Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 5
aar Föstudagur 11. nóvember 1977 5 SKOÐU Ég skrifaöi i Alþýöublaðiö 14. sept. S.l. greinarkorn um próf- kjör Alþýöuflokksins, vegna i höndfarandi Alþingis, bæja og sveitastjórnakosninga, — grein- in bar heitiö” Aö þora eða lát- ast.” Grein min, eöa (skoöun) fór mjög i taugar hr. Odds A. Sigurjónssonar, en hann skrif- aði I sama blaö 17. sept. s.l. — svar við þeim skoöunum sem ég setti fram, — en grein sina nefndi hann „Hornskekkja hugarfarsins.” Ég, hef af ráðnum hug, beöiö meö svar mitt viö hans grein, — ég vildi biða og sjá hvernig próf- kjik-inu reiddi af, — hvort skoö- un min á prófkjörs-reglum sem þar gilda,reyndiströng eöur ei. Oddur átelur mig fyrir allskonar „grunsemdir”, alvar- legar hornskekkjur f ályktunar- gáfum og brenglað hugarfar. Hann telur túlkanir minar rangar, á aödraganda próf- kjörsins og vinnubrögöum, sem einstaka menn beita i undirbdn- ingi og framkvæmd sjálfs próf- kjörsins (prófkjör opið i báða enda er fjarstæöa). Nú þegar, er nokkur reynsla fengin um undirbúning og fram- kvæmd þess, — sú reynsla er alls ekki fjarri þvi sem ég setti fram i áður nefndrigrein, svo aö hér er varla um aö ræöa einber- ar vangaveltur, — eöa óþarfa grunsemdir og hugarfars- brenglun, eins og fram kemur i grein O.A.S. — hornskekkju hugans læt ég honum eftir. Skrif einstakra A-lþýðuflokks- manna i Dagblaöiö, nú aö und- anförnu, bera þess glögg merki, aö pólitiskur þroski frambjóö- enda er ekki i takt viö þá hugs- un sem OAS. telur vera að baki opins prófkjörs, — en ég kem nánar að þvi siöar i þessari grein. Þaðer, vissulega nauösynlegt aö endurtaka þau atriöi úr fyrri grein minni, sem valda deilum eöa skoöanamun okkar og orö- skrúöi Odds sem hann þrykkirá prent máli sinu til staðfestu. í grein minni segir m.a.;„Nú er látiö svo heita, aö framboö til prófkjörs séu öllum opin og aö frambjóðendur veröi til fyrir val fólksins sjálfs, — vinsaddir og traust ráöi endanlegu valdi manna, — áróöur einstakra manna fyrir kjöri sé fyrir bi og annarlegar hvatir ráöi I engu, hverjir veljast til kjörs. Þaö skyldi þóaldreivera aö þessu sé öðruvisi fariö,— er lýöræöiö svona fullkomiö innan flokk- anna?” Þar segir og: „Mér kemur svo fyrir sjónir, aö próf- kjör eins og þaö er nú fram- kvæmt, sé skrípaleikur, sem ekkert á skylt viö lýöræöi, eins og almenningur skilur þaö hug- tak.” Ég tel aö i þessu prófkjöri Alþýöuflokksins sé háö óvægin barátta, — ekki aðeins eöa ein- vöröungu um baráttumál Al- þýðuflokksins, öllu heldur, milli einstakra manna innan flokks- ins, ef til vill um þaö hvort Al- þýöuflokkurinn hyggst taka upp sin gömlu baráttumál og gerast Garðar Viborg, skrifar N á ný baráttuflokkur verka- og launafólks, — eða vera áfram ,,tviátta”og styöjast þó fremur viö hægri öflin i landinu, — án þess þó aö vera „hækjulið” ákveöins stjórnmálaflokks, eins og stundum var sagt, meöan hann átti aöild aö Viöreisnar- stjórninni. 