Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 26. nóvember 1977 Sérstætt erfðamál dómtekið í Hæstarétti í gær: 65 ára kona reynir að fá viðurkennt faðerni sitt í gær var dómtekið í Hæsta- rétti sérstætt mál sem varðar erfðarétt 65 ára konu i Reykja- vik, A.T., eftir föður hennar, T.S. þannig að hún hljóti jafnan arfahlut við önnur börn T. heit- ins. Mál þetta er þannig til komið, að i ágúst 1969 óskaði Vilhjálm- ur Arnason hrl. eftir þvi fyrir hönd sóknaraðilans, A.T., að dánarbú föður hennar hér i Reykjavik yrði tekið til skipta, en T.S. andaðist árið 1967. Lög- maður varnaraðilans lýsti þvi þá þegar yfir, að þar sem ,,eng- ar sannanir séu fyrir þvi hér i réttinum, að frú A., sem telur sigT.dóttur, eigi rétt á nokkrum arfi úr þessu dánarbúi, þá krefst hann þess að málinu verði visað frá skiptaréttinum og krefst jafnframt málskostnaðar”. Frávisunarkrafan var ekki tek- in til greina i skiptarétti og hélt meðferð málsins áfram fyrir dómum og féll dómur i þvi 6. •mai 1972. Var úrskurður á • þá leið, að „krafa sóknaraðila, A.T., um, að viðurkenndur verði erfðaréttur hennar i dánarbú T.S., er ekki tekin til greina. Málskostnaður fellur niður”. Máliö fer fyrir hæstarétt Afrýjandi áfrjáði máli sinu til Hæstaréttar og itrekaði kröfur sinar um að viðurkenndur verði erfðaréttur sinn eftir T.S. 1 dómi Hæstaréttar frá 14. marz 1974 segir, að eftir andlát T.S. 1967 hafi ekkja hans, L.G., fengið leyfi til setu i óskiptu búi með tveimur fjárráða börnum þeirra, þeim Ag.T og H.T. Það gerist siðan i marz 1972 að ekkja T.S., L.G., andast og er þar með lokið setu hennar i óskiptu búi. 1 dómi Hæstaréttar frá 1974 segir orðrétt: „1 máli þessu krefst áfrýjandi þess sem sóknaraðili svo sem endanleg kröfugerð hennar varð fyrir skiptaréttinum, að viður- kenndur verði arftökuréttur hennar eftir T.S. og hljóti hún sama arfahlut og önnur börn hans. Samkvæmt gögnum máls og úrskurði skiptaráðanda er varnaraðili um framangreinda kröfu áfrýjanda dánarbú T.S. Ekki verður séð, að skiptaráð- andi hafi kannað það sérstak- lega, hver væri afstaða ein- stakra erfingja T. til arfskröfu áfrýjanda. Verður m.a. ekki ráðið af gögnum málsins, að erfinginn Ag.T. (þ.e. sonur T.S.) hafi nokkru sinni verið inntur eftir viðhorfi sinu til erfðakalls áfrýjanda. Þeir erfingjar í bú- inu, sem mótmæla vildu kröfum áfrýjanda áttu að réttu lagi aö vera varnaraðiljar i máli þessu. Viðhorf þeirra var ekki kannað á viöhlltandi hátt, svo sem áður segir. Ber þvl að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi”. Þá var það sérstaklega tekið fram I dómi Hæstaréttar að skiptaráð- andi hafi láðst að „greina skil- merkilega I þingbók dómkröfur málsaðilja við munnlegar flutn- ing málsins”. Og aftur í skiptarétt... 1 samræmi við þennan úr- skurð Hæstaréttar ritaði nú Vil- hjálmur Arnason hrl. skiptaráð- anda I Reykjavik bréf, þar sem farið var fram á að boðað yrði til skiptafundar i dánarbúi T.S. að kröfu dóttur hans, A.T. I október 1975 er upp kveðinn úr- skurður i málinu hjá skiptarétti og er hann á sömu leið og fyrr: Krafa sóknaraðila, A.T. um að dánarbú hjónanna T.S. og L.G. verði tekið til opinberra skipta og að viðurkenndur verði erfða- réttur hennar eftir T.S., er ekki tekin til greina”. 