Alþýðublaðið - 14.09.1977, Síða 5

Alþýðublaðið - 14.09.1977, Síða 5
alþyðu- biaðiö 'Þriðjudagur 13. september 1977 5 SKOÐUN M. Jónsson tæknifrædingur, skrifar SÁ DAGUR SÚ SORG Fólk veltir þvi gjarnan fyrir sérhverjir stjórni þessu þjóðfél- agi okkar i raun og veru. Eru það stjórnmálamennirnir, em- bættismennirnir eða einhverjir aðrir aðilar svo sem harðsnúnar hagsmunaklikur? Allavega er eitt vist að hinn almenni kjós- andi stjórnar engu eins og nú er i pottinn búið. Sumir eru meira að segja gallharðir á þvi að landinu sé alls ekki stjórnað i neinni eiginlegri merkingu þess orðs, heldur fljóti stjórnsýsla þess á sama hátt og gjaldmiðils- garmurinn — krónan. Ef hinn almenni kjósandi hef- ur jafn litil áhrif á stjórn lands- ins eins og flestir eru vissir um, þá má um leið gera þvi skóna að áhrif einstakra Alþingis- manna séu einnig óveruleg. Enda hefur það sýnt sig æ ofan i æ að Alþingi á ákáflega erfitt með að komast úr viðjum þess vana, að verja umræðutima sin- um ávallt i öfugu hlutfalli við mikilvægi þingmálanna. Dæmin um Zetu-kjaftæðið og prest- kosningarnar segja sina sögu. Stjórnar þá rikisstjórnih? Sá sem situr i rikisstjórn hefur fyr- ir snúð sinn fimmföld verka- mannalaun, er ekið um af kostar hann ekki krónu auk þess að hafa ýmis önnur frfðindi. Þegar slikur einstaklingur er auk þess svo heppinn að hafa aldrei i lifinu kynnst öðru en allsnægtum a.m.k. i efnalegu tilliti, þá er varla við þvi’ að bú- ast að venjulegt fólk verði mjög vart við þá stjórn sem þaðan kemur. En embættismennirnir, stjórna þeir einhverju? Flestir þeirra stjórna ekki öðru en lyft- unni sem flytur þá upp á kon- tórinn að morgni og niður aftur. Hinir sem koma til álita eru örfáir, en þeir eiga það allir sammerkt að sitja i svo mörgum nefndum, að greiddur vinnutimi þeirra af rikisfé er allt uppi 40 stundir á sólarhring. Vinnuálag þessara embættismanna er slikt að ekki getur komið til greina að þeir séu lengur andlega heil- brigðir. Sú staðreynd, og einnig sú staðreynd að landið er gjald- þrota, bendir eindregið til að það séu einmitt þessir sem stjórni, ef stjórn skyldi kalla. Búrtíkur í þrotabúi Það er alltaf verið að ræða um einhverja hagstjórn og að með lagfæra þetta eða hitt. En hvar sést vottur hagstjórnar i þessu landi? Eru það ef til vill hag- stjórnaraðgerðir að sökkva þjóðinni i botnlaust skuldafen vegna framkvæmda sem hvorki eru nauðsynlegar né minnstu möguleikar á að takist? Hvaða vitfirringar bera til dæmis ábyrgð á þeim 10 mill- jörðum sem varið er til Kröflu- virkjunar? ,,Er það gleði and- skotans, umboðslaun og gróði,” orti Hjálmar Jónsson einhverju sinni, og sú spurning er einmitt nú efst á baugi þegar fréttir ber- ast af þessum makalausu fram- kvæmdum, þar sem virkja á orku sem ekki næst til, þar sem eldsumbrot eru og má búast við að verði. Það er ekki hægt að ásaka neinn fyrir að hafa ekki séð fyrir um náttúruhamfarir, en þegar þær eru staðreynd, hversvegna er þá enn haldið áfram að ausa fé i þetta von- lausa mannvirki? Er ef til vill svo illa komið að það eina sem gæti bjargað Kröfluvirkjun úr þessu, sé hraungos sem færi draslið i kaf, ■ þannig að tryggingafélög greiði það tjón, sem þessir blábjánar hafa þegar valdið þjóðarbúinu? að sömu mennirnir stjórna orkumálum þjóðarinnar og fjármálum hennar, það þarf ákveðna geðbilun til að ná slik- um árangri i mistökum og sjálfstortimingartilraunum. Ef til vill er i uppsiglingu stærri bomba á pólitiska sviðinu, en sú sem Jónas Jónsson frá Hriflu fékk á sig hér áður fyrr og tókst að vikja sér undan með snar- ræði. Nýja bomban er tima- sprengja, hún er gjaldþrot þjóðarinnar, sem splundrar henni þegar lánstraust hennar þrýtur erlendis, — og það gæti verið næst þegar beðið er um er- lent eyðslulán. Það hafa þjóðir orðið gjald- þrota af nákvæmlega sömu mis- tökunum og nú tiðkast á Islandi. Slikt gjaldþrot er ekki aðeins i efnahagslegu tilliti nema ein- hver