1 ákafa prófkjörsins, er horft fram hjá þvi, aö leikurinn eins og hann er sviðsettur, getur veikt, — eöa brotiö niöur Al- þýöuflokkinn innan frá, þótthr. Ö.A.S. — telji þá ályktun mina ranga, — hættan er samt fyrir hendi, mörg teikn benda til þess. Skrif og deilur tveggja frambjóöenda Alþýöufldcksins, — þeirra Björgvins Guðmunds- sonar og Vilmundar Gylfasonar i kjallaragreinum Dagblaösins, benda ótvirætt til aö slíkt geti gerzt, — og sé jafnvel aö gerast, — ef heldur áfram sem horfir. En vegna þessara skrifa sinna, hvors um annan,— ættu þeir sóma sins vegna, aö draga sig I hlé og hætta framboðum til Alþingis og borgarstjórnar und- ir merkjum Alþýöuflokksins, — en leyta kjörfylgis, sem óháöir, —einireöa saman, þá gætu báö- ir spriklað aö geöþótta. Ég tel aö innan Alþýöuflokksiris séu þeir vafa samarstyrktar stoöir, — meö hliösjón af þvi sem á undan er gengið, — trúlega verður þetta aðeins óskhyggja, sómi og félagshyggja liggja trú- lega utangarös. Hr. O.A.S. — segir i sinni grein: „Frjálsar umræöur eiga ails ekki aö bera svipmót af ein- hverjum einstefnuakstri. Þar eiga menn aö bera bækur sinar saman og hver að röskstyðja sinar niðurstöður eftir þvi sem getan leyfir. Allt annars eölis er, þegar menn taka að skrifa um mál, sem þeir sjáanlega hafa ekki áttaö sig á, og er viöa vaðinn reykurinn. Þetta kemur æöi glögglega fram i greinar- korni Garðars Viborg. „Telur þá hr. Oddur, skrif Björgvins og Vilmundar, — séu þaö sem kall- ast frjálsar umræöur. Nei, hér skiljast leiöir, — framgangs- máti þeirra er ranghverfa frjálsræöis, sem styrkir hvorki stjórnmálamenn eða flokka, — heldur hiö gagnstæöa, — heiöar- leiki er e.t.v. þaö sem fortiðinni tilheyrir. Það er aö visu æöi margt I greinarstúf hr. Odds, — sem þarft væri að ræöa öllu nánar, þegar séö er hvemig prófkjörsmálin hafa þróazt, — en samkvæmt þeim prófkjörum sem þegar hafa farið fram, mætti ætla að uppgangur Al- þýðuflokksins sé meö þeim glæsibrag, aö forystumenn hans þurfi ekki aö kviöa úrslita I hönd farandi Alþingiskosninga. En verst er þó aö minar „hrak- spár”, hafa fram að þessu reynst réttari en hr. Oddur hugði, þegar hann reit sinn greinarstúf, málskrúö það sem hann breytir, vegna minnar greinar.minnirmjögáað hér er á ferö gamall barna fræöari, og veit gjörla hvaöa oröum skal" beitt, þegar óþekktar angar eiga i’hlut, sem tala án þess aö skylja rétt tungu-tak. Ég, nenni þó ekki aö eltast viö öll þau atriöisem hr.Oddurtel- ur vanhugsuö hg rangtúlkuö I grein minni um prófkjöriö og aðdraganda þess. Þóereittatr- iöi úr greinarstúf hr. O.A.S. — sem rétteraö leggja huga aö,— þaö er um þessi fjárans „inn- rásarlið” sem hann kallar svo. Hann talar um aö unnt væri fyr- ir stærri flokka að hafa grund- vallaráhrif á prófkjör, með þvi aö skipuleggja einskonar „inn- rásarliö”, — þaö er fræöilegur möguleiki. Hér sannast þó að hans ályktun er röng, — þessi hætta getur alstaöar gilt, I opnu prófkjöri, stærö flokka^ræöur ekki, eins og þegar hefur sann- azt. 1 prófkjörinu í Reykjanes- kjördæmi, var kjörsókn, — at- kvæöi i Hafnarfiröi 1232, en i bæjarstjórnarkosningu hlaut Alþ.flokkur 908 atkv., aukning raunveruleg, — eöa „innrásar- lið”? 1 Noröurlandi eystra, — Alþfl. 