Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 11. nóvember 1977 mSSnT 'iDtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónúr i iausasölu. ~ , Lúdvfk gerist íhaldssamur Síðan Alþingi hóf störf hafa þar þrásinnis orðið umræður um jafnan kosningarétt án tillits til búsetu og fleira af þvfi tagi. Er þetta i beinu framhaldi af miklum umræðum, sem fram hafa farið um þessi mál með þjóðinni og ekki sízt hafa komið fram í kröf- um um prófkjör í stjórn- málaf lokkunum. Menn úr ýmsum flokkum hafa fluttþessi mál á þingi og hafið umræður. Formenn allra stjórnmálaf lokk- anna voru sammála um það i sjónvarpsþætti, að tímabært væri að gefa kjósendum kost á per- sónulegra vali þing- manna sinna án þess að horfið yrði frá megin- kerfi hlutfallskosninga. I umræðum um þessi mál kom fljótlega fram, að ýmsar skoðanir eru uppi um framkvæmd á þessum hugmyndum, og sumir þingmenn vildu hraða afgreiðslu málsins, en aðrir fara að öllu var- lega. Segja verður þó, að allir ræðumenn haf i verið hlynntir meginhugsun þessara mála, sem er öfl- ugra og virkara lýðræði, þar sem kjósandinn geti sagt nánar til um skipan Alþingis en verið hef ur til þessa. En í fyrradag heyrðist allt í einu hjá- róma rödd. Lúðvík Jósefsson kvaddi sér hljóðs um frumvarp Jóns Skafta- sonar um persónulegt kjör í alþingiskosningum. Skipti engum togum, að Lúðvik hóf hinn mesta reiðilestur um málið og allar hliðar þess og lýsti sig andvígan því, taldi allt þetta tal f ánýtt og að- eins yfirborðskennt lýð- ræði. Hið eina, sem skipti máli, var í huga Lúðvíks stjórnmálaf lokkarnir. Þeir áttu að vera pottur- inn og pannan í öllu sam- an, ekkert þurfti að gera til umbóta á þeim. Var það mál þingmanna, að Lúðvík Jósefsson hefði í þessum merku mannrétt- indamálum komið fram Ekki verður sagt, að á- standið i Alþýðubanda- laginu sé upp á marga fiska í þessum málum. Þar stjórna menn eins og Lúðvik, sem hafa blásið á hreyfinguna fyrir skoð- anakönnunum og próf- kjörum til að ef la lýðræði flokkanna. Flokksklik- urnar eiga að ráða öllu eins og verið hefur síðan Lúðvik komst sjálfur á þing fyrir 35 árum. En þessi íhaldssemi hans hefur gert Alþýðubanda- lagið að viðundri og stór- aukið sundrungina í röð- um þess. I nokkur ár hefur Al- þýðubandalagið afneitað öllu sambandi við Sovét- ríkin og þótzt vera óháð- ur, íslenzkur flokkur. Þegar hreyfing evrópu- kommúnismans reis, sem hinn afturhaldssam- asti allra þingmanna er tekið hafa til máls. Eru það óneitanlega nokkur tíðindi, að Lúðvík Jósefs- son gerist nú á efri árum einn íhaldssamasti þing- maður þjóðarinnar! Vegna breytinga á byggð landsins er nú svo komið, að hvert atkvæði í minnstu kjördæmunum fyrir vestan og norðan vegur fimm sinn- um meira en atkvæði á Reykjanesi. Þetta er að þóttust forkólfar banda- lagsins sjá vonarglætu og héldu fram, að þeir væru hinir upprunalegu evró- kommúnistar. Það væri þeirra lína. A 60 ára afmæli rúss- sjálfsögðu misrétti, sem ekki getur blessazt til lengdar. Magnús Kjart- ansson kallaði það mann- réttindi að atkvæði hvers einstaks kjósenda væru jafngild, en Lúðvík tók þveröfuga stefnu. Hann sá lítið athugavert við nú- verandi skipan, og taldi að meginatriði væri að tryggja réttlæti og jöfnuð milli stjórnmálaf lokk- anna, en það er raunar allvel tryggt með uppbót- arsætunum. nesku byltingarinnar mátti sjá á skrifum Þjóð- viljans, að allt hafa þetta verið látalæti. Forustulið Alþýðubandalagsins og aðstandendur blaðsins eru hreinir kommúnistar, Fram hafa komið óskir um að kjósendur fái ekki aðeins að kjósa lista flokkanna heldur einnig að raða mönnum á listun- um, eins og gert er í mörgum öðrurh löndum. Á þetta blés Lúðvík, sagði að stjórnmálaflokkarnir væru það af I, sem ætti að gilda, og almennum kjós- endum væri ekki treyst- andi til að gera meira en setja X við einn flokk. Frumvarp