Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. nóvember 1977 7 allra landsmanna! Ferðafélag Islands var stofnað 27. nóv. 1927 og er þvi 5Ö ára. Helzti hvatamaður að stofnun félagsins var Björn Ólafsson, stórkaupmaður, en hann var þá einhver mesti áhugamaður um innanlandsferðir, ekki sizt gönguferðir i óbyggðum, og fór einatt i slikar ferðir með félog- um sinum, m.a. Tryggva Magnússyni og Helga frá Brennu. Hugmyndin um stofnum Ferðafélags íslands mun upp- haflega verið komin frá Sveini Björnssyni, sendiherra, siðar forseta íslands. Sveinn hafði kynnzt slikum félögum á Noröurlöndum, og hvatti ein- dregið til að stofnað yrði félag hér, sem hefði svipað hlutverk og slik áhugamannafélög. Mánudaginn 7. nóv. komu 8 mennsamaná skrifstofuBjöms til að undirbúa stofnun félags- ins, og viku seinna var haldinn annar fundur á sama stað þar sem gengið var frá drögum að félagslögum, og ávarpi til al- mennings um þann fund. Efnis- lega var ávarpið á þessa leið: A siðari árum hefur áhugi manna aukizt mjög á að ferðast um landið, kynnast óbyggðunum og öðrum litt kunnum landshlut- um, svo og náttúru þess, sögu og þjóðháttum. Hér á landi er éng- in félagsskapur, sem beitir sér fyrir landkynningu hvorki á ts- landi né útlöndum. A Norður- löndum og viðar eru slik félög mjög öflug, og hafa það hlut- verk að auka þekkingu manna á náttúru landsins og greiða fyrir ferðalögum. Það er álit undirritaðra aö I æskilegt • sé að slikur félagsskapur yröi stofnaður hér á landi. Undir ávarpið rituðu: Björn Ólafsson, Niels P. Dungal, Einar Péturs- son, Haraldur Arnason, Jón Þorláksson, Skúli Skúíason, Tryggvi Magnússon, Stefán Stefánsson, Valtýr Stefánsson, Helgi Jónasson frá Brennu og Geir G. ZoBga. Stofnfundurinn var siðan haldinn sunnudaginn 27. nóv. i Kaupþingissalnum. Stofnfélagar voru 63. Bráða- birgðalög voru samþykkt og skyldu gilda til næsta aöalfund- ar. Sumar gr. þeirra eru óbreyttar enn i dag, svo sem: 1. gr. Nafn félagsins er Ferða- félag tslands. 2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla aö ferðalögum á Is- landi og greiða fyrir þeim. 2. gr. segir tilgang félagsins, hún er stytzta grein félagslag- anna en þó ein hin markverð- asta. Aöalstarf félagsins hefur frá upphafi verið að kynna Islend- ingum sitt eigið land. Ber þar hæst útgáfa á árbókum félags- ins, Utgáfaá Islandskortum og á seinni árum vegakorti, bygg- ingu sæluhúsa i óbyggðum og ferðalög um landið. Strax á árinu 1928 kom út fyrsta árbók F .1. og var hún um Þjórsárdalinn. Þá þegar er mörkuð sú stefna, sem undan- tekningarlitið hefur verið fylgt siðan, þ.e. aö aðalefni bókarinn- ar sé um ákveðið svæði eða leið. Ýmislegt annað efni hefur verið til viöbótar i árbókunum, eink- um fyrstu árin, svo sem um út- búnað i ferðalögum, umgengni ferðamanna og ferðaþættir, ennfremur minningargreinar um ýmsa merkismenn á sviöi ferðamála og forustumenn Ferðafélagsins. AÍÍs eru árbækur félagsins orðnar 50 talsins og eru þær ein- hver sú bezta lýsing, sem nú er fáanleg af Islandi. '' Arið 1943 hóf Ferðafélagið út- gáfu á lslandskorti i mælikarða 1:750 þús. Agúst Böðvarsson hafði teiknað kortið, en það var prentað i Ameriku. Frá 1945 var kortið prentaö i Danmörku hjá Geodætisk Institut i Kaup- mannahöfn, en 1961 keypti fé- lagið filmurnar, og 1962 var fyrsta kortið prentaö hér, og hefur svo verið siðan, hafa Landmælingar tslands endur- skoðað kortið hverju sinni. 