Alþýðublaðið - 28.06.1977, Side 6

Alþýðublaðið - 28.06.1977, Side 6
6 Þriðjudagur 28. júní 19 ■l|iýðu* 77 btaðM [ MARTIN M. KAPLAN: Á Heilsuvernd í vanþróuðum löndum — og hvernig lengja má lífdaga þúsunda manna Skipulagsleysi i heilsuverndar- málum er einn mesti vandi vanþróaðra rikja, auk þess sem sérmenntaðan mannafla skortir sárlega. Þetta á einkum við i afskekkt- um sveitahéröðum, enda eru far- sóttir þar algengar auk næringar- skorts, sem lamar mótstöðuafl fólksins þar um skör fram. Aðstoð betur menntaðra þjóða hefur einnig oft haft óheillavæn- leg áhrif á heilsuverndarmálin i vanþróuðum rikjum, vegna þess að hún hefur oft birzt í liki sundurlausra aðgerða og ómarkvisra. Vert er að taka það fram, aö hér er ekki ætlunin að hafa uppi ógrundaðar ádeilur, enda liggur góður vilji til að bæta um alla- jafna á bakvið. Niðurstaðan verður samt of oft einskonar gluggaskreyting fyrir hjálparaðilann, fremur en að af hjálpinni verði verulegt gagn. Margt ber hér til. En það má öllum vera skiljanlegt, að þó vönduð sjúkrahús, t.d. séu reist og búin út með öllum tækniþæg- indum, sem nútima læknavisindi krefja, orka þau litlu i bættri heilsugæzlu ef sérmenntað starfs- lið skortir. 1 annan stað er meiri nauðsyn að byggja heilsu- verndarkerfið upp frá grunni og njóta til þess aðstoðar innfæddra starfskrafta, heldur en að fá þjóð- unum i hendur eina og eina stofn- un, þar sem aðeins er fjallað um takmörkuð sérsvið mannlegra meinsemda. Þvi miður liturslik aðstoð oft út sem hafizt væri handa að byggja þak húss á undan grunni og veggjum. Veigaminni menntun i heilsu- gæzlustörfum, en harðsoðin sér- fræði, myndi oft verða fólkinu notadrjúg, einkum við að auka þvi sjálfstraust. Þar yrði að by rja ótrúlega neðarlega á mælikvarða vel menntaðra þjóða. Viða gætir þess i vanþróuðum löndum, að hreinlæti er mjög á- bótavant, drykkjarvatn óheil- næmt og litil eða engin hreinsun úrgangs fer þar fram. Ónæmisaðgerðir gegn algeng- um farsóttum mjög sjaldgæfar og ófullkomnar og dánartala ung- barna mjög há. Reynslan hefur sýnt, aö jafnvel einföldustu ónæmisaðgerðir, sem engin þörf er aö hálæröir læknar annist, hafa aukið stórlega á meðaltalslanglifi fólksins. Þessvegna varðar mestu fyrst i stað, aö koma upp innfæddu hjálparliði, sem gæti komið að verulegum notum, þó þjálfun þess væri stutt, jafnvel allt niður i þriggja mánaða námskeið. Uppbygging fullkomins heilsu- verndar- og heilsugæzlukerfis mætti likja við pýramida, þar sem grunnurinn væri skamm- þjálfað starfslið, sem beitt væri við smávægilegri kvilla og ónæmisaðgerðir. Siðan tæki venjuleg læknishjálp við og i toppnum væri svo sérfræðingar, sem glimt gætu við vandasöm- ustu tilfellin. Algengt er, að þeir, sem gjarn- an vilja aðstoða vanþróaðar þjóð- ir og leggja fram fé til lækna- þjálfunar innfæddra hafa um of i hug algengar þarfir og kröfur sinna eigin þjóða. Þegar svo læknarnir koma heim eftir námið, biða þeirra ger- ólik vinnuskilyrði þeim, sem þeir vöndust i námi sinu, rótgróið skipulagsleysi i velflestum heil- brigðismálum, skilningsleysi ráðamanna og