Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 11
11 bSSw' Föstudagur 11. nóvember 1977 Bíóin ! U^husin Ein frægasta og stórfenglegasta kvikmynd' allra tima, sem hlaut 11 Oscar verölaun, nú sýnd með islenzkum texta. Venjulegt ver kr. 400. Sýnd kl. 5 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1.30. The Streetfighter Charles Bronson ______James Coburn The Streetf ighter i.,jllllreland Strothar Martin ISLENZKUR TEXTI Hörkuspennandi ný amerisk kvikmynd i litum og Cinema Scope með úrvalsleikurum. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Spennandi og viðburöarik ný itölsk- bandarisk Cinemascope-litmynd. Ty Hardin Rossano Brazzi Craig Hill tslenskur texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 3-5-7-9 og 11 TROMMUR DAUÐANS Haröjaxlarnir (Tought Guys) Islenzkur texti Æsispennandi ný amerisk-itölsk sakamálakvikmynd i litum. Aðalhlutverk: Lino Ventura, Isaac Hayes. Sýnd kl. 9. <g*l, 15-44 Alex og sígaunastúlkan Alex and the Gypsy Gamansömbandarisk Jitmynd með úrvalsleikurum, frá 20th Century Fox. Tónlist eftir Henry Mancini. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Genevieve Bujold. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TONABÍÓ *& 3-11-82 , Herkúles á móti Karate Hercules vs. Karate Skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri: Anthony M. Dawson Aðalhlutverk: Tom Scott, Fred llarris, Chai Lee. Sýnd kl. 5, 7 og 9. .f.ikfF.iac; 2lí* REYKIAVIKIJR GARY KVARTMILLJÓN i kvöld kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. SK J ALDHAMR AR Laugardag kl. 20,30. Þriöjudag kl. 20,30. Miövikudag kl. 20,30. SAUMASTOFAN Sunnudag kl. 20,30. Fimmtudag kl. 20,30 Fáar sýningar eftir. Miðasala i Iðnó kl. 14-20,30. BLESSAÐ BARNALAN 1 AUSTURBÆJARBÍÓI LAUGARDAG KL. 24. Miðasala I Auturbæjarbiói kl. 16- 21. Simi 1-13-84. LAUGARáft Simi 32075 Mannaveiðar Endursýnum i nokkra daga þessa hörkuspennandi og vel geröu mynd. Aöalhlutverk: Clint Eastwood. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9 Svarta Emanuelle Ný djörf itölsk kvikmynd um ævintýri svarta kvenljósmyndar- ans Emanuelle i Afriku. Aðalhlutverk: Karin Schubert og Angelo Infanti. Leikstjóri: Aibert Thomas. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7,15 og 11,15 Sfbustu sýningar Næstu daga sýnir Háskóla- bió syrpu af gömlum úrvalsmyndum. Þrjár myndir á dag, nema þegar tónleikar eru. Myndirnar eru: 1. 39 þrep (39 steps) Leikstjóri: Hitchcock. Aðalhlutverk: Robert Donat, Madeleine Carroll. 2. Skemmdarverk (Sabot- age). Leikstjóri: Hitchcock Aðalhlutverk: Sylvia Sydney, Oscar Homolka. 3. Konan sem hvarf (Lady Vanishes) Leikstjóri: Hitchcock Aðalhlutverk: Margaret Lock- wood, Michael Redgrave. 4. Ung og saklaus (Young and Innocent). Leikstjóri: Hitchcock Aðalhlutverk: Derrick de Marnay, Nova Pilbeam. Föstudagur 11. nóvember: 39 þrep Sýnd kl. 5 Skemmdarverk Sýnd kl. 7 Konan sem hvarf Sýnd kl. 9. Leikfélag Kópavogs SNÆDROTTNINGIN Jewgeni Schwarz, byggt á hug- mynd H.C. Andersen. Frumsýning, sunnudag 13. nóvember kl. 3. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardótt- ir. Leikmynd: Þórunn S. Þorgrims- dóttir. Leikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Þýöing: Þórunn S. Þorgrimsdótt- ir og Jórunn Sigurðardóttir. Miðasala laugardaga og sunnu- dag kl. 13-15. Simi 4-19-85. Oro. oro. innan tóm!...'” Aðhald og eftirlit. Fjármálaráöherra vor hefur nýlega deilt út boöskap sinum til landsmanna. Þó þar kenni vissulega margra grasa og ekki eintómra ilmjurta, skal hér ekki um þann þátt fjallaö, aö þessu sinni. En varla hefur það farið framhjá fólki, sem á ræðuna hlýddi, eða kynnti sér hana i blöðum, aö hafi hún haft einhver einkunnarorð, væri það aöhald og aftur aðhald. Ekki er ástæða til að deila á það, nema siður sé. Miklu heldur eru flestir sam- mála um, að aöhalds og eftirlits á þjóðarbúinu sé full þörf. Þá kemur og flestum saman um, að gengi búskapar áður og siðar byggist ekki sizt á glöggu yfirliti og eftirliti ráðamanna á viðfangsefninu. Nú kann einhver að segja, að það sé nú varla von, að neinn sé gæddur þeim Argusaraugum, að meira og minna hljóti ekki aö fara framhjá honum i flókn- um þjóðarbúskap. Þetta má rétt vera, en aðeins að tilteknu marki. Hinsvegar er vitað, aö ráðamenn standa