Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 252. TBL. — 1977 — 58. ÁRG. Ritstjórn blaðsins er til húsa í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91)81976 Rádherra varpar sökinni á atvinnurekendur: Takið afleiðingum gerða ykkar! — og sparið ykkur aðkast í okkar garð „Aðilar vinnumarkað- arins verða sjálfir að bera ábyrgð á gjörðum sínum og geta því sparað sér allt aðkast til stjórn- valda í þessu.m efnum. Þeir sem í glerhúsi búa ættu að varast að kasta steinum"/ sagði Matthias Bjarnason í ræðu sinni á þingi Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna f gær. Vafalitið átti ráð- herrann þar við ummæli Kristjáns Ragnarssonar formanns L.Í.Ú. á þing- inu en þar sakaði hann stjórnvöld um að hafa misst stjórn á efnahags- vandanum. Ráðherra sagði að rikis- stjórnin hefði tekið við óglæsi- legu búi. 50% verðbólgu gifur- legum halla á fiskvinnslunni og mörgu fleiru i þeim dúr. Hins vegar hefði náðst verulegur árangur i að bæta úr skák I þessum efnum. En með siðustu kaupgjaldssamningum hefði verið reitt hátt til höggs og gat Matthias þess að forsætisráð- herra hefði varað við miklum kauphækkunum. Ráðherran sagði að L.l.O. væri aðili að samtökum at- vinnurekenda og ætti þar menn i innsta hring. Menn úr forystu- sveit L.I.Ú. hefðu hvað eftir annað á undanförnum árum lát- ið hafa eftir sér að kaupgjald við fiskveiðar og vinnslu væri allt of lágt og þyrfti að hækka veru- lega. Það hefði hins vegar verið skoðun rikisstjórnarinnar að lágmarkslaun þyrftu að hækka verulega en efnahagskerfið þyldi ekki að kaupgjaldið hækk- aði i sama hlutfalli i öllum launaflokkum. Þá sagði ráð- herrann að ekki þyrfti að taka það fram að það væru aðilar vinnumarkaðarins sem semdu um kaup og kjör, og þar meö Landssamband islenzkra út- vegsmanna, sem aðiliað Vinnu- veitendasambandinu. I stuttu máli verður tala þessi ekki skilin á annan hátt en þenn- an: Þið skuluð ekki ráðast á okkur þrátt fyrir að við vanda sé að etja. Ykkur var nær. Þið hefðuð ekki átt að vera svona eftirgefanlegir i samningunum. — ES Matsedill verkamanns í almennri fiskvinnu: (Jndanfarið hefur Alþýðublaðið fjallað nokkuð um misvægið milli hækkunar launa verkamanna og hækk- unar á vöruverði undan- farinn áratug. Hefur könnun leittí Ijós að flest- ar vörutegundir, það er þær er lúta að matvælum/ hafa hækkað allnokkru meir en launin á þessu tímabiii/ sumar verulega meir. Þó hefur ekki allt haft sama formerki/ i þessu fremur én öðru, þvi ein- staka vöruflokkarhafa hækkað svipað og launin, jafnvel minna. Til að gæta sanngirni er ekki úr vegi að tíunda þetta nokkuð nánar. Hiti og Ijós ViÖ athugun kemur i ljós, að hitaveita og rafmagn, hafa ekki hækkað jafn mikið siðustu tiu ár og laun verkamanns i almennri fiskvinnu. Fyrir tiu árum siöan kostaði hvert tonn af hitaveituvatni til neytenda niu krónur. I dag kost- ar það sextiu og þrjár krónur tuttugu og fimm aura. Hækkun- in er þvi rúmlega sjö hundruð af hundraði (703%), en iaun fyrir almenna fiskvinnu hafa hækkað um 956% á sama tima. Fyrir tiu árum var hver kiló- wattstund frá rafmagnsveítu Reykjavikur seld á eina krónu sextiu og sex aura. t dag kostar hún sextán krónur fimmtiu og tvo aura, miðað við heimilis- taxta, og hefur þvi hækkað um átta hundruð niutiu og fimm af hundraði (895%). SÖmu sögu er að segja af út- varpi og sjónvarpi. Þess ber að geta, að allnokkru munar um niðurfellingu