1092, — I bæjast.kosningu 927,—atkv.á Akureyri, —en nú iprófkjöri rúml. 1600 á Akureyri eraukning þar raunveruleg — eöa „innrásarliö”? Nei, hér er um „innrásarliö”, aö ræöa frá stærri og öðrum flokkum, — svo persónulegar smalanir, langt út fyrir raunverulegt flokksfylgi á báðum þessum stööum, — hér þýöir ekkert aö bera fyrir sig hástemd orö, um heiöarleik og þessháttar oröagjálfur, — þegar um er aö ræöa galopiö prófkjör. Prófkjör opin i báöa enda, er skri'paleikur, eins og ég hef oft sagt, — en prófkjör innan sjálfra flokkanna eru mark- tæk. Hr. Oddur, — segir þó I sinum greinarstúf, — vegna * „innrásarhættunnar” þeirra stóru. En þessa áhættu taka flokksmenn á sig ókviönir. Þaö mun lika sannast, aö fólki er langtum betur treystandi til hehöarlegra viöbragöa en þeirra, aö láta haf a sig út i slika hluti. Viö teljum aö þessi áhætta sé I reynd hverfandi, þó hér sé á hana minnzt vegna ýmislegra vangaveltna annarra flokka manna. Ekki vantar kokhreyst- ina, — þaö er vandalaust aö tala, en stundum reynist erfitt aö finna oröum sinum staö. En hvaö um prófkjöriö hér I Reykjavík, — er ef til vill hætta á þvi, sem hr. O.A.S. kallar „innrásarlið”, ja, nú er spurt”? Eins og vitaö er eru fjórir frambjóöendur um fyrsta sæti Alþýöuflokksins til Alþingis- kosninga hér í Reykjavik, — hér er og verður hart barizt, um kjörfylgiog það mun sannast aö kjöri loknu aö fylgi flokksins veröur meö miklum glæsibrag, — hér i' borg, — þá langt yfir þaö sem flokknum hefur hlotn- azt i' Alþingiskosningum og borgarstjórnarkosningum, — jafnvel allt til upphafs hans. Ég tel, aö hér sé I uppsiglingu sorgarleikur um stefnumál, inn- viöi og framtlö Alþýöuflokksins eöa tilvist, — þá meö tilstyrk annarra flokka fólks sem sér sér leik á borði, meö verkum sinum, aö mala flokkinn niöur til grunna, eða svo gott sem, — þetta er umhugsunarvert. Þaö er löngu vitaö, aö draum- ur margra er sá, — aö hér á landi verði aöeins þriggja- flokka-kerfi, — hér þá opinn leikur á borði, þaö má kanske segja aö þaö veröi stærsti sigur hugmyndarinnar um opiö próf- kjör. Þetta er ekki einber svart- sýni, — hér er blákaldur veru- leiki, þvi mega allir trúa og hugleiða þetta i fullri alvöru, án hleypidóma. Svo langt er þessi sorgarleik- ur kominn i dag, — aö minnsta kosti þrir frambjóöenda Al- þýöuflokksins um fyrsta sæti hans hér I Reykjavik hafa þegar sett upp sinar eigin kosninga- skrifstofur, — meö sérgóöum akitatorum innan flokks og ut- an, — en þeir fara aöeins meö meiri gát, — leynd er þeim hyggilegri, — þótt prófkjöriö sé opiö. Hér mun þaö koma sér vel, aö prófkjöriö er opiö öllum og þaö er og veröur fullnotaö, — þvi megum viö öll trúa og er þegar ljóst. Þetta minnirokkur aö visu á prestkosningar þegar þær eru líflegastar, — en þær hafa þó þaö fram yfir þetta prófkjör Al- þýöuflokksins, — aö prestarnir trúa þó á einn og sama Guö og tilbiðja hann og sameinast þar. Hér skiljast leiöir. 