Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 12
alþýðu- IH hT']T» Útgefandi Alþýðuflokkurinn FOSTUDAGUR Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síöumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er að , , Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Askriftarslmi 14900. I I. NOVEMBER 1977 --------------------------------------------------------------------------------------;_____:______________ J Hafnarfjarðar-Hrafmsta: Fyrsti áfangi tekinn f notkun Á fimmtudaginn var 1. áfangi Hrafnistu i Hafnar- firði formlega tekinn í notkun en Hrafnista er dva larheimili aldraðs fólks. Byggingaraðili húss- ins er Sjómannadagsráð. Áður hefur þessi aðili stað- ið fyrir byggingu Hrafn- istu i Reykjavík og bygg- ingu hjónaíbúða við Jökul- grunn í Reykjavík. betta hús er eingöngu byggt fyrir öflunarfé Sjómannafélag- anna sjálfra en fyrirgreiðsla hins opinbera hefur engin verið, engir styrkir úr sjóðum rikisins. Kostnaður við húsið erkominn hátt á fimmta hundrað milljóna og verður fullfrágengið sjálfsagt komið upp i 500 milljónir. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Sjómannadagsráðs hefði kostn- aður samkvæmt útreikningum átt að vera 700 milljónir, þannig að ljóst er að vel er sloppið. Gert var ráö fyrir, að húsiö yrði Fyrsti áfangi Hrafnistu i Hafnarfirði. Markús Einarsson. Markús var einn sá fyrsti, sem flutti inn I Hafn- arfjarðar-Hrafnistu. Markús var um langt skeið forstöðumaður Litla Hrauns. (AB-myndir: — GEK) tilbúiö fyrr, en af ýmsum ástæð- um hefur það dregizt. Var það bagalegt þar sem margir þeirra, sem eru að flytja inn þessa dag- ana eru hreinlega á götunni. — bað hefur þvi verið siðferðileg skylda okkar aö reka þetta áfram vegna skuldbindinga okkar við fólkið, sagði Pétur á blaða- mannafundi, sem haldinn var er húsið var tekið í notkun. Fjármögnunin. Helztu liðir fjármögnunar voru húsnæðismálastjórnarlán, lán úr ýmsum lifeyrissjóðum að upphæð yfir 100 milljónir. Einnig bein framlög bæjarfélaga svo sem Hafnarfjarðar, Seltjarnarness og Grindavikur. Svo kom eigið fé (m.a. gjafir), ágóði af rekstri Bæjarbiós i Hafnarfirði, Laugar- ásbiós og Happdrættis DAS. Nú eru allir sjóðir þurrausnir og nú vantar fjárframlög, sem Verður stúdentagörðunum lokað? Vatn streymdi út um raf- magnstengil 221 á at- vinnuleysis- skrá um síðustu mánaða- mót 221 var á atvinnuleysisskrá um siðustu mánaðamót. Er það nokkur aukning frá næstu mánaðamótum á undan þegar 184 voru á skránni. Atvinnuleysisdögum haföi hins vegar fækkað milli mán- aöa úr 3807 i 3515. Af þeim sem atvinnulausir voru 31. október, voru 76 karl- ar, en 145 konur eða nærfellt helmingi fleiri. Af þeim körl- um sem atvinnulausir voru teljast 45 verkamenn eöa sjó- menn, 3 iðnaðarmenn og 28 úr öðrum starfsgreinum. Af þeim konum sem at- vinnulausar voru teljast 135 vera verkakonur og iðnverka- konur, en 10 teljast til annarra starfsgreina. Flestir voru atvinnulausir I Hafnarfirði, eða 59 manns, þá kom Reykjavik með 44. 