja frá fundi fragtskipaeigenda i Ástraliu nú fyrir skömmu. Þar tók til máls framkvæmda- stjóri þekkts skipafélags og mælti þar m.a. með endurvakningu seglskipanna og hóf fortölur sinar með þvi að segja að þetta væri ,,alls ekki eins vitlaust og menn álitu við fyrstu sýn.” Hann endurvakti gömlu ástæðuna fyrir ósigri seglskip- anna, sem hann kvað hafa að mestu verið mikinn kostnað við hægar ferðir, mikinn mannskap. kostnað við seglabúnað, reipi og annað slikt. „Hugsið ykkur 100.000 tonna slikt skip, sem væri byggt fyrir flutning málmgrýtis”, sagði hann. Slikt skip þyrfti ekki aö vera nærri eins stórt og vélarskip með sama burðarþoli, vegna þess rýmis sem sparaðist fyrir stóra vél og miklar fjárhæðir mundu einnig sparast, sem annars færu i brennsluoliu. Framhald á bls. 10 Sjötugur: Páll M. Ólafsson, múrarameistari t dag 28. júni verður Páll M. Ólafsson múrarameistari sjötiu ára. Hér er ekki ætlunin að telja upp aðstandendur eða að fara að neinni hefð um afmælisgreinar. Við erum nokkrir múrarar, sem höfum átt þvi láni að fagna, að njóta tilsagnar Páls á byrj- enda árum okkar. Páll nam múr- smiði hjá Korneliusi Sigmunds- syni og vann m.a. i Þjóðleikhús- inu og fleiri stórbyggingum. Þegar unnið var við hús Einars Jónssonar myndhöggvara þá voru þar ýms verk, sem þurfti mikillar nákvæmni við og óskaði Einar þá eindregið eftir þvi að Páll ynni þau, listamaðurinn var ekki lengi að sjá handbragðið. Þetta segir meira um hæfni Páls i iðn sinni en flest annað. Vatns- veita Reykjavikur hefur notið starfskrafta Páls hin siðari ár. Heill þér sjötugum gamli vin. Nemar. 220 þús. kr. sekt fyrir landhelgisbrot Á miðvikudagsmorguninn kom varðskipið Ægir að Drifu SU að ólöglegum veiðum á of grunnu vatni á Meðallandsbug. Var bát- urinn færðurtilhafnar á Eskifirði og hófust þar réttarhöld i máli skipstjórans á Drifu. Báru varð- skipsmenn að báturinn hafi haft humartroll i sjó þegar að var komið og toghlera upp úr sjó. Skipstjóri bar hins vegar að byrj- að hafi verið að toga á löglegu svæði en bátinn hafi siðan rekið nær landi. Hafi hann siðan ætlað að sigla út fyrir á nýjan leik. Að þvi er Alþýðublaðið fékk upplýst hjá sýslumannsembætt- inu á Eskifirði, lauk máli þessu með dómssátt og er skipstjór- anum gert að greiða kr. 220 þús. i sekt til rikissjóðs. Ekki er vitað hvort afli og veiðarfæri hafa verið gerð upptæk, en ákvörðun um slikterá valdi sjávarútvegsráðu- neytisins. —ARH Áætlunarflug til Mývatns Flugfélagið Vængir hefur nú tekið upp fastar áætlunarflug- ferðirtil Myvatns og verður flogið þangað daglega og er brottför frá Reykjavikurflugvelli klukkan 19.00 dag hvern, en frá Mývatni klukkan 21.00. Þetta er i fyrsta skipti sem haldið er uppi föstum flugsam- göngum milli Reykjavikur og Mývatns, en áætlun þessi hefur verið i undirbúningi um all langt skeiö hjá félaginu. Oðru jöfnu verða notaöar Twin Otter skrúfu- þotur á flugleiðinni, en þær taka 19 farþega. Auk flugsins til Mývatns hafa Vængir tekiö upp þá nýbreytni að bjóða upp á svo kölluð Miönætur- sólarflug á meðan sól er hæst á lofti i sumar. Fysta Miðnætursólarflugið var 13. júni s.l. en þá fór full vél frá félaginu i slikt flug. Flogið er frá Reykjavik snemma kvölds og flogið noröur fyrir land með viö- dvöl i Grimsey. 1 Grimsey geta menn farið i skoðunarferðir og horft á mið- nætursólina, en siðan er drukkið kaffi i félagsheimilinu. Aður en lagt er af stað heimleiðis fá allir afhent skirteini sem staöfesta að viðkomandi hafi stigiö norður fyrir heimsskautsbaug. —GEK

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.