Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 3
 Laugardagur 26. nóvember 1977 Vinahjálp safnar fé Vinahjálp hefur á undanförn- um 14 árum unniö aö þvl aö sanfa fé til aö hjálpa þroska- heftum börnum. Félagiö hefur gert þetta meö sölu á hannyrö- um og föndurmunum á basar, sem haldinn er einu sinni á ári, slöasta sunnudag I nóvember. Á þennan hátt hefur veriö safnaö verulegum fjármunum, sem á hverju ári hefur veriö variö til kaupa á áhöldum og tækjum, er gefin hafa veriö til ýmissa stofnana, sem annast þroskaheft börn. Einnig hefur Vinahjálp gefiö tæki og nauösynleg áhöld, sem nota má til aö koma I veg fyrir aö börn fæöist þroskaheft. Þannig var fjármunum Vina- hjálpar variö á þessu ári til kaupa á tækjum og biinaöi til Fæöingarheimilis Reykjavlkur- borgar. Meö þessum tækjum er hægt aö mæla hjartslátt móöur og barns og fylgjast meö tveim- ur hátölurum. Nú hefur veriö ákveöiö, aö gefa Heyrnleysingjaskólanum sýningarvél, ásamt tjaldi, stereó-tækum og hátölurum í jólagjöf. — Næsti bazar Vina- hjálpar verbur I Hótel Sögu klukkan 13:30 sunnudaginn 27. nóvember. Á boöstólum veröur fjölbreytt vöruval og efnt verö- ur til skyndihappdrættis. Kostnaður við breytingar á fisk- móttöku og fiskiðjuveri: 64% fram úr áætlun Á borgarstjórnarfundi nú fyrir skömmu lagði Björgvin Guðmundsson fram fyrirspurn um það hvernig framkvæmdir á vegum Bæjarútgerðar- innar i vesturhöfninni gengju. Eins og kunnugt er, er ætlunin að flytja alla fiskmóttöku og verkun fyrirtækisins í vesturhöfnina frá gömlu togarabryggjunni. Veröur fiskurinn þá tekinn I hina svonefndu Bakkaskemmu, sem veröur búin nýjum kælibún- aöi, og fluttur þaöan eftir þvl sem þarf I fiskiöjuverið. Björgvin innti ennfremur eftir þvl hve miklir peningar heföu veriö lagöir I verkið og hvernig þær upphæöir kæmu heim og saman viö fjárhagsáætlanir þær sem geröar voru I upphafi. Þegar framkvæmdir voru ákveðnar nú I byrjun árs var áætlað að heildarupphæöin sem til þyrfti svo ljúka mætti fram- kvæmdum næmi 218 milljónum króna. Nú er hins vegar reiknaö með því að upphæöin nemi 358 milljónum.Erþaöum þaöbil 64% hækkun frá upphaflegri áætlun. Undanfariö hefur veriö unniö að breytingum á fiskiöjuverinu, svo' sem lagfæringum á mötu- neyti og hagræöingu I vinnslusöl- um. Upphafleg áætlun fyrir fisk- iöjuveriö nam 44 milljónum króna, en þegar hafa 70 milljónir farið I verkið og áætlaö aö loka- niðurstaðan verði 170 milljónir. Ekkert hefur veriö gert I Bakka- skemmunni, en áætlaö er aö breytingar þar kosti um 80 millj- ónir króna. í umræðum um máliö benti Björgvin á aö e.t.v. heföi veriö skynsamlegast að fara aö sínum ráðum áriö 1972, þegar hann lagöi til aö nýtt frystihús yrði reist fyrir Bæjarútgeröina. Kæmi þar tvennt til. Aukakostnaöur viö breytingar á þvl húsnæöi sem ákveöið heföi veriö aö taka til starfseminnar væri gifurlegur og hefði fariö langt fram úr áætlun. Auk þess væri frystihúsið upphaf- lega gömul niöursuöuverksmiöja á þrem hæöum og erfitt aö koma þar við þeirri hagræöingu sem nauðsynleg væri I nútlma fisk- iðjuveri. 1 sambandi við breytingarnar á fiskmóttöku B.tJ.R. veröur allur fiskur útgeröarinnar ísaður I kassa. Þegar hefur veriö gengiö frá kaupum á kössunum og veröa þeir teknir I notkun um leið og breytingar á fiskmóttökunni hafa farið fram. Aætlaö er aö fiskur I kössum sé um 12% verðmeiri en sá sem settur er beint I lest. Upphaflega var áætlað aö framkvæmdir viö breytingar á fiskmóttöku B.tl.R. lyki um næstu áramót. Nú er hins vegar ljóst að það mun dragast eitthvaö fram á næsta ár, jafnvel allt aö 5 — 6 mánuöi. Gagnrýndi Björgvin þetta mjög og kvaö þaö mundi hafa I för meö sér fjárhagstjón, þvi fyrr sem kassavæöing togar- anna kæmist á þvf betra þar eö fiskurinn yrbi þá svo mikið verö- meiri. — ES Matthías Bjarnason á aðalfundi LÍÚ Hugleitt að stöðva þorskveið ar loðnubáta milli vertíða! #/Um skeið hefur verið í undirbúningi langtima- áætlun um Þorskveiðar/ og verður væntanlega hægt að kynna þá áætlun innan skamms. Hugmynd mín var að kynna hana á þess- um fundi/ en hún hefur því miður enn ekki hlotið fulln- aðarafgreiðslu/" sagði Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra/ í ræðu sinni á Aðalfundi Landssambands íslenzkra útgerðarmanna. Matthias sagöi einnig, aö ýms- ar leiðir heföu veriö hugleiddar til takmörkunar á þorskveiöum á næsta ári. Nefndi hann meöal annars hugmyndir um að tak- marka þorskveiðar loönuveiði- skipa milli loðnuvertiða. Þá sagði hann einnig að gæði netafisks heföu