1 kauptúnum var atvinnuleysi mest á Bildudal, eða 26 manns á skrá um siöustu mánaða- mót. baö er nokkuð há tala þegar þess er gætt að um sið- ustu áramót voru ibúar á Bildudal samtals um 323 tals- ins. Siðustu daga hafa fréttir borizt um uggvænlegt at- vinnuástans norður þar, en það mun standa til bóta. Ef tala atvinnulausra á Bildudal er reiknuð sem hlutfall af heildaribúafjöldanum og það hlutfall siðan heimfært upp á Reykjavik samsvarar at- vinnuleysið á Bildudal um sið- ustu mánaöamót þvi að tæp- lega 6800 manns hefðu verið atvinnulausir i höfuðborginni. — ES Forráðámönnum Félagsstofn- unar stúdenta þykir ýmislegt benda tilþessaðeftilvill verðiað loka báðum stúdentagöröunum. Ef svo iila fer verða yfir 100 há- skólastúdentaar á götunni. 1 Stúdentablaöinu, sem kom út i gær er löng og itarleg grein um málio og er þar greint frá athug- un sem Félagsstofnun lét gera á viðhaldsþörf húsanna. Vatn úr rafmagnstengl- unum „Borgarlæknir og slökkviliðs- stjóri hafa gert sinar umkvartan- ir,en auk þeirra teljum við nauö- synlegt að gera eftirfarandi: 1. Skipta um allar rafleiðslur tengla og rof i Gamla Garði. bessir hlutir eru orönir rúm- lega 40 ára gamlir og er tjöru- einangruniná virunum farin að skorpna og molnar hún af viö minnsta hnjask. 2. Grafa upp og gera við drén- og vatnslögn viö Gamla Garö. Tvivegis hefur flætt inn i Stúd- entakjallarann og streymdi vatnið þá meöal annars út um einn rafmagnstengilinn. 3. Endurnýja gólf og fleira i Stúd- entakjallaranum. 4. Gera við þak á Gamla Gárði, en þar er leki á nokkrum stöö- um og á öðrum stöðum er ástand þaksins oröiö þannig að viö leka má búast. 5. Gera heildarúttekt og áætlun um viðhald á báðum húsunum. Húsin eru oröin gömul og fyrir- sjáanlegt aö miklir fjármunir fara i viðhald þeirra á næstu árum. N auösynlegt er a ö vinna skipulega að þessu viðhaldi til þess að viðhaldsféð komi aö fullum notum.” betta er umsögn Verkfræöi- stofu Stefáns Ólafssonar h.f., sem félagsstof nun stúdenta fól að gera úttekt á viðhaldsþörf stúdenta- garðanna tveggja. Sama verkfræðistofa geröi áætlun um viðhaldskostnað fyrir árið 1977 og er niðurstaöa áætlun- arinnar 38,6 milljónir. 1 fjárveit- ingabeiðni Félagsstofnunar var þó aðeins beöiö um 25 milljónir króna og sú upphæð hugsuð til að mæta brýnustu þörf. 1 meöförum menntamálaráöuneytis var talan lækkuö I 19,2 milljónir, sem að sögn stúdenta felur I sér viður- kenningu á þörf fyrir úrbætur. 1 fjármálaráöuneyti virtist skiln- inginn hins vegar bresta og var talan lækkuð niöur i krónur 0. Heildarframlag rlkisins til Fé- lagsstofnunar stúdenta, sam- kvæmt Fjárlagafrumvarpinu, verður árið -1978 krónur 14 millj- ónir. Er það um það bil 50 milljón krónum lægri upphæö en Félags- stofnun taldi sig þurfa. bykjast forráðamenn Félags- stofnunarsjá sina sæng út reidda verði rikisframlagiö ekki hækkað verulega. Og hugsaniega verði að loka báðum stúdentagöröunum, sem strfnunin rekur. Svo sem komið hefur fram hér á undan er töluverö þörf á þvi aö gera viö ýmislegt I báðum byggingunum. Auk þess álits sem Verkfræði- stofa Stefáns ólafssonar lagði fram hafa Eldvarnareftirlitiö, Heilbrigðiseftirlitiö og Raf- magnseftirlitiö krafist úrbóta. — ES. ekki verða endurkrafin, til að koma rekstrinum á eðlilegan grundvöll. Daggjöld vistmanna nægja varla til að sjá um rekstur heimilisins hvaö þá að borga upp skuldir. Vistgjöld verða þau sömu og á Hrafnistu i Reykjavik, eða 3.100 krónur á dag fyrir einstakling en fyrir vistun á sjúkradeild er gjaldið 4.300 krónur á dag. Vist- gjaldið á rikisspitölunum er rúm- lega tiu þúsund krónur. Sé vist- maður tekjulaus, eins og er i flestum tilvikum, þá greiðir tryggingarstofnunin daggjald hans i topp og auk þess fær hann