Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.11.1977, Blaðsíða 7
sssr Föstudagur 11. nóvember 1977 7 Hrydjuverkamenn mala kaupmönn- um dauðans gull Width—ö .(vlMetros WnMKl ~ tlKlrn Rafhlöðudrifin beltavél til að finna og fjarlægji jarðsprengjur. „Eins dauði er annars brauð” segir einhversstaöar og þaö sann- ast einnig i hryðjuverkaöldunni sem gengur nú yfir norðanveröa Evrópu. Kaupmenn dauðans hafa verið snarir aö finna, að „ástand- ið gæti veriö drjúg féþúfa, og nú eru framleidd margvisleg „varnartæki fyrir almenning” ætiuö til baráttu gegn kerfisand- stæðingum, hvort sem um er að ræða mótmælaaðgerðir, eða vopnaðar árásir. Vopnaiðnaðurinn i mörgum löndum hefur bæði varðað „almenningsþarfir” og þarfir hins opinbera, þ.e. vopnafram- leiðslu til lögreglu og herja við- komandi lands. í árás þýsku andhryðjuverka- sveitanna á Lufthansa þotuna á Mogadishu-flugvelli á dögunum var m .a. notað vopn sem áður var óþekkt. betta er tæki sem gefur frá sér algerlega blindandi ljós og skerandi hátt hljóð, og notkun þess gaf hermönnunum hálfrar sekúndu „fritt spil” þegar þeir réðust til atlögu við flugvélarræn- ingjana, sem stóðu sem stein- runnir. ber nafnið „International Defense Review” eða alþjóölegt timarit um herfræði. t nýju hefti er að finna upplýsingar um það sem nýjast er á vopnamarkaðn- um til að lumbra á mótmælend- um og hryðjuverkamönnum. Myndirnar eru úr ritinu. (Endursagt úr AktúeD Skotheldur búningur. Vel búinn Land-Rover. Hann á að geta ekiö i gegnum mikið eldhaf og þola byssukúiur allt að 7.72 kaliber. Yfirmaður dönsku lögreglunn- ar hefur lýst yfir I þessu sam- bandi, að samskonar vopn sé nú I höndum logreglunnar I Dan- mörku, en það ásamt fleiri gerð- um vopna til hliðstæðra nota muni geymd á öruggum stað þar til þeirra gerist þörf. I Sviss er gefiö út rit eitt sem israelsmenn framleiða þetta tæki sem hægt er að koma fyrir utan við ibúðarhúsið og þá getur enginn komið heim að þvi án þess að það gefi frá sér merki. f'"' Cot^^H^hts Vf RohwKt, do««»d RoriKtnictkm SiríkinRiy simple, pacc maktng weapon conception „Fljót og góð afgreiösla á fyrstu kúlunni....” Þannig auglýsa Sviss- lendingarnir nýja 9 mm iögregluskammbyssu. Hjálmur og kylfa sem gefur rafmagnshögg — tæki til að beita gegn mótmælaaðgerðum. Hámarksstuð sem kylfan gefur er 6.000 volt! Ylirburöir TRIDON > liggja ( mirtni lager og auknum sölumöguleikum. Sölustandur meö fu leiöarvfsi til afgrelöslu str Trídon þ' Á tímabær teAta -&9SS. ^artir Blaðstyrk- ir Tímans Afkoma blaðanna hefur talsvert verið til umræðu manna á með- al síðustu misseri og hefur sitt sýnst hverj- um i þeim efnum sem öðrum. Margir hafa furðað sig á hvernig öll blöðin fái þrifist og er þar skemmst að minn- ast rekstrarörðugleika Alþýðublaðsins, en af blaðaviðtali sem birtist fyrir skömmu við framkvæmdastjóra Reykjaprents, var að skiija að blaðinu væri fyrst og fremst haldið út fyrir hjartagæzku manna sem ekki vildu sjá neitt blaðanna deyja. Æði margir hafa undanfarið velt vöng- um yfir þvi hvemig kraftaverkamönnum Framsóknarflokksins hefur tekist að gefa dagblaðið Timann út i jafn stóru broti og raun ber vitni. Þarf ekki að fletta mörgum eintök- um af Timanum til að finna út að tæplega get- ur upplag blaðsins og gæði staðið undir þeim kostnaði sem útgáfa dagblaðs eru samfara. Ýmsir hafa nefnt aö Samband islenskra samvinnufélaga hafi haldið blaöinu á flotiundanfarið i formi beinna og óbeinna styrkja. Ekki er gottað geta sér tilum I hve miklum mæli þetta á viö rök að styðjast, enda ekki á hvers manns færi að hnýsast i bókhald dagblaðanna. Eina raunhæfa myndin sem hægt er aö gera sér um styrki Sam- bandsins viö útgáfuna er fölgin 1 þvi aö fylgjast meö auglýsing- um Sambandsins i blaðinu og bera þær slðan saman við aug- lýsingar fyrirtækisins i öðrum blööum. Þá verður einnig að reyna að gera sér í hugarlund hvert sé raunhæft auglýsinga- gildi hvers blaös um sig. Meö þetta i huga skulum viö fletta dagblöðunum siðasta föstudag og sjá hvar auglýsing- ar Sambandsins er að finna. Þess skal getiö aö samkvæmt þeim upplagstölum sem blööin hafa sjálf gefiö uppi þá mun dagblaðið Timinn vera i fjórða sætihvað snertirstærö upplags. Nú, þann 4. nóvember siöast liðinn leit dæmið þannig út. 1 Morgunblaðinu eru tvær aug- lýsingar frá Sambandinu sem samkvæmt auglýsingataxta skulu seljast á rúmar 113 þúsund krónur. 1 Dagblaðinu er engin auglýsing, i Visi engin, I Timanum eru 6 auglýsingar. Já, hvorki meira né minna en 6 aug- lýsingar var að finna frá hinum ýmsu deildum og fyrirtækjum sambandsins i þessu eina blaði. Þessar auglýsingar munu sam- anlagt leggja sig á rúmar 250 þúsund krónur ef miðaö er við að borgaðar séu krónur 900 fyrir hvern dálkasentimetra. Um þau blöö sem ótalin eru, Þjóöviljann og Alþýðublaöið er það að segja að enga auglýsingu er að finna frá Sambandinu þennan daginn i hvorugu blað- inu. -GEK mmmm^^mmmmm—^mmm*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.