1964 var vegakortið gefið út i fyrsta sinn og siðan hefur það verið prentað á bakhlið Islands- kortsins. Eru kortin orðin 17, sem Ferðafélagið hefur gefið út, eða staðið að útgáfu á. Eitt af aðalverkefnum félagsins hefur verið bygging sæluhúsa i óbyggðum, fyrsta húsið var reist 1930 i Hvitárnesi við Hvit- árvatn. Var það mikið stórræði fyrir ungt félag, fámennt og fé- litið. Nú á félagiö og deildir þess á Norður- og Austurlandi 19 sæluhús, viðs vegar um landið. Skemmtiferðirhafa frá fyrstu tiö verið stór þáttur i starfsemi félagsins. A fyrstu árum félags- ins var vegakerfi landsins harla ófullkomið, flestar ár óbrúaðar, og bifreiðar ófullkomnar, og ferðalög þar af leiðandi háð ýmsum takmörkunum. Fyrsta skemmtiferð félagsins var farin 21. april 1929, var farið á Reykjanes og voru þátttakend- ur 31, allt félagsmenn. Ferðin var með svipuðum hættiog slik- arferðirhafa veriðsiðan, ekiðá bilum á áfangastaö, gengið um og skoðaö landslag og náttúru- fyrirbæri. A þeim 50 árum, sem F.l.hefur starfað, hafa ferðir og farþegafjöldi aukizt jafnt og þétt úr 2 ferðum með87 farþega 1929 I 230 ferðir með um 8 þús- und farþega á árínu 1977. Alla tið hefur veriö lögð rik áherzla á gönguferðir i feröum félagsins og veröur þvi haldið áfram. Siðastliöiö sumar var efnt til Esjuferða og urðu þátttakendur liðlega 1700 og er það eflaust met i gönguá eittog sama fjall- ið á einu sumri. Til að auðvelda landsmönnum og öðrum að kynnast landinu hefur félagiö komið upp hringsjám (útsýnis- skffum) á nokkrum stööum á landinu og hafa ýmsir fl. aöilar einnig sett upp nokkrar hring- sjár aö fordæmiFerðafélagsins. Félagatalan hefur aukizt jafnt og þétt úr 63, sem gengu i fé- lagið á stofnfundinum, i rúml. 7300 nú i nóv. 1977. Félagsgjald- inu hefur ávallt verið stillt I hóf og árbókin alltaf verið innifalin i þvi, en þær eru eins og áöur seg- ir einhver sú bezta lýsing á ís- landi, sem tiltæk er, og ættu þær aö vera til á hverju heimili á landinu, þvi flestir vilja vita eitthvað um landið sitt. Stjórnfélagsins hefurfrá upp- hafi verið skipuð 10 mönnum auk forseta og varaforseta. Fyrsti forseti Ferðafélagsins var Jón Þorláksson. Alls hafa 9 menn gengt forsetaembættinu, mismunandi lengi. Lengst var Geir G. Zoega forseti eða i22ár. Núverandi forseti er Davið Ólafsson, seðlabankastjóri. Félagið hefur staðið fyrir ýmiss konar landkynningu, m.a. kvöldvökum, þar sem flutt hafa verið erindi og sýndar myndir sem varða náttúru landsins, dagskrárþáttum i Rikisútvarpinu, þáttum, sem birzt hafa i Morgunblaðinu undir nafninu ,,A slóöum Ferðá- félagsins”, og nú á seinni árum myndakvöldum, svo nefndum Eyvakvöldum, þar sem ýmsir félagsmenn hafa komiö með lit- skyggnur sinar til sýningar, oft- ast úr ferðum Feröafélagsins. Þá voru haldnar nokkrar sýn- ingar á ljósmyndum og feröa- vörum á árunum milli 1933 og 1953.1 Blefniaf50 ára afmæli fé- lagsins verður sýning I Norræna húsinu, sem sýnirsögu félagsins i stórum dráttum, einnig veröur þar sýndur ýmis ferðabúnaður, bæöi gamall og nýr. Nokkur fyrirtæki, sem eru framarlega á þessu sviði sýna það, sem er á markaðinum af ferðabúnaöi, einnig eru nokkur félög, sem kynna starfsemi sina þar. Arið 1931 var rætt á stjórnar- fundi um stofnun deilda utan Reykjavikur, sem störfuðu ,á sjálfstæðum grundvelli innan F.l. Fyrsta deildin var stofnuð á Akureyri 1936. Alls hafa verið stof naðar 9 deildir utan Reykja- vikur, en sumar hafa lagzt niður aftur. Núna eru 5 deildir starf- andi, allar á Norður- og Austur- landi. Félagið hefur haft um- boðsmenn, viðs vegarum landið og hafa þeir unnið mikið og gott starf við dreifingu Arbókar- innar. Það hefur ætíö verið stefna Ferðafélags Islands, að fara ekki út á svið atvinnurekstrar, heldur væri starf félagsins þjón- usta, fyrirgreiðsla sem stuðlaöi að þvi, að landsmenn kynntust sinu eigin landi. Ferðafelagið er félag allra landsmanna. Þessi orð geröi Ferðafélag Islands að ein- kunnarorðum sinum fyrir löngu. Má segja að ærið djarft sé af einu félagi að fullyrða að stefnumál þess séu svo góð að allir Islendingar gætu fylkt sér undir merki þess. En reynslan hefur sýnt að fleiri og fleiri aö- hyllast stefnumál félagsins, hvort sem þeir eru félagsmenn F.l. eða ekki. Þeir eru æ fleiri sem vilja kynnast landinu. SI- fellt fjölgar þeim sem skilja nauðsyn þess aö koma fram með vinsemd og skilningi viö hvern blett landsins, alla nátt- úru landsins, hvort sem hún kallast dauð eða lifandi. Þetta var stefna félagsins i upphafi, og þessi er hún enn. Hvitárnes, elsta hús Ferðafélags Islands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.