Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 3
sær Föstudagur 11. nóvember 1977 Auðframkvæmanlegt ef vilji er fyrir hendi — segir Davíð Sch. Thorsteinsson um tillögur Fll um iðnþróunaraðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi „Tillögur þessar eru allar mjög einfaldar og auðfram- kvæmanlegar, ef vilji er fyrir hendi”, sagöi DavIB Sch. Thor- steinsson, formaður Félags is- lenzkra iönrekenda i ræðu þar sem hann fjallaði um tillögur fé- lagsins um iðnþróunaraðgerðir og fjármögnun þeirra á árinu 1978, á almennum fundi I félaginu I gær. A fundi þessum voru meöal annara IBnaðarráðherra, meö- limir iönaðarnefndar og fjárhags og viðskiptanefnda alþingis, auk ýmissa embættismanna. Fyrsti liöur tillagna Félags Is- lenzkra iðnrekenda kveður á um aö frestað verði tollalækkunum á fullunnum vörum frá öllum lönd- um i' 1 ár. I rökstuðningi slnum fyrir tillögunni sagði DavIB að þetta væri mjög nauðsynlegt þar eö samstarfsaðilar okkar i EFTA og EBE hafi nú komið sér upp vlötæku kerfi stuðningsaðgerða við iönað landa sinna. Aðgeröir þessar hafa sifellt verið • að aukast. Davið tók sem dæmi aögerðim- ar I Noregi. Væru þær heimfærð- ar upp á ísland, miöað við gengi og fólksfjölda þýddu þær aöstoö upp á 4.4 milljarða við iðnaöinn á fjárhagsárinu 1975—1976. Ef gripið veröur til þess að fresta tollalækkuninni mun það þýöa tekjuaukningu sem svarar til 800 milljóna króna. Þessa fjármuni vill félagið aö stjórnvöld noti til hjálpar iðnaðin- um i landinu meö þvf að endur- geiða uppsafnaðan söluskatt af útfhittum iðnaðarvörum, þar til virðisaukaskattur verði tekin upp. Framlag til Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins vertS hækkað auknum framfijgum verði veitttil tæknistofnunar iönaöarins. Hækkað verði framlag til lána- sjóðs sveitarfélaga vegna bygg- ingar iðngaröa og aukið verði framlag til Iðnrekstrarsjóðs til s tuðnings vöruþróun. Þá er I tillögunum lagt til að svokallað jöfnunargjald veröi lagt á allan innflutning sam- keppnisvara, þar til virðisauka- skattur verði tekinn upp. Gjald þetta nemi 4%. Gert er ráö fyrir að tekjur af á- lagningu þessari renni til IBn- lánasjóðs og sérstakra hagræð- ingalána til framleiöslu iönaðar, sem veitt verði á sömu kjörum og nýveitt hagræöingalán til fisk- veiöa. Aö auki íeggi rikiB um- framtekjur af fy rr greindum að- geröum tiláframhaldandi iönþró- unaraðgerða. Samræming í starfsað- stöðu undirstöðuat- vinnuveganna Félag islenzkra iðnrekenda leggur til að tekin verði upp launaskattheimta af fiskveiöum og landbúnaði. A móti skuli að- flutningsgjöld af vélum og tækj- um tilfiskiðnaðar og landbúnaðar felld niður. Þá er I tillögunum gert ráð fyrir þvi að upp verði tekinn söluskatt- heimta af oliu tilfiskiskipa þar til virðisaukaskattur verður tekin upp. A móti veröi endurgreiddur uppsafnaður sc3uskattur af út- fluttum sjávarafurðum, þar til virðisaukaskattur verður tekirin upp. Gunnar Thoroddsen ittaaöar- ráðherra tók til máls aö lokinni ræðu Davlðs Thorsteinssonar. Ekki verður annaö sagt en aö hann hafi tekið allvel tillögum Félags íslenzkra iðnrekenda. Rakti hann I mörgum liðum ýmis mál sem unniö er aö til hagsbóta fyrir iðnaðinn og eru sum þeirra j«gar komin i framkvæmd. ES Kosn i ngaskr if stof u r allra frambjódenda Allir frambjóöendur Al- þýðuflokksins i prófkjör- inu, sem fram fer i Reykjavík á morgun og sunnudag, hafa nú opnað kosningaskrifstofur. Til aö auðvelda kjósendum að hafa samband við skrif- stofurnar, verður hér birt- ur listi yfir þær: Benedikt Gröndal: Skrifstofa hans er að Freyjugötu 1, simi 27911. Prófkjörsdagana veröur miðstöð hans 1 kaffiteriunni i Glæsibæ, simar 84463, 84497 og 85427. Bragi Jósepsson: Skrifsfofá hans er I Breiðfirðingabúð, Skóla- vörðustig 6. Hún er opin daglega klukkan 5—10, en allan daginn prófkjörsdagana. Simar þar eru: 82058, 29102 og 85698. Eggert G. Þorsteinsson: Skrif- stofa hans er að Grensásvegi 22—24, á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Skrifstofan verður opin allan daginn báða prófkjörs- dagana og er opin i dag. Simar þar eru: 83912, 82653 og 83054. Jóhanna Sigurðardóttir: Hún hefur opna skrifstofu prófkjörs- dagana að Kleppsvegi 33, 4. hæð, húsi Kassagerðar Reykjavíkur. Þar er siminn 38383. Sigurður E. Guðmundsson: Hann hefur opna kosningaskrif- stofu að Seljabraut 54, Breiðholti (Kjöt og fiskur), efri hæð gengið inn að norðan. Skrifstofan verður opin prófkjörsdagana. Simi hefur ekki verið auglýstur. Vilmundur Gylfason: Hann hefur opna skrifstofu að Garðar- stræti 2. Þar er opið virka daga klukkan 5—10 og prófkjörsdagana allan daginn. Simar þar eru: 29136 Og 29145. Stuðningsmenn . Jóhönnu Sigurðardóttur i prófkjöri Alþýðuflokksins, vegna kom- andi Alþingiskosninga, sem fram fer 13. og 14. nóvember n.k., hafa opnað skrif- stofu prófkjörsdagana að Kleppsvegi 33, 4. hæð. (Skrifstofa Kassagerðar Reykjavik- ur). Þar verða veittar allar upplýsingar og aðstoð er veitt varðandi prófkjörið. Simi skrifstofunnar er 38383. Stuðningsmenn REYKVÍKINGAR! ÞAÐ ER UM HELGINA ALÞYÐUFLOKKSINS FYRSTA SÆTI ^^■EGGERT G. ÞORSTEINSSON STUÐNINGSFOLK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.