Alþýðublaðið - 30.09.1977, Page 5

Alþýðublaðið - 30.09.1977, Page 5
SíaSfd ’Föstudagur 30. september 1977 5 SKOÐUN Erling Garðar Jönsson, Egilsstödum skrifar 1 —..... Hlutverk sveít- arstjórna í iðnaðarmálum Egilsstaðakauptún hefur þá sérstöðu i samfélagi þéttbýlis- sveitafélaga á Austurlandi, að hráefnin, sem hin sveitarfélögin byggja tilveru sina á, eru hér ekki beint til staðar. Staða EgilsstaðakauptUns svipar þvi til Hellu og Hvolsvallar, hvaö þetta snertir, þótt þeirra staösetning sé vafa- laust betri, hvað snertir fjar- lægð að aðalmarkaðssvæði islenzks iðnaðar. Þau grundvallar atriði, sem hafa verður i huga, þegar rætt er um iðnaðaruppbyggingu á Egilsstöðum, eru þvi ekki siður landfræðileg en félagsleg, flutningskostnaður aö aðal- markaðssvæðinu innanlands er hár — jafnframt þvi sem flutningskostnaður aðfengins hráefnis t.d. erlendis frá er sjálfsagtlanghæstur ,A landinu. Þessu er ekki hægt að mæta með öðru en hærri framlegð, eða þá einhverskonar sérhæfni I iðnaði til að samkeppnisgrund- völlur væri tryggður á innan- lands markaði. Niðurstaða slikrar umræðu yrði vafalaust sú, að fjórir möguleikar séu fyrir hendi að öllu óbreyttu. í fyrsta lagi að byggja i stór- auknum mæli á þeim hráefnum, sem til staðar eru á Fljótsdals- héraöi, þ.e. frá landbúnaði eða frá náttúruauðlindum, fyrir bæði innan- og utanlands- markaö. í öðru lagi að byggja upp sér- hæfan iðnað — sem grund- vallaðist á sérþekkingu annaðhvort tileinkaðri með sér- menntun starfsliðs eða sérhæfni og hugmyndaflugi einhverra einstaklinga eða fyrirtækja, sem fyrst og fremst afsetti sina vöru á innanlandsmarkaði. t þriðja lagi að byggja upp iönað af hálffabrikati erlendis frá, t.d. samsetningariönað, sem byggði á sérmenntuðu starfsliði og ýmiskonar hlunn- indum, s.s. niðurfellingu skatta til sveitarfélags, ókeypis landi fyrir. verksmiðju ofl. og lágum brúttólaunakostnaöi til að mæta flutningskostnaði, en þetta er gert i stórum stil, t.d. á trlandi. Austurland væri landfræði- lega rétti landshlutinn fyrir þettá verkefni, þar sem hér er fyrst og fremst um útflutnings- iðnað að ræða, og i fjórða lagi efnaiðnaður, sem byggði á ódýrri vatnsorku frá fallvötnum á Fljótsdalshéraði. Sá möguleiki, sem er nærtæk- astur aö okkar mati af þeim fjórum, sem hér hafa veriö nefndir, er aukin fullvinnsla hráefna landbúnaðarins. Mjólkuriðnaður er fyrir hendi, og i' gangi er gifurlegt átak til að skapa honum viðeig- andi aðstöðu. Kjötvinnslan er i lágmarki, en þar ætti að vera stóriðnaður, skinnaverkun er engin. Egilsstaðir er miðsvæðis I einu mesta landbúnaðarhéraði landsins, þarf að ræöa þessa hluti nánar, eigum við að viðhalda.1 áfram þeirri stefnu að senda skinnin til annarra landshluta til verkunar og saltaðar gærur til útlanda? Það er enginn vafi, að við íslendingar höfum ekki gefið okkur tlma til markaðsleitar fyrir t.d. islenzka lambakjötiö sem fullunna söluvöru, til þessa höfum við verið upptekin við aö læra að selja frystan fisk, salt- fisk voru menn búnir að læra aö selja frekar en landbúnaðar- vörur okkar, ef frá er talið snilldarsölumennska á Islenzka hestinum. Ég held, að hér sé á ferðinni algjört vanmat á nútima sölu- tækni og virkjun islenzkra kaupsýslumanna tilað hasla sér völl á erlendum mörkuöum. Jafnframt hafa hagsmuna- samtök bænda sáralitið gert til markaðskönnunar fram til þessa. Sem dæmi um, hvernig nútima sölutækni býr um sig, skal ég geta þess, að þegar ég vann sem tæknifræðingur i verksmiöju i Danmörku meö um 100 manna starfsliö, störfuöu um 30% á skrifstofu, þar af helmingur við sölu- mennsku; sömu sögu var aö segja af hinni þekktu fiskmetis- verksmiðju Glyngöre, sem meðal annars framleiddi munaöarvörur úr Islenzkri slld, sem slöan seldist vel i is- lenzkum matvöruverzlunum. Um hina möguleikana ætla ég ekki að fjölýrða nú, en sveitar- stjórn Egilsstaðahrepps er það ljóst, að hún verður að meira eða minna leyti að taka þátt i þeirri aðlögun, sem þeirra vegna færi fram, hún hefur hins vegar ekki fullmótað þá aðferðafræði, sem til þessa þarf, og sjálfsagt blða þar bæði sigrar og ósigrar. 