1 gögnum skiptaréttar er að finná framburð ýmissa aðila sem rétturinn m.a. byggði nið- urstöður slnar á. Er þar t.d. að finna svohljóðandi aðilaskýrslu sóknaraðilans I málinu, A.T.: „Ég hefi frá öndverðu talið það sjálfsagt mál og engum vafa undirorpið, að faðir minn væri T.S. i Reykjavik. Var það fyrst eftir að hann féll frá, að mér varð ljóst að mótmæli kynnu að verða höfð uppi i þvi sambandi . Þvl hugkvæmdist hvorki mér né öðrum að gera ráðstafanir, er gerðu slik mót- mæli óhugsandi. Hefði þær ráð- stafanir þurft að gera meðan viðkomandi aðilar voru enn á lifi. Frá þvi ég man fyrst eftir, vour þau föðurforeldrar minir, mér ákaflega góð og var ég ætið velkomin á heimili þeirra. Þau sendu mér alltaf jóla- og afmæl- isgjafir. Þegar spænska veikin 1918 lagði móður mina fárveika i rúmið, koma amma min (þ.e. föðuramma) á hverjum degi til þess að hlúa að henni og þakka ég henni að móðir min komst á fætur aftur”. Þá er einnig að finna i gögn- um skiptaréttar marga vitnis- burði frá ýmsum ættingjum A.T. og fólki sem þekkti til hennar og eru þeir flestir á þá lund, að aldrei hafi annað komið til greina en hún væri dóttir T.S. Liggur m.a. fyrir bréf frá fyrrum alþingismanni á Suður landi til sóknaraðila. Þar segir: „Veturinn 1911—1912 var hún (móðir A.T.) i Reykjavik. Ekki þori ég að fullyrða neitt um það, hvar hún var þar, hvort það var hjá S.T. kaupmanni (afa A.T.) eða annarsstaðar, en á þessum vetri varð hún þunguð og slðan komst þú i heiminn. Föður að barni sinu nefndi hún T.S., en hann mun þá hafa verið piltur um tvltugt. Það minnir mig, að ég heyrði að T. hafi verið tregur til að gangast við faðerni barns- ins fyrst, en þó mun hann þegar á herti hafa viðurkennt að vera faðir þinn”. Þá er i dómsskjölum birtur framburður systkina A.T., þeirra Ag. T. og H.T. Segist hvort um sig aldrei hafa minnzt á sóknaraðila I uppvexti á æsku- heimili sinu og hafi aidrei nokk- urs staðar heyrt á hana minnzt fyrr en málarekstur þessi hófst. Hafi þau aldrei þekkt A.T. Sömu sögu hafði ekkja T.S. að segja svo og tengdadóttir þeirra hjóna — kona Ag.T. Líkur til að T.S. hafi vitað um afkvæmið 1 forsendum og niðurstöðu siðari úrskurðar skiptaréttarins segir á þessa leið: „Af ýmsum gögnum verður ráðið, t.d. Hrd I bls. 46, að skil- yrði fyrir lögmætri feðrun óskil- getins barns eftir reglum N.L. 13—6—5, væri skýlaus játning barnsföður eða dómur. Verður þvi ekki talið, eins og sóknarað- ili telur fram, að feðrun sem eitthvað gildi og áhrif hefði að lögum i tið nefndra réttar- reglna, gæti farið fram á þann hátt sem hér um ræðir. Getur engu hér um breytt, þótt telja verði sannað, að sóknaraðili hafi almennt af kunnugum og þ.ám. af fjölskyldu T.S., verið talin dóttir hans og leiddar hafi verið að þvi yfirgnæfandi likur, að T. hljóti að hafa verið um þetta kunnugt. Það er ekki sannað, að T.S. hafi nokkurn tima gengixt við faðerni sóknar- aðila, hvorki beint né óbeint t.d. með greiðslu meðlags, enda ekkert fram komið um, að kröf- um i þá átt hafi nokkurn tíma formlega og opinberlega, verið að honum beint. Samkvæmt þvi sem nú hefur verið rakið, verð- ur ekki talið að faðerni sóknar- aðila hafi verið staðreynt með þeim hætti sem átt er við i 1. tl. 1. gr. erfðalaganna nr. 8/1962. Er þvi ekki unnt að játa henni erfðarétti eftir T.S. og ber þvi að hafna öllum dómkröfum henn- ar”. Og aftur til hæstaréttar... Þetta sérstæða mál er nú aft- ur komið fyrir Hæstarétt, svo