Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 26. nóvember 1977 SjSS1- Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Hekstur: Reykjaprent h.f. Kitstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aðsetur ritstjórnar er I Sföumóia 11, simi 81866. Kvöldsfmi fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sfmi 14906. Askriftar-og kvartanasfmi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur f iausasölu. TVÆR GREINAR Á SAMA MEIÐI Landsfundur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna hóf st í Reykjavík i gær. Á þessum fundi verða meðal annars ræddar tillögur að nýrri stefnuskrá, en þess má vænta, að aðalmál fund- arins verði framtíð Sam- takanna, starf þeirra á næstu mánuðum og f ramboðsmál. Samtökin náðu veru- legum árangri skömmu eftir stofnun. Að undan- förnu hefur mjög hallað undan fæti og lítið kveðið að þeim í stjórnmála- lifinu, nema þá helzt í Reykjavík. Upphaflegt markmið þeirra var að sameina alla jafnaðar- og samvinnumenn í einum flokki, en það hefur algjörlega mistekist. Samtökin eru eitt dæmið um það hvernig lýðræðissinnuðum sósíal- istum hefur mistekist hvað eftir annað að sam- einast, og efna þannig til óvinafagnaðar. Sú sam- eining, sem Samtökin ætluðu í einlægni að standa að, hefur orðið að sundrungu. Margir helztu forystumenn þessa flokks hafa horfið frá honum, ýmist til Alþýðu- flokks eða Alþýðubanda- lags. Það væri bæði eðlilegt og rökrétt hjá Samtaka- mönnum, að í stað þess að efna til framboða og stuðla þannig að aukinni skiptingu atkvæða, tækju þeir þá ákvörðun, að efla eina flokk jafnaðar- manna hér á landi, Alþýðuf lokkinn. Slík hug- mynd flokkast þó frekar undir óskhyggju en rök- vísi. Forystumennirnir, sem litlu vilja fórna fyrir málstaðinn, eru of margir. Þúsundir Islendinga hafa frá upphafi islenzkrar verkalýðs- hreyfingar alið þá von í brjósti, að hér á landi yrði unnt að koma á fót vold- ugum launþegaflokki, er byggði á jafnaðarstefn- unni. Mistök á mistök ofan hafa veikt þessar vonir. Þannig hefur Alþýðuflokkurinn marg- oft verið klofinn vegna innbyrðis átaka, nýir flokkar stofnaðir með misjöfnum árangri og jafnaðarmenn eru nú dreifðir í mörgum f lokkum. En Alþýðuf lokkurinn hefur staðið af sér þessi pólitísku illviðri og er nú i meiri sókn en hann hefur verið um langt árabil. í forystu hans eru menn, sem eru ákveðnir í því að fylgja stefnu lýðræðis- sinnaðra sósíalista, jafnaðarmanna, og hvika hvergi frá henni. Flokk- urinn er nú í sterkari tengslum við uppruna sinn en hann hefur lengi verið: tengslum við verkalýðs- og launþega- hreyfinguna og félags- hyggjuna. Viðræður Alþýðu- flokksins og Samtak- anna, sem fram fóru fyrir nokkru, um hugsan- legt samstarf og sam- vinnu flokkanna, jafnvel sameiningu, fóru út um þúfur, enda ranglega að þeim staðið. Enginn merkjanlegur munur er á stefnu þessara flokka, enda stendur Alþýðu- flokkurinn Samtaka- mönnum opinn og fátt heillavænlegra gæti gerst en að þeir kæmu til stuðn- ings Alþýðuflokks- mönnum i baráttunni fyrir þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar. Landsfundur Samtak- anna mun skera úr um það hvort áfram verður haldið á klofnings- brautinni, hvort áfram verður stuðlað að lánleysi íslenzkra jafnaðar- manna, hvort áfram verður greidd gata íhaldsafla og kommún- ista á íslandi. Fari svo tekur það lengri tíma en ástæða er til, að gera jaf naðarmannaf lokk, Alþýðuflokkinn, að vold- ugu afli í íslenskum stjórnmálum. — ÁG. MINNING Sigríður J. Magnússon fædd 5. júní Það var einhvern seinasta daginn i september sl. að ég átti sem oítar leiö um Laugaveginn. Þegar ég var á móts við húsið nr. 82, hitti ég Sigriði J. Magnússon, Svanlaugu systur hennar og Magnús son hennar. Voru þau rétt t þann mund, að stiga upp i bilinn, sem flutti þau á flugvöllinn þvi Sigriður var að hefja ferð suður til Spánar, ásamt allstórum hóp aldraðra Reykvikinga. Við skiptumst á nokkrum orðum, og fékk ég tækifæri