Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. nóvember 1977 5 Einn var að smiða frumvarpstetur annar hjá honum sat sá þriðji kom og bætti um betur hann boraði á það gat. Það er ekki oft að orð kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi ná hjörtum okkar. Þróun stjórn- málastarfs á tslandi hefur orðið á þann veg undanfarna áratugi, að þessi stofnun, er situr við Austurvöll og ræður ráðum okk- ar, hefur fjarlægst augu og eyru lýðsins. Hún hefur skipað sér i hóp með guði og dauða, sveipað sig huliðsmóðu. Hún er órætt hugtak, sem ef til vill er staö- reynd, ef til vill imyndun. Of fjarri til að við finnum tilvist hennar i daglegu lifi okkar, of algild og ógild i senn til þess viö gerum okkur grein fyrir áhrif- um hennar eða.snertingu henn- ar við okkur sjálf. Eins og slysin,eru störf alþingis eitthvað sem kemur fyrir aðra. Þvier það, að með okkur hafa skotið rótum all einkennilegar hugmyndir um störf Alþingis, valdsvið alþingismanna og yfir- leitt tilgang þess er fram fer innan þessarra gráu veggja sem Jón Sigurðsson vaktar. Með árunum hafa svo þingmannasögur skipað sér i sess við hlið draugasagna og út- burðasagna. Eða, svo hefur okkur veriö sagt. Nú hina siðustu mánuði. Svo sagði einnig Sighvatur Björgvinsson, einn af lands- kjörnum þingmönnum Alþýðu- flokksins, i sjónvarpsþætti sið- astliðið mánudagskvöld. Var Sighvatur harðoröur i garö þeirra er um störf Alþingis fjalla og taldi þeim þörf aö kynna sér mál til meiri hlitar, áöur en blekið væri látið leka. Hins vegar tók Sighvatur einnig undir orð þeirra er gagn- rýnt hafa störf Alþingis og var þar ekki siður harðorður. Kvað hann þingmenn marga vinna störf sin hangandi höndum, með hroövirknina að leiðarljósi. Frumvörp, tillögur og ályktanir væru unnar af fljótfærni, litilli fyrirhyggju, jafnvel litlu viti. Hafðu þökk fyrir, Sighvatur, okkur segir svo hugur um að þú hafir þar sagt satt. En, þetta leiðir óhjákvæmi- lega hugann að þvi er fram fer innan veggja þings. Hver eru störf þessarra „drauga” eða „útburða” er þar væla? Hvern- ig eru þau unnin og hver eru markmið þessarra manna? Allt endurspeglaðist þetta i sjónvarpsþætti þessum, þar sem fjallað var um hugsanleg- ar, hugsanlega æskilegar, vænt- anlega betrumbætandi breyt- ingar á kosningalögum, kjördæmaskipan, eða öðru þvi sem hér er ákvarðandi um hvernig menn veljast á þing. Þarna voru saman komnir I sjónvarpssal gömul kempa úr stjórnmálum og launþega- baráttu, einn af okkar helstu lögspekingum og einn kjörinn fulltrúi fólksins af Alþingi. Inn i var svo blandað myndsegul- böndum, þar sem fleiri kjörnir fulltrúar fólksins, svo og einn fulltrúi ungmennasamtaka stjórnmálaflokkanna, úthelltu visku sinni yfir alþjóð. Af þessum umræðum mátti mikinn lærdóm draga. Að vlsu helstan þann, að þremenning- arnir i sjónvarpssal vildu sem minnstu breyta. Þeir voru aö sjálfsögöu fylgjandi þvi aö auka vald alþýöu manna. Hver er ekki sammála þvi i orði? Hins vegar voru þeir jafn sammála um, að hvort sem lýöræöi við- héldist eða hallaöi sér endan- lega á eyrað, bæri að viöhalda flokksræði þvi sem nú rfkir hér, að minnsta kosti i útreiknuðu hófi. Aðrir vilja breytingar á og þær nú þegar. Þar eru fremstir i flokki þingmenn