vasapeninga, aö upphæð 12 þús- und krónur á mánuði, greitt árs- fjórðungslega. Næsti áfangi. Sá áfangi, sem tekinn var i notkun á fimmtudaginn, er fyrir fólk meö góða ferlisvist. bessi áfangi tekur 87 manns og er búizt við að þetta fólk flytji inn fyrir jól. Eftir áramótin er gert ráð fyrir að hægt verði að taka á móti 50 — 60 dagvistunarmönnum. Næsti áfangi er svo hjúkrunar- deild en er heimilið verður full- byggt er gert ráð fyrir, að þar rúmist 240 vistmenn. Byggingarsamningur var ekki undirritaður fyrr en vorið 1975 og byggingarframkvæmdir hófust ekki fyrr en þá um haustið. Bygg- ing þessa húss tók þvi ekki nema rétt tvö ár. Húsið var reyndar Framhald á bls. 10 Rólegheita nefndarstörf — ekki komið saman síðan nefndin var skipuð 5. maf sl. Dreifikerfi útvarps og sjónvarps hefur ver- ið landsmönnum hug- leikið umræðuefni sið- ustu ár og er sá áhugi vel skiljanlegur. Miklu hefur verið áorkað í þvi að koma útvarps- og sjónvarpsefni sem víð- ast til skila, en ennþá vantar talsvert á að allir landsmenn sitji við sama borð, hvað snertir möguleika á að njóta þess efnis sem sent er út á öldur ljós- vakans á vegum Rikis- útvarpsins. beir hópar sem einkum hafa verið afskiptir i þessu efni eru tveir, annars vegarfólk sem býr i þröngum dölum þar sem „geislinn” nær illa eða alls ekki viðtækjum notenda, og hins vegar sjómenn á hafiúti. 1 fyrr- nefnda hópnum munu vera Ibú- ar á um 400 sveitabýlum viðs vegar um landið. bessi mál hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar boriö á góma á Alþingi og viröist sem aö meöal þingmanna sé tals- verður áhugi. Er þess skemmst aö minnast aö fyrir nokkrum dögum tóku þrir þingmenn sig til og fluttu frumvarp til laga, um áætlun um dreifingu sjón- varps fyrir fiskimiðin viö land- iö. Við það tækifæri kom aö visu fram, að tiltekinn þingmaður hafði flutt hliðstætt mál á slð- asta þingi og aö hann hefur boö- að endurflutning þess máls nú. bá er blaöinu kunnugt um að menntamálaráöherrá hefur skipað að minnsta kosti tvær nefndir til að gaumgæfa ýmsa enda málsins. Fyrri nefndin var skipuð um miðjan júllmánuð 1976, én sú siðari, þann 5. mai siðast liöinn. En hvaöa'starf hefur verið unnið i þessum nefndum? Al- þýðublaöið kannaöi i gær hvem- ig störfum siöari nefndarinnar miðaði, en þeirri nefnd er ætlað að kanna með hverjum hætti sé hagkvæmast að auka nýtingu dagskrárefnis sjónvarps og út- varps meöal sjómanna á hafi úti. 1 þessu skyni er nefndinni m.a. uppálagt að kanna gaum- gæfilega og gera tillögur um notkun segul- og myndsegul- banda. bess má geta, aö mennta- máiaráðherra mun nýlega hafa lýst þvi yfir i útvarpi, að hann vænti þess aö störfum neíndar- innar ijúki innan skamms. Alþýðublaðið leyfir sér þó að efast um aö svo verði þvl i gær- dag haföi nefndin ekki ennþá komið saman til fundar frá þvi hún var skipuð þann 5. mai slð- ast liðinn. Fyrsti fundur nefndarinnar hefur veriö boðaður i dag föstu- dag og i viðtali við blaðið I gær sagði einn nefndarmanna að þráttfyrir að nefndin hefði ekki komið fyrr saman, þá hefðu meðlimir hennar ræðst viö „sitt á hvað”, eins og hann oröaði það og einnig heföi verið rætt viö ýmsa forráöamenn útvarps og sjónvarps. Hvenær nefndin lyki störfum vildi hann ekki spá um, né heldur hvort það yrði innan skamms, eins og ráðherra virö- ist halda. — GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.