Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. nóvember 1977 9 HEYRT, OG HLERAÐ Heyrt: Að svo sé komið fyrir lýðræöinu i Sovétrikjunum á 60 ára afmæli byltingar öreig- anna, að rétti maður ekki upp aðra höndina, þegar tillögur valdhafanna koma til um- ræðu, verði maður að rétta upp báðar hendur þegar KGB- mennirnir koma. (KGB = sovézka leyniþjónust- an). * Frétt: Að stundum séu svo fá- ir mættir á deildarfundum Al- þingis, að fundir séu ekki á- lyktunarhæfir. Nú, svo má um það deila hvort ekki sé sömu sögu að segja, þegar allir eru mættir! * . Frétt: Að mikil harka sé þeg- ar hlaupin i prófkjörsundir- búning Sjálfstæðismanna. Þar bitast mörg og ólik öfl i flokkn- um og ýmsir hafa talsvert fjármagn til að stunda barátt- una. Sjálfstæðismönnum þyk- ir mannvalið ekki mikið, þótt stöku karl og kona, sem gefið hafa kost á sér, sé hið ágæt- asta fólk. Frambjóðendur hafa þegar sent frá sér mikinn fjölda bæklinga og boðað fundi viðsvegar um Reykjavfk. * Heyrt: Að fjármál Vængja h.f. séu nú að komast á það stig að hljóti að nálgast gjaldþrot. Fyrirtækið mun skulda viða innanlands og erlendis all- verulegar. Ekki er vitað hvernig forráðamenn fyrir- tækisins hyggjast leysa þenn- an vanda. HRINGAR Fljót afgreiðsla jsendum gegn póstkröfu Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður ^Bankastræti 12, Reykjavfk. j Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Framhaldssagan --------------—eftir Erik Nerlöe— — Hvað segið þér um að byrja með fimmtán hundruð? Fimmtán hundruö... Erna brosti með sjálfri sér. Það var ekki meira en hún hafði fengið fyrir fötum og annarri eyöslu á námstima sinum i Sviss. — Eigum við þá að segja sau- tján hundruö? sagði starfs- mannastjórinn.sem hélt, að Erna hikaöi vegna þess aö henni fynd- ustlauninof lág. —Enþágeng ég lika eins langtog ég get, hélt hann áfram. — Það skal samt enginn geta sagt að Evrópumagasiniö undirborgi starfsmönnum slnum. Hann brosti og klappaði henni vingjarnlega á öxlina. — Hugsa sér, ef hann vissi hver ég er, hugsaði Ema. Skrifstofa Trana-Davidson for- stjóra var stórt og bjart herbergi, teppalagt horn I horn og búið þungum og sterklegum mahogni- húsgögnum. A stóru skrifborðinu stóð vöndur litskrúðugra sumar- blóma, og á bak við skrifborðiö hékk mynd af afa Ernu, stofn- anda Evrópumagaslnsins. — Nú skal ég kynna yður fyrir manninum, sem verður yfirmaö- ur yðar um nokkur tlma, sagði starfsmannastjórinn vingjarn- lega. — Þér vitið ef til vill, að Trana-Davisson er á ferðalagi. Duglegi fulltrúinn okkar annast hans starf I fjarveru hans. Starfsmannast jórinn vísaði henni i gegnum dyr með mikilli glerhurð og inn i skrifstofu þar viö hliðina. Ungurmaöur stóð á fætur til að heilsa þeim. Hann var hávaxinn og ljóshærður. Andlitið var úti- tekið og hann hafði lltið og velhirt yfirvaraskegg. Blár jakkinn sat eins og steyptur á velvöxnum likamanum. Hann sýndi röö óvenjulega hvitra og reglulegra tanna, og renndi augunum yfir Ernu. Ahrif- invoru mjög jákvæð. Þarna hefur Utvarp 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Þórunn Magnea Magnúsdóttir heldur áfram lestrisögunnar „Klói segir frá” eftir Annik Saxegaard (5). Til- kynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morgun- tonleikar kl. 11.00: Janácek- kvartettinn leikur Strengja- kvartett nr. 13 I a-moll op. 29 eftir Schubert/ Wilhelm Kempff leikur á pianó „Skógarmyndir” eftir Schu- mann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.30 Miðdegissagan: „Skakkt niimer — rétt númer” eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Höfundur les (5). 15.00 Miðdegistónleikar: Rúss- nesk tónlist Suisse Romande hljómsveitin leikur tónverk eft- ir Mikhail Glinka, Ernest Ansermet stj. John Browning og Sinfóniuhljómsveitin i Boston leika Pianókonsertnr. 2 op. 16 eftir Sergej Korokofjeff, Erich Leinsdorf stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Ctilegubörnin I Fannadal” eftir Guðmund G. Hagalln Sig- rlður Hagalin les (3). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Söngleikurinn „Loftur” Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gislason sjá um þátt frá Akureyri. Höfundar leiks- ins: Oddur Björnsson, Kristján Arnason og Leifur Þórarinsson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands i Háskólabiói kvöldið áður, — fyrri hluti. Stjórnandi: Eifrid Eckert-Han- sen frá Danmörku Einleikari: Aaron Rosand fra Bandarikj- unuma. „Lilja”, hljómsveitar- verk eftir Jón Asgeirsson. b. Fiðlukonsert I D-dúr nr. 1 eftir Niccolo Paganini. — Jón Múli Amason kynnir tónleikana. 