1 prófkjöri Alþýöuflokksins, er aöeins spurt um veraldleg gæöi og skiptingu þeirra og um þaö er barizt. Ég trúi þvi fyllilega, aö allir þessir frambjóöendur, vilja allir öllum vel. — Þá grein- ir ef til vill um leiöir, — sumir vilja aöeins fara örlitiö lengra til hægri, — og sumir eilítiö lengra til vinstri, en I dag er ekki stund til aö þrátta um þaö, —heldur hitt, aö Alþýöuflokkur- inn komi heiU og óskiptur til leiks, — að kosningum loknum. Hér kemur óvart fleira til, — sem þó er stærra mál en margur hyggur I hita þessarar orustu, — hér er lika formaöur Alþýöu- flokksins i þessu baráttu sæti, — trúlega fellur hann ekki öllum i geö, þaö er i hæsta máta eðli- legt, en það má ekki ráöa ferö- inni i dag, eöa i þessu prófkjöri. A aö fórna honum, meö tilstyrk pólitiskra andstæöinga og láta aö sköpum, hver við tekur, — er þaö ekki djarfur leikur? Er þaö virkilega rétt, aö láta fólki úr öðrum stjórnmálaflokk um þaö eftir aö ráöa hver verö- ur formaöur Alþýöuflokksins aö prófkjöri loknu? Allir þeir sem taka þátt i þessu prófkjöri gefa svör viö þessum spurningum. En þessi spurning er of stór til aö láta hana liggja utan garös. Hér er jafnframt spurning um þaö, aö ganga frá flokknum i reifaböndum og gefa upp öll gömul og ný baráttumál, — þaö yröi sjónarsviptir og mörgum stór vonbrigöi aö ég hygg. Ein spurning enn — er þetta rétti timinn til aö láta hinum flokk- unum eftir (þriggja flokka-kerf- inu) — stjórn lands og þjóðar? Hér er i fullri alvöru, ekkert gamanmál á ferö, — nýr vegur framundan og ný tækifæri til skrafs og ráiðageröa,- löngun til áhrifa veröur aö liggja utan vegar, um sinn, — þegar opið prófkjör eru mælistikan sem ræöur fcröinni og ef til vill um tilvist Aiþýöuflokksins um langa framtiö, — næsta helgi ræöur örlögum Alþýðuflokksins, — þaö má ekki gleymast. Ranghverfa prófkjörs Minningarkvöld um tvo dómorgan ista Á sunnudagskvöld 13. nóvember klukkan 20.30 verður minningarkvöld i Dómkirkjunni um tvo fyrrverandi organleik- ara kirkjunnar þá Pétur Guðjohnsen og Sigfús Einarsson. í ár eru liðin 100 ár frá andláti Péturs Guðjohnsen og 100 ár frá fæðingu Sigfúsar Ein- arssonar, og þykir hlvða að minnast þessara mætu manna i Dóm- kirkjunni sem þeir helg- uðu svo mjög krafta sina. Pétur gerðist organ- isti við Dómkirkjuna ár- ið 1840 og gegndi þvi starfi til dauðadags og Sigfús varð organisti við kirkjuna árið 1913 og gegndi þvi starfi einnig til dauðadags. A minningarkvöldinu mun Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri flytja erindi um Pétur Guð- johnsen og Sigriður Gisladóttir erindi um Sigfús Einarsson, en hún hefur skrifað bók um ævi Sig- fúsar. Þá mun Dómkórinn flytja nokkur verka Sigfúsar Einars- sonar undir stjórn Ragnars Björnssonar dómorganista, en einsöngvari með kórnum verður Elin Sigurvinsdóttir. Auk þess mun Rut Ingólfsdóttir leika á fiðlu við undirleik Ragnars Björnssonar tvö lög eftir Sigfús, Sigfús Einarsson. en flest verkin sem flutt verða á minningarkvöldinu heyrast sjald- an flutt opinberlega. —GEK Tilraunastöðin Keldum Framvegis verður afgreiðsla tilrauna- stöðvarinnar á Keidum opin kl. 9 — 16.30, frá mánudegi til föstudags. Pétur Guöjohnsen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.