jafnvel vantrú á aðferðir læknanna. Ef vel ættiað vera, þyrftu þeir, sem skipuleggja eiga menntun heilbrigðisstéttanna, að vera gagnkunnugir þjóðfélags- og landsháttum og hugsanagangi þeirra, sem eiga að verða hjálparinnar aðnjótandi. Þá fyrst kæmu fjárframlög og önnur að- stoð að tilætluðum notum. Skipulögð rannsókna- starfsemi Varla er um það að villast, að undirstaðan undir bætta heilsu- verndivanþróuöumlöndum, verð- ur að vera reist á rækilegu og vel skipulögðu rannsóknarstarfi hæfra manna. Flestar menningarþjóðir eru hreinlega vaxnar frá kvillum sem hrjá aö geta vanþróað fólk. Þær hafa skipulagt fyrirbyggjandi aðgerðir þó i misjöfnum mæli sé auðvitaö, og það þykir sjálfgefið að þegn- arnir njóti þegar i barnæsku alls- konar ónæmisaðgerða, næringar- skortur og hörgulsýki er þeim yfirleitt framandi. Þess i stað beinist nú athygli menntuöu þjóðanna að glimu við krabbamein, hjartabilun, gigt- sýki og liffæraflutningi. Heilsugæzlusamtök Sameinuðu þjóðanna (WHO) hafa nú tekið að beita sér fyrir rannsóknum á ýmsum hitabeltissjúkdómum. Þetta miðar að þvi að ná valdi yfir og geta þannig afstýrt sýk- ingu af landlægum sýklum og sniklum i heitu löndunum. Sumt af þessum ófögnuði er þegar þekkt, svo og varnir við honum, en fjölmargt krefst þó enn frekari rannsókna. Af þessu leiðir, að vanþróuðu þjóðunum er brýn þörf á aðstoð vel menntaðra rannsóknamanna, bæði til að uppgötva áður óþekkt- ar sýkingarleiðir, hýsla og aðrar leiðir til að slita lifkeðju hættu- legra sýkla. Þá veltur og á miklu, að innfæddir séu einnig þjálfaðir i að þekkja algengustu kvilla og handhægar varnir við þeim. Hvað ber að gera Þjóðir, sem vilja veita aðstoð, verða að hætta þeim leik að búa sér til einskonar tossamiða um það, sem þærhaldaaðgeraþurfi i heilsugæzlumálum vanþróaðra. Þar verður til að koma vett- vangsrannsókn kunnáttumanna fyrst af öllu. í annan stað verður að byggja upp aðstoðarkerfi fóiks i landinu sjálfu og umfram allt sjálfstraust þess liðs. Siðast en ekki sizt þarf að sjá svo um, að læknar, sem menntaöir eru utan heimalanda sinna, geti notfært sér kunnáttu sina, enda sé kunnáttan hagnýt miðað við lands- og þjóöarhætti þar sem þeir eiga að starfa. IIESTER R. BROWN: 1 Hve lengi má auka hagvöxtinn? Hugleiðingar um hagvöxt og fólksfjölgun Hagspekingar þjóðanna hafa löngum glimt við vandann, sem stafaraf offjölgun fólks, vegna á- hrifa þess á hagvöxtinn. A sjöunda áratugnum máttit segja að meðaltalshagvöxtur i: vanþróuðu löndunum væri allt að 5% árlega, hvað tekjur þjóðanna áhrærði. En þegar það er tekið meö i reikninginn, að samtimis fjölgaði fólkinu um 2-3% árlega i þessum sömu löndum, liggur á borðinu, að helmingur hagvaxtarins nýtt- ist ekki til að hækka meðaltals- tekjur manna. Um leið og halla tók undan fæti á áttunda áratugnum, átzt svo hagvöxturinn smátt og smátt upp og jafnvel riflega það. Fyrst á eftir striðsárunum voru menn bjartsýnir um vaxandi vel- sæld i framtiþinni. En afturkipp- urinn um og eftir 1970 og siðan, hefur orðið stjórnmálamönnum aukið áhyggjuefni, sama hvaða stjórnarform er