20.45 „Skólasetning” smásaga eftir Ingólf Pálmason Rúrik Haraldsson leikari les. 21.10 Einsöngur: Gérard Souzay syngur lög úr lagaflokknum „Svanasöngur” Franz Schu- bert, Dalton Daldwin leikur á pianó. 21.50 Visnasafn tJtvarpstlðinda Jón úr Vör flytur fyrsta þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Kvöldsagan: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson les bókarlok (31). 22.40 Afangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kastljós(L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maöur Guöjón Einarsson. 21.35 Ólympiuleikarnir I Kanada 1976 Kanadisk heimildamynd um 21. Ólympiuleikana, sem haldnir voru I Montreal I Kan- ada sumarið 1976. Þýöandi óskar Ingimarsson. 23.35 Dagskrárlok Sundberg einu sinni valiö rétt, hugsaði hann. — Þetta er nýi einkaritarinn okkar, ungfrú Davidson, kynnti starfsmannastjórinn hana. Fulltrúinn og Erna heilsuðust með handabandi. — Og ég heiti Wester, kynnti fulltrúinn sig. —■ Bjarni Wester. Brosið varð aðeins hlýlegra, þegar hann hélt áfram: — Ég er viss um, að okkur mun geðjast vel hvoruað öðru, ungfrú Davidson... Hann þrýsti hönd hennar Ivið þéttar. — Það er ég alveg sannfærður um, bætti hann við. Þriðji kafli. "TTrna rétti hinum unga yfir- manni slnum bréfamöppuna. — Hér eru öll bréfaskiptin við Brown & Son iLondon, sagði hún. — Eg er btiin að ganga frá afrit- unum. Ég pantaði samtaliö viö Kaupmannahöfn, og herbergi fyrir herra Cormack á Grand Hotel... — Þér eruð stórkostlegar, ung- frú Davidson! — Þér hafið ekki verið nema i tvo tima hjá okkur, og eruö þegar orðnar ómissandi. Ernu geðjaðist ekkert of vel að yfirmanni slnum. Viö fyrstu sýn virtist hann vera hálfgerður glaumgosi, en vinnugeta hans og hæfileikinn að taka snöggar ákvaröanir hafði haft á hana góð áhrif. Hún var fegin hrósinu, sem hún hlaut. Þetta var I fyrsta sinn, sem hún gat sýnt hvers hún var megn- ug, og það var notalegt að fá hrós. Hana haföi langaö til að spyrja hann eftir föður sinum frá þvl hún kom fyrst á skrifstafuna. En húnþoröiþvIekki.Htinvar hrædd um, að áhugi hennar á hinum volduga forstjóra Evrópumaga- sinsins yrði áberandi. Hún haföi nefnilega ákveöiö, að koma ekki upp um það, hver hún væri, fyrr en faðir hennar snéri aftur. Auk þess haföi hún einstakt tækifæri til að vera viðurkennd sjálfrar sin vegna.enekki vegna þess, aðhún væri dóttir eiganda fyrirtækisins. Viö og við varð henni litið á málverkið af afa slnum, þar sem það hékk yfir skrifborðinu, og hún kinkaöi kolli. Hún þekkti vel þennan þungbúna afa með stlfa yfirvaraskeggið og Norðurstjörn- una i bandi um hálsinn. Þaö var hann, sem hafði komið vöruhús- inu á laggirnar, eða réttara sagt litlu versluninni, þar sem faöir hennar hafði afgreitt. Htin varð aö brosa viö tilhugs- unina um það, sem faöir hennar myndi segja, þegar hann kæmitil baka, og kæmist aö þvl, aö dóttir hans fetaði i fótspor hans. — Já, þér standið hér og dáist að gamla manninum? Erna snéri sér skelfd við. Hún hafði ekki heyrt Bjarna Wester koma inn I herbergið. Fulltrtiinn hafði reyndar hæfileika til aö birtast fyrirvaralaust. Þaö gerði málið ekki betra, að hann hreyföi sig jafn hávaðalaust og köttur. Skák dagsins Hvítur leikur og vinnur Þessi staða er úr skákinni Torre-Lasker, Moskva 1925. Fram- haldið var á þessa leið: 1. Bf6!, Dxh5 (eina leiðin til að verjast máti eða drottningartapi) 2. Hxg7+, Kh8, 3. Hxf7+, Kg8, 4. . Hg7 + , Kh8, 5. Hxb7 + , Kg8, 6. Hg7+, Kh8,7. Hg5 + , Kh7, 8. Hxh5, Kg6, 9. Hh3, Kxf6, 10. Hxh6+ og svartur gafst upp, enda þremur peöum undir og með tapaða stöðu. Það var ekki oft, sem hinn mikli meistari Emanuel Lasker fékk slika útreið. Hann var heimsmeistari i skák 1894-1921, eða I 27 ár. Umsjón Baldur Fjölnisson Tœkni/Vísindi Sólarorka úr sjónum Yfirvöld orkurannsókna I Bandarikjunum fjármagna nokkrar tilraunir með að vinna sólarorku úr hafinu I öllum þessum tilraunum er stuöst við hitamuninn og hann notaöur til að knýja hverfil I lok- uðu kerfi eins og áöur hefur ver- I „Loockheed” rannsóknaráætl- unni flýtur aflstöðin lóörétt i sjónum. Plpan sem gengur nið- ur úr henni nær allt niöur á 500 metra dýpi. ’ iOTT raf Stöðinni er lagt við anker og i magniö flutt I land eftir gildum| strengjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.