sérstök heppni sé með i spilinu. Nýfundnaland varð ekki aðeins gjaldþrota, heldur missti einnig sjálfstæði sitt, lagði niður þing sitt og rikisstjórn, afhenti erlendri sendinefnd lyklavöldin og gerðist eitt af fylkjum Kan- Miskunnsamir lánar- drottnar ? — vonandi Sá grunur hlýtur að hafa læðst að mannskapnum að litasjón- vörpin, sólarferðirnar, bilarnir og jafnvel lifsnauðsynjar sem keyptar eru þessa dagana, sé verið að kaupa fyrir arabiska oliudollara, erlend eyðslulán sem fengin eru fyrir millgöngu peningajúðanna i London og New York. Fyrir þetta fé er einnig verið að byggja Kröflu, Borgarfjaröarbrú og Málm- blendiverksmiðju, kaupa skut- togara og fleira vonlaust dót. Allavega er ekkert lánsfé að fá hér innanlands, bankarnir eru lokaðir hvað það snertir og bull- andi tap á þeim atvinnuvegi sem þjóðin’hefur lifaö á fram á ' siðustu ár. Þann dag sem veðhafarnir ákveða að láta höggið riða verð- ur Seðlabankinn sennilega skýrður upp og látin heita Banki Múhameðs Spámanns, eða kannski hafa þeir arabisku þann húmor að breyta honum i spilaviti. Það er svo ef til vill rétt að gera eina alvarlega tilraun til að vara islenzka ráðamenn við þessari hættu og þá á þvi máli sem þeir skilja. Komi til þess að hinir ara- bisku veðhafar ákveði að hirða eign sina, verða það mú- hameðstrúarmenn sem stjórna landinu. Ef við verðum svo óheppin að fá kalla hingað, sem eru jafn fastir i trúargrillunum og t.d. Gaddafi, þá verður að sjálfsögðu bannað að drekka brennivin i landinu, og óneitan- lega yrði nokkur breyting á dómsmálunum þvi þeir hafa þann sið að höggva hendur af þjófum. Tækist þá jafnvei ekki Óla Jó með öllum sinum red- dingum og góðvild að forða frá þvi aö fötlun yrði talsvert al- [SKOÐUN Garðar Viborg, skrifar Að þora eða látast. Prófkjör vegna komandi al- þingis- og sveitastjórnarkosn- inga hafa verið m jög til umræðu i dagblöðum, þó sérstaklega flokksblöðum undanfarna daga. I Alþýðublaðinu hafa þessi prófkjörssk: if fyllt siður þess og jafnvel yfirgenguð skrif um al- menn þjóðfélagsmál, efnahags- vandann og félagsleg vanda- mál, sem þó eru áberandi og hrjá verulega okkar þjóðfélag. Jafnvel freistast maður stundum til að álykta að prófkjör sem hefur að baki samþykkt flokks- ráðs stjórnmálaflokks sé svo stórt mál að það geti leitt til lausnar allra annara vanda- mála, jafnt utan þings og innan. Nú er látið svo heita að fram- boð til prófkjörs séu öllum opin og að frambjóðendur verði til prófkjörs séu valdir af .almenn- um félagsfundi viðkomandi flokks, þótt slikt tryggi engan veginn lýðræðislegt framboð, þar sem meiri hluti kjósenda eru ekki félagsbundnir I stjórn- málaflokkunum og einungis lit- ill hluti hinna flokksbundnu sæki almenna félagsfundi. En mig grunar að svo se um allmarga þá sem gefa kost á sér til prófkjörsins innan flokkanna að þeir afbiðji að framboðum sé ráðið á almennum félagsfundi en kjósi heldur að treysta á stuðning forystunnar og flokks- ráðsmanna og þannig sé það i raun að vali frambjóðenda til prófkjörs sé stjórnað ofan frá og að hinn almenni kjósandi fái þar litlu ráðið. Mér kemur svo fyrir sjónir, að prófkjör eins og það nú er fram- tryggingakerfi milli ráðandi stjórnmálaflokka sem nú ein- kennir okkar þjóðfélag. Þetta sama skipulag hefur valdið þvi að hugsjónir og baráttumál flokkanna hafa lotið i lægra haldi fyrir viðleitni þeirra til að tryggja hinum einstöku forystu- mönnum flokksins völd og em- bætti i kerfinu, jafnvel svo að manni kemur i hug hvort flokk- arnir séu lengur tæki fólksins til að ná fram umbótum i þjóðfé- laginu eða tæki framgjarnra einstaklinga sem nota sér hug- sjónir annara til að tryggja sér áhrif i þjóðfélaginu. A meðan Alþýðuflokkurinn átti beina aðild að samtrygg- ingakerfi núverandi stjórn- málaflokka og sína hlutdeild i skiptareglu þeirra i neíndum og ráðum, þá bólaði aldrei á próf- AÐ ÞORA EÐA LÁTAST fyrir val fólksins sjálfs, vin- sældir og traust