i rikjunum. Þegar Fidel Castro tók við stjórnartaumum á Kúbu, lét hann sér um munn fara, að 1980 yrði svo komið, að sérhver fjölskylda myndi eiga sitt eigið hús, bil eða vélknúið hjól og stóran frysti- eða kæliskáp fullan af allskonar mat- vælum. Jafnvel lausamennirnir, sem ynnu hér og þar eftir atvik- um að jarðrækt og uppskeru, myndu aka á dráttarvélum með loftkældu stýrishúsi og aðeins þurfa að strita örfáa tima á dag ! NU er vissulega komið annað hljóð i strokkinn á Kúbu. Hag- vöxturinn, sem stjórnvöld þar töldu vera fast að 10% árlega frá 1970-75, er nú áætlaöur af hinum sömu að vera 6% árlega fram að 1980. 1 Brasiliu, sem árum saman gat fagnað allt að 9% árlegum hag- vexti, grúfa nú skuggar f járhags- legra þrenginga samfara ógn- vekjandi erlendrar skuldasúpu. Fjárhagur Suöur.Kóreu, sem einnig haföi um 10% árlegan hag- vöxt á liðnum áratug, er nú hrokkinn niður i 4-5% að spá efna- hagssérfræðinga, og við það muni sitja næstu 5 árin. Auðvelt er að imynda sér, að riki, sem aðeins bárust i bökkum áður, muni ekki vel á vegi stödd, þvi kreppan hefur ekki sneitt hjá þeirra dyrum heldur. A Indlandi voru meðaltalslaun ámann45dollararárlega 1972, en á árinu 1973 hrukku þau niður i 41 dollar, eða lækkuðu um tæp 10%. í Bangladesh hefur rikisfjár- hagurinn verið á stöðugri niður- leið og þráttfyrir metuppskeruna 1975 lifa nú ibúarnir við drjúgum knappari kost en fyrir 15 árum. Fólksf jölgunin hefur þannig gleypt talsvert meira en alla aukningu ræktunar og uppskeru. Það liggur við, þegar svipast er um bekki, að menn verði að taka undirmeð erlendum hagspekingi, sem létsvoummælt um ástandið i Bangladesh. ,,Hér sjáum við spegilmynd þess, sem f ramundan er,og eflaust á eftir að hremma i- búa þessa heimshluta áður en langt um liður, verði ekki tekið i taumana.” En við skulum ekki halda, að sviplik orrusta við fjárhagsmál sé ekki háð nema i vanþróuðum og fátækum rikjum. Svo til öll iön- þróuð riki hafa orðið aö horfast i augu við versnandi fjárhag og lækkandi þjóöartekjur. Þar með talin Japan, Sovétrikin, Banda- rikin, Vestur- Þýzkaland og Frakkland, auk annarra. Eftir meðaltalsaukningu þjóö- artekna um 5% árlega frá 1965-73 i 24 iðnrikjum, hvarf þessi aukn- ing 1974 og á næsta ári (1975) lentu þær niður fyrir frostmark- ið! Þetta var alvarlegt áfall. Og nú eru fleiri atvinnulausir i iðn- rikjunum heldur en verið hefur siðastliðin 40 ár. Enda þótt áfallið af oliuhækk- uninni yrði fljótlega yfirstigið i iðnrikjunum, hefur það valdið verðbólgu, sem nú er glimt við að lækka með misjöfnum árangri. Þjóðhgsfræðingar eru þvi alls ekki bjartsýnir um næstu fram- tið. Takist nú svo til, að fólksfjölg- unin verði i öfugu hlutfalli við hagvöxtinn, má sennilega jarð- setja drauminn um batnandi lifs- möguleika fyrir fullt og fast. Þegar svo er k'omið, að „þjóð- arkakan” hættir að vaxa, hefst auðvitað og harðnar baráttan um skiptingu hennar. Eins og er er vist óþarfi aö gera ráð fyrir þvi, að stjórnmálamenn lifi við ánægjulegar draumfarir i næstu framtið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.