4, Meginatriði i iðnaðarmálum er menntun: Hjá okkur íslendingum hefur vægast sagt rikt um áratuga skeið vanmat á islenzkum iðnaði. Stjórnvöld hafa gengiö á undan með sultarfjárveitingum til iðnskóla og litið I heild á verkmennt sem óæðri bókmennt, en huggað sig við, að bókvit skyldi I askana látið. Jafnframt hefur þess vandlega verið gætt, aö iönverkafólk væri lægst launaða stéttin og smlðuð var tollalöggjöf svo herfileg, að hún ýtti undir neyzlu erlendis iðnvarnings fremuren innlends. íslenzkt iðnverkafólk og iðnaðarmenn, sem bezt allra geta sýnt verk sln með mann- virkjum og framleiðsluvörum, sem á engan hátt stendur að baki þvi bezta I öörum löndum, á annað betra skilið en vanmat stjórnvalda á störfum þeirra. Nú á allra slðustu árum hillir undir annað viðhorf f þessum efnum, sem meöal annars sézt á því, að nú skal verkmennt loks tekin fyrirl hinu almenna skóla- kerfi, jafnframt þvi sem mönnum er að veröa ljóst, að islenzkur iðnaður verður að takast á við þann vanda að geta nýtt stærsta hluta þess vinnu- krafts, sem er á leið út á atvinnumarkaöinn á næstu árum. Þetta er eins og allsherjar herútkvaðning á elleftu stundu, og spurningarnar vakna um, hvort takast megi að verjast þeirri vá, sem fyrir dyrum er,ef varnaraðgeröimr takast diki. Með fræðslulögum frá 1946 var stigið þaö spor að skipta framhaldsskólastiginu I tvær valleiðir, annarsvegar verknám og hinsvegar bóknámsleið. Skyldi bóknámið vera vett- vangur þeirra er hyggðu á lang skólanám, en verknámið fyrir þá hina, sem annaö tveggja minna máttu sin I bóklegum fræðum eða höfðu áhuga á verk- mennt almennt. Verknámið sem slikt var frá upphafi dæmt til að mistakast, þar sem framhaldsskólastigið var alls ekki viðbúið að takast á við þann vanda, sem var þessu samfara. Hvorki fjármagn né heldur þar til hæfur kennslu- kraftur voru til staðar. Hins vegar hafði þetta þau áhrif að sortera nemendur i upphafi gagnfræðastigs sem hæfa eða ekki hæfa til fram- haldsnáms, en um það atriöi hafa menn mikið deilt, hvort rétt hafi verið að farið. Sú reynssla, sem með þessu fékkst, hefði átt aö vera mönnum hvatning til að hugsa sig vel um, varðandi byltingar- kenndar breytingar á verk- mennt almennt, þar sem grund- vallaratriði er, að verk- menntunarkerfið er mjög dýrt kerfi, margfalt dýrara en bóknámskerfiö. Nei, svo varð ekki, hver byltan á fætur annari er gerð, t.d. er tæknifræðiskóli stofnaður, skólanefnd hans skipuð akademikurum að mestu, ákveður að hleypa beint inn í skólann stúdentum og öðrum, án undangenginnar iðn- menntunar, ef til staðar væri sýndarvottorð um starfstima i hinu og þessu. Með þessu vanmati á iðnaðar- menntun var tæknifræði menntunin haldlltið bókastagl fyrir þá, sem út komust, enda eru fjölda mörg dæmi á feröinni hér um, þvi tæknifræðimenntun er þá fyrst verðmæt, að tækni- leg starfsreynsla sé fyrir hendi. Þá hefur meistarakerfið verið dæmt óhæft af fjölda ábyrgra aðila, til að hafa með höndum kennslu i verkmennt, þar hefur m.a. oft heyrzt, að nemar væru notaðir til alltannarra verka en sem náminu tilheyröu, þar á meðal að vera verkstæöis- sóparar og fleira hliðstætt. Bæði þessi atriði, en hægt væri að lýsa mörgum öörum, lýsa vel þeim viðhorfum, sem rikt hafa um iðnmenntun al- mennt. Það lággengi, sem hún hefur haft hjá stjórnvöldum, hefur það i för með