Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 239. TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 árs Allir verksamningar Islenzkra aðalverktaka í dollurum: Heildarvelta síðasta 2.4 milljarðar króna Heildarvelta Islenzkra aðalverktaka sf á síðasta ári var rúmlega 2.4 mill- jarðar króna og árið þar á undan rúmlega 1.3 milljarðar. Aðalverkefni fyrirtækisins á Kefla- víkurflugvelli s.l. tvö ár voru: malbikun flug- brauta/ uppsetning öryggisbúnaðar flug- brauta/ endurbygging á þaki aðal-f lugskýlis, bygging verkstæðisbygg- inga, ibúðarhúsabygg- ingar, lagning dreifikerf- is fyrir lokað sjónvarp fyrir herinn o.fl. Þessar upplýsingar um starfsemi Islenzkra aðal- verktaka sf komu fram i svari Einars Ágústsson- ar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn frá Lúðvík Jósepssyni á þingi i gær. Þá kom fram að eignaraðilar fyrirtækisins eru: Sameinaöir verktakar h.f. 50%, Reginn h.f. 25% og Rikissjóður tslands 25%. Fyrirtækið tslenzkir aðalverk- takar sf. var stofnað 1954 fyrir tilstuðlan þáverandi rikisstjórn ar i þeim tilgangi að þaö tæki að sér framkvæmdir fyrir banda- riska herinn i stað þeirra erlendu verktaka sem þá störf- uðu hér. Sameinaðir verktakar h.f. og Reginn h.f. höfðu þá starfað sem undirverktakar viö þessar framkvæmdir hjá hinum erlendum verktökum um nokk- urt skeiö. Launagreiðslur tsl. aðalverk- taka vegna framkvæmda á ár- inu 1975 voru samtals rúml. 550 milljónir kr., en 1976 voru þær 1.1 milljarður kr. Starfsmenn eru nú 526, en voru yfir 600 tals- ins s.l. sumar. Hreinn hagnaöur af rekstri fyrirtækisins árið 1975 var kr. 24 millj. kr. Þá kom fram I svari utan- rikisráöherra, aö allir verk- samningar tsl. aöalverktaka eru i bandarikjadollurum. I samningum þeirra er ákvæði um endurskoðun samnings- upphæöar á þriggja mánaöa fresti ef gengi hefur breytzt um 1%, eða meir, til hækkunar eða lækkunar á þvl timabili. Ef gengisbreyting nemur 10% eða meir, i einu, skal samningsupp- hæð endurskoðuð miðaö við þann dag, sem slik breyting á sér stað. Ennfremur greiöa ísl. aöal- verktakar ekki aðflutningsfjöld af vinnuvélum, sem notaðar eru við varnarliðsframkvæmdir. Sölunefnd varnarliöseigna tek- ur við og sér um sölu á öllum vinnuvélum og tækjum, sem hætt er að nota. (Matthías vill ekki borga upp- safnaðan söluskatt: „Þeir ættu að greiða strax, og vanskila- vexti að auki” — sagði Albert Guðmundsson Albert Guðmundsson bar fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra á þingi í gær, þess efnis að spurt var hvað liði endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts af útfluttum iðnaðarvörum fyrir árin 1975, 1976 og 1977. I svari Matthiasar Mathiesen, fjármálaráð- herra, kom fram, að upp- safnaður söluskattur af út- flutningsvörum, öðrum en sem tilheyrðu fiskiðnaði, hafi þegar verið greiddur útflutningsiðnaðinum. Samkvæmt tölum Þjóðhags- stofnunar mun uppsafnaður sölu- skattur vera um 3.6% af heildar- rekstrarútgjöldum útflutnings- iðnaðarins, eða 235 milljónir kr. Ráðherra kvað rlkisstjórnina hafa ákveðið að á næsta ári y'röi útflutningsiðnaðinum greiddur þessi söluskattur til baka, en hins vegar yrði uppsafnaður sölu- skattur fyrir árin 1975 og 1976' ekki greiddur. Magnús Kjartansson sagði að meiri söluskattur lægi á út- flutningsiðnaði en öðrum grein- um og hafi það háö þessari grein að afla markaðar. erlendis. Magnús Torfi Ólafsson sagði að það lægi þegar fyrir, að iðnaöur- inn þyrfti á þvi að halda að staða hans sé styrkt, og þvi væri það óheppileg ráðstöfun að greiða ekki söluskatt fyrir árin 1975 og 1976. Albert Guðmundsson sagði að svar ráðherra hefði valdið sér vonbrigðum og sagði að i .raun ætti rikissjóður að greiða útþessa Framhald á bls. 10 Saltfisk- magnid leyndarmál „Já þaö er réttað undanfar- ið hefur verið unniö að könnun á þvi hve miklar birgöir af ó- seldum saltfiski séu til Iand- inu, en þær tölur gefum við ekki upp, þvl þaö yrði einungis til þess að leggja vopn I hend- ur andstæðinga okkar’Vsagði Helgi Þórarinsson, hjá Sölu- sambandi islenzkra fiskfram- leiðenda, þegar blaðið hafði samband við hann i gær. Svo sem greint hefur veriö frá hér I blaðinu eru horfur á„ saltfisksölu til Portúgals ekki ýkja bjartar um þessar mund- ir. Orsökin er mjög slæm gjaldeyrisstaða Portúgals og óhagstæður viðskiptajöfnuður landsins gagnvart íslandi. Hafa ráöamenn þar fariö fram á aö tslendingar auki vöru- kaup sin I Portúgal. Siem stendur er Portúgal langstærsti saltfiskkaupandi Islands, og væri það þvi mikið áfall fyrir saltfiskframleið- endur hérlendis ef sá markað- ur brygöist. Þessir þrir voru Islipp i gær, þar sem unniö var að þvi aö búa þá undir átökin viö vetrarveörin. Dómsmálaráduneytið: Telur ekki tilefni til adgerda stjórnvalda — vegna útgáfu bókar Karls Schuts Svo sem fram hefur komið i fjölmiðlum hef- úr Jön Oddsson hæstar- réttarlögmaður nýverið farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það hlutizt til um með lögbanni eða öðrum að- gerðum,. að hindra út- gáfu bókar eftir þýzka rannsókiiarlögreglu- manninn Karl Schutz, sem bókaútgáfan Set- gerg hyggst gefa út inn- an tiðar. Telur Jón að i sérstökum kafla sem Schutz ritar vegna is- lenzku útgáfunnar, sé vegið að skjólstæðingi hans, en Jón er verjandi Sævars Ciesielskis i Geirfinns málinu svo- nefnda. Dómsmálaráðuneytiö hefur nú svarað málaleitan lögmannsins, i bréfi undirrituðu af Baldri Möller ráðuneytisstjóra og Jóni Thors deildarstjóra. Þar kemur fram aö ekki er taliö aö tilefni sé til afskipta stjórn- valda af útgáfu bókarinnar. 1 bréfinu til lögmannsins segir orö- rétt: „Vegna erindis yöar hefur ráöuneytiö fengiö tækifæri til þess að kynna sér hjá bókaútgáfunni hvernig hinn fyrirhugaöi formáli sébyggöur upp. Telur ráöuneytiö aö fullyröa megi, aö þar muni hvorki vikið að nafngreindum sakborningum né viðhaföar full- yröingar um sekttiltekinna aöila. Veröur heldur ekki að ööru leyti séö aö nokkurt tilefni sé til af- skipta stjórnvalda af málefnr þessu.” GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.