söiu- skatts af hitaveituvatni. Beinakex og egg. Af matvöru er i þessu tilliti helst að nefna mjólkurkex og egg. Fyrir tiu árum siðan kostaði hvert kiló af mjólkurkexi fjöru- tiu og fimm krónur. I dag kostar það fjögur hundruð fimmtiu og fimm krónur og hefur því hækk- að um niu hundruð og ellefu af hundraði (911%). Svipaða sögu er að segja af ávöxtum, að minnsta kosti sum- um tegundum þeirra. Fyrir tiu árum síðan kostaði kiló af tómötum sjö tiu og átta krónur, nú kostar það sjö hundr- uð og áttatfu og hefur þvi hækk- að um niu hundruð af hundraði (900%). E'pli kostuðu fjörutiu krónur hvert kiló, en nú er hægt að fá þau á um tvö hundrúð og sextiu krónur, þannig að hækkunin er aðeins fimm hundruð og fimmtiu af hundraði (550%). Matseðillinn Þvi getum við nú skrifaö upp láglaunamanninn, sem i dag hefur það svo miklu betra en fyrir tiu árum siðan. Velferðarrikiö skammtar honum beinakex og egg i öll mál og hitaveituvatn að diekka með. Svo getur hann vel leyft sér eitt epli i eftirmat, eða i sjónvarps- snarl þvi sjónvarpið er hiut- fallsiega orðið ódýrara. Það má gjarna fylgja með, að eggin sin getur hann hvort heldur er soðið, i hitaveituvatni að sjálfsögðu, eða steikt, þvi smjörliki hefur ekki hækkað nema um rétt tiu hundruð af hundraði (900%) og launin hans halda þvi vel þar við. —hv AB-mynd GEK Edvard Sigurdsson um þröun verðlags og launa frá 1967: „Við erum síður en svo ánægðir með þessa þróun” „Allt þetta timabil, þaö er sið- ustu tiu ár, sem könnun ykkar nær yfir, má segja að verkalýðs- hreyfingin hafi verið býsna mikið i varnarbaráttu. Það sem ein- kennt hefur timabilið er sérstak- lega hve matvælin, þessar algild- ustu nauðsynjavörur, hafa hækk- að gifurlega. Þær hafa hækkað verulega umfram það sem verð- lagsvisitalan segir til um og við verðum að muna, að þessi þróun kemur lang harðast niður á þeim sem minnst hafa handa á milli. Það eru þeir, sem verja þurfa stærstum hluta launa sinna til kaupa á matvælum, sagði Eðvarð Sigurðsson, formaður verka- mannafélagsins Dagsbrún, i við- tali við Alþýðublaðið i gær, þegar við bárum undir hann niðurstöður könnunar þeirrar á þróun verð- hækkana og launahækkana sið- ustu tiu ár, sem undanfarið hefur verið að birtast i blaðinu. „Orsakirþessarra miklu hækk- ana á matvöruverði, sagði Eð- varð ennfremur, eru I grófum dráttum tviþættar. Annars vegar er um að ræða miklar erlendar hækkanir, sem meðal annars fylgdu i kjölfar hækkunarinnar á oliunni. Hins vegar, að þvi er snertir innlenda matvöru, og þá sérstak- lega landbúnaðarafurðirnar, eru niðurgreiðslur nú mun lægri en þær voru. Hins vegar segir þetta ekki alla sögurra, þvi fiskurinn hefur einnig hækkað hlutfallslega. Það sem komið hefur fram segir heldur ekki allt um það hvernig kaup- mátturinn stendur. Við erum, auðvitað, siður en svo ánægðir með þessa þróun. Við höfum verið að eltast við verðlagið i landinu, reyna að koma kaupmættinum eitthvað upp, svo að segja allan þennan tima. I hvert einasta skipti er þessu svarað á sama máta. Þegar launahækkanir hafa náðst fram, er verðhækkunum hleypt i kjöl- farið. Okkur hefur ekki enn tekist að koma i veg fyrir það. Þarna eru það pólitisku öflin sem ráða ferðinni á hverjum tima og á þessu tímabili hafa þau ekki alltaf verið tillitssöm við launa- fólk það sem hefur lágar tekjur, svo ekki sé nú meira sagt.” Á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.