sér, að nú verður aö takast á við enn dýrari aðgerðir en þörf væri á, ef ööru visiheföi verið að farið. Að mínu mati heföi átt að efla meistarakerfið og veita þvi nauðsynelgt aðhald, gera það á þann hátt betur hæft til aö skila frá sér velmenntuðum iðnaðar- mönnum, jafnframt aö skylda framleiðsluiðnaðinn til að skóla sitt starfslið meö meðal annars réttindagjöf að markmiði, þá hefði átt að stórefla iðnskólana til aö hægt væri fyrir þá að taka að sér bóknám fyrir báðar þessar stéttir. Ég hika ekki við að segja, að þessi leið er I raun hin eina færa fyrir okkur Islendinga til að nægilega vel megi til takast. Óháð þeirri leið, sem farin verður I þessum efnum, skulu menn hafa íhuga, aö aðalatriðið er aukin og öflug menntunar- skilyrði fyrir iðnverkafólk og iðnaðarmenn; það er grund- vallaratriðitilaðhægtséað tala um iðnaðaruppbyggingu á Islandi. Það er þvi megin verkefni sveitarstjórna, sérstaklega þar sem verkskólar starfa ekki og munu ekki starfa, að standa vel að sinni skyldu viö iönskólana og efla þeirra möguleika til að halda I við kröfur timans. En jafnframt þessu að vinna að auknum möguleikum fyrir ungt fólk að takast á við verkmennt, bæði I meistarakerfinu og hinu almenna skólakerfi lands- manna, fyrir hvorttveggja I senn almennan iðnað og fram- leiðsluiðnað byggðarlaganna. 5. Aðlöðunartiminn: Við Egilsstaöamenn höfum það fyrir okkur, að hér hafa þróast iðnfyrirtæki og blómg- azt, við höfum lika orðið fyrir vonbrigðum og beðið skipbrot I vissum tilraunum, án þess þó að verða fyrir óbætanlegum skaða. Þeir einstaklingar hér, sem hafa verið mest vakandi yfir atvinnulegri velferð þessa kauptúns, hafa verið óþreytandi I þeirri ábendingu sinni að skapa þyrfti nauðsynlegan verkmenntagrundvöll, jafnvel meðþviaðnýta iðnaðartækifæri með ótryggum arði, eins konar iðnskóla, sem atvinnuleg framtið okkar byggðist á. Þetta er aö sjálfsögðu mikið og erfitt verkefni, en það er marg- sannað, aö enginn stekkur frá orfinu og árinni alsköpuð innl nútima iðnaðarframleiðslu; við þurfum okkar aðlögun, og á þessum aðlögunartlm a bíða okkar bæöi sigrar og ósigrar. Með þetta I huga er það ljóst, að hér verður sveitarfélagið að taka þátteða styöja við bakið á þeim, sem slika „skólun” stunda. Engu siður hefur það verið okkar stefna, aö sveitarfélagið hefði þá fyrst beina eignaraðild að fyrirtækjum, ef engra annarra kosta væri völ. Hinsvegar er okkur nokkuð ljóst, hvaða leiðir skulu farnar Framhald á bls. 10 mmmm^^^mmm—mmmmmrnt Bok Olafs á Odd- hóli þýdd á sænsku — armað bindi í smíðum — Hann er mest lesni rithöfundur veraldar, með tilliti til fólksf jölda. Fyrsta bókin hans seldist í 7.000 eintökum fyrsta hálfa mánuðinn, eftir að hún kom út. Og það í landi þar sem aðeins búa 220.000 manns! Svo segir i sænska blað- inu Arbetet, og bókin sem um ræðir, er hin umtalaða ævisaga ólafs á Oddhóli, sem Dagur Þorleifsson skráði og út kom fyrir síð- ustu jól. Undanfarið hefur verið unnið að þýðingu bókarinnar á sænsku og eru það Guðni Stefánsson og Ujevind Lang sem sjá um þýðinguna. 1 blaðinu segir ennfremur, að þýðendur hafi verið heldur ragir við verkið i fyrstu, þeim hafi þótt bókin helzt til gróf og óhefluð. En eftir að hafa kynnzt Ólafi, hafi þeir fundið i honum hlýju, og til- finningu og komizt að raun um, að frásagnir hans hafi komið beint frá hjartanu. Þeir biði þvi spennt- ireftir, hvernig Sviarnir taki bók- inni. Loks er vikið að viðtali sem blaðið átti við Ólaf sjálfan. Þar segir hann frá þvi að bókin hafi selzt upp á hálfum mánuði, og hafi enginn rithöfundur, ekki einu sinni nóbelskáldið Halldór Lax- Framhald á bls. 10 Olafur bóndi á Oddhóli meö þýöendum bókarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.