alls ekki einir uppi, þegar meta á mál. Þvert á móti má segja, að þeir hafi sér við hönd fullt af þjónustusömum öndum-lifandi og dauöum- til þess að greiða úr vandasömum flækjum. Það hefur meira að segja komið i ljós, aö innan kerfis sjálfs fjármálaráðherrans er fullt af allskonar huldufólki, til þess að gripa undir baggahorn- ið! Það þótti nú ekki aldeilis ónýtt i gamla daga, að njóta brautargengis huldufólks við búskapinn! Að visu var það ekki siöur að greiða þvi laun, hvorki i fé eða friöu. En það koma nú alltaf nýir siðir með nýjum herrum! En-gamanlaust sagtr Er það ekki talandi og ljós vottur um eftirlitið á bænum, að það skuli þykja góö latina, að hundruð manna séu á launaskrá ráðu- neytis „húsbóndans”, sem eng- in heimild er fyrir? Þvi er á þetta minnzt hér, aö þetta ætti að vera eitt hið nær- tækasta, sem kippa mætti i lag, nema við eigum að trúa þvi, að það sjái augun sizt, sem nefinu er næst! Auðvitað má segja, aö hér sé ekkert stórmál á ferðinni og þó... En þegar sleppir eftirlitinu er þó aðhaldið eftir. Flestum mun verða á að hugsa, aö til þess að geta haft aðhald, verði menn aö gera sér grein fyrir þvi i fyrsta lagi við hvað er aö glima, og i öðrulagi þurfi nokkra yfirsýn yfir, hvaö liklegt er aö komandi dagar beri i skauti sér. Nú er tölvuöld og öld hagfræð- inga og allskonar hagræðinga og annarra officera lægra stanz. Ætla mætti, að hlutverk þeirra væri fyrst og fremst að fylgjast náiö með æðasiætti þjóðfélags- ins. Þar til heyrir aö hafa gætur á-aö siö góðra lækna-hvar þörf er að veita blóögjafir, og þá ef til vill ekki siður að gera sér grein fyrir hversvegna svo er komiö, aö lækninga sé þörf. Góður stjórnandi, sem lætur sér umhugaö um aö nota heldur fyrirbyggjandi aðgeröir en grlpa til neyðarráöstafana þeg- ar allt um annað þrotnar, á ýmissa kosta völ. Þvi miður verðum við að játa, að margt er það i rekstri atvinnuvega okkar, sem miður fer og þar er oft teflt á tæp vöð. Hér skal ekki fjallað um-þó vel væri það vert hvort margt af þessu má skrifa á reikning rangsnúinna aðfara stjórn- valda. Það mun þó vera grund- vallarskilyrði, til þess að geta haft aðhald, að vita utanum hvað á að halda og hvernig. Þarerekki ætið nóg, að draga saman pyngjuopið og láta kú vera kú! Þvi er á þetta minnzt hér, að tilefnin eru næg, sem sýna að hyggilegra er að vita rétt en hyggja rangt, þó i „góðri trú” sé. Litið dæmi um þetta og við- brögð stjórnvalda má hafa lok- iztupp fyrir augum fólks á liðnu sumri. Um mánaðamótin ág- ust/september var lostið upp miklu ramakveini viða um land, að frystihúsrekstur landsmanna væri á vonarvöl og sæi ekki ann- að framundan en lokun þessara þýðingarmiklu atvinnutækja. Ekki skal það lastað, að stjórnvöld vildu sannreyna, hvort hér væri á ferðinni sann- indi eða bara venjulegur barlómur. Hitt er fullkomlega ámælis- vert, hversu langan tima það tók að gera sér þetta ljóst. Þvi er fjarri, að hér sé um þetta tal- að, vegna þess að fólkiö, sem að þessu vann, sé vænt um vinnu- svik. Fullyröa má, að það hafi . setið með bullsveitta skalla við að greiða úr flækjunum. En þá vaknar spurningin: Af hverju lágu þessir hlutir ekki fyrir i upplýsingakistu rikis- stjórnarinnar? Hvar er sú varðgæzla á þjóð- arhag, sem þannig hreiðrar um sig? Sem betur fer, var i þessu til- felli máske óhætt að taka sér riflegt tóm. Kvartanir atvinnu- rekenda hafa, ef til vill ekki all- ar verið fram bornar þá fyrst, er komið var fram á brún Svörtulofta. En vissulega litur svo út i augum almennings, að hér væri á ferð mál, sem „góðir stjórn- endur” ættu ekki að ganga duld- ir, allra sizt þegar nútfma tækni og upplýsingaöflun er tekin með i reikninginn. Hvað myndum við hugsa og segja um slysavarnir og slökkvistarfsemi, sem fengi hjálparbeiðni, og aðilar eyddu löngum tima i að velta fyrir sér, hvort beiðnin væri á rökum reist og hversvegna?! Er þó öröugra þar um vik, þvi hvorugt gerir boð á undan sér. Sigur vinnur sjaldan sofandi maður. I HREINSKILNI SAGT I1.ISÚM lll Grensásvegi 7 Simi 82655. «?! RUNTAL-0FNAR Birgir Þorvaldsson Sími 8-42-44 AUGLYSiNGASlMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir ó verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. SENDIBÍLASTOÐIN Hf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.