Framhald á bls. 10 Barnamúsík- skólinn 25 ára — hefur hlotid nýtt nafn og heitir nú Tónmennta- skólinn í Reykjavík Barnamúsíkskóli Reykjavíkur, sem nú heitir reyndar Tónmenntaskóli Reykjavíkur, heldur upp á sitt 25. starfsár um þessar mundir. Skólann stofnaði dr. Heinz Edelstein fyrir 25, árum, upp úr barnadeildum sem verið höföu i Tónlistarskólanum i Reykjavik allt frá striðslokum. Reykjavik- urborg og rikið hafa rekið skól- ann, en frá þvi á árinu 1975 hefur hann verið rekinn eins og aðrir tónlistarskólar, skv. lögum um fjárhagslegan stuðning við sllkar stofnanir. Auk Heinz Edelsteins hafa skólastjórar skólans frá upphafi verið fjórir talsins. Þeir eru dr. Robert A. Ottósson, Ingólfur Guð- brandsson, Jón G. Þórarinsson og Stefán Edelstein, sem nú gegnir starfinu. 1 haust fékk skólinn inni i gamla gagnfræðaskólanum við Lindar- götu, sem losnaði við breytingar á skólakerfinu og uppbyggingar fjölbrautarskólakerfisins. Bætti það mjög úr skák þvi skólinn hef- ur alla tið verið i húsnæðishraki, var t.d. lengi vel til húsa uppi á lofti i Austurbæjarskólanum, i Valsheimilinu, i húsi Jóns Lofts- sonar við Hringbraut og viðar. Þrátt fyrir að húsnæðisaðstæöur skólans séu nú betri en verið hef- ur um árabil er gamli gagnfræða- skólinn þó ekki gallalaus. Nokkuð er þar hljóöbært og auk þess þurfa nemendur margir hverjir að fara yfir mikia umferðargötu, Hverfisgötuna, á leið sinni i skól- ann. Auk þess er húsnæði ekki meira en svo að takmarka þarf inntöku nýrra nemenda i skólann. Tónmenntaskólinn er ætlaöur börnum á aldrinum 6-15 ára, það er að segja unglingum á grunn- skólaaldri. Nemendur eru teknir inn i skólann 6-9 ára gamlir. Þó er það til i undantekningartilvikum að lOára gömul börn fá inngöngu. Margt nýtt hefur veriö reynt i starfsemi skólans i þeim tilgangi aðhalda honum sem lifandi stofn- un og geti sinnt þvi hlutverki sinu að vera tilraunaskóli. Nefna má hljóðfærasmiði og fiðlukennslu mjög ungra barna (4-6 ára). Þá hafa starfsmenn skólans i sam- vinnu við bandariska starfsbræð- ur sina unnið að þróun námsefnis og kennsluprógramma. Framtiðarverkefni skólans eru mörg og þar liklega brýnast að leysa úr húsnæðismálum skólans á viðunandi hátt. Nánar verður sagt frá Tón- menntaskóla Reykjavikur I blað- inu á morgun. — ES Sjónvarpssalurinn þéttsetinn, horn i horn, i „Gestaleik”. 150 þátt- takendur og stór hluti þeirra alvanur að taka þátt I og horfa á leiki. Leikmenn Vals og „Stuðmenn” Vais voru i meirihluta I fyrsta þætti. Nýr skemmtiþáttur MGestaleikurM í sjónvarpinu - sýndur fjögur næstu laugar- dagskvöld Á laugardagskvöldið hefst nýr skemmtiþáttur í sjónvarpinu sem nefnist Gestaleikur. Stjórnandi gestaleiks verður ólafur Stepherren, og mun hann fá nokkra félaga sina i leik með sér. Aöallega mun þetta vera spurningaleikir og leynigestur mun koma í heimsókn. Þeir sem á þátt- inn horfa, geta sér til um „Rétta manninn" og gátu er beint til áhorfenda: Hver er maðurinn? (Svar sendist „Gesta leikur", Sjónvarpið, Laugaveg 176, 105 Reykjavík) Stjórnandi Ólafur Stephensen. Eins og fyrr segir er ölafur Stephensen stjórnandi þáttarins, en Rúnar Gunnarsson annast undirbúning ásamt honum og stjórnar upptöku. Sviðsmynd ger- ir Gunnar Baldursson. Gestaleik- ur verður á dagskrá fjóra næstu laugardaga. — KIE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.