Reykjavikur og Reykjaness, sem telja kjós- endur sina búa við skertan hlut, I þvi að þeirra atkvæði fylla ekki jafn marga þingmenn og atkvæöi Vestfirðinga og annarra útkjálkahokrara. Þegar allt kom saman, mátti öllum vera ljóst aö þeir draugar og útburðir er þarna komu fram i gerfi mannsins, lýstu vilja sin- um bæöi i orði og verki. Þegar til kastanna kemur er enginn þeirra að hlúa aö lýðræði, eða að leita leiða til að lýðurinn fái meir ráöiö. Þeir eru að leita leiða til að tryggja þingsetu sina og þeirra leiða einna. Þvi er þaö þingmaður úr Reykjavik er klökkur ber fram þá bænarkröfu, að breytingar verði gerðar á fyrir vor. Oðrum kosti gæti þingseta hans veriö i vafa. Þvi er það einnig að þingmað- ur af Reykjanesi ber fram aðra tillögu i „lýðræöisátt”. Þvi er það einnig að dreif- býlisþingmenn vilja viðurkenna að breytinga sé þörf, en fylgja siðan þeirri gömlu og gullvægu reglu, að láta viðurkenninguna eina nægja. Allir vilja þeir breyta og bæta. Þeim rennur sumum til rifja umkomuleysi höfuöborgarbúa, öörum hrýs hugur við kúgun þeirri er beita mætti einstök landshorn önnur. Ollum hitnar þeim I hamsi er þeir telja vegið aö sinum eigin minnihlutahóp, þeim ómögum er þeir reka er- indi sin fyrir, það er þeim sjálf- um. Svo bregða „draugar” og „út- burðir” sér i manna gerfi og smiða frumvörp. Þeir eru þesskonar smiöir. Halldór Valdimarsson manna- eyjum Blaðamaöur frá Alþýðublaðinu dvaldi nokkra daga í Vestmannaeyjum og not- aði tækifærið til að afla frétta með viðtölum við ráðamenn bæjarins og ýmsa# sem framarlega standa í atvinnulífi eyjar- skeggja. „Hvað viltu segja okkur, Magnús, um heimflutning Eyja- búa og yfirleitt fólksflutninga hingað eftir gos? „Ohætt er að segja, að enn skortir talsvert á, aö ibúar hér hafi náð þeirri tölu, sem var hér fyrir gos. Við gerum raunar ekki ráð fyrir að ná henni fyrr en 1981, eöa að þá verði bæjar- búar um 5300. Þrátt fyrir það, að bærinn hefur lagt sig fram um að koma upp ibúðum af fremsta megni, er enn mikill húsnæðisskortur.” „Og hvað hefur áunnizt i byggingum á vegum bæjar- ins?” „Bærinn hefur séð um nálægt 200 ibúðir, þar af nær 120 varan- legar Ibúðir, en hitt er bráða- birgðahúsnæði. Að auki erum við með i byggingu 18 ibúða blokk, sem reist er samkv. lög- um um byggingu leiguibúða á vegum sveitarfélaga og göngum inn i 12 ibúöir i viöbót á annarra vegum.” „Hvernig röðuðuð þið fram- kvæmdum þegar uppbyggingin hófst?” „Við mátum þaö svo, að fyrst og fremstyröi að koma upp hús- næði fyrir fólkið, sem atvinnu- lifið þurfti á að halda. Ekkert sveitarfélag getur annað en lagt á þaö aðaláherzlu. I sam- hengi við það þurfti svo að búa þannig að fólkinu, aö sem mest af vinnuaflinu nýttist. Þvi töld- um við jafnnauðsynlegt að Ná fullri íbúa- tölu árid 1981 — Rætt við Magnús H. Magnússon koma hér upp dagheimilum og leikskóla, ef von ætti að vera á þvi, að allar vinnandi og vinnu- fúsar hendur nýttust. Þetta var mikið átak.” „Hvernig standa svo þessi mál?” „Ég hygg, að I þvi efni búi ekki aðrir betur. Enda munu þær húsfreyjur, sem geta og vilja sinna útivinnu, eiga þess kost að koma börnum sfnum i örugga gæzlu. Hér eru ekki bið- listar I þeim efnum, að minnsta kosti ekki svo umtalsvert sé.” „Hvernig