Jóns Skafta- sonar gerir ráð fyrir um- bótum af þessu tagi, en Lúðvik tók algerlega af- stöðu á móti því og taldi það fráleitt. Þá bar prófkjörin á góma og var Lúðvik þar viðsama heygarðshornið. Hann telur þær tilraunir til að ef la lýðræði og gefa f leira fólki kost á að taka þátt í vali frambjóðenda, vera hreina plágu. börn rússnesku bylting- arinnar og aðstandendur blaðsins eru hreinir kommúnistar, börn rúss- nesku byltingarinnar og ekkert annað. Þótt þeir efist örlítið um eitt og annað, breytir það ekki þessari staðreynd. í rit- stjórnargrein Þjóðviljans var byltingin kölluð ,,von mannkynsins" og eldur hennar mundi lifa. Sósíalisminn sætir lög- málum byltingarinnar, segir blaðið, og spáir þvi í lokin, að eftir önnur 60 ár verði ennþá bjartara yfir kyndli hugsjónar í landi októberbyltingarinnar og annars staðar. Þjóðvilj- inn býður manninum upp á von rússnesku bylting- arinnar. Þurf a íslendingar frekar vitnanna við? Alþýðubandalagið er barn rússnesku byltingarinnar Afsláttur skipafélaganna af farmgjöldum: „Ekki ástæða til að- gerða vegna þeirra” — sagði viðskipta ráðherra í svari við fyrirspurn frá Benedikt Gröndal Alþýöublaöiö skýrW frá þvi i ágúst s.l., aö vöruinnflytjendur fengju margir hverjir afslátt af farmgjöldum hjá skipafélögunum og gæti hann veriö frá 5% og stundum gæti hann veriö meiri. Samkvæmt heimildum blaösins gefur t.d. Eimskipaféiagiö föst- um viöskiptavinum 5% afslátt á farmgjöldum og er sá afsláttur reiknaöur út eftir áriö og þá end- urgreiddurinnflytjandanum. Var þvi velt fyrir sér i framhaldi af framansögöu, hvort verö á inn- fluttri vöru tilneytandans væri of hátt sem næmi þessum afslætti, þar sem verö væri ákveöiö Ut frá farmgjöldunum áöur en hluti þeirra er endurgreiddur. Benedikt Gröndal lagöi i gær fyrir viöskiptaráöherra fyrir- spurn varöandi afslátt af farm- gjaldum skipafélaganna og er hUn svohljóöandi: 1. Hafa verölagsyfirvöld kannaö, hvort skipafélög veita innflytj- endum afslætti af farmgjöldum eftir á? 2. Ef svo er, hefur vöruverö ekki veriö of hátt, þar sem ekki hefur veriö tekiö tillittil afsláttanna viö verölagningu? 3. Hvaö hyggjast verölagsyfir- völd gera tilaö koma i veg fyrir of háa verölagningu af þessum sök- um i framtiöinni? „Verðlagsyfirvöld sjá ekki ástæðu til...” Ólafur Jóhannesson, viöskipta- ráöherra, kvaöst hafa óskaö eftir svari verölagsstjóra viö fyrir- spurninni og las hann svar hans. Kom þar fram aö verölagsyfir- völdum hefur veriö kunnugt um að skipafélög veita oft afslátt á farmgjöldum eftir á og aö viö ákvöröun álagningar væri tekiö tillit tíl afsláttarins. Þá sagöi ráð- herra, að 5%-afslátturinn hafi veriö tekinn upp til aö ná betri samkeppnisaöstööu viö erlend skipafélög sem sigidu meö vörur til íslands, en siöan hafi þessi venja lagzt niöur 1960. HUn var svo tekin upp á ný 1962-63 og ætla mættí aö verðlag hafi veriö of hátt sem afslættinum nam áriö eftir aö 5%-reglan var tekin upp á ný, en ekki síöan. 1 framhaldi af þessu sæu verö- lagsyfirvöld enga ástæöu til aö gera ráöstafanir vegna afsláttar- ins. Studningsfólk Braga Jósepssonar Stuðningsfólk Braga Jósepssonar i próf- kjöri Alþýðuflokksins hefur opnað skrif- stofu i Breiðfirðingabúð, Skólavörðustig 6 B. Skrifstofan verður opin daglega frá kl. 5 til 10. Simar skrifstofunnar eru: 8-20-58, 2-91-02 og 8-56-98. Stuðningsfólk Braga Jósepssonar i próf- kjörinu er beðið að hafa samband við skrifstofuna vegna vinnu við prófkjörið. Stuðningsfólk Stuðni ngsmenn Benedikts Prófkjörsdagana, laugardaginn 12. og sunnu- daginn 13. nóvember, verður kosningamiðstöð Benedikts Gröndal i kaffiteriunni (2. hæð) i Glæsibæ við Álfheima. Þangað geta allir leitað, sem hug hafa á. Simar eru þessir: Kosningastjórn: 84463 Almennar upplýsingar: 84497 Bilar: 85427.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.