ráði endanlegu vali manna, áróður einstakra manna fyrir kjöri sé fyrir bi og annarlegar hvatir ráði I engu hverjir veljast til kjörs, og að flokksráð lúti i einu og öllu vilja hins almenna kjósanda. Það skyldi þó ekki vera að 1 þessu sé öðru visi farið. Er lýð- ræðið svona fullkomið innan flokkanna? Það er vissulega eðlilegt að frambjóðendur til kvæmt sé skrípaleikur sem ekk- ert á skylt við lýðræöi eins og al- menningur skilur það hugtak. Hér sé um að ræða dulbúning á þvi skipulagi sem rikt hefur inn- an núverandi stjórnmálaflokka um langt skeið og sem byggist á þvi að sá einn nær frama innan stjórnmálaflokks sem reynst hefur leiðitamur flokksforyst- unni og hefur sætt sig við núver- andi valdatryggingakerfi innan flokksins og jafnframt það sam- kjörshugmyndum og auknu lýð- ræði hjá forystumönnum hans, allar slikar hugmyndir voru þá forsmáðar og taldar aðeins framsettar til að veikja forystu hans og grafa undan flokknum sjálfum innan frá — þessi voru rökin þá. En i dag, þegar Alþýöuflokk- urinn er utan garðs I kerfinu vegna smæöar sinnar og á enga prósentu i skiptareglu hinna kerfisflokkanna, hvorki i nefnd- um né ráðum, og hann berst fyrir lifi sinu sem flokkur á al- þíngi — þá fyrst skilst forystu- mönnunum nauðsyn á auknu lýðræði og opið prófkjör er nú eina færa leiðin — þessi eru rök- in i dag. Nú má lesa i Alþýðublaðinu að Alþýðuflokkurinn þori þvi sem aðrir flokkar þori ekki og að lýð- ræðið sé ofar öllu. t leiöara blaösins þann 7. sept. s.l. segir svo: ,,Það er von Alþýðuflokks- ins, að allir þeir sem einhvers meta lýðræði i stjórnmálum og öðrum sviðum þjóðlifsins, kunni að meta þetta nýja fyrirkomu- lag. Með prófkjörsreglum er vissulega tekin nokkur áhætta. Sé pólitiskur þroski frambjóð- enda ekki nægur til þess að þeir geti tekið sigri sem tapi er tals- verð hætta á aö flokkurinn verði látinn gjalda þess.” í þessum orðum kemur skýrt fram sá ótti að einmitt frambjóðendurnir sjálfir kunni að þola illa hið aukna lýðræði innan flokksins og séu fremur að berjast fyrir eigin hag en hugsjónum flokks- ins. Og hvernig má annað vera? Menn sem eru vanir þvi aö leið- in til frama sé að koma sér i mjúkinn hjá yfirboðurum sinum hljóta aö kunna þvi illa að þurfa að leita ásjár þeirra sem lægra eru settir. Eða eigum við að orða það svo að menn sem eru samdauna núverandi valda- baráttu innan flokkanna, hljóta að eiga i erfiðleikum með að glæða i brjósti sér hugsjónaeld- inn sem i of mörgum tilfellum er löngu kulnaður. Prófkjör getur auðvitað aukið lýðræði innan stjórnmalaflokks en þvi aðeins verður það lýðræði að fólkið sjálft ráði frambjóð- endum en forystumenn ráði ekki valkostum. Til þess að prófkjör heppnist þarf að fryggja að nýir menn með ferskar hugmqndir hafi þar að- gang og það gerist ekki ef próf- kjöri er stjórnað að ofan. Slikt verður aldrei lýðræði hvernig sem þaö er dulbúið. Það sem frést hefur af fram- bjóðendum til prófkjörs i Alþýðuflokknum til þessa virð- ist þvi miður ekki benda til að umtalsverð breyting verði þar innan veggja, hvernig sem próf- kjörið snýst. Flest eru andlitin gamalkunn, fáein ný sem betur fer. Alþýðuflokkurinn er á krossgötum. Hann berst fyrir lifi sinu, hefðum við trúað þvi fyrir fáeinum áratugum? En slik eru örlög vinstri flokka sem ganga kerfinu á hönd. Slik verða þau að vera. Er hægt að snúa aftur? Getur flokkurinn reist við hið fallna merki jafnaðarstefnunnar? Til þess þarf nýja menn. Traust og styrkur flokks hlýtur aö byggj- astá hugsjónum, stefnufestu og ábyrgri afstöðu til mála sem þarfnast úrbóta. Flokkurinn verður að meta hag heildarinn- •ar meira en hag einstaklinga eða sérhópa, þá aðeins er hann trausts verðugur. Að þvi ætti Alþýöuflokkurinn að keppa og hafa að leiðarljósi i vali fram- bjóðenda til ihöndfarandi al- þingis- og sveitarstjórnarkosn- inga, sist mun af veita eins og málum er nú komið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.