til að óska henni góðrar og ánægju- legrar ferðar. Hún var að vanda létt i máli og glaðleg, og hlakk- aði til ferðarinnar. Eigi kom mér til hugar á þeirri stundu, að svo stutt yrði, sem raun varð á, þangað til hún legöi upp i aðra miklu merkilegri ferð, sem sé ferðina siðustu, sem við eigum öll visa um leið og við fæðumst i þennan heim. Nú þegar ég lit til baka yfir árin sem leiðir okkar lágu saman i starfi að sameiginleg- um áhugamálum innan Kven- réttindafélags Islands er sann- arlega margs að minnast. Mér er sem ég lifi aö nýju ótal dýrmætar stundir þegar við, dálitill hópur starfsfúsra kvenna, upptendraður af eldi hugsjóna, komum saman til að ráðgast um hvað gera skyldi áhugamálum okkar til framdráttar. Sigriður J. Magnússon var sem kunnugt er um árabil formaður Kvenréttindafélags Islands og tvimælalaust ein þeirra kvenna sem mestan svip settu á þann félagsskap meðan hún starfaði þar af fullum krafti. Og alltaf var áhuginn 1892 - dáin 21. nóvember 1977 samur þótt starfsþrekið minnk- aði. Sigriður var vel til forystu fallin. Hún var góðum gáfum gædd, ágætlega máli farin og mjög vel ritfær, auk þess sem hún var sérlega glæsileg i sjón. Hún var viðsýn og frjálslynd og átti sér fjölþætt áhugamál. Hún var þvi skemmtileg i viðkynn- ingu, jafnt heim að sækja sem á mannamótum. Ég sagði hér að framan, að margs væri að minnast og vissulega gæti það verið efni i langt mál. En þetta áttu aðeins að vera nokkur kveðju- og þakkarorð frá mér fyrir langt ög ánægjulegt samstarf. Ég votta börnum Sigriðar J. Magnússon og öðrum vanda- mönnum einlæga samúð. Henni sjálfri bið ég Guðs eilifu bless- unar. Útför Sigriðar J. Magnússon verður gerð n.k. mánudag frá dómkirkjunni kl. 3 e.h. Guðný Helgadóttir. t Kveðja frá Kvcnréttindafélagi islands Leiðir Sigriðar Jónsdóttur Magnússon og Kvenréttinda- félags Islands lágu fyrst saman, er hún sem fulltrúi Lestrar- félags kvenna sat landsfund ■* KRFl á Þingvöllum 1944. Lýðveldishátíðin var nýlega um garð gengin, vor í lofti og hugir manna tendraðir glóð frelsis og framfara. Andrúms- loft landsfundarins var þrungiö þessum hugblæ, þar voru gerö- ar veigamiklar breytingar á uppbyggingu félagsins, ályktað um þjóðmál og umræður um réttindi og skyldur kvenna voru í alglaymingi. Sigriður hreifst með á fundin- um, og þegar næsta haust gerð- ist hún félagi i KRFI. Hún hóf að starfa fyrir félagið af alúð og áhuga, og á aöalfundi 1946 var hún valin varaformaöur. Ari seinna varð hún formaöur og gegndi þvi starfi til ársins 1964 eöa alls i 17 ár. Um árabil átti Sigriður sæti i ritnefnd ársrits KRFI, „19. júnl”, og var ritstjóri þess um skeið. Hún átti sæti i fram- kvæmdastjórn Hallveigarstaða og var formaður byggingar- nefndar hússins seinustu árin, sem sú nefnd starfaði. I hennar hlut kom að afhenda húseignina núverandi eigendum, Kven- félagasambandi Islands, Bandalagi kvenna I Reykjavik og Kvenréttindafélagi Islands. Sigriður J. Magnússon var iöulega fulltrúi KRFI á mótum og þingum erlendis, bæði á Norðurlöndum og hjá Alþjóða- samtökum kvennréttindafélaga — International Alliance of Women. Hún sótti fjölmörg þing alþjóðasamtakanna, en þau eru haldin þriðja hvert ár viðs veg- ar um heim, einnig átti hún um tima sæti I stjórn samtakanna. Sigriður var að upplagi heims- borgari og var virtur og glæsilegur fulltrúi félagsins á erlendum vettvangi og minnis- stæð þeim er henni kynntust. Þau 17 ár, sem Sigrfður var formaður Kvénréttindafélags- ins voru ár mikilla breytinga I islensku þjóðlifi, og þvi fjölda- mörg málefni, sem félagið þurfti að takast á við. Nefna má umfjöllun um stjórnarrétt karla og kvenna yröi stjórnarskrár- bundið. Enn fremur voru menntamál, atvinnu- og skatta- mál stöðugt á verkefnaskrá félagsins. Siðast en ekki sizt bér að nefna lög um almannatrygg- ' ingar, en i upphaflegri gerð þeirra laga var mikill mismun- ur gerður á körlum og konum. Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.