Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 11. nóvember 1977 AF NÝJUM BÓKUM Ný Ijóðabók frá Tómasi Guðmundssyni Heim til þín ísland Heim til þín island nefnist ný Ijóöabók eftir Tómas Guömundsson. Kristján Karlsson ritar kynningarorð á bókar- kápu/ og segir m.a: En mig langar til a6 geta um tvennt sem mér er hugstætt i sambandi viö þessa nýju bók. 1 fyrsta lagi eru þaö ýmis kvæöi, sem ort eru i hátiöarskyni. Mér hefur sjaldan fundist Tómas Guömundsson merkilegra skáld en einmitt I þessum kvæöum. Ég hygg, aö vér finnum, aö þessi kvæöi eru ný tegund hátíðaljóöa, og ólik þvi sem áö- ur hefur tiökast, bæöi listrænni og vitsmunalegri i senn. Það er einkennilegt afrek aö yrkja svo blómin í sönanum persónuleg kvæöi i búningi formlegra lofsöngva. í ööru lagi viröist mér, aö i ýmsum hinum ljóðrænni kvæöa bókarinnar kenni dýpri sárs- auka hjá skáldinu en nokkru sinni fyrr gagnvart mætti eyði- leggingarinnar I öllu lifi. Ég veit ekki hvort þessi kvæöi eru meiri skáldskapur, en til dæmis gam- ankvæöin, sem lika er aö finna i þessari bók; ég veit aðeins, aö skáldstilí Tómasar Guðmunds- sonar er nógu óbrigöull til aö leyfa honum hvort tveggja...” Bókin ,,Heim til þin Island” er 125 blaðsiður aö stærö, i vönd- uðu bandi. Hún er gefin út af Helgafelli. —JSS Út er komin bókin // Blómin i söngnum" eftir Margréti Friðjónsdóttur. Er þetta fyrsta bók höfundar, sem notar óvenjulegt tjáningar- form/ þvi Ijóð/ og sögu- brot eru ofin saman og tengd í einu stefi. Fjallað er um tiltekinn liö refsimála-myndatökur viö auögunarbrotum og gerö sam- liking viö ,,lykilinn”-brenni- TÓMAS GUÐMUNÐSSON 'HEIM TIL ÞÍN. ÍSLAHP markiö sem fyrrum tiökaöist Máliö kann aö hafa nokkra sér- stööu hér á landi vegna fámenn- is þjóðarinnar. t þessum „uppsláttaralbúm- um” eru yfirleitt myndir af smávægilegustu auögunarbrot- um sem eiga sér staö, til þess er fólk lendir i ævialbúminu-saka- skránni- en þaðan kemst eng- inn út. Bókin er 96 blaðsiöur aö stærö, gefin út af bókaútgáfunni Letri. —JSS Blómin í söngnum ^Landsþing menntaskólanema: D MEÐALMENNSKA RÍKIR í MENNTA- MÁLUNUM Landssamband isienzkra menntaskólanema hélt sitt 11. landsþing dagana 29. og 30. október sl. Þingið sóttu fulltrúar allra mennta- skóla á landinu og fjöl- brautarskólunum í Breið- holti og Flensborg. LIM er hagsmunasamtök is- lenzkra framhaldsskólanema og heldur árlega þing, sem er æösta vald i málefnum þess. A þingun- um eiga sæti fimm fulltrúar frá hverjum aöildarskóla. Milli þinga er framkvæmdavaldiö hins vegar i höndum stórnar sambandsins, en i henni sitja tveir fulltrúar frá hverjum aöildarskóla. Um dag- legan rekstur sér svo fram- kvæmdastjórn, skipuð þrem mönnum sem allir eru úr sama skóla. Or menntaskólanum I Kópavogi á siöasta ári, en veröur skipuö þrem nemendum Mennta- skólans viö Hamrahliö næsta starfsár. A þinginu var meöal annars samþykkt reglugerö fyrir Menn- ingartengslasjóö LIM, en sam- kvæmt henni er tilgangur sjóösins aö styrkja samskiptin milli skól- anna, meö þvi til dæmis aö styrkja ferðir leikhópa, kóra, hljómsveita og listsýninga. Einn- ig skipti þingiö verkefnum á milli starfshópa i skólunum, svo sem umfjöllun um menntaskóla/fjöl- brautarskóla, frumvarp um framhaldsskóla og spurninguna um hvort jafnrétti sé til náms á Islandi. A öörum málum sem þingiö kom inn á má nefna leiöir til aö lækka bókakostnaö nemenda á framhaldsskólastigi, vinnubrögö rikisváldsins i byggingarmálum skólanna á Iandinu, kröfu um aö rikisvaldið greiöi þeim starfs- kröftum laun sem starfa viö mat sölur skólanna, svo sem fordæmi séu fyrir viö kennaramötuneyti og önnur mötuneyti á vegum rikisins. Þá voru samþykktar ályktanir um menntamál, starfs- fræöslu, bókasöfn og lestraraö- stööu og þá meðalmennsku sem nú rikir i menntamálum þjóöar- innar, meö tilliti til laga úm grunnskóla og frumvarps til laga um framhaldsskóla. —hm Svipmynd frá þingi Landssambands Islenzkra menntaskóianema. Samtök sveitarf élaga á Vesturlandi f unda Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landsk jördæmi verður haldinn í Munaðarnesi um næstu helgi/ 11. - 12. nóvember. Rétt til fundar- setu eiga 50-60 fulltrúar sveitarstjórna á Vestur- landi auk gesta. Á dagskrá fundarins eru skýrslur stjórnarfor- manns/ Húnboga Þorsteinssonar og fram- kvæmdastjóra, Guðjóns Ingva Stefánssonar. Einnig veröa fluttar skýrslur frá