leysið þið mál aldraða fólksins?” „Eins og er höfum við komið upp elliheimili. Þaö er rekiö nokkuð samhliða sjúkrahúsinu, sem tekur við þvi fólki, sem get- ur ekki lengur haft fótavist og þarfnast hjúkrunar. Akveðið er að hanna ibúðir fyrir aldraö fólk, einnig I nágrenni við dvalarheimiliö, þar sem það getur haft og fengið aðstöðu eftirvild og þörfum, þó það búi i séribúðum, sem auðvitað marg- ir kjósa meðan kraftar endast þar til. Þannig á að tengja saman þarfirnar fyrir, ég vil segja þau þrjú stig, sem aldrað fólk geng- ur gegnum, möguleika til að búa útaf fyrir sig, dvöl á eiliheimili og siðast hjúkrun þegar fólk getur ekki lengur haft fótavist, og i sambandi við þetta aðstoð eftir þörfum og óskum hvers og eins. Viö höfum ágætt sjúkrahús og læknaþjónustu, búum vel i þvi. „En hvað þá um félagslega aðstöðu uppvaxandi fólks?” Iþróttaaðstaða okkar er með þvi bezta sem gerist á landinu. Það mál hefur veiö leyst fyrir nokkuð langa framtið, bæði um venjulegar húsiþróttir og sund. Um aðstöðu I öörum menn- ingarmálum, t.d. skólum, vildi ég visa til skólamannanna. Hitt veit ég að þar þarf að gera veru- legt átak. Nú er að rætast gam- all draumur, að bókasafnið flyt- ur nú — liklega um næstu helgi — i nýtt húsnæði, og I þvi sama húsi á einnig byggðasafn okkar að hafa aðsetur. Ætlunin er svo að koma upp listasafni þar, þeg- ar tóm vinnst til,og fundarsal fyrir bæjarstjórn”. En hvað um það, sem alla- jafna er kallað verklegar fram- kvæmdir?” „Þar er nú á að taka miklum þörfum og ýmislegt i deiglunni og á ýmsum stigum. Aö sjálf- sögðu veltur þar mikið á láns- fjármöguleikum. En þegar sleppir byggingaframkvæmd- um er nú hitaveitan frá hraun- inu stórt mál. Eins og er.gerum við okkur von um að geta tengt um 1/3 hluta byggðarinnar við hitaveituna um næstu áramót, og siðan verður haldið áfram af fullum krafti við það, sem eftir er.” „Er það álitlegt fyrirtæki?” „Svo teljum við örugglega. Hér er þó á það að lita, að þar sem við erum brautryðjendur i þessu efni — fyrstir til að hag- nýta hraunhita á þennan hátt — liggur ekki hér fyrir nein reynsla. Menn eru ekki sam- mála um, hvað hraunhitinn kunni að endast lengi. En þaö þykir þó fullvist, að nemi ára- tugum. Eftir stendur þá það, að þegar búiö er að koma öllum bænum i samveitu — einskonar fjarhitun — opnast ýmsir mögu- leikar til ódýrari húsahitunar, þó hitaorkuna úr hrauninu þrjóti. Þar getur komið til greina raforka eða svartoliuhit- un, ef ekki vill betur til.” „Hvað teljið þið, að hraunhita- veitan geti sparað miðað við verð á dieseloliu?” „Við teljum, að kostnaður verði fyrst i stað ekki yfir 80% af oliukostnaði og gerum okkur vonir um að hann geti lækkaö á næstu 3 árum niður i 60-65% miöað við núverandi oliuverð og gengi.” „Hvað um gatnagerð?” „Við höfum gert 10 ára áætlun um gatnagerðarframkvæmdir. Miðað við verðlag i júli i ár er kostnaöur I heild um 1500 milljónir. Aætlaö er, að jafna framkvæmdum niöur á áætlun- artimann og taka þar með i reikninginn allt, sem við sjáum fyrir aö til fellur á timanum. Óhjákvæmilegt verður að leggja á nokkur gatnagerðar- gjöld, enda hafa þau ekki verið Framhald á 8 siöu. I gerfi mannsins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.