Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 1
Stefnt er aö þvi aö byrja aö taka á móti er- lendum gjaldeyri inn á svokallaöa gjaldeyris- reikniríga í íslenzkum bönkum fljótlega upp úr áramótum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ólafur Jóhannesson viöskiptaráöherra efndi til siðdegis í gæn en þar kynnti hann breytingu á reglugerð um skipan gjaldeyris- og innflutn- ingsmála. í þessari reglugerð felst það nýmæliað heimila sparifjáreign i erlendum gjaldeyri við þá banka sem verzla með erlendan gjaldeyri, en það eru Lands- bankinn og útvegsbankinn og öll Utibú þeirra. Heimilt verður að leggja inn á almenna sparifjárreikninga i erlendum gjaldeyri allan þann gjaldeyri, sem ekki er skylt að selja gjaldeyrisbönkum og er hér þvi fyrst og fremst um aö ræða erlend vinnulaun og þóknanir, afgang af áhafna- og ferðagjaldeyri, arf erlendis frá, fé sem menn taka með sér við flutning tillandsins, sem ogum- boðslaun sem innflyt jendur geta ráðstafað til vöruinnflutnings. A blaðamannafundinum sagði Ólafur Jóhannesson að með þessari breytingu væri stefnt að þvi að gera hvers kyns pukur með erlendan gjaldeyri Utlægt, en hann undirstrikaði að hér væri fyrst og fremst um tilraun að ræða og þvi yrði reynslan að skera Ur um hvort þetta fyrir- komulag kæmi tilmeð að stand- ast til frambúðar. — Ef þessitilraun tekst, sagði ráðherran, þá fæ ég ekki séð annað en að hún sé eingöngu af þvi góða og vonandi freistar þetta mönnum til að velja þessa leið frekaren að geyma pening- ana heima. — Astæðuna fyrir þessari breyt- ingu, sagði ráðherran fyrst og fremst vera þá, að almanna- rómur segði,að talsvert væri i umferð af erlendum peningum manna á milli,auk þess sem sögusagnir væru uppi um að menn ættu peninga á erlendum bönkum. Sagði ráðherra að þessi peningaviðskipti gætu verið lögleg og benti til dæmis á að skips- og flughafnir fengju hluta af launum sinum greitt i erlendum gjaldeyri, sem ekki væri hægt að skylda þau til að eyða samstundis. bá tiðkaöist það einnig að innflytjendur tækju umboðslaun sem þeir gætu átt um tima á erlendum bönkum. — Ég hef heyrt þennan orð- róm, sagði ráðherran, og nú gerum við tilraun til að fá menn til að leggja þennan gjaldeyri heldur á islenzka banka og fá hann þar með gengistryggðan auk þess sem þeir munu fá af honum hóflega vexti. Skerðir ekki ferða- mannagjaldeyrinn Samkvæmt hinni nýju reglu- gerð er mönnum frjálst að ráð- stafa gjaldeyri af þessum reikn- ingum til vörukaupa sem ekki eru háð innflutningsleyfum og erlendrar þjónustu þar á meðal til greiðslu ferða- og dvalar- kostnaðar. A blaðamannafund- inum kom fram að þótt menn eigi gjaldeyri á slikum reikn- ingi, þá skerðir það ekki rétt þeirra til annarar gjaldeyris- yfirfærslu„ Sömu reglur munu gilda um sparifé i erlendum gjaldeyri og um annað sparifé og spariskir- teini rikissjóðs svo sem reglur um framtal og skattskýldu. Ekki er gert ráð fyrir að gefn- ar verði út sparisjóðsbækur, heldur fái innistæðueigendur reglulega i hendur reiknings- yfirlit eins og tiðkast með ávis- anareikninga og vaxtaauka- reikninga, en inn- og útborganir af reikningunum munu fara Framhald á bls. ÍO Frá fréttamannafundinnm I g*r. mynd -GEK — Hvaö átti ég nú aö kaupa? Þennan hugsandi mann hitti Ijósmyndari blaðsins á krossgötum i miðbænum fyrir nokkrum dögum. Hann var að gera upp við sig hvort hann ætti að ganga Lækjargötuna eöa niður Austurstrætiö. (AB-Mynd: — ATA) Verkamannaféfagið Hlff Hafnarfirdi: Spurning á umsóknareyðu- blöðum brot á samningum! — hlutverk verkalýðsfélagsins að kanna hug félagsmanna til ákvæðisvinnu ,/Þegar Bæjarútgerð Hafnarfjaröar hóf endur- ráöningu starfsfólks eftir endurbætur sem unnið var að í fyrirtækinu fékk fólk í hendurnar umsóknareyöu- blað sem við getum ekki sætt okkur viö. Á blaðinu er spurning þess efnis hvort fólk vilji í framtíðinni vinna undir svokölluðu bónus-, eða ákvæðisvinnu- fyrirkomulagi eða ekki", sagði Hallgrimur Péturs- son hjá Verkalýðsfélaginu Hlif i Hafnarfirði, þegar AB ræddi við hann i gær. „Þegar upptaka ákvæðisvinnu hefur komið til tals hefur það ávallt verið i verkahring verka- lýðsfélaganna að kanna hug verkafólksins til málsins, en ekki að atvinnurekandinn stilli mönn- um upp við vegg og spyrji: Við hvaða kerfi vilt þú vinna? Það á ekki að koma atvinnurekandan- um við hverjir vilja þetta eða hitt Framhald á bls. 10 Ferðast fyrir 5 milljarða — á 11 mánuðum Á fundi sem Olafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra boðaði til með frétta- mönnum siðdegis i gær, þar sem hann tilkynnti breytingar á gjaldeyrislöggjöfinni, kom fram að það sern af er árinu nema gjaldeyrisleyfi til ferðalaga erlendis tæpum 5 milljörðum króna, en á öllu árinu i fyrra nam þessi upp- hæð rúmum 3.1 milljarði króna. Það kom einnig fram á fundinum að heildargjald- eyriskaupi islenzkum bönkum nema frá siðustu áramót 88,1 milljarða króna. A fundinum sagði viðskipta- ráðherra, að ef hinar nýju gjaldeyrisreglur bæru til- ætlaðan áranguryrðisá gjald- eyrisskammtur sem ferða- mönnum væri nú útdeildur tekinn til endurskoðunar til þess að koma i veg fyrir mis- ræmi. —GEK Verður hafin fiskirækt í s|6 við Reykjavík? Á fundi, sem haldinn var fyrir skömmu gerði Veiði- og fiskiræktarráð athyglisverða samþykkt varðandi fiskirækt i sjó umhverfis Reykjavíkur- borg. Var farið fram á það við borgarráð, að veitt yrði heimild til gagnaöflunar og frum- rannsókna til slikrar ræktunar, sem miðast við, að vont sé að nota heitt frárennslisvatn úr borginni til að hraða upp- vexti fiskjarins. 1 viðtali við Alþýðublaðið sagði Jakob Hafstein, að hug- myndin væri, að afla gagna hjá Norðmönnum, og ef til kæmi, að Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.