veriö óvenjuleg á siðustu vetrarvertiö og óhjákvæmilega verði aö veita þar stóraukiö aðhald, enda almennt viöurkennt að reglur um netafjölda á bát hafi verið þverbrotnar á undanförnum árum, en erfitt hafi reynst aö koma þar við virku eftirliti. Matthias sagði að ef útvegs- mönnum þætti stjórnvöld ekki ganga nógu skelegglega fram I fiskverndun þá væri útvegsmönn- um þaö i sjálfsvald sett að ganga lengra og stöðva veiðar i lengri tima en stjórnvöld ákveða. Sagöi ráðherrann aö hann myndi ekki á nokkurn hátt skerða þær aðgerðir ef af yrði. Ráöherrann sagöi að kvartað heföi veriö yfir þvi aö eftirlit með þvi, að reglugerðir um fiskveiðar væru haldnar væru ekki fullnægj- andi. Kvað hann nú hafa verið reynt að ráða bót á þessu með ráöningu 7 trúnaðarmanna ráöu- neytisins og endurskipulagningu Framleiöslueftirlits sjávar- Framhald á bls. 10 Kirkjudagur Seltirninga á sunnudag: Hafizt verdur handa um byggingu kirkju á Valhúsahæð f vor Kirkjudagur Seltjarnarnes- sóknar veröur nk. sunnudag, 27. nóvember Dagurinn veröur hald- inn hátiðlegur I félagsheimili Sel- tjarnarness. í frétt frá söfnuöinum segir: Aö sjálfsögðu er tilgangur há- tiöahaids kristins safnaðar fyrst og fremst sá, að sameinast i trúnni á Jesúm Krist, þvi aö söfn- uöurinn er samfélag þess fólks, sem á i hjarta sinu trú á hann. Kirkjudagurinn á einnig að vekja áhuga, glæöa og auka samheldni manna til átaka I kirkju- og safnaöarstarfi og kirkjudagur I söfnuði, sem ekki á þak yfir starf- semi sina, hlýtur einnig aö veröa aðalfjáröflunardagur hans. Sóknarnefnd Seltjarnarness hef- ur þegar fengiö arkitekt til aö teikna kirkju, sem mun eiga aö risa á Valhúsahæð, og ef allt fer að óskum veröur hafizt handa um byggingu aö vori. Varla ætti að þurfa aö hvetja Seltirninga til átaka þennan kirkjudag. Ahugi þeirra fyrir byggingu kirkju viröist það mik- ill, að ætla mætti, aö þeir muni allir serri einn koma til hátiöar- haldsins I félagsheimilinu á morgun. Hátiöin hefst meö guösþjónustu kl. 11 aö morgni og mun Elisabet Einarsdóttir syngja þar einsöng. Bazar veröur opnaður kl. 3. Þar verður margt á boöstólum, til aö mynda aðventukransar, lukku- pokar fyrir börn, niðurlögö sild, laufabrauð og heimabakaöar smákökur, og ætti að vera tilvaliö fyrir útivinnandi húsmæöur aö geta fengið þar kökur keyptar til jólanna og létt þannig, af sér vökum og vangaveltum vegna baksturs. Auk alls þessa veröur skyndihappdrætti. Kvöldvaka hefst kl. 8:30 og verður efni hennar meöal annars það, að Barnakór Mýrarhúsa- skóla mun syngja undir stjórn Hlinar Torfadóttur, þá mun séra Sigurður Pálsson vigslubiskup flytja ræðu. Kristinn Hallsson mun syngja einsöng, Matthias A. Mathiesen f jármálaráöherra flytja hugvekju og Selkórinn syngja, en stjórnandi hans er Inga Birna Hannesdóttir. Gott safnaðarfólk! Sýnum hug okkar til kirkju og kristni I verki meö einhuga þátttöku I öllum dagskrárliöum kirkjudags Sel- t jarnarnessóknar. Verkakvennafélagið Framsókn BASAR félagsins verður i dag laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00 i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Margt góðra muna. Stjórnin. ip LAIISAR STÖÐUR Sérfræðingur í röntgengreiningu: Staöa sérfræöings i röntgengreiningu vib Röntgendeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykja- vikur og Reykjavikurborgar. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir. Aðstoðarlæknar Staöa aöstoöarlæknis viö Röntgendeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavikur og Reykjavikurborgar. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknir. Reykjavik, 25. nóvember 1977. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. Fyrír þár sem fara fram á meira en bara lit á skjáinn ...' ................ Góð greiðslukjör NORDMENDE »9 BANG & OLUFSEN 40% allra sjónvarpa i landinu. Stáðgreiðsluafsláttur Sjónvarp til isl. T ransist ora. Linu myndskerminn. System Kalt 2 Varanleg litgæði 26 ár i fararbroddi 0RYGGI YÐAR! VIÐ BJÓÐUM 3ja ára ábyrgð á myndlampa og - ár á öllu hinu 7 daga skilafrest ef tækið uppfyllir ekki kröfur yðar. Þér standið með pálmann i höndunum BYLTING! Varanleg litgæði tryggja að litgæðin haldast meðan tækið endist. Aðeins i Bang 8c Olufsen og Nordmende! /ARANLEl m i J 1 LITAGÆÐ 1 PANTIÐ STRAX \ 1 í DAG! • ÞJ0NUSTA Verzlun og verkstæði vort er það fullkomnasta sem þekkist norðan Alpafjalla Yðar og okkar hagur. hfe ^ ^ cicc, ^BÚÐIN ’ ’ Skipholti 1 9 R. S. 29800 (5 linur)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.