Fræösluráöi Vesturlands, samgöngunefnd samtakanna og Byggðadeild Framkvæmdastofn- unar rikisins. Aöalmál fundarins aö þessu sinni veröur framhaldsnám á Vesturlandi og flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráö- herra og Ölafur Asgeirsson skóla- meistari fjölbrautarskólans á Akranesi framsöguerindi. Gert er ráö fyrir aö fundinum ljúki um miðjan dag á laugardag. Getraunaspá Alþýðubladsins: 140.000 krónur fyrir ÍO rétta Vegna plássleysis féll spáin út úr blaðinu i gær en við vonum að ekki komi að sök, þó hún sé ein- um degi á eftir áætlun. Flest toppliðin töpuðu um siö- ustu helgi, Notthingham Forest tapaöi öðrúm leik sinum á keppnistimabilinu, Manchester liðin töpuðu bæði og einnig Liv- erpool. Þessi fjögur töp komu algerlega aftan að spámannin- um okkar og þvi höfðum viö aö- eins 8 rétta. En úrslitin komu fleirum á óvart. I 11. leikviku kom enginn seðill meö 12 eða 11 rétta. Fjórir seðlar voru með 10 rétta og var vinningurinn á hvern þeirra 139.500 krónur. 55 raðir voru með 9 réttum leikjum og var vinningurinn á hvern þeirra 4.200 krónur. Arnsenal-Coventry. Þetta verður leikur vikunnar. Lundúnaliðið er mjög gott um þessar mundir en það er Coventry lika, hefur enda komið ótrú- lega mikið á óvart I vetur með góðum leik sinum og er komið i 2.- 4. sæti. Við spáum jafntefli, en til vara að heimavöllurinn hjálpi Arsenal nægilega til að sigra, þeir eru enn ósigraðir á heima- velli. (Fyrsti tvöfaldi leikurinn). Aston Villa-Middlesbro. Villa er óðum að færast i „heimavallar-stuðið”, en liðið var frægt fyrir að tapa nánast aldrei leik á heimavelli en stefna að ja'fntefli á útivelli. Nú leikur liðið mjög vel og Andy Gray er óstöðvandi. Heimasigur. Bristol City-Derby. Leikurinn er jafnteflislegur, Derby er heldur að sækja á en er enn á hættusvæðinu. Bristol City gengur flest i óhag, en liðið má ekki við þvi að tapa á laugardaginn. Jafntefli. Everton-Birmingham. Everton var eitt af fáum toppliðum 1. deildar, sem ekki tapaði á laugardaginn var. Liðið er nú komið í annað sæti ásamt WBA og Coventry. Middlesbro dinglar um miðja deild og sýnir litil til- þrif. Heimasigur. Leicester-lpswich. Nú situr Leicester á botninum, hefur aðeins unnið einn leik i vetur. Liðið er lélegt og virðist ekki eiga sér uppreisnar von i vet- ur. Útisigur. Manchester City-Leeds. City hefur verið i nokkrum öldudal undanfarið og hefur dottið úr 1. sæti niður i 6. — 9. sæti á fáum vikum. Ef liðið, sem flestir spáðu sigri i deildakeppninni i ár fer ekki fljótlega að stiga öld- una, fer að verða óhætt að afskrifa það i toppbaráttunni. Við spá- um heimasigri en til vara jafntefli, þvi Leeds er ekki auðsigrað lið. (Annar tvöfaldi leikurinn). Norwich-Chelsea. Chelsea vann sætan sigur á Forest á laugardaginn og liðið er á uppleið. Norwich er sterkt lið og hefur enn engum leik tapað á heimavelli, unnið 5 og gert tvö jafntefli. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara. (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Notthingham Forest-Manchester United. Við spáum þvi, að Forest tapi ekki stigum tvo leiki i röð og vinni þvi slakt United liðið. West Ham-WBA. WBA-liðið er frábært um þessar mundir og það verður tæpast i erfiðleikum með að sigra West Ham, en West Ham er eina liðið i fyrstu deild sem enn hefur ekki unnið leik á heimavelli. Wolves-Newcastie. Newcastle-liðið er aðeins farið að rumska og hefur nú jafn- mörg stig og Leicester, en liðin liggja hlið viö hliö á botninum. Eftirtekja Newcastle á útivelli hefur aöeins veriö eitt stig og viö spáum, að ekki bætist i það safn i þessum leik. Crystal Palace-Tottenham. I liði Tottenham eru miklir markaskorarar, liðið hefur skorað 33 mörk i vetur eða 9 mörkum fleira en þaö liö sem næst kemur. Útisigur. Southampton-Blackpool. Þetta er jafnteflislegur leikur. Southampton hefur enn ekki tapað leik á heimavelli, unnið alla utan tvo. En Blackpool er i toppbaráttunni og má ekki missa mörg stig. Jafntefli en heima- sigur til vara. (Fjórði og siðast tvöfaldi leikurinn) — ATA Leikir 12. nóv. 1977. Arsenal-Coventry ... Aston V.-Middlesbro Bristol City-Derby .. Everton-Birmingh. .. Leicester-Ipswich ... Manch. City-Leeds .. Norwich-Chelsea .... Nott’m F.-Man. Utd. West llam-VV.B.A. ... Wolves-Newcastle ... C